Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989 4 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Bóndi er UUm það er ekki deilt að íslenskur landbúnaður á við mikla erfiðleika að stríða, ekki síður en sjávarútvegurinn sem við gerðum að umtalsefni hér á þess- um stað í gær. Vandinn felst ekki síst í opinberum afskiptum stjórn- valda af málefnum bænda. Niður- greiðslur eru eitt mikilvægasta tæki stjórnmálamanna til þess að hafa áhrif á störf og framleiðslu bænda. Auknar niðurgreiðslur leiða, að öðru óbreyttu, til aukinn- ar neyslu landbúnaðarvara, og öfugt. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, hefur oft bent á nauðsyn þess að draga úr niður- greiðslum. Og nýlega hélt hann því fram að mjög erfitt væri fyrir Alþýðuflokkinn að ná stefnumál- um sínum fram í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hann telur mun líklegra að Al- þýðuflokkurinn nái stefnu sinni fram þegar fokkurinn er í ríkis- stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þessi ummæli Jóns Baldvins Hannibals- sonar að umtalsefni í grein hér í Morgunblaðinu síðastliðinn laug- ardag og sagði meðal annars: „Einn stærsti útgjaldaliður ríkis- sjóðs vegna landbúnaðarfram- leiðslu er niðurgreiðslur. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn ríkisfjármálanna árið 1983 voru niðurgreiðslur svo miklar að þær námu hér um bil 5,5% af heildarútgjöldum vísitöluíjöl- skyidunnar. Þegar sjálfstæðis- menn létu af stjórn fjármálaráðu- neytisins fjórum árum síðar, vorið 1987, var búið að skera þessi út- gjöld niður um %. Niðurgreiðslur voru þá aðeins 1,7% af útgjöldum vísitölufjölskyldunnar. Það svarar til u.þ.b. 1,4% af útgjöldum í nýja vísitölugrundvellinum sem tekinn var í notkun fyrir einu ári.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins bendir ennfremur á að niður- greiðslur hafi tvöfaldast frá 1987, en á þeim tíma hafa Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson verið fjármálaráðherrar. Og Þorsteinn Pálsson bætir við: „Er þá ótalin mesta aukning á öðrum uppbótum og styrkjum bæði til landbúnaðar og sjávarút- vegs sem um getur á einu ári og núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir.“ Upplýsingar formanns Sjálf- stæðisflokksins eru athyglisverðar ekki síst þegar allar yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í gegnum árin um landbúnáð eru hafðar í huga. Þeir miklu fjármunir sem renna í gegnum opinbera og hálfopin- bera sjóði til atvinnulífsins í formi niðurgreiðslna, millifærslna og styrkja koma hvorki atvinnulífinu né neytendum að því gagni sem bústólpi að hefur verið stefnt, síður en svo. Það er því brýnt að hér verði breyting á. Morgunblaðið hefur bent á nauðsyn nýsköpunar í land- búnaði, sem taki mið af því að losa bændur úr ijötrum hins opin- bera og gera þeim kleift að njóta eigin dugnaðar og atorku. Sem fijálsastur landbúnaður er sam- eiginlegt hagsmunamál bænda og neytenda. Bændur þyrftu ekki að óttast samkeppni frá útlöndum ef rétt væri á málum haldið. Fólk væri t.a.m. áreiðanlega reiðubúið til að greiða hærra verð fyrir innlendar gæðavörur en innfluttan varning sem fæstir vildu neyta. Þannig væri t.a.m. einnig hægt að fá ódýrari fisk innfluttan en við erum vön, en hvaða íslendingur mundi borða Norðursjávarfisk með glöðu geði, svo dæmi sé tekið. íslenskar landbúnaðarvörur standast fylli- lega samanburð við erlendar í gæðum, þannig er iambakjötið hið besta í heiminum, þegar vel er að verki staðið enda dregur