Morgunblaðið - 12.07.1989, Page 9

Morgunblaðið - 12.07.1989, Page 9
MORGUNJBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JUU 1989 Frá Tennissambandi íslands Tennisskólinn: Námskeið í Tennisskólanum fyrir börn og unglinga: 17. júlí - 28. júlí frá kl. 9.00-12.00. 14. ágúst - 25. ágúst frá kl. 9.00-12.00. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að halda framhaldssnámskeið fyrir þá, sem hafa áður verið í Tennisskólanum dagana 31. júlí - 11. ágúst. Tennisnámskeið: Hin vinsælu 4 tíma hálfsmánaðar námskeið fyrir alla aldurshópa hefjast aftur 11. júlí frá kl. 17.30, 18.30 o.s.frv. Innritun hjá ÍSÍ í síma 83377. TSÍ hvetur alla til að notfæra sér þetta sérstaka tæki- færi til þess að kynnast tennisíþróttinni hjá hinum reynda tennisþjálfara, Einari Sigurgeirssyni, sem lærði sjálfur hjá heimsfrægum þjálfurum. CLASSICA gróðurhúsin fyrir íslenska veðróttu Nokkur hús fyrirliggjandi. Heildverzl. SMIÐSHÚS - E. Sigurjónsdóttir, Smiðshús, 225 Bessastaðahreppi, sími 51800. GORI88 Einstakt litaúrval! GORI 88 • er olíuleysanleg viðarvörn. • Lekur ekki, slettist ekki og er auóveld í meóförum. • Auðveldar viðhald, því hún gefur jafna yfirborðs- á ferð og jafnt slit. • Hrindir frá sér vætu/er vatrisfælin. Strandlitir cru þekjandi litir, sem fcla æðamynstr- ið en yfirborðsaferð- in helst. Jarðlitir eru hálfþekjandi, varðveita æða- mynstur ogyfir- borðsáferð viðarins. Viðarlitir eru gegnsæir, skerpa fínlegt æóamynstur og yfirborósáferó viðarins. e/GORI /viðarvörn BYGGINGAVÖRUVERSLUNIN KRÚKHALSI 7 - SIMI 82033 $ Virðing Alþingis Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, ræðir um stöðu Alþingis í Morgun- þlaðinu á sunnudag. Við þá grein er staldr- að í Staksteinum í dag en töluverða athygli hlýtur að vekja, að aðeins 6% aðspurðra íslendinga telja Alþingi gegna hlutverki sínu vel. Hugarleti Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, tekur upp hanskaiu fyrir stjórnmálameiui í grein í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Telur hún að almenningur van- meti störf þeirra sem að stjóm- og félagsmálum hafa unnið. Og segir: „Oll síbylja um að þetta fólk siiji aðgerða- laust ber einungis vitni hættulcgum skorti á sjálfstæðri hugsun og lágmarksþekkingu á starfsháttum þessa fólks. Það hefúr aldrei verið einfalt að stjóma löndum og þjóðum og vitanlega greinir menn á um hvemig að því skuli stað- ið og að hvaða marki skuli stefiit. Mönnum ber að hafa skoðun á því og láta þær í Jjós. Þann lýð- ræðislega rétt hafa allir íslendingar. En þeir hafa engan rétt til að hætta að hugsa og afgreiða störf okkar með heimskulegum yfirlýs- ingum um að Alþingi og stjómmálamenn séu afætur á þjóðfélaginu og engum til gagns eða góðs.“ Og forseti samein- aðs þings heldur áfram: „Nýleg skoðanakönn- un um gagnsemi nokk- urra stofhana ber merki þessarar þjóðhættulegu hugarleti, þar sem þátt- takendur töldu Alþingi íslendinga gagnslausasta umræddra stofiiana. Mcnn virðast ekki vita að almenningur í landinu hefúr gífúrleg áhrif á all- an gang þingmála og ræður almenningsálitið oft úrslitum um haim. Sérhvert þingmál er sent til umsagnar fjölmargra cinstaklinga, félagasam- taka og stofnana sem málin snerta sérstaklega og umsagnir þcssara að- ila ráða miklu um hvort þau ná firam að ganga. Alþingi er því á engan hátt einangruð valda- stofiiun sem þjóðin á eng- an aðgang að. Og sé þjóð- in blcssuð ósátt við þingið eins og það er skipað hveiju sinni, er leikur einn að skipa það á annan veg í næstu kosningum. En það kostar nokkra starfeemi hugans og nenni meim ekki að leggja hana á sig, geta þeir sjálfúm sér um kennt. En það er með öllu óþolandi og ósæm- andi þjóð sem þykist. vera merkisberi lýðræðis meðal þjóða heims að fírra sig þátttöku í rekstri þjóðfélagsins og grípa til þess í vanmætti sinum að litilsvirða þjóð- þing sitt.