Morgunblaðið - 03.10.1989, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.10.1989, Qupperneq 31
Breiðuvík: Laugabrekku. HEYSKAPUR gekk illa og gæftir era slæmar. Það má segja að mjög erfitt tíðarfar hafi verið í sumar bæði til lands og sjávar. Hey- skapur gekk mjög seint. Flestir bændur luku heyskap 26. ágúst og sumir fyrr. Tveir bændur hafa ekki lokið heyskap. Gras var sumstað- ar fítið vegna kals. Gæftir hafa verið mjög slæmar í sumar en afli sæmilegur þegar gefið hefur á sjó. Fimm trillur hafa verið á lúðuveiðum og aflað vel. Stapatindur frá Arnarstapa hefur verið með snurvoð og aflað sæmi- lega. Bjarni Einarsson sem kaupir fiskinn frá Arnarstapa hefur verkað í salt. Fjórir sumarbústaðir eru nú í smíðum við Arnarstapa og tveir þeirra eru fokheldir. í sumar var hafist handa við félagsheimilið Snæfell á Arnarstapa. Viðbygging- in sem verið hefur í deiglunni í mörg ár er langt komin, en það hefur ekki verið nothæft lengi vegna þess að hana vantaði. 2. september sl. kom fólk úr sveitinni saman í félagsheimilinnu og spilaði félagsvist. Fjölmenni var og var spilað á 11 borðum. Eftir spilamennskuna voru kaffiveiting- ar. Sovéska sendinefndm sem dvaldi hérlendis í viku í boði Æskulýðssambands íslands. Morgunblaðið/Þorkeli Sovésk ungmenni í heimsókn: Tíðarfar til lands og sjávar erfitt Áhugí á að efla tengslin við íslenskt æskufólk HÉR A landi voru stödd fyrir skemmstu þrjú sovésk ungmenni í boði Æskulýðssambands íslands (ÆSÍ). Á fréttamannafúndi sögðust þau margt hafa lært af jafhöldram sínum hérlendis og vera staðráðin í að efla tengslin sem mest við íslenskt æskufólk. N orðurlandamót framhaldsskóla í skák: MH í efsta sæti SKÁKSVEIT Mcnntaskólans við Hamrahlíð sigraði á Norðurlanda- móti framhaldsskóla sem lauk í Noregi á sunnudag. Er þetta í 10. skipti sem Menntaskólinn við Hamrahlíð vinnur norðurlanda- mótið, sem nú var haldið í 16. sinn. Skáksveit Menntaskólans við Hamrahlíð hlaut 14 vinninga af 20 mögulegum. I öðru sæti varð sænska sveitin með 13 vinninga. A- og b- sveitir Noregs urðu í 3.-4. sæti með 1114 vinning. Danir fengu 714 vinning og Finnar ráku lestina með 214 vinn- ing. Eftirtaldir skákmenn skipuðu lið Menntaskólans við Hamrahlíð: 1. borð Sigurður Daði Sigfússon (4 vinn. af 5 mögulegum). 2. borð Þröstur Árnason (2 v.) 3. borð Snorri G. Bergsson (414 v.) 4. borð Arnaldur Loftsson (314 v.) varamaður: Guðmundur T. Árnason. Fararstjóri og liðsstjóri _MH-sveit- arinnar var Jóhannes Ágústsson. Sigurður Daði Sigfússon og Snorri G. Bergsson fengu verðlaun fyrir góðan árangur hvor á sínu borði. Eins og ég hef áður getið, vígði séra Rögvaldur Finnbogason prest- ur á Staðarstað styttu af Maríu mey, sem stendur við Lífslind Hellnamanná á Hellnum, þann 23. júlí sl. Mikill fólksstraumur hefur verið að lindinni síðan hún var vígð, en hún þykir fögur. Sagan af vígslu lindarinnar síðan 1230 er skráð á staðnum. Héraðsfundur Snæfells- og Dala- prófastsdæmis var haldinn á Búðum á Snæfellsnesi sunnudaginn 3. sept- ember. Messað var í Búðarkirkju klukkan 11 árdegis. Sr. Hreinn Hákonarson prestur í Söðulsholts- prestakalli prédikaði, sr. Rögnvald- ur Finnbogason prestur á Staðar- stað og sr. Ingiberg Hannesson prófastur og prestur á Hvoli í Döl- um þjónuðu fyrir altari. Altarisganga fór fram í mess- unni. Eftir messu var snæddur há- degisverðurá hótelinu á Búðum. Að lokinni máltíð var fundur settur. Prófasturinn sr. Ingiberg Hannes- son setti fundinn og stjórnaði