Morgunblaðið - 22.08.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 22.08.1989, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 Göngur eldislaxa aukast í laxveiðiár 60 af320 löxum úr Leirvogsá af eldisuppruna SVO virðist sem göngur eldislaxa í ár á Suðvesturlandi fari nú vax- andi, en lítið varð vart við flökku- laxa framan af sumri, en aftur á móti var mikið magn af slíkum fiski í ám í umræddum lands- hluta í fyrra. Skúli Skarphéðins- son veiðivörður við Leirvogsá hefur tekið hreistursýni bæði þar Tekinná 150 km hraða á Reykja- nesbrautinni LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði í gær ökumann sem samkvæmt radarmælingu reyndist aka bif- reið sinni á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni á móts við Vatnsleysuströnd. Ökumaðurinn sem var um þrítugt var sviptur ökuleyfi á staðnum. Samningar við flugmenn Arnarflugs á lokastigi og við Laxá í Kjós í sumar. Eldis- laxar þekkjast margir úr vegna uggaskemmda og sagði Skúli að milli 50 og 60 af 320 veiddum löxum í Leirvogsá hefðu verið eldislaxar og allra síðustu daga væri farið að bera á slíkum löxum neðst í Laxá í Kjós og hann hefði nú fúndið 10 slíka laxa, en í allt hefði hann tekið hreistursýni af um 500 löxum í Kjósinni. Skúli sagði enn fremur, að gengd eldislaxa færi nú eins og í fyrra vaxandi er halla tæki sumri. Þetta virtist ekki vera eins mikið magn og í fyrra, en á móti kæmi, að miklu minna virtist vera af náttúrulegum laxi en þá. „Það er til dæmis mjög lítið eða ekkert að ganga í Leir- vogsá af hennar stofni, en menn eru samt að fá upp í 3-4 eldislaxa á degi hverjum. Framan af sumri voru þeir yfirleitt mjög smáir, svona um eitt pund, en upp á síðkastið hafa þetta verið 3 til 5 punda fisk- ar og sá stærsti rúm 8 pund. Þeir hafa veiðst upp um allt. í Laxá er þetta lítið enn sem komið er og aðeins neðst í ánni. Þar hafa veiðst stórir og fallegir eldislaxar, allt að 10 punda,“ sagði Skúli. Það er Veiðimálastofnun sem mun lesa úr hreistursýnum þeim sem Skúli hefur tekið og verður það gert i haust og vetur. Morgunblaðiö/Arni bæberg Meðlimir Sænsku akademíunnar eftir komuna í gær. Standandi, frá vinstri: Lars Forssell, leikrita- höfúndur og skáld, Göran Malmqvist, prófessor í kínverskum fræðum, Erik Lönnroth, prófessor í sagnfræði, Osten Sjöstrand, rithöftmdur, Per Olof Sundman, rithöfúndur, Sten Rudholm, hirðmar- skálkur og lögfræðingur akademíunnar og Sture Allén, málfræðingur og fastaritari akademíunn- ar. Siljandi eru frá vinstri: Gunnel Vallquist, bókmenntafræðingur, gagnrýnandi og þýðandi, Kjell Espmark, bókmenntafræðingur og skáld og Knut Ahnlund, prófessor og þýðandi. Sænska akademían á Islandi TÍU meðlimir sænsku akademíunnar komu hingað til lands í gær og munu þeir dveljast hér í sex daga. Erindið er að fræðast um íslenska menningu og færa íslenskri málneftid gjöf í tileftii af 25 ára afinæli hennar nú í sumar. í dag sitja meðlimir akademíunn- ar fræðslufund um islenskar bókmenntir á 19. öld í Norræna húsinu, borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, tekur á móti þeim í Höfða og séra Þórir Stephensen, staðarhaldari, sýnir þeim Viðey. Tíu af átján meðlimum Sænsku akademíunnar taka þátt í heim- sókninni, en hún hefur aðeins einu sinni áður farið úr iandi frá því hún var stofnuð 1786. Á dagskrá heimsóknarinnar eru meðal ann- ars heimsóknir í Stofnun Árna Magnússonar, íslenska málstöð, Listasafn íslands, Viðey og Nor- ræna húsið. Svíarnir verða gestir Davíðs Oddssonar; borgarstjóra, í Höfða og forseta Islands, Vigdís- ar Finnbogadóttur, að Bessastöð- um. Þeir heimsækja Halldór Lax- ness að Gljúfrasteini, fara í Reyk- holt og á Þingvelli, að Gullfossi og Geysi og skoða söguslóðir Njálu. Kjarasamningar við flugmenn Arnarflugs eru nú á lokastigi að sögn Kristins Sigtryggssonar, framkvæmdastjóra félagsins, og verða þeir væntanlega bornir upp fljótlega til samþykktar í stjórn Arnarflugs og Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Það verður væntanlega niður- staða samninganna að vandamál með flugtímann verður leyst með svokölluðu punktakerfi, en ekki er hægt að greina frá því í smáatriðum á þessu stigi. Þá fela samningamir í sér 11% launahækkun á samnings- tímanum, sem er eitt ár, en þeir munu gilda frá 15. maí síðastliðn- um,“ sagði Kristinn. Um síðustu mánaðamót var nokkrum flugmönnum sagt upp störfum hjá Arnarflugi ásamt öðra starfsfólki, alls um 20 manns, en að sögn Kristins hafa alltaf ein- hverjir flugmenn Arnarflugs farið til starfa erlendis yfir vetrarmánuð- ina. Sagðist hann eiga von á að átta flugmenn sem starfað hefðu hjá Arnarflugi í sumar færu til starfa erlendis í vetur. Fjármálaráðherra leggur fram fjárlagatillögur í ríkissljórn; Rætturn lög næsta árs með halla Virðisaukaskattur í tveimur þrepum — fjárlagaár frá 1. júní til 31. maí Á AUKAFUNDI ríkisstjórnarinn- ar um ríkisfjármálin, sem haldinn var í gærmorgun, lagði Olafúr Ragnar Grímsson (jármálaráð- herra fram tillögur um rekstur ríkissjóðs á næsta ári. Hann legg- ur meðal annars til að virðisauka- skattur verði í tveimur þrepum og að fjárlagaárið verði frá 1. júní til 31. maí í stað þess að fylgja almanaksárinu. Þá fela tillögurn- ar I sér að skattbyrði sem hlutfall af þjóðarframleiðslu þyngist ekki. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra segir að rætt sé um það í ríkisstjóminni að afgreiða íjárlög næsta árs með halla. „Það hefur ekki komið fram bein- hörð tillaga um að íjárlög verði af- greidd með halla. Auðvitað vildu menn hafa þau hallalaus, en síðast- liðinn áratug hefur í raun verið að skapast meiri og meiri halli, þótt ein- stök góðærisár hafi bilið næstum því Veðurfars- athuganir íFossvogsdal í miðjum Fossvogsdal hefúr verið reist 20 metra hátt veð- urathugunarmastur til könn- unar á ákveðnum umhverfis- þáttum vegna væntanlegrar Fossvogsbrautar. Að sögn Þórarins Hjaltasonar yfir- verkfræðings hjá umferðar- deild Gatnamálastjóra verður fyrst og fremst um mælingu á vindhraða og vindsteftiu að ræða með tilliti til dreifingar á mengun frá umferð. Veður- athugunarmastrið er í eigu Kópavogs og var áður stað- sett við Engihjalla, en að sögn Þórarins verður væntanlega um að ræða samvinnu Reykjavíkurborgar og Kópa- vogs varðandi mælingarnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg brúazt,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Nú er samdráttur, sem dregur úr tekjum ríkissjóðs og tekjum einstaklinga og því er ekki raunhæft að hækka skatta. Ég sé ekki að það náist að jafna þennan halla á einu ári og hef tjáð mig hlynntan því, _sem komið hefur fram hjá Halldóri Ásgrímssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni að það þurfí að jafna hann á lengri tíma.“ Steingrímur sagði að reynt yrði að fjármagna hallann með innlendum lántökum eins og hægt væri. „Það verður þó reynt að minpka bilið, sem blasir við núna eins og hægt verður með alls konar niðurskurði og sparn- aði í ríkisútgjöldum." Aðspurður um niðurskurð sagði forsætisráðherra að skorið yrði niður á nánast öllum sviðum. Þá munu tillögur fjármála- ráðherra einnig fela í sér að heimild- ir til aukafjárveitinga verði afnumd- ar, en þess í stað verði sérstök fjár- hæð ætluð hveiju ráðuneyti á fjárlög- um til óvissra útgjalda. Fram yfir hana megi ekki fara nema með út- gáfu fjáraukalaga frá Alþingi. í tillögum fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að vanalegt hlutfall virðisaukaskatts verði 25%, en ekki 22% eins og í núgildandi lögum, sem taka eiga gildi um áramót. Hins veg- ar verði kjöt, mjólk og fískur með 15% virðisaukaskatti. Rökin fyrir því að fjárlagaárið verði frá byijun júní til maíloka eru þau, að Alþingi gefist með því betri tími til að fjalla um íjárlagafrum- varpið. Hingað til hefur þingið setið á næturfundum rétt fyrir áramótin við afgreiðslu framvarpsins, en hún myndi nú færast yfir á vorþingið. Verði tillagan um þetta samþykkt gæti það haft í för með sér að næstu fyárlög yrðu til sautján mánaða, eða þá að samþykkt yrðu venjuleg fy'árlög fyrir 1990 og önnur til fimm mánaða af árinu 1991. Forsætisráðherra seg- ir að þótt ekki sé búið að ræða tillög- una í þingflokkunum, virðist hún hafa mikinn stuðning. Steingrímur Hermannsson segir að Framsóknarflokkurinn sé hlynnt- ur tveggja þrepa virðisaukaskatti og hafi þingflokkurinn samþykkt að standa að honum. Sömu sögu er að segja um Alþýðubandalagið. í AI- þýðuflokknum er hins vegar mikil andstaða við tveggja þrepa virðis- aukaskatt. Hlutur sjúkl- inga í lyfjum er nú 19,5% MEÐ núverandi greiðslufyrir- komulagi lyfia á að vera tryggt að sjúklingnr greiði ekki meira en kr. 550, fyrir hverja lyljaávís- un, er endist honum í 100 daga eða skemur. Elli- og örorkulíf- eyrisþegar greiða hinsvegar kr. 170 fyrir samsvarandi lyfiamagn. Hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði var minnst 11% 1983 af heildarút- gjöldum almannatrygginga fyrir lyf frá því núverandi fyrirkomulag var upp tekið, en er nú um 19.5%. Lyfjaútgjöld almannatrygginga vóru 544 m.kr. árið 1984 1.583 m.kr. 1988 á verðlagi hvors árs fyrir sig. Ef lyfjakostnaður 1984 er mældur með tölunni 100 verður mælitala ársins 1988 291. A sama tíma hafa útgjöld trygg- inganna vegna lækna hækkað úr 194 m.kr. 1984 (100) í kr. 967 m.kr. 1988 (500). Hlutfall sjúklinga í lyflakostnaði var 20.1% 1986, 19.4 1987, 19.9% 1988ogvaríjúnimánuði sl. 19,5%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.