Morgunblaðið - 03.10.1989, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989
Reuter
Filippeysk kona bregður blómakransi um háls Ferdinands Marcosar
yngri, sonar Marcosar fyrrum forseta Filippseyja, á samkomu á
Hawaii. Þar hét hann því að koma jarðneskum leifum Ibður síns
heim til Filippseyja þótt það tæki mörg ár.
Deilur um framtíðarleg Ferdinands Marcosar:
Mikill viðbúnaður hers
og lögreglu í Manílu
Manílu og Honolulu. Reuter.
VIÐBUNAÐUR hers og lögreglu var aukinn í Manílu, höfiiðborg Filipps-
eyja, í gær þar sem talið var að stuðningsmenn Ferdinands Marcosar,
fyrrum forseta, kynnu að mótmæla þeirri ákvörðun Corazon Aquino
forseta að banna greftrun Marcosar á eyjunum. Stuðningsmenn Marcos-
ar kærðu ákvörðun hennar til hæstaréttar og sagðist Aquino myndu
virða úrskurð hans.
Aquino sagði að mörg ár kynnu
að líða þar til leyft yrði að flytja
jarðneskar leifar Marcosar til Filipps-
eyja. Stuðningsmenn forsetans fyrr-
verandi, sem lést á Hawaii sl.
fimmtudag, hafa hótað uppþotum
verði ekki leyft að flytja jarðneskar
leifar hans heim til greftrunar. Hafa
mótmælafundir þeirra undanfarna
daga verið fámennir og laust hefur
verið við allt ofbeldi. Aquino hefur
sagt að það stofni öryggi þjóðarinnar
í hættu að flytja lík Marcosar heim
nú. Stuðningsmenn Marcosar eru á
öðru máli og í 44 síðna áskoruna-
rskjali til hæstaréttar sögðu þeir að
byltingunni gegn forsetanum fyrr-
verandi væri lokið. Sonur hans, Ferd-
inand yngri, hét því í Honolulu á
Hawaii í gær að flytja jarðneksar
leifar föður síns heim þó það tæki
hann mörg ár. Hermt var að lögfræð-
ingar fjölskyldu Marcosar ættu í
baktjaldaviðræðum við stjórn Aquino
um málið.
Furðufréttir um japanskt lánstilboð:
Tel mögnlegl að svika-
hrappar hafi verið á ferð
- segir Jogvan Sundstein, lögmaður Ftereyja
Kaupmannahöfn og Þórshöfn. Frá N. J. Bruun og Snorra Halldórssyni.
BRESKA dagblaðið Jndependent skýrði frá því á laugardag að ónafn-
greint japanskt fyrirtæki eða einstaklingur væri að reyna að „kaupa
Færeyjar af Dönum“ eins og það var orðað í blaðinu. Milligöngumaður
værr fjármálamaður í London og vildi japanski aðilinn yfírtaka allar
erlendar skuldir Færeyinga og veita þeim að auki stórlán til helstu
atvinnuveganna, að sögn Tonys Samstags, fréttaritara Independents í
Osló. HeildarQárhæð lánsins yrði um 10 milljarðar danskra króna eða
rösklega 80 milljarðar ísl. kr. Svipuð frétt mun hafa birst í japönsku
blaði um helgina. Morgunblaðið ræddi símleiðis við Jogvan Sundstein,
lögmann Færeyja, í gær og spurði hvað hæft væri í þessum furðufréttum.
„Fyrst vil ég taka það fram að til þess arna vegna ástands efna-
Færeyjar eru alls ekki til sölu!“ sagði
Sundstein. „Upphafið að þessum
fréttaflutningi er sennilega að menn
sem sögðust vera fulltrúar japansks
banka, buðu okkur stórlán, tíu millj-
arða króna. Við sögðum þeim að við
væram ekkert mjög áfjáðir í að taka
svo stórt lán hjá einum og sama
lánardrottninum og auk þess vildum
við fá að vita hvaða banki væri þarna
á ferðinni. Ákveðið var í vikunni sem
leið að bankastjóri Landsbanka Fær-
eyja, Sigurd Poulsen, ætti fund með
mönnunum í Kaupmannahöfn til að
fá einhvern botn í málið. Þar skyldu
þeir leggja fram gögn sem sönnuðu
tengsl þeirrá við japanska bankann
og skýra frá nafni hans. Þegar til
kom mættu milligöngumennimir
ekki á fundinn. Landstjórnin hefur
því ákveðið að skipta sér ekki meira
af þessu máli. Engar raunveralegar
samningaviðræður áttu sér stað við
þessa menn.“
„Er mögulegt að þetta hafi verið
svikahrappar?“
„Það er ekki hægt að útiloka þann
möguleika. Ég hef fengið fregnir af
svipuðum málum, að einstaklingar
bjóði stórlán fyrir hönd ónafn-
greindra aðila, en síðan komi í ljós
að ekkert sé á bak við tilboðin,
málið allt einn tilbúningur.“
Privatbanken í Danmörku hefur
ákveðið að gjaldfella lán færeyskra
skuldunauta sinna. Segir í bréfi
bankans til þeirra að hann neyðist
hagsmála í Færeyjum. Sundstein var
spurður hvort hann teldi ákvörðun
bankans afdrifaríka. „Þarna mun
vera um að ræða lán til einkaaðila,
samtals _ tíu eða tuttugu milljónir
króna. Ég hef aðallega heyrt um
málið í fjölmiðlum og verð að segja
að þessi banki hefur afar lélegar
upplýsingar um þær ráðstafanir sem
gerðar hafa verið hér í efnahagsmál-
um. “ sagði Jogvan Sundstein.
