Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 9 Ferðaskrifstofur, flugfélög, hótel, bankar, útflutningsfyrirtæki, ríkisstofnanir og aðrir sem áhuga hafa á góðri landkynningu. JÓLAKORT og landkynningarbæklingur Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af jólakortum með fallegum vetrarmyndum. Einnig fallegan landkynningarbækling eftir Dr. Hannes Jónsson, þar sem saga landsins er rakin í máli og myndum. Sérprentum texta eftir þörfum. Offsetprentsmiðjan LITBRÁ Höfðatúni 12. Reykjavík - Símar 22930 og 22865 Skrifstofutækninám Hjá okkur færðu einhveija þá bestu kennslu sem völ er á í tölvu- og viðskiptagreinum. Við kennum á tölvubúnað sem notaður er hjá helstu fyrirtækjum landsins. Einn nemandi um hverja tölvu og fámennir hópar, tryggja hámarks árangur og tímanýtingu. Betra verð og góð greiðslukjör. Tölvuskóli Islands S: 67 14 Ný námsketð GULLÖLD GLÆPAMYNDANNA Með þessu námskeiði hefjum við kvikmynda- umfjöllun og byrjum á athyglisverðustu sakamálamyndunum. Viðar Víkingsson kiippirsaman, sýnirog segirfrá. TRÉSMÍÐI FYRIR KONUR Fagið sem konur misstu af í skólanum. Undirstöðuatriði og smíði einfaldra húsgagna. Kennt í trésmíðadeild Iðnskólans. BÓKFÆRSLA Handhægt námskeið fyrir byrjendur og óvana. Farið í undirstöðu og meginþætti daglegs bókhalds og uppgjörs. HOLLUSTA, HREYFING OG HEILBRIGÐI Lifið heilbrigðara lífi án allra öfga. íþróttakennari, næringarfræðingur og læknirfræða um rétt mataræði, streitu og slökun og gildi þess að hreyfa sig. Skokkað saman úti. TÓMSTUNDA SKOLINN Skólavöiöustís 28 Sími 621488 Lögin vantar Umhverfisráðuneyti hefur ekki verið komið á fót hér á landi. Þegar rætt var imi aðild Borg- araflokksins að ríkis- stjóm Steingríms Her- mannssonar og í ljós kom, að engir nema framsóknarmenn voru reiðubúnir til að láta af háum embættum fyrir borgaraflokksmemi var málum bjargað i hom á þann veg, að Júlíus Sól- nes, formaður Borgara- flokksins, var gerður að hagstoftiráðherra á með- an unnið yrði að því að stofha umhverfismála- ráðuneyti. Um tíma íhug- aði forsætisráðherra hvort haim ætti að stoftia slíkt ráðuneyti með bráðabirgðalögum eða gera Júlíus að ráðherra án ráðuneytis með slíkri lagcisetningu. En Steingrímur féll frá því og sagði meðal annars um þetta í sjónvarpsþætti á Stöð 2: „Hins vegar er það skylda mín sem forsætis- ráðherra að gera þetta þannig að siðferðið sé varðveitt ef ég má orða það svo. Og eftir að ég hef rætt þetta ítarlega við lögfræðinga þá sögðu þeir allir: Þér er fijálst að setja bráðabirgðalög og stofha til ráðherra án ráðuneytis. Og þetta er gert víða um lönd. Til dæmis í Bretlandi þá er einn valdamesti maður- inn hjá Margaret Thatch- er ráðherra án ráðuneyt- is... Hhis vegar eftir að ég hef hugleitt þetta mál þá sýndist mér ljóst að það var ekki þörf á bráðabirgðalögum. Það er þama mjög góð stofii- un Hagstofa Islands sem að ýmsu leyti var eðli- legra þegar ég hafði hugsað málið að afhenda Júlíusi...“ I Morgunblaðmu á sunnudag kemur hins vegar fram, að Júlíus Sólnes hagar sér út á við eins og umhverfisráðu- neyti hafi verið stofiiað. Júlíus segir: „Það má eig- inlega segja það,“ þegar hann er spurður, hvort haim sé strax faritin að vinna sem umhverfisráð- herra. Segir hann að umhverfismálin séu strax Júlíus Sólnes Andreas Papandreou Ráðherra án umboðs Landsfundur Borgaraflokksins var haldinn um helgina og þar fögn- uðu menn þeim áfanga í sögu flokksins að tveir fulltrúar hans eru orðnir ráðherrar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Hefur starf