það dám af umhverfi sínu. En við þurfum að fækka fénu þar sem það á ekki heima og græða upp landið. Það er ekki síst mikilvægt hagsmunamál. Þá er fjölbreytni mjólkurvara og gæði þeirra síst minni en það sem best gerist með öðrum þjóðum. Bændur geta verið hreyknir af árangri sem þeir hafa náð á mörgum sviðum og þá ekki síst hvað gæði varðar. En þeir geta, eins og allir, gert betur ekki síst til að auka gæðin og koma í veg fyrir ofbeit. Bændur eru sjálfir framarlega í flokki þeirra sem leita leiða út úr þeim ógöngum sem Iandbúnað- ur hefur ratað í. Þannig hefur Morgunblaðið bent á nýjar, at- hyglisverðar Ieiðir sem bændur í Eyjafirði reyna nú og Félag skóg- arbænda á Fljótsdalshéraði hefur varpað fram þeirri ágætu hug- mynd að styðja megi bændur í því að heíja nytjaskógrækt. Morg- unblaðið hefur áður bent á þessa hugmynd en varað við því að sag- an frá loðdýraræktinni endurtaki sig. Bændurnir á Fljótsdalshéraði benda á að það kosti um 7.000 krónur að flytja út afurð af hveiju ærgildi. Þeir telja að þessa pen- inga ætti að nota til að aðstoða bændur við að hætta hefðbundn- um búskap og helja nytjaskóg- rækt, ef það hentar betur en nú- verandi búskaparhættir. Þannig gæti bóndi sem afsalar sér 100 ærgildum fengið 700 þúsund krónur til uppbyggingar nýrra búgreina. Hugmyndir Fljótsdalsbænda eru allrar athygli verðar, en leysa þó ekki þann vanda sem land- búnaður á við að stríða. En þær sýna að bændur vilja ekki síður en aðrir fara nýjar leiðir og eru opnir fyrir nýjum hugmyndum. Björgunarmenn við Bergvatnskvísl. Fremst á myndinni er Jeepster bifreiðin komin á land. Á vesturbakk: 36 klukkustunc slysinu þar til h UNG kona og þrjár telpur, fimm, sex og átta ára, létust eftir að jeppa- bifreið, sem þær voru í, hvolfdi í Bergvatnskvísl austur af Hofsjökli síðdegis á sunnudag. Tvær íjölskyldur voru þarna á ferð á tveimur bílum. Komust tveir karlmenn og ein kona lífs af en hjálp barst á þriðjudagsmorgun. Voru þau flutt til Akureyrar með þyrlu Landhelgis- gæslunnar og eru á Fjórðungssjúkrahúsinu. Hjónin eru á gjörgæslu- deild en ekki talin í lífshættu. Hinn maðurinn er á handlæknisdeild. Tvenn hjón, önnur 28 og 26 ára með 5 ára dóttur sína, og hin 41 og 33 ára með tvær dætur, 6 og 8 ára, komu að vesturbakka Berg- vatnskvíslar undir kvöld á sunnu- degi. Fólkið var á tveimur jeppabif- reiðum, annari af Willy’s gerð og hinni af gerðinni Jeepster og hafði fylgt merktum vegarslóða að vaði á kvíslinni. Mikið vatnsveður hafði gengið yfír hálendið og geysimikill vöxtur var í ám. Yngri hjónin héldu áleiðis austur yfir vaðið á Jeepster-bifreið- inni, sem var betur útbúin en hin, og voru telpurnar þijár einnig í bílnum. í miðri ánni valt bifreiðin undan straumnum og lenti á hvolfi. Bar dóttur sína yfír straumþunga ána Formlegar yfirheyrslur lögreglu yfir fólkinu fara ekki fram fyrr en í dag. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst komust hjónin og tvær telpnanna út úr bílnum. Yngsta telpan komst aldrei út úr bílnum o g fannst lík hennar þegar björgun- armenn náðu bílnum úr ánni. ■Maðurinn komst upp á bílinn og kona hans mun hafa komist upp á austurbakka árinnar. Eldri maður- inn, sem beið með konu sinni á vesturbakkanum, óð út í ána og náði yngri dóttur sinni upp úr ánni og tókst þrátt fyrir straumþungann Skálinn við Laugafell. Fremst á m ið flutti á staðinn. Hann hafði fl fregnaði ekki af slysinu íyrr en j skálann nokkru síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.