Reuter
Frá hátíðarhöldunum I Peking. Deng Xiaoping, valdamesti maður Kína, og aðrir háttsettir embættis-
menn fylgdust með af svölum á hliði Torgs hins himneska friðar.
Kínverska alþýðulýðveldið 40 ára:
Öryggisgæsla og áróður
einkenndu hátíðarhöldin
Peking. Daily Telegraph. Reuter.
MÖRG hundruð þúsund manns, mestmegnis bændur með áróðurs-
borða kínverska kommúnistaflokksins á lofti og vopnaðir hermenn,
komu saman á Torgi hins himneska friðar í Peking á sunnudags-
kvöld. Þá var þess minnst að 40 ár voru liðin frá stofnun Alþýðulýð-
veldisins Kína. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkum mannfjölda er hleypt
inn á torgið frá því að hermenn börðu þar niður mótmæli námsmanna
í júní síðastliðnum. Ströng öryggisgæsla og áróðursræður harðlínu-
manna í kínverska kommúnistaflokknum einkenndu hátíðárhöldin.
Li Peng, forsætisráðherra lands- stéttaátök gætu blossað upp í Kína
ins, sagði í ávarpi að „afar snörp“ í framtíðinni. Hann sagði að átök á
meðal vinnandi stétta ógnuðu ekki
lengur innanlandsfriðnum en hins
vegar væri með engu móti hægt að
afskrifa þess konar ógn. Hann var-
aði þjóðina jafnframt við því að í
vændum væru tímar mikilla þreng-
inga.
Deng Xiaoping, valdamesti maður
Kína, og aðrir háttsettir flokks-
broddar fylgdust með flugelda- og
danssýningu á Torgi hins himneska
friðar. Deng virtist við ágæta heilsu
en hann sást ekki opinberlega í þrjá
mánuði síðastliðið sumar.
„Atburðirnir á Torgi hins him-
neska friðar fyrir ekki svo löngu
síðan vora slæmir. En þegar öll kurl
koma til grafar þá var þetta okkur
fyrir bestu því þannig komumst við
aftur niður á jörðina.“ Þetta hafði
Reuters-fréttastofan eftir norður-
kóreskum embættismanni sem vitn-
aði til orða Dengs sem hann lét falla
í samræðum þeirra.
Kínverska utanríkisráðunejdið
bauð erlendum stjórnarerindrekum
búsettum í Kína að vera við hátíðar-
höldin. Vestrænir og japanskir
sendiráðsmenn hunsuðu boðið en
tekið var til þess að Alexander Ha-
ig, fyrrum utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, var eini vestræni stjórn-
málamaðurinn er mætti til hátíðar-
haldanna á Torgi hins himneska frið-
hárlínan saman stendur af prðteini (hárvökvi),
sjampói, næringu og vítamíni og er fáanleg á allflestum
rakara- og hárgreiðslustofum og einnig í apótekum.
Heildsölubirgðir:
ambrosia
'JMBOOS- OG HEILDVERSLUN
Sími 91-680630.
Lilja Bragadóttir:
„Eg varorðin verulega áhyggju-
full út af hárlosinu. Ég hafði reynt
ýmis efni án árangurs, þartilég
byrjaði að nota hárvökvann.
Hann kom í veg fyrir hárlosið og
betrumbætti hárið."
• •-
Tómas Friðjónsson:
í fjölda ára hef ég barist við mjög
slæmt exem í hársverði. Ég hafði
reynt ýmis smyrsl o.fl. án teljan-
legs árangurs. Með einni flösku
af MANEX hárvökvanum tókst
mér hins vegar að hreinsa í burt
allt exem og í dag sést ekki vott-
uraf þvíhjá mér.
Jóhannes S. Jóhannesson:
„Ég hafði í gegnum árin reynt
allt til að losna við f lösuna en
ekkert dugði. Ég hélt ég yrði
bara að sætta mig við þetta. En
nú veit ég betur. Vökvinn virki-
lega virkar."
i m :
Elfn Sigurbergsdóttir:
MANEX hárvökvinn hefur virkað
með ólíkindum vel fyrir mig. Ég
var því sem næst að missa allt
hárið. Það datt af í flyksum og
varég komin með hárkollu. Fljót-
lega eftir að ég býrjaði að nota
MANEX hætti hárlosið og í dag
er ég laus við hárkolluna og kom-
in með mikið og fallegt hár.
Læknirinn minn og mínir kunn-
ingjar eru hreint undrandi á þess-
um árangri.
Arnhildur Magnúsdóttir:
„Hár mitt hefur verið ómeðfæri-
legt og tekið iila permanenti.
Vökvinn gjörbreytti hári mínu.
Nú get ég haft permanent-krull-
urnar án þess að þurfa að vesen-
ast í því með krullujárni o.fl.“
Sigríður Adólfsdóttir:
Fyrir 15 árum varð ég fyrir því
óhappi í Bandaríkjunum að lenda
í gassprengingu og missti við
það augabrúnirnar, sem uxu
aldrei aftur. Ég fór að nota
MANEX vökvann fyrir 4 mánuð-
um og í dag er ég komin með
fullkomnaraugabrúnir. Hár-
greiðslumeistarinn minn, Þórunn
Jóhannesdóttir í Keflavík, segir
þetta vera hreint kraftaverk.