Morgunblaðið - 03.10.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.10.1989, Qupperneq 1
64 SIÐUR B 224. tbl. 77. árg._________________________________ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Mestu mótmæli Aust- ur-Þjóðverja í 35 ár Breski Verkamanna- flokkurinn: Falla frá Fióttamenn leita enn hælis í vestur- þýska sendiráðinu í Prag og Varsjá Bonn. Reuter. RUMLEGA 10.000 Austur-Þjóðverjar gengu um götur Leipzig, næst- stærstu borgar Austur-Þýskalands, í gærkvöldi til að krefjast lýðræðis- umbóta og voru þetta mestu mótmæli, sem eftit hefur verið til í landinu í 35 ár. Austur-þýskir flóttamenn eru aftur farnir að leita hælis i vest- ur-þýska sendiráðinu í Prag og Varsjá og virðist steftia í, að ástandið verði brátt svipað og það var áður en þúsundum landa þeirra var leyft að fara vestur. Mótmælin í Leipzig hófust eftir vikulega „friðarmessu" í einni af kirkjum borgarinnar og var gengið til lestarstöðvar í miðborginni. Sjón- arvottar sögðu að rúmlega 10.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælun- um. Þátttakendur hrópuðu meðal annars „Gorbí, Gorbí“, en Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti kemur í heimsókn til Austur-Berlínar á föstu- dag. Ennfremur var ýmist hrópað „við viljum vera hér áfram“ eða „við viljum burt“. „Auðvitað viljum við vera hér áfram. Við förum aðeins fram á þolanlegra ástand," sagði kona úr röðum mótmælenda. Rúmlega 1.000 Austur-Þjóðveijar leituðu hælis í vestur-þýska sendiráð- inu í Prag í Tékkóslóvakíu í gær og um 300 komu þangað á sunnudag, skömmu eftir að nærri 4.000 manns höfðu verið fluttir þaðan með lestum til Vestur-Þýskalands. Frá Varsjá í Póllandi fóru þá 800 manns en frá því á sunnudag hafa komið þangað 150 manns. Rudolf Seiters, ráðu- neytisstjóri kanslaraembættisins, hefur skorað á austur-þýsk stjórn- völd að leyfa þessu fólki einnig að fara en fulltrúi austur-þýsku sendi- skrifstofunnar í Bonn hefur sakað vestur-þýsku stjórnina um að hafa svikið gert samkomulag. Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, komst að samkomulaginu um brott- flutninginn um helgina eftir miklar viðræður við starfsbræður sína frá Austur-Þýskalandi, Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu. Hafa vestur- þýskir embættismenn gefið í skyn, að Míkhaíl Gorbatsjov og Edúard Shevardnádze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hafi átt mikinn þátt í því. Sjá fréttir um flóttann á bls. 26. Reuter Tékkneskur lögreglumaður aftrar austur-þýskri konu írá því að komast inn í vestur-þýska sendiráðið í Prag. Þá var eiginmaður hennar kominn inn fyrir. einhliða afropnun Brighton. Reuter. Verkamannaflokkurinn í Bret- landi féll í gær frá þeirri stefiiu sinni að fækka einhliða kjarn- orkuvopnum Breta. Þetta var samþykkt með um 60% atkvæða á öðrum degi flokksþings Verkamannaflokksins, sem haldið er í Brighton og stendur í viku. Þeir sem beittu sér fyrir þessari stefnubreytingu, þar á meðal Neil Kinnock, leiðtogi flokksins, héldu því fram að stefna flokksins í af- vopnunarmálum hefði átt stóran þátt í ósigrum hans fyrir íhalds- flokknum í þingkosningunum 1983 og 1987. Ennfremur var samþykkt tillaga um niðurskurð á útgjöldum til varn- armála, en hún naut ekki stuðnings flokksforystunnar. Umskipti boðuð í Noregi: Borgaraflokkarnir þrír ná saman um nýja ríkisstjórn Sovétríkin: Stjórnin vill að verkföll verði bönnuð Moskvu. Reuter. SOVÉSKA ríkisstjórnin lagði til í gær að bann yrði sett við verk- follum i fímmtán mánuði til að koma í veg fyrir að vinnustöðvan- ir, sem að sögn Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétforseta gætu leitt til glundroða í landinu og ógnað umbótastefnu hans. Lev Voronin aðstoðarforsætisráð- herra kynnti tillöguna í Æðsta ráði Sovétríkjanna og sagði að banna þyrfti verkföll þijá síðustu mánuði þessa árs og allt næsta ár. „Verk,- föll verða bönnuð á þessu tímabili í öllum verksmiðjum og fyrirtækjum í ölium greinum atvinnulífsins," bætti hann við. Stjórnin leggur einnig til að sov- éski herinn stjórni lestarsamgöngum í Azerbajdzhan til að tryggja eðlilega birgðaflutninga til nágrannaríkisins Armeníu. Fjallað verður um tillög- urnar á fundi Æðsta