Morgunblaðið - 22.08.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 22.08.1989, Síða 17
MORGljNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 42 NU RÉTTI TÍMINN! HAGNÝTT OG STUTT NÁM FYRIR ÞARFIR VINNUMARKAÐARINS „Skrifstofu- og ritaraskólinn helur markvisst unnið að því að þjálfa og leiðbeina þeim sem áhuga hafa á að gegna skrifstofustörf- um. Atvinnurekendur hafa í auknum mæli sýnt áhuga á að ráða nýútskrifaða nemendur skólans til almennra skrifstofustarfa. Erþað bæði þeirra mat og okkar, sem vinnum við starfsmannaráðningar, að þau sem útskrifast með góðan vitnisburð séu vel undirbúin til að takast á við svo fjölbreytt starf sem hið almenna skrifstofustarf er í dag." Katrín Óladóttir, ráðningarstjóri hjá Hagvangi. „Ég er ein af þeim sem uppgötvaði fyrir ári síðan að mennt er máttur. Eftirað hafa verið húsmóðir í II ár ákvað ég að drífa mig á vélritunarnámskeið og þaðan lá leiðin í Skrifstofu- og ritaraskólann. Mér sóttist námið í SR mjög vel vegna þess hve vel fjölskyldan stóð með mér og hafði nám mitt mikil og góð áhrif á nám barnanna minna. Einnig höfðu kennararnir mikil áhrif á mig. Skrefið sem ég steig var stórt, en ánægjan er mikil eftiryndislegt nám. I dag starfa ég sem skrifstofumaður hjá Slysavarnafélagi fslands." Margrét Ósk Guðmundsdóttir. Magttús Gunnarssott, framkvæmdastjóri SÍF „Reynsla mín af starfsmanni okkar. sem lokið hefur námi í Skrifstofu- og ritaraskólanum sýnir að námið þar hentar mjögvel sem undirbúningur fyrir almenn skrifstofustörf." KJARNABRAUT Aimenn skrifstofustörf Ef þú ert 18 ára eða eldri, geturðu sótt um inngöngu og lokið almennu skrif- stofuprófi á einu ári. Við búum þig undir að takast á við hin almennu störf sem tilheyra nú- tíma skrifstofurekstri. Veitt er starfsmenntunarián sem þú þarft ekki að byrja að greiða af fyrr en að námi loknu. Fjölmörg stéttarfélög og fyrirtæki styrkja menn sína til námsins. FJÁRMÁLA- OG REKSTRARBRAUT Ef þú hefur lokið sem samsvarar 2 árum í framhaldsnámi eftir grunn- skóla, geturðu sótt um inngöngu og lokið sérhæfðu skrifstofuprófi á einu ári. Hér er tilvalið nám fyrir þá sem vilja taka að sér ábyrgðarmeiri verk- efni á sviði fjármála og skrifstofu- reksturs. Námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Einnig veitir Iðnaðarbankinn „starfsmenntunar- lán". SÖLU- OG MARKAÐSBRAUT Ef þú hefur lokið sem samsvarar 2 árum í framhaldsnámi eftir grunn- skóla, geturðu sótt um inngöngu og lokið sérhæfðu skrifstofuprófi á einu ári. Markaðs- og sölumál eru alltaf að verða mikilvægari þáttur í fyrirtækj- um. Hérfærðu hagnýtt nám sem mið- ar að sérhæfingu á því sviði. Námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Einnig veitir Iðnaðarbankinn „starfsmenntunar- lán". NÁMSARIÐ A HVERRI BRAUT ER 2x13 VIKUR VIÐ BJÓÐUM ÞÉR STARFSÞJÁLFUN HJÁ GÓÐUM FYRIRTÆKJUM MORGUNBEKKIR - MIÐDEGISBEKKIR - SÍÐDEGISBEKKIR - KVÖLDBEKKIR - ÞITT ER VALIÐ „Það þarf bæði kjark og áræðni til þess að setjast á skólabekk eftir jafn langt hlé frá nárni og um var I að ræða hjá mér, þegar ég byrjaði í Skrifstofu- og ritaraskólanum I veturinn I986-87. En góðir | kennarar í SR kenndu mér (ljótt að Árný j. aldrei er of seint að læra. Þessi Guðjohnsen. vetur er mér ógleymanlegur vegna góðra kennara og skólasystra. Ég starfa nú við tölvubók- hald hjá Rafis hf.“ „Ég sóttist eftir stuttu og hentugu námi í takt við þarfir vinnumarkað- arins, en til að geta sinnt skrifstofustörfum vel í dag þarftu að hafa góða þekkingu á því sem þar fer fram. Ég fann þetta nám ( Skrifstofu- og ritaraskólanum og hefur það reynst mér sérstaklega vel í starfi mínu sem ritari Ameríkudeildar hjá Hf. Eimskipafélagi íslands." Elínborg Andrésdóttir. Erna Svala Gunnarsdóttir Það var kannski ekki beint spennandi tilhugsun að vera í ísbúð það sem eftir væri ævinnar svo ég fór að hugsa . . . Hvað ætlaði ég eiginlega að gera við líf mitt? Ein vinkona mín var í Ritaraskólanum um þctta leyti svo mér datt í hug að reyna sjálf. Ég var líka í góðri aðstöðu, ég gat haldið vinnunni i ísbúðinni með skólanum svo ég þurfti ekki að kvíða því að verða blönk á meðan og ég var búin að vera eitt ár í MS svo ég treysti mér vel í þetta. Það var ekki erfið ákvörðun. SKÓLINN HEFST 11. SEPTEMBER INNRITUN STENDUR YFIR SÍMAR 91-10004 • 621066 SKRIFSTOFU-' OG RITARASKÓLINN Ánanaustum 15, 101 Reykjavík, sími (91)10004/21655/621066 FLJÓTT • FLJÓTT - AliG LÝSINC ASM I DJ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.