Morgunblaðið - 03.10.1989, Side 3
I5LESSKA AUCL ÝSISCASTOFAS HF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989
3
Verðlaunagetraun Stöðvar 2
Hver er hláturmildur, rauðhærður,
sköllóttur, stundum á jörðinni,
oft í loftinu, alltaf í farsíma, tekur bakföll
og dýfur og slær sér á lær og stjórnar
hættinum „Bæirnir bítast" á Stöð 2?
„Bæirnir bítast“ er nýr þáttur á dagskrá til
aprílloka á nœsta ári, LANDSLEIKUR
Stöðvar 2, spurningakeppni á milli íslenskra
kaupstaða. Stöð 2 leggur land undir fót og í
hverjum klukkustundarþœtti keppa íbúar
tveggja kaupstaða. Skotið verður inn í
spurningaleikinn skemmtiatriðum heimamanná
og brugðið upp svipmyndum af fólki og
staðháttum. ífyrstu umferð keppa kaupstaðirnir
innbyrðis, hver í sínum landshluta, en síðan
takast landshlutarnir á.
Verðlaunagetraun Stöðvar 2: Hver stjórnar
þættinum „Bœirnir bítast“ á Stöð 2. Sendið svar
til Stöðvar 2, Krókhálsi 4-6, og merkið umslagið
„Verðlaunagetraun ’89“. Látið fylgjameð nafn,
síma og heimilisfang. Dregið verður úr réttum
svörum 15. október. Verðlaun eru ókeypis
áskrift að Stöð 2 í eitt ár.