ráðsins í dag. Míkhaíl Gorbatsjov sagði að nauð- synlegt væri að banna verkföll áður en hinn harði rússneski vetur gengi í garð. „Við verðum að afstýra glund- roða. Við verðum að koma í veg fyr- ir að umbótastefnu okkar verði ógn- að,“ sagði Sovétforsetinn. Hægrimenn sagðir falla frá stuðningi við tollabandalag EFTA og EB Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. JAN P. Syse, leiðtogi Hægri- manna, verður næsti forsætisráð- herra Noregs og tekur við af Gro Harlem Brundtland í lok mánað- arins. Þetta varð ljóst aðfaranótt mánudags er fulltrúar þriggja borgaraflokka, Hægriflokksins, Miðflokksins og Kristilega þjóð- arflokksins, náðu samkomulagi I um aðalatriði nýs stjórnarsátt- mála. Samkomulagið var kynnt þingílokkunum munnlega í gær en mjög lítið hefur lekið út um innihaldið. Fullvíst er þó talið að Hægriflokkurinn hafi slakað til varðandi afstöðuna til Evrópu- bandalagsins (EB) og muni ekki mæla með tollabandalagi milli EB og Fríverslunarsamtaka Evr- ópu (EFTA). Jan P. Syse Borgarafiokkarnir hyggjast skýra frá samkomulaginu á morgun, miðviku- dag, en eftir er að semja um skipt- ingu ráðuneyta, annarra en forsæt- isráðuneytisins. Hægrimenn hafa lagt mikla áherslu Róttækar efiiahagsaðg-erðir í Grænlandi: Vilja hætta félagslegri að- stoð yfir sumarmánuðina Kaupmannahöfn. Frá NJ.Bruun, frcttaritara Morgunblaðsins. Grænlendingar verða að herða sultarólina, jafnt óbreyttir borg- arar sem hið opinbera. Var það inntakið í ræðu formanns lands- stjórnarinnar þegar hann setti landsþingið í gær. Róttækasta til- laga landssljórnarinnar er, að allri félagslegri hjálp verði hætt á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst. Að sumrinu er nóga vinnu að fá í fiskinum og segja þeir lands- stjórnarmenn, að þá eigi allt verk- fært fólk að geta séð sér og sínum farborða. Er lagt til, að starfsemi opinberra sjóða verði hætt í fjóra mánuði að undanskildum greiðsl- um til sjúklinga og kvenna í barnsburðarleyfi. Þá á að setja þá, sem ekki vilja þiggja þau störf, sem vinnumiðlunin býður, út af sakramentinu hjá hinu opin- bera í heilt ár. Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnarinnar, sagði einnig, að nauðsynlegt væri að einfalda stjórnsýsluna verulega enda væri hún algerlega sniðin eftir dönsk- um aðstæðum. Þá lagði hann áherslu á, að Grænlendingar yrðu að vera vinnusamari enda væri velferðarkerfið undir því komið, að framleiðslan ykist. Alvarlegir erfiðleikar eru í grænlenskum efnahagsmálum og mikil lántaka erlendis á síðustu árum er að koma landsmönnum í koll. Þar að auki hafa tekjur landssjóðs af bandarísku her- stöðvunum minnkað verulega og einnig af áfengissölu. Stóru flokk- arnir, Siumut og Atassut, eru saman í stjórn en vinstriflokkur- inn Inuit Ataqatigiit einn í stjórn- arandstöðu. á að fá bæði fjármála- og efnahags- málaráðuneytið. Líklegt er að Hægriflokkurinn fái níu ráðherra, kristilegir fimm og Miðflokkurinn fjóra. Flestir búast við að Kjell Magne Bondevik, leiðtogi kristi- legra, verði utanríkisráðherra. Hugsanlegt er að Johan J. Jakobs- en, leiðtogi Miðflokksins, taki ekki sæti í nýju stjórninni enda þótt Syse vilji eindregið hafa hann inn- anborðs. Jakobsen sagðist þó ánægður með samkomulagið. „Eg get stutt vantrauststillögu gegn stjórn Verkamannaflokksins án nokkurra vandkvæða," sagði Jak- obsen í gær. Miðflokkurinn hefur stutt við bakið á minnihlutastjórn Gro Harlem Brundtland í mörgum málum. Margir fréttaskýrendur í Noregi telja að flokkarnir hafi náð saman um erfiðustu málin með þvi að ýta þeim til hliðar í bili. Hægrimenn lýstu því yfir fyrir kosningar að Norðmenn ættu að sækja um aðild að EB en Miðflokkurinn er gall- harður andstæðingur aðildar. Brundtland hyggst iáta borgara- flokkana fella minnihlutastjórnina með vantrausti í lok mánaðarins. Borgaraflokkarnir fá þá stuðning Framfaraflokks Carls I. Hagens. „Við viljum fremur borgaralega minnihlutastjórn en stjórn Verka- mannaflokksins, það er skárri kost- urinn af tveim slæmum,“ sagði Hagen. Hann vill hins vegar ekki heita nýju stjórninni stuðningi í öll- um málum; flokkur hans muni meta málin frá degi til dags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.