flokksins einkum snúist um það undanfarið að komast inn í stjórnina. Forsætisráðherra sagði í sjónvarpsþætti í Stöð 2 á dögun- um, að það hefði verið skylda hans „sem forsætisráðherra að gera þetta [koma Borgaraflokknum í stjórn] þannig að siðferðið sé varðveitt ef ég má orða það svo“. Nú er annar ráðherra Borgara- flokksins farinn að haga sér eins og umhverfisráðherra án þess að hafa til þess umþoð. Er drepið á þetta í Staksteinum í dag og einnig afstöðu vinstri flokkanna hér til Andreasar Papandreous í Grikklandi. að flytjast til sín úr öðr- um ráðuneytum. Þá segir Júlíus að hann sé búinn að setja sig í samband við alla umhverfisráð- herra Norðurlanda til þess að tilkynna þehn þessa breytingu. Hvað er hér að gerast? Um langt árabil hefur verið tekist á um það á Alþingi hvort stofna skuli umhverfisráðuneyti. Ákveðið var að gera það ekki með bráðabirgða- lögum nú í sumar en samt talar Júlíus Sólnes eins og ráðuneytið hafi þegar verið stofiiað. Tel- ur ríkisstjóm sem þannig starfer yfirleitt þörf á því að styðjast við lög? Hvar er siðferðið núna, sem forsætisráðherra var svo oferlega í huga í sjón- varpsþættinum? Heillaóskir til Papandreous Andreas Papandreou vann kosningasigur í Grikklandi í júní 1985. Hinn 6. júní það ár birt- ist eftirfarandi klausa hér í Staksteinum af þessu tilefiii: „Frá þvi er skýrt í Þjóðviljanum í fyrradag, að Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, hafi sent Papandreou „þjartanlegar" ham- ingjuóskir með „söguleg- an sigur, sem mun efla lýðræðis- og friðaröfl hvarvetna í heiminum". Og Svavar lætur þess einnig getið að „íslenskir sósíalistar" samlagm með grisku þjóðinni. A forsíðu Alþýðublaðsins er á hinn bóginn rætt um „kratasigur" í Grikklandi og þar á bæ tala menn um að ,jafhaðarmenn“ hafi urniið stórsigur und- ir forystu Andreasar Papandreous. Alþýðu- btaðið segir ekki frá því að skeyti hafi verið sent frá Jóni Baldvin Hanni- balssyni til Aþenu. Margt bendir þó til þess að Pap- andreou komist í svipaða aðstöðu og Francois Mitt- errand, Frakklandsfor- seti, sem fékk skeyti bæði frá Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu, þeg- ar hann náði forsetakjöri á sínum tima... „Sigur sósíalista í Grikklandi er sigur allra sósíalista!" segir Þjóðvilj- iun í forystugrein á þriðjudaginn. Nú er það spumingin hvort Pap- andreou er „sósíalisti" eða , jafiiaðarmaður"? Hvemig væri að Mál- fundafélag félagshyggju- fólks tæki máhð fyrir á fundi?“ Þetta var sem sé skrif- að fyrir rúmum fjórum ámm og gæti Birting nú hæglega komið í stað Málfundafélags félags- hyggjufólks ef leita þarf sátta í þessu máli meðai vinstrisinna. Pápandreou á hms vegar mjög í vök að veijast eftir að hann tapaði þingkosningum í sumar, þar sem unnið er að því að upplýsa spill- ingu er þreifst í stjóm- artið hans, símahleranir og flárglæfra. Fer engum sögum af því hvor gerir meira filkall til hans núna Ólafiir Ragnar Grimsson, núverandi for- maður Alþýðubandalags- ins, eða Jón Baldvin Hannibaisson. Bera spari- skírteinin þín bara 3-4% vexti? Átján flokkar spariskírteina, gefnir út á árunum 1979-1983, bera aðeins 3-4% vexti yfir verðbólgu. Sjö þessara flokka koma til innlausnar nú í sept- ember, október og nóvember. Það borgar sig að innleysa þá og kaupa ný bréf með betri vöxtum. Við veitum alla þjónustu við innlausn spariskír- teina og ráðgjöf um hvaða flokka borgar sig að innleysa. Þú getur hringteðakomiðvið hjáokkur í Ármúla 7. Veriö velkomin í VIB. VIB VERÐBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.