hon- um. Mörg mikilvæg mál varðandi kirkju og kristindóm voru rædd á fundinum. Fundurinn var vel sótt- ur. Honum var slitið í kirkjunni með bæn sem sr. Rögnvaldur Finn- bogason flutti og sameiginlegum söng fundarmanna. - Finnbogi í sovésku sendinefndinni voru Alexander Abramov, 1. ritari Moskvudeildar Æskulýðshreyfing- ar sovéska kommúnistaflokksins (Komsomol), Alexej Konjkov, starfsmaður Æskulýðssambands Sovétríkjanna (KMO), og Olga Makova, viðskiptafræðine,mi í Moskvu og félagi í Komsomol. Samskipti ÆSÍ og sovéskra æskulýðssamtaka eiga sér langa sögu. Annað hvert ár hafa Sovét- menn komið hingað í heimsókn og hitt árið hefur íslensk sendinefnd farið til Moskvu. Heimsókn Sovét- mannanna nú var óvenjuleg að því leyti að gestirnir voru enn á létt- asta skeiði og hér var umbótasinna að ræða, eindregna fylgismenn Míkhaíls Gorbatsjovs. í máli Abromovs, 1. ritara Moskvudeildar Komsomol, kom fram að æskulýðshreyfing komm- únistaflokksins ætti nú nokkuð und- ir högg að sækja því félagsmönnum hefði fækkað talsvert og væru þeir nú um 30 milljónir. Hann var m.a. spurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið í vestrænum fjölmiðl- um á sovésk æskulýðssamtök að þau sendi einungis pólitíska gæð- inga til Vesturlanda en ekki óbreytt æskufólk. Abromov svaraði því til að þetta væri ekki rétt, t.d. hefðu skiptinemasamtökin AFS opnað skrifstofu í Moskvu og opnaðist þar með leið fyrir venjulega mennta- skólanema að dveljast erlendis. Einnig gæfist vestrænum ung- mennum kostur á að dvelja um lengri eða skemmri tíma hjá sovésk- um fjölskyldum. Það orð hefur löngum farið af Sovéska Æskulýðssambandinu (KMO) að það léti stjórnast af Kom- somol sem er eitt aðildarfélaganna. Alexej Konjkov, starfsmaður KMO, sagði að sambandið væri nú í raun fijálst og óháð opinberum afskipt- um. Hann sagði mikla grósku vera í æskulýðsstarfi í Sovétríkjunum og nær daglega bættust sambandinu ný aðildarfélög. Sovétmennirnir áttu viðræður við ýmsa fulltrúa íslenskra æskulýðs- félaga hérlendis og hittu unga stjórnmálamenn að máli. Sovéska sendinefndin sýndi átaki ÆSÍ gegn vímuefnaneyslu sérstakan áhuga. Sögðu Sovétmennirnir koma til greina að sú reynsla sem skapaðist hérlendis í forvörnum gæti nýst í sovésku æskulýðsstarfi. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 2. október. FiSKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 85,00 53,00 79,35 18,147 1.439.970 Ýsa 125,00 60,00 102,76 5,623 577.765 Ýsa(ósl.) 99,00 65,00 73,15 2,868 209.796 Karfi 51,00 51,00 51,00 0,050 2.525 Ufsi 29,00 29,00 29,00 0,126 3.654 Samtals 80,69 31,740 2.561.113 í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 68,00 43,00 63,10 7,918 499.633 Ýsa 128,00 67,00 96,86 24,726 2.394.956 Ufsi(umál) 15,00 15,00 15,00 0,016 240 Samtals 88,68 32,696 2.899.632 Selt var úr netabátum. i dag verða meðal annars seld 16 tonn af þorski, 12 tonn af karfa, 30 tonn af ufsa og óákveðið magn af öðrum tegundum úr Ottó N. Þorlákssyni RE og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 72,50 44,00 69,28 49,610 3.436.797 Ýsa 110,00 30,00 89,75 11,432 1.025.985 Karfi 51,50 33,00 45,08 1,465 66.027 Ufsi 39,00 15,00 35,50 0,871 30.958 Samtals 70,24 66,330 4.658.697 Selt var meðal annars úr Hauki GK og Búrfelli KE. i dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. SKIPASÖLUR í Bretlandi 22. til 29. september. Þorskur 129,47 128,180 16.595.033 Ýsa 141,29 30,750 4.344.721 Ufsi 70,74 2,760 195.253 Karfi 68,50 1,385 94.866 Koli 113,85 2,365 269.256 Samtals 129,67 173,075 22.443.296 Selt var úr Stakfelli ÞH í Hull 26. september og Skarfi GK í Hull 28. september. GÁMASÖLUR í Bretlandi 22. til 29. september. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Samtals 136,19 337,245 45.930.158 127,41 257,071 32.752.333 66,80 6,035 403.136 71,78 5,265 377.926 104,33 62,516 6.522.407 130,28 723,300 94.230.758 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 25. til 29. september. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Samtals 1 12,93 13,916 1.571.533 84,47 3,309 279.499 65,20 187,042 12.194.583 82,14 277,458 22.791.379 70,62 548,650 38.743.710 Selt var úr Glófaxa VE og Viðey RE 26. september, Hjalteyrinni EA 27. september og Hjörleifi RE 29. september. Selt var úr öllum skipunum í Bremerhaven. Skoðanakönnun SKÁÍS: Sj álfstæðisflokk- urinn fengi 53,3% I niðurstöðum skoðanakönnunar sem SKAIS hefúr gert fyrir Stöð 2 kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn fengi atkvæði 53.3% þeirra sem afstöðu tóku með einhverjum flokki eða 27,6% þeirra sem svöraðu í könnuninni. Hringt var í 800 einkanúmer, 652 svör fengust og tóku 338 svarenda afstöðu. Óákveðnir voru 28,1%, 10,7% sögðust ekki kjósa eða myndu skila auðu og 9,4% neituðu að svara. Könnunin var gerð um síðustu helgi. Alþýðuflokkui' fengi 7,1%, Fram- sóknarflokkur 14,5%, Alþýðu- bandalag 10,9% og Kvennalisti 10,9% þeirra sem tóku afstöðu. Aðrir flokkar fengju minna en 1%. Spurt var um 1-3 stjórnmála- menn sem fólk bæri mikið traust til og hlaut Halldór Ásgrímsson 41,8%, Steingrímur Hermannsson 29,4%, Þorsteinn Pálsson 25,9%, Jón Sigurðsson 13,5%, Ólafur Sveitin hefur alla tíð lagt mikla áherslu á góða þjálfun félaga og sent fólk í leiðbeinendaþjálfun hjá Björgunarskóla LHS og hafa þeir í framhaldi af því haldið árleg nám- skeið í skyndihjálp, fjallamennsku, rötun, leitartækni o.fl. Þá fara fé-- Ragnar Grímsson 13,2%, Davíð Oddsson 11,6% og aðrir minna. Einnig var spurt um 1-3 stjórn- málamenn sem hefðu „sýnt alvar- lega siðferðisbresti í stjórnarhátt- um“. Jón Baldvin Hannibalsson var þar efstur á blaði með 81,4%, Steingrímur Hermannsson með 41,1%, Ólafur Ragnar Grímsson með 22,9% og Stefán Valgeirsson með 10,9%. lagar einnig utan á hin ýmsu nám- skeið eða til æfinga. En öflugt starf krefst duglegra einstaklinga. Því óskar hjálparsveit- in eftir nýjum félögum til starfa. (Úr fréttatilkynningu) Tónleikar í Haftiarborg AUSTUR-ÞÝSKI píanóleikarinn Elfrun Gabriel heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, á morgun miðvikudaginn 4. október klukkan 20.30. Elfrun Gabriel kom fyrst fram sem einleikari með hljómsveit aðeins 14 ára gömul. Hún stundaði nám í píanóleik við Feiix Mendelssohn Bartholdy-tónlistarskólann í Leipzig, hjá prófessor Pavel Serebryakov í Leningrad og prófessor Halina Czersny Stefanska í Cracow. Á námsárunum hlaut hún tónlistar- verðlaun sem kennd eru við Carl Maria von Weber. Elfrun Gabriel hefur leikið einleik með þekktustu hljómsveitunum í hei- malandi sínu og farið í tónleikaferðir um Mið- og Austur-Evrópu, einnig til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og íslands. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. Hjálparsveit skáta í Kópavogi 20 ára HJÁLPARSVEIT skáta í Kópavogi verður 20 ára þann 4. nóvember nk. Hefur starf sveitarinnar verið öflugt frá upphafi og mikil vinna verið lögð í að koma upp öflugum björgunarbúnaði. En búnaