Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐyiKUDAGUR 12. JULI 1989 iir liðu frá jálp barst Morgunblaðið/Árni Sæberg Séð í austur yfir Bergvatnskvísl. Myndin var tekin í gærinorgun en þá hafði vatnið sjatnað mikið í ánni. Sjá má á árbökkunum hvar áin heftir runnið þegar hún var mest. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson. lyndinni er skálavörðurinn sem fólk- aggað í gærmorgun þar sem hann >yrla Landhelgisgæslunnar lenti við að koma henni upp á austurbakk- ann. Yngri manninum tókst að ná elstu telpunni upp á bíiinn í ánni og blása í hana lífi. Lífgunaraðgerð- irnar virðast hafa tekið 2-3 klukku- stundir. Þær báru árangur, en stúlkan lést síðar. Maðurinn sat með hana á bílnum í tólf klukkustundir en hann komst hvergi vegna straumþungans í ánni. Á mánudagsmorgninum um klukk- an 10 tókst eldri konunni að aka Willy’s-bifreiðinni út í ána og koma kaðli tif mannsins ofan á bílnum. Þannig komst hann upp á vestur- bakkann þar sem hann fór í þurr föt. Hann fikraði sig eftir það á kaðli yfir ána og hafði meðferðis svefn- poka. Þá voru kona hans og telpan látnar en eldri maðurinn var á lífi. Yngri maðurinn bjó um hann í pok- anum og gróf hann inn í snjóskafl ofar á bakkanum. Þar fannst mað- urinn á lífi í gærmorgun, orðinn mjög kaldur. Yngri maðurinn fór aftur yfir á vesturbakkann og þegar björgunar- menn komu á staðinn voru yngri maðurinn og eldri konan í Willy’s- bifreiðinni, þrekuð af kulda og vofe- búð. Þau höfðu ekki getað látið vita. af sér, þar sem talstöðin, sem var með í ferðinni, var í Jeepster-bif- reiðinni. Leit hófst á mánudagskvöld Farið var að óttast um fólkið á mánudag. Það hafði lagt af stað á laugardagsmorgni frá Akureyri suður Eyjafjarðardal. Fólkið var vant flallaferðum og þekkti vel til á þessum slóðum og var því fengið til að flytja skálavörð i skála Ferða-_ félags Akureyrar við Laugafell. í leiðinni ætlaði fólkið að kanna færð á hálendinu. Komið var í Laugafellsskálann á laugardagskvöld og dvaldi fólkið þar um nóttina. Það skildi við skála- vörðinn, sem hugðist ganga til byggða að nokkrum dögum liðnum, og hélt áfram ferðinni um klukkan 15.30 á sunnudag. Ferð sjömenn- ingana var heitið suður á Sprengi- sandsleið og norður í Bárðardal og áfram til Akureyrar. Talið er að fólkið hafi komið að vaðinu á Bergvatnskvísl um sjöleyt- ið á sunnudag, en það er um 20 kílómetra suður af Laugafellsskála. Á mánudagskvöld var flogið á veg- um Flugbjörgunarsveitar Akur- eyrar yfir hálendinu en skyggni var þá mjög lélegt. Bifreiðarnar fundust úr lofti snemma aðfaranótt þriðjudags. Sameiginlegur leiðangur Flugbjörg- unarsveitar Akureyrar og Hjálpar- sveitar skáta á Akureyri fór á bif- reiðum suður Bárðardal og Sprengi- sandsleið að Bergvatnskvísl. Þyrlan var kölluð út Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 6.13 á þriðjudags- morgun. Hún fór í ioftið 6.53 og I var komin á slysstaðinn um klukkan átta. Skömmu áður höfðu björgun- armenn frá Akureyri komið á stað- inn. Þá var liðinn hálfur annar sól- arhringur frá því slysið varð. Hjónin sem komust af voru strax flutt með þyrlunni til Akureyrar og lentu þar um klukkan 9 í gærmorg- un. Þriðji maðurinn varð eftir með björgunarmönnunum. Þyrla Land- helgisgæslunnar sneri aftur á slys- staðinn til að sækja manninn sem eftir var, en lenti á leiðinni við Laugafellsskála og hafði tal af land- verðinum sem ekki hafði fregnað af slysinu. Þyrlan lenti með mann- inn á Akureyri laust fyrir hádegið í gær. Björgunarsveitarmenn fluttu lík konunnar og telpnanna til Akur- eyrar og komu þangað um 17.30 í gær. Konan sem lést var systurdótt- ir eldri mannsins. Að ósk ættingja verða nöfn sjö- menninganna ekki birt í blaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.