Morgunblaðið - 22.08.1989, Qupperneq 46
María Bieshú sem er ein fræg-
asta óperusöngkona Sovétríkj-
anna.
Sovézkir dagar:
Moldavískir
tónlistarmenn
halda tónleika
SOVÉZKIR dagar, tileinkaðir
Sovétlýðveldinu Moldavíu, hófust,
í gær með tónleikum í menningar-
miðstöðinni Halharborg í Hafiiar-
fírði. Sovézkir dagar eru haldnir
á vegum Menningartengsla Is-
lands og Ráðstjórnarríkjanna.
Ljósmyndir, teikningar barna og
bækur frá Moldavíu eru sýndar í
MIR-salnum við Vatnsstíg og á Nes-
. kaupstað verður Ijósmyndasýning .
Tónleikar eru stór þáttur í dag-
skránni. Þar koma fram nærri tutt-
ugu félagar í Kammersveit ríkisút-
varps og -sjónvarps Moldavíu undir
stjórn A. G. Samúile, þjóðlistamanns
lýðveldisins og aðalhljómsveitar-
stjóra Ríkisóperu- og ballettleik-
hússins í Kishinjov, höfuðborg
Moldavíu. Þá koma fram tveir þekkt-
ir óperusöngvarar, þau María Bieshú
sópran og Mikhaíl Múntjanú tenór,
en þau bera bæði heiðurstitilinn þjóð-
listamaður Sovétríkjanna .
x Tónleikar moldavíska listafólksins
verða í kvöld kl. 21 í Hveragerðis-
kirkju, miðvikudagskvöld kl. 21 á
Neskaupstað, fimmtudagskvöld á
Eskifirði og föstudagskvöld á Egils-
stöðum. Loks verða tónleikar í Þjóð-
leikhúsinu sunnudaginn 27. á'gúst
kl. 16.
Svíþjóð:
Alþjóðleg íjöl-
miðlaráðstefiia
ALÞJÓÐLEG fjölmiðlaráðstefna
verður haldin í Vasterás í Svíþjóð
15. til 17. september næstkomandi
og er yfirskrift hennar „Mass
Media in a Time of Crisis“. A ráð-
stelnunni verður fjallað um áhrif
íjölmiðla og ábyrgð í nútíma sam-
félagi og hvemig nýta megi þá til
að stuðla að umhverfisvemd og
bæta samskipti manna, segir með-
al annars í fréttatilkynningu.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni
verða Þorbjörn Broddason, Sigrún
Stefánsdóttir, John Kenneth Galbra-
ith og Cora Weiss frá Bandaríkjun-
um, Eva Nordland og Johan Galtung
frá Noregi, Margarita Papandreou
frá Grikklandi og Stanislav Mens-
hikov frá Sovétríkjunum.
Ráðstefnan er haldin að frum-
kvæði Norwegian Peace Foundation.
Unnið að rammalög-
gjöf um forskólastig
Menntamálaráðherra gerði ríkisstjóminni á þriðjudag í síðustu viku
grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið á vegum ráðuneytisins um
forskólastigið. Samkvæmt málefiiasamningi ríkisstjómarinnar er gert ráð
fyrir því að unnið verði að undirbúningi löggjafar um forskólastig.
Nefnd hefur verið að störfum und-
ir forystu Svandísar Skúladóttur
síðan í febrúar. Hefur nefndin fjallað
ítarlega um málið á 15 formlegum
fundum. Nefndin er sammála um að
kalla stigið leikskólastig og að dag-
vistarstofnanir verði nefndar leik-
skólar burtséð frá lengd dvalartíma
bamanna. Nefndin hefur annars veg-
ar Ijallað um innra starf leikskólans
og hins vegar um Ijármögnun. Hefur
í sambandi við síðamefnda þáttinn
verið gerður samningur við Félagsv-
ísindastofnun Háskólans um sér-
staka vinnu úr lífskjarakönnun sem
unnin var á vegum stofnunarinnar
vorið 1988. Nefndin mun gera tillög-
ur um fjármögnun leikskólastigsins
og telja nefndarmenn óhjákvæmilegt
að ríkið komi með einhveijum hætti
á nýjan leik inn í rekstur leikskól-
anna.
Þess skal getið að samkvæmt gild-
andi lögum heyra dagvistarmál undir
menntamálaráðuneytið. Engar tillög-
ur hafa komið fram hjá einstökum
ráðherrum um breytingar á því.
Á ríkisstjórnarfundi fyrir nokkrum
vikum var menntamálaráðherra falið
að leiða viðræður um dagvistarmál
við samtök launafólks og Samband
íslenskra sveitarfélaga. Er gert ráð
fyrir því að þær viðræður geti hafist
í næsta mánuði.
Morgunblaðið/Einar Falur
Stuðlasel fékk viðurkennigu Umhverfismálaráðs Reykjavíkur sem
fallegasta gata borgarinnar árið 1989.
Sigurður Haraldsson og Vilborg Pétursdóttir, eigendur Bilaleigu María Pétursdóttir og Jón H. Sigurðsson, Marbakkabraut 10.
S.H. við Nýbýlaveg 32.
Þórdís B. Lúðvíksdóttir og Björgvin Ólafsson, Birkihvammi 1. Alda Indriðadóttir og Einar Bjarnason, Brekkutúni 20.
Morgunblaðið/Einar Falur Lóðin við Sunnuhlíð.
Guðrún M. Samúelsdóttir og Garðar Ingólfsson, Þinghólsbraut 14.
ERT ÞU ASKRIFANDI?
Tímarítið EiÐFAXI hefur komið út mánaöarlega ítólf ár,
uppfulit af f róðleik, frœðslu og fréttum
um allt sem viö kemur hestum og hestamennsku
Með því að gerast áskrifandi að EIÐFAXA,
fytgist þú best með hvað er að gerast
\ hinum lifandi og fjölbreytilega heimi hestamennskunnar,
hverju sinni.
Eldri árgangar fáanlegir.
rEIÐFAXI
Ármúia 36, 108 Reykjavík
Sími 91 -685316 og 91 -687681
EIÐFAXI
Laugarásbíó
frumsýiiir K-9
LAUGARSBÍÓ heíur tekið til sýning-
ar gamanmyndina K-9. Með aðal-
hlutverk fara hundurinn Jerry Lee
og James Belushi.
Myndin er um tvær bestu fíkniefna-
lögreglur Chicagoborgar. Önnur þeirra
er aðeins skarpari og er það lögreglu-
hundurinn Jerry Lee, leikinn af honum
sjálfum. Félagi hans er leikinn af James
Belushi. Samstarf þeirra félaga er ekki
gott til að byrja með, en eftir miklar
svaðilfarir fer gagnkvæm virðing að
gera vart við sig. Besti vinur mannsins
hefur aldrei verið eins traustur og Jerry
Lee.
Jerry Lee og James Belushi í hiutverkum sínum I myndinni K-9,
sem Laugarásbíó hefur tekið til sýninga.
H