“ Lítilsvirðing í þessum orðum Guð- rúnar Helgadóttur, for- seta sameinaðs þings gætir lítilsvirðingar í garð alþýðu manna, sem er sökuð um liugarleti og heimar vegna ncnni menn ekki að hugsa á þann veg, að virðing Al- þingis aukist. I öðru lagi hlýtur það að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem fá málefhi fiá þingmönn- um til umsagnar, að þeir séu dregnir í sama dilk og þingmenn, þegar lítil virðing þingsins er tíl umræðu af forseta þess. Loks er fráleitt að líta þannig á, að fólk sé að firra sig þátttöku í eigin þjóðfélagi með þvi að segja álit sitt á Alþingi. Firringin er í orðum og rökscmdafærslu þingfor- setans, sem sýnist ekki átta sig á því, að í skoðun- um fólksins felast áliyggj- ur yfir því, liversu landinu er illa stjómað og — einmitt! — hve erf- itt virðist fyrir almemiing að ráða þar bót á eins og einatt hefúr komið í yós. Prófkjörin hafa t.a.m. síður en svo orðið til að efla virðingn og styrk stjórnmálaflokka — og er þad heldur dapur- leg staðreynd í lýðræðis- landi. Virðingarleysið fyrir þinginu og ráðu- neytum og stjómsýslu almennt [aðeins 7% töldu hana veita góða þjón- ustu] ber að skoða i ljósi þess að aðeins um 25% landsmaima styðja nú- verandi ríkisstjóm. Hið sérkennilegasta við raunarollu og skammir forseta sameinaðs þings er, að hún telur alveg fráleitt að fólkið kumii að hafii rétt fyrir sér. Engin ástæða er til að tiunda ávirðingar ein- stakra alþingisma»na eða Alþingis. Fólk metur þingið eftir því hvemig þingmenn og störf þeirra koma því fyrir sjónir; hvemig þeir viðra hugmydnir sínar, en það hefúr einatt öfug áhrif en til er ætlast. Hitt er svo annað mál að það hefúr verið land- lægt hér lijá okkur alla tíð frá því að þing var cndurreist um miðja síðustu öld að gagnrýna þingmenn og fínna þing- inu allt til foráttu. Kepp- ast þingmenn þar við veðurguðina. Á síðasta þingi komu upp nokkur mál, þar sem reyndi á forseta samein- aðs þings og hæfileika hennar til að bæta stöðu þingsins í málum, sem öllum em auðskijjanleg eins og sérréttindi þing- forseta og ráðherra til að nota bílastæði eða hugmyndir um að kaupa Hótel Borg fyrir Alþingi. Það skal fullyrt, að á hvomgu ntálinu hafi ver- ið tekið með þeim hætti að virðing Alþingis hafi aukist við málsmeðferð- ina. Forsjárhyggjufólk eins og forsetí sameinaðs þings áttar sig loks ekki á því, að almenningur telur að afekiptí þing- manna og ríkisvaldsins, flármálavafetur þessara aðila, séu komin út fyrir öll hófleg mörk. I gagn- rýnni afetöðu alþýðu manna felst ósk um minni opinbera forsjá, minna vafstur með opinbert fé og fyrirgreiðslur, minni opinberan hroka og að stjóramálamenn tali tíl þjóðarinnar með það í huga, hveijir em um- bjóðendur þeirra. GARÐÚÐARAR ÚÐUNARKÚTAR SLÖNGUSTATÍV SLÖNGUTENGI GARÐVERKFÆRAÚRVAL HEKKKLIPPUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR SLÁTTUORF SMÁVERKFÆRI # BLAGKSlDECKERtm RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR VERÐ FRÁ KR. 7.950 ÞÚR^ ÁRMÚLA11 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Sportblússur Buxur - skyrtur - peysur Aldrei meira úrval GEYSiBI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.