Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 30
r í: 30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989 F agleg ráðgjöf í ferðaþjónustu .terkurog _r hagkvæmur auglýsingamiðill! eftirBjörn S. Lárusson Á tímum aukinnar samkeppni, mikilla fjárfestinga og örra breyt- inga á markaði verðir þörfin á fag- legri ráðgjöf í ferðaþjónustu mikil- vægari. Áfleiðingar rangrar stað- setningar fyrirtækja, offjárfesting- ar og rangrar markaðsstefnu, koma æ betur í ljós þegar umfang ferða- þjónustunnar eykst. Markmið fyrirtækja og hins opin- bera í ferðaþjónustu hlýtur að vera að bjóða gott úrval góðrar þjónustu og í ljósi þess er rétt að skoða í hveiju ráðgjöf er fólgin. Líta má á ráðgjöfina sem röð ákvarðanatöku þar sem ráðgjafi leitast við að aðstoða fyrirtæki og sveitarfélög til þess að taka réttar ákvarðanir og framkvæma í sam- ræmi við þær. Vandamálin eru skoðuð á skipulegan hátt, upplýs- Phin’^nÍreruÞ^^ slnsterW^rfirberö á loki og hliðum. Verð kr. 63.770. BD890 J kr stgr.____ - o st'°rn^'^'9*tasWrÖmeðr or^kusparandi'sWingu. - 3 geymslukorlur.Hi asUhr m Álklæðn.ng Hraðfrystihnappur. toftstút. Rennur a Srtí°œx64,scm. * 4m StlM S^Seymslukörlur. Stórt hraðfrystiholf 9 ^ stilljngu Hitastillmg með °rkusP® á hjólurtl. Hraöfrystihnappur^Rennur a j MÁL: 95 x 86,5 x 64,5 cm. Verð kr. 39.615.- . 4ra stjörnu frystigæöi. 1 geymslukarfa - Kistan situr á hjólum. MÁL: 81 X 86,5 x 64,5 cm. • 4ra stjörnu frystigæðr &‘^^raman^Öflug Sex geymsluhi'^ ^stingarskúffa, stillan- pressa.hitastgssta^affry y^ legir fætur. MAL. 60 x io Rcn"s hiam' MÁL: 134,5 x 88,5 x 64,5 cm. ebumkjuovbstaoWBMU) Hejmmsgewm t/A Q „Því miður er það oft þannig að þegar leitað er ráðgjafar í markaðs- málum er ekkert hægt að gera vegna þess að sjúklingurinn er í raun dauður og ekki var gerð markaðsáætlun þegar í upphafi.“ ingum safnað saman og þær metn- ar, gerðar tillögur að mögulegum lausnum og metin áhrif þeirra og þeim hrint í framkvæmd. Ráðgjöfin er þannig miðlun þekkingar eða aðstoð við fyrirtæki t-il þess að leysa vandamál sín. Fjárfesting- eftir markaðsþörf Þörfin fyrir faglega ráðgjöf hefur að undanförnu verið gríðarleg í ferðaþjónustu ekki síst vegna þess að starfsumhverfi ferðaþjónustunn- ar hefur verið mjög slæmt. í slæmu starfsumhverfi leitast menn við að minnka kostnað eða auka tekjur en vegna vanþekkingar á eðli atvinnu- greinarinnar hefur árangurinn orðið misjafn. Þá eiga stjórnendur fyrir- tækja og sveitastjórnir erfitt með að fylgjast með tækninýjungum um markaðinn. í mikilli þversögn við þetta ástand hafa fjárfestingar verið miklar og þar á ég við íjárfestingar sem auka afkastagetu fyrirtækja þar sem ekki var þörf fyrir meiri afköst, en ekki við þær Ijárfesting- ar sem bæta þjónustu eða breyta henni til samræmis við breyttar aðstæður á markaðnum. Þetta leiðir hugann að þörf banka, sjóða og annarra lánastofn- ana fyrir ráðgjöf í markaðsmálum þegar meta á lánshæfni fyrirtækja. Þð er engann vegin nóg að veð séu fyrir hendi, fyrirtækin verða að eiga sér einhveija lífsvon. Þetta atriði hefur ekki verið gaumgæft nægjan- lega þegar lán og önnur fyrir- greiðsla hefur verið veitt og það hefur leitt til hrikalegra mistaka í uppbyggingu ferðaþjónustufyrir- tækja sem hefur skapað neikvætt viðhorf til atvinnugreinarinnar. Dauðvona leita læknis Því miður er það oft þannig að þegar leitað er ráðgjafar í markaðs- málum er ekkert hægt að gera vegna þess að sjúklingurinn er í raun dauður og ekki var gerð mark- aðsáætlun þegar í upphafi. Það var verið að spara þann kostnað. Þá hafa ferðamálasamtök vítt og breitt um landið ráðið sér ferðamálafull- trúa í fullt starf yfir sumartímann (nú síðast á Vestfjörðum). En það er einmitt sá tími sem viðkomandi ætti að vera að vinna í hálfu starfi til þess eins að fylgjast með ferða- mannatímanum. Ferðamálafulltrú- ar eiga hinsvegar að vinna fullt starf á haustin og veturna þegar undirbúningur ferðamannatímans stendur sem hæst. Þessum vinnu- brögðum má líkja við það að elta flotann út á sjó til þess að selja net í stað þess að selja netin áður en skipin hefja veiðar. Að sækja vatn yfír lækinn Erlend sérfræðiaðstoð og erlend- j ir sérfræðingar hafa verið lykilorðið | til að koma rekstri, skipulags- eða markaðsmálum í lag. Þetta hefur gengið svo langt að hinir erlendu sérfræðingar hafa ráðið íslenska undirverktaka til að vinna fyrir sig verkið eða þurft að bera niðurstöður sínar undir aðra erlenda sérfræð- inga vegna þess að þeir hafa sjálfir ekki haft þekkingu til að leysa verk- efnin. Þetta var kallað hér áður fyrr að sækja vatn yfir lækinn. Ég gæti tínt margt til úr starfi mínu við markaðsráðgjöf um hrika- leg mistök í markaðs- og skipulags- málum en það myndi líklega stela glæpnum af loðdýrarækt og of stór- um fiskiskipaflota. Höfundur starfar að markaðs- og ■skipulagsráðgjöf í ferðaþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.