Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 23 Forseti ASI um óbreytta samninga á næsta ári: Frysting launa og* minni kaupmáttur gengur ekki Samningar án afskipta ríkisvaldsins, segja Þorsteinn Páls- son, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir ÞAÐ er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu í frjálsum samningum, ég treysti því að það sé hægt án íhlutunar ríkis- valdsins," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisllokksins, þeg- ar hann var spurður álits á hugmyndum VSI um framlengingu núgild- andi kjarasamninga án kauphækkana næsta ár. Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokksins, kvaðst telja að ríkisvaldið ætti helst engin afskipti að hafa af kjarasamningum, hann vildi því ekkert að tjá sig um málið. Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðu- flokksins, sagði meginatriði gæfíst syigrúm til launahækkana yrðu þær að fara til lægst launaða fólksins. Asmundur Stefánsson, forseti ASI, sagði að með frystingu á launum væri kaupmáttur enn keyrður niður þar sem verðbólgan héldi áfram. Augljóst væri að það gengi ekki. Ásmundur sagði að krafan í næstu kjarasamningum hlyti að vera um verðtryggingu launa. Margs konar vandamál sýndu að kaupmáttur hefði lækkað verulega undanfarið, nefndi þar aukna aðsókn að félagsmála- stofnunum, æ fleiri gjaldþrot og landflótta. „Með verðtryggingu launa myndi tryggt að kaup héldi í við verðbólgu og reynslan sýnir að stjórnvöld og fyrirtæki halda meira að sér höndum varðandi verðhækk- anir þegar vitað að er að afleiðingin yrði kauphækkun. Við verðum að tryggja fólki viðun- andi lífskjör til þess að halda traustri byggð í landinu. Það er hættulegur leikur að framskrifa samdráttinn með þeim hætti sem sum samtök atvinnurekenda hafa gert að undanf- örnu, hér þarf þvert á móti að ráðast í uppbyggingu, gera átak í því að nýta fiskafla betur og auka fram- leiðslu almennt. Þetta er það verk- efni sem landsmenn verða að samein- ast um,“ sagði Ásmundur Stefáns- son. Þorsteinn Pálsson sagði kjara- samninga verða að taka mið af efna- hagsaðstæðum á hveijum tíma. „Eg tel að ríkisvaldið eigi að hafa sem minnst afskipti af niðurstöðum kjara- samninga. Þótt ég hafi í störfum mínum að kjarasamningum, bæði fyrir og eftir að ég hóf þátttöku í stjórnmálum, tekið þátt í að ríkis- valdið væri aðili að kjarasamningum, hygg ég að reynslan sýni að það hafi verið gert í of ríkum mæli. Ábyrgð samningsaðila sjálfra þarf að auka en þátttaka ríkisins hefur dregið úr henni.“ Jóhanna Sigurðardóttir sagði markmiðin sem þjóðin öll yrði að vinna að vera að tryggja atvinnuör- yggið í landinu, ná niður verðbólgu og renna betri stoðum undir íjár- magnsmarkaðinn. „Þetta tel ég bestu kjarabæturnar,“ sagði Jóhanna. „Ef svigrúm gefst til launahækkana er grundvallaratriði að þær renni til lægst launaða fólksins. En samning- amir eru auðvitað mál aðila vinnu- markaðarins." Aðspurð um afstöðu til orða Ás- mundar Stefánssonar, um að krafa um verðtryggingu launa væri eðlileg við næstu samninga, sagði Jóhanna að hún teidi slíkt ekki til góðs. Við hefðum heldur slæma reynslu af vísi- tölubindingu launa. Steingrímur Hermannsson tók um þetta í sama streng. Hagstofiiráðherra skipar starfshóp um atvinnumál JÚLÍUS Sólnes hagstofuráðherra hefúr skipað starfshóp til að und- irbúa stefhumótun í atvinnumál- um er miði að því að auka hag- vöxt og tryggja viðundandi at- vinnustig á Islandi. í starfshópnum eru: Baldvin Jóns- son auglýsingastjóri, Geir A. Gunn- laugsson framkvæmdastjóri, Grímur Valdimarsson forstjóri, Kristján Ing- varsson verkfræðingur, Jón Sigurð- arson framkvæmdarstjóri og Jorgen Holm, danskur kaupsýslumaður. Starfshópurinn mun, ásamt hag- stofuráðherra, eiga samstarf við at- vinnustefnunefnd, sem fórsætisráð- herra hefur skipað, og er hópnum ætlað að fara ótroðnar slóðir við að kanna nýjar hugmyndir og nýjar leið- ir í atvinnumálum íslendinga. Opið hús hjá Vatnsveitunni Um 1.500 manns skoðuðu dælustöðvar Vatnsveitu Reykjavíkur á Gvendarbrunna- og Jaðarsvæði á sunnudag en þá var opið hús hjá Vatnsveitunni. Sýndar voru meðal annars myndir frá fram- kvæmdum á vegum Vatnsveitunnar og gestum var boðið í kaflí á Jaðri. Húsavík: Nýtt fyrirtæki stoihað Husavik. HÚSVÍSK matvæli hf. heitir nýtt fyrirtæki, sem stofnað var á Húsavík síðastliðinn föstudag með um 20 milljónir króna í hlutafé. Yfírtekur félagið rekstur niðurlagningarfyrirtækisins Hiks sf., sem starfað hefur á Husavik undanfarm ar. Hluthafar, sem eiga yfir eina millj- ón kr. í félaginu eru þessir: Þróunar- sjóður lagmetis, Húsavíkurbær, Helgi Bjarnason, Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Höfði hf., íshaf hf. og Verkalýðsfélag Húsavíkur. Á fundinum var samþykkt stofn- skrá og lög hins nýja félags og kos- in stjórn en hana skipa Jón Steingr- ímsson frá Þróunarsjóði, Hermann Larsen, Fiskiðjusamlaginu, Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri, Snær Karlsson, verkalýðsfélaginu, og Bjarni Hafþór Helgason. Fundurinn samþykkti yfirtöku á rekstri Hiks sf. og skuldum, sem sérstakir samningar hafa náðst um við kröfuhafa og jafnframt sölu- samningum á rækju sem Hik hafði gert. Starfsemi fyrirtækisins fer fyrst fram í húsakynnum Hiks, en þau eru ófullnægjandi svo rætt var um útveg- un á nýjum og betri húsakosti fyrir framtíðarrekstur félagsins. - Fréttaritari Haukur Þórsso" *** Hrafnsdútn FM 102 Brostu út í lífið ... STILLTU Á FM 102,2. Þú sérð ekki eftir því!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.