Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 21
21
MORGiUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989
Grikkland:
Tengsl Papandreous við flár-
málahneyksli verða rannsökuð
Aþenu. Reuter.
NÝ STJÓRN íhaldsmanna og kommúnista hlaut auðveldlega nauðsyn-
legan fjölda atkvæða, 174 gegn 124, er greidd voru atkvæði um
traustsyfirlýsingu á stjórnina á gríska þinginu á sunnudag. Þar með
er Ijóst að hafin verður rannsókn á tengslum ráðherra sósíalista-
stjórnar Andreas Papandreous við ýmis fjárrnálalineyksli undanfarin
ár. í nokkura daga þingumræðum fyrir atkvæðagreiðsluna sögðu
stjórnarliðar að ferill fimm háttsettra ráðherra yrði kannaður, þ. á
m. Papandreous sjálfs.
Stjórnarliðar eru sagðir einhuga
um að létta þinghelgi af sósíalista-
ráðherrunum fyrrverandi. Rann-
sökuð verða tengsl ráðherranna við
hneykslið sem kennt er við Krítar-
bankann og fjármálamanninn
George Koskotas. Talið er að stolið
hafi verið um 20Ö milljónum Banda-
ríkjadala (nær 12 milljörðum ísl.kr.)
og hafi hluti fjárins, sem aðallega
voru vaxtagreiðslur af innistæðum
hins opinbera, m.a. runnið í kosn-
ingasjóði sósíalista. Átta ráðherrar
í stjórn Papandreous urðu á sínum
tíma að víkja vegna þáttar síns í
hneykslinu.
Nýja stjórnin hyggst m.a. rann-
saka mál George Petsos, fyrrum
öryggismálaráðherra, Agamemn-
ons Koutsoyorgas, dómsmálaráð-
herra, Panayiotis Roumeliotis fjár-
málaráðherra og Dimitris Tsovolas
efnahagsmálaráðherra.
Auk bankahneykslisins hyggst
stjórnin kanna ásakanir um fjár-
drátt í sambandi við kaup á her-
gögnum og ólöglegar símahleranir.
Fyrst í stað verða þingnefndir látn-
ar annast rannsókn á hneykslismál-
unum.
Sumir af ráðherrum nýju stjórn-
arinnar halda því fram að mikilvæg
skjöl hafi verið fjarlægð úr ráðu-
neytum auk þess sem þeir hafi
fundið leyniskjöl um stjórnmála-
menn og sannanir fyrir símahlerun-
um.
Kína:
400 farast í flóðiim og skriðuíÓllmn
Peking. Reuter.
RÚMLEGA 200 manns hafa farist í flóðum í Sichuan-héraði í Suðvest-
ur-Kína frá því á föstudag. Um 200 manns til viðbótar urðu undir
skriðu, sem féll á þorp í héraðinu á mánudag eftir miklar rigningar.
Fréttastofan Nýja Kína skýrði
frá því að minnst 137 manns
hefðu farist og 432 orðið fyrir
meiðslum i flóðum í borginni
Chongging í Sichuan-héraði á
mánudag. 70 til viðbótar hefðu
farist annars staðar í héraðinu frá
því á föstudag. Um 870.000 hekt-
arar ræktaðs lands væru undir
vatni og meira en 13.000 hús
hefðu eyðilagst í flóðunum.
Rúmlega 200 manns urðu fyrir
aur- og gijótskriðu þegar klettur
hrundi ofan við íbúðarhús í af-
skekktri borg, Xikou, í sama hér-
aði á mánudag. Borgaryfirvöld
vildu ekki tjá sig um björgunar-
starfið í gær.
Tveir leiðtogar andófsins í Kína í viðtali við Der Spiegel:
Reisum gyðju lýðræðis
á grafliýsi Maós Tsetungs
ÞÝSKA vikuritið Der Spiegel birti á mánudag viðtal við tvo af þekkt-
ustu leiðtogum andófsins í Kína. Þeir Wu Er Kaixi og Yan Jiaqi'
fara nú huldu höfði í Paris og var viðtalið tekið síðastliðinn fímmtu-
dag í yfirgefinni verksmiðjubyggingu. Þeir eru eftirlýstir í Kína sem
gagnbyltingarsinnar og hafa kínversk stjórnvöld mótmælt því opin-
berlega við frönsk sljómvöld að þeim skuli hafa verið veitt hæli.
Talið er að kinverska leyniþjónustan hafi sent flugumenn sína til
Vestur-Evrópu til að hafa uppi á þeim. Wu Er Kaixi, 21 árs gamall,
er formaður hinna óháðu stúdentasamtaka í Peking. Hann varð
fljótt einna mest áberandi af leiðtogum námsmanna og meðal ann-
ars birti fréttatímaritið Newsweek viðtal við hann í maímánuði.
Wu heftir lagt stund á kínverskar bókmenntir í eitt ár. Hann er frá
vesturhluta Kína, heitir í raun Uerkesh Daolet og er af úíghúra-
ættum. Yan Jiaqi, 47 ára gamall stjómmálafræðingur, er fyrmm
forstöðumaður Félagsvísindastofiiunar Peking-borgar. Hann var
einn af ráðgjöfum Zhaos Ziyangs, aðalritara kommúnistaflokksins,
sem nú hefúr verið steypt af stóli.
„Jafnvel í varlegum ágiskunum
er gengið út frá því að a.m.k. 2.000
manns hafi fallið aðfaranótt 4. júní
á Torgi hins himneska friðar,“ seg-
ir Wu Er Kaixi. „Sjálfur varð ég
vitni að því, þar sem ég lá í sjúkra-
bíl í útjaðri torgsins, er hermenn-
irnir hófu vélbyssuskothríð. Stúd-
entarnir stráféllu. Seinna biðu rúm-
lega 200 manns bana þegar skrið-
drekar óku yfír félaga okkar.“
Og Yan Jiaqi bætir við: „Fjölda-
morðin 4. júní voru miklu lirylli-
legri en menningarbyltingin. Mao
lét setja fólk í fangelsi en nú var
fjöldinn stráfelldur með skriðdrek-
um og vélbyssum. Deng Xiaoping
er hundrað sinnum ruddalegri en
Mao, hann er hræðilegri en Tsjang
Kaisjek ..."
Enn mótfallnir ofbeldi
Wu og Yan eru þvínæst spurðir
hvers vegna þeir telji að stjórnvöld
hafi beðið svona lengi með að láta
til skarar skríða.
„Forystan þurfti ráðrúm til und-
irbúnings. Herlið var kallað saman
og málið var rætt fram og til baka
áður en ákvörðun var tekin," segir
Wu Er Kaixi og bætir því við að
Deng, Li Peng forsætisráðherra og
Yang Shangkun forseti beri sam-
eiginlega ábyrgð á atburðum.
En eru líkur á að andófsmenn
snúi sér að vopnaðri baráttu? „Auð-
vitað eru til mismunandi skoðanir
á þessu,“ segir Wu Er Kaixi. „Sjálf-
ur er ég þeirrar trúar að lýðræðis-
hreyfingin í Kína verði áfram mót-
fallin ofbeldi. Ég held að skynsam-
ir menn, sem skynja ábyrgð sína,
verði áfram í forystu lýðræðis-
hreyfingarinnar. Og þeir vita að
afleiðingar stefnu í anda reglu
Maos, sem segir að allt vald komi
úr byssukjöftum, yrðu hörmulegt
blóðbað." Yan segist álíta að í
framtíðinni verði verkföll í skólum
og fyrirtækjum og mótmælagöngur
áfram helstu baráttutækin.
Wu Er Kaixi telur að mótmælin
hafi fengið því áorkað að margir
Kínveijar hafi nú öðlast tilfinningu
fyrir lýðræði og borgaralegum rétt-
indum. Einnig hafi afstaða fólks
til kerfisins, sem öllu hefur ráðið í
40 ár, breyst. Yan bætir því við að
í fyrsta skipti í seinni tíma sögu
Kína hafi raunverulegir leiðtogar
landsins verið gagnrýndir opin-
berlega.
En hvaða vonir bundu leiðtogar
námsmanna við mótmælaaðgerð-
irnar, við hveiju bjuggust þeir af
hálfu stjórnvalda?
„Við vissum að Deng var and-
snúinn því að óháðu námsmanna-
samtökin í Peking yrðu leyfð,“ seg-
ir Wu Er Kaixi. „Hann var þeirrar
skoðunar að ekki væri ráðlegt að
rétta námsmönnum litla fingur.
Við bundum hins vegar vonir við
samráð í anda lýðræðis. Þess vegna
vildum við opinberar viðræður við
stjórnmálaforystuna."
Talið barst nú að því hveijir
hefðu helst tekið þátt í andófinu
gegn kínverskum stjórnvöldum.
Viðtalið við kínversku andófsmennina var tekið í yfirgefinni verk-
smiðjubyggingu í París. Hér sjást frá vinstri talið: Stefan Sim-
ons, blaðamaður Der Spiegel, Yan Jiaqi, stjórnmálafræðingur,
og Wu Er Kaixi, leiðtogi óháðrar hreyfingar háskólastúdenta í
Peking.
Wu viðurkennir að andófið hafi nær
einskorðast við þau 20% þjóðarinn-
ar sem búa i borgum og þá fyrst
og fremst menntamenn. „í nútíma-
þjóðfélagi er menntafólk mjög mik-
iivæg stétt,“ segir Wu. „Ef við
ætlum að breyta kínversku þjóð-
félági án byltingar í átt til lýðræð-
is þá gegna bændurnir engu lykil-
hlutverki."
Deng lætur drepa
þúsundir
„Deng vill að erlendir kaupsýslu-
menn haldi áfram að skipta við
Kína. Við leggjumst gegn því vegna
þess að það gæti styrkt Deng í
sessi,“ segir Yan. Hann segist telja
að ekki sé að vænta stjórnmála-
legra umbóta í Kína á meðan Deng
er við völd. „Nú er verið að myrða
frjálslynda, sjálfstæða mennta-
menn í Kína hvern á fætur öðrum.
Ég held að Deng muni láta drepa
þúsundir manna, fyrst námsmenn
og svo menntamenn. Allt fram-
farasinnað fólk, sem berst fyrir
frelsi og lýðræði, er ofsótt. Dauði
þessa fólks verður hræðilegt áfall.
Því skorum við á alla menntamenn
á Vesturlöndum að beita sér fyrir
því að lífi fólksins verði þyrmt,“
segir Yan.
Andófsmennirnir tveir spá því
að valdaklíka Dengs eigi ekki eftir
að sitja lengur en í tvö ár hið
mesta. „Þeir eiga eftir að beijast
innbyrðis og láta af völdum einn
eða fleiri. Auðvitað fær lýðræðis-
hreyfingin ekki tafarlausa viður-
kenningu, við verðum að beijast
lengi enn,“ segir Yan. Hann líkir
Alþýðulýðveldinu Kína við Frakk-
land í valdatíð Lúðvíks XIV en seg-
ist álíta að blóðbaðið 4. júni og
ofsóknimar í kjölfar þess eigi eftir
að efla lýðræðisþrá almennings.
En hvernig er framtíðarríkið í
þeirra augum? „Hrun sósíalismans
þýðir ekki að við styðjum kapítal-
isma,“ segir Wu Er Kaixi. „Það
verður að hrinda lýðræðislegri
stefnu í framkvæmd á þeim grund-
velli sem fyrir hendi er.“ „Það verð-
ur að sækja Li Peng og Deng til
saka,“ bætir Yan við. „Dag einn
ætlum við að reisa nýja Lýðræðis-
gyðju á Torgi hins himneska frið-
ar. Hún þyrfti að vera tíu sinnum
stærri en upprunalega styttan og
best væri að grafhýsi Maos yrði
fótstallur hennar.“
Vestur-Þýskaland:
Nýtt flaggskip
Grænfriðunga
Hamborg. Reuter.
NÝTT flaggskip Grænfrið-
unga, Rainbow Warrior, var
tekið í notkun á mánudag,
nákvæmlega fjórum árum eftir
að franskir leyniþjónustumenn -
sökktu skipi Grænfriðunga,
sem bar sama nafn, í höfn á
Nýja Sjálandi. „Nafngiftin er
táknræn fyrir það að ekki er
hægt að sökkva hugsjónum
eða kveða þær niður með
valdi,“ sagði talsmaður Græn-
friðunga þegar hið nýja skip
var kynnt fyrir blaðamönnum
í Hamborgar-höfn. Tilviljun
virðist ráða því að samdægurs
var tilkynnt um að annar
frönsku leyniþjónustumann-
anna, Dominique Prieur, hefði
verið hækkuð í tign í franska
hernum og er hún nú majór.
Lockerbie-tilræðið:
Leynast glæpa-
mennirnir
á Norðurlönd-
unum?
FJÓRIR menn eru taldir hafa
staðið að baki mannskæðu
sprengjutilræði gegn Pan
Am-breiðþotu er féll til jarðar
við skoska bæinn Lockerbie á
síðasta ári. Um 260 manns
týndu lífi í tilræðinu, iangflest-
ir þeirra Bandaríkjamenn. Að
sögn danska dagblaðsins Jyl-
lands-Posten telur bandaríska
leyniþjónustan að einn fjór-
menninganna hafi farist með
þotunni og annar sé í haldi í
Vestur-Þýskalandi, sakaður
um aðild að hryðjuverkastarf-
semi. Hinir tveir séu í felum,
sennilega einhvers staðar á
Norðurlöndunum. Er Morgun-
blaðið ræddi við Áma Sigur-
jónsson hjá Útlendingaeftirlit-
inu kom fram að íslenskum
yfirvöldum hafa ekki borist
neinar upplýsingar um hugs-
anlega dvöl mannanna tveggja
hér á landi, hvorki frá banda-
rískum eða öðmm stjómvöld-
um.
Dönsk bátaútgerð:
Nordfisk dreg-
ur saman
seglin
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun,
fréttaritara Morgunbiaðsins.
EITT af stærstu bátaútgerðar-
fyrirtækjum Dana, Nordfísk í
Skagen, dregur nú saman í
flota sínum. Fyrirtækið hefur
selt tvö skip til útlanda á þessu
ári, bæði með til þess ætluðum
styrk frá hinu opinbera. Að
sögn danska blaðsins Álborgs
Stiftstidende hefur Nordfisk
loforð um slíka styrki til söiu
á tveimur skipum til viðbótar.
Fyrirtæki, sem fá styrki af
þessu tagi, mega gjarna selja
skipin, sem styrkirnir em
veittir út á, en þau hafa ekki
aðgang að miðum Evrópu-
bandalagsins eftir að styrk-
veitingin hefur farið fram.
Nordfisk seldi fyrrnefnd skip
til Miðbaugs-Gíneu og Sádi-
Arabíu. Útgerðarstjóri Nord-
fisk, Soren Nielsen, segir, að
fyrirtækið eigi nú eftir níu
skip en á síðustu ámm hefur
það gert út 12-14 skip. Ástæða
samdráttaraðgerðanna em
rýrir fiskveiðikvótar og bág
afkoma í dönskum sjávarút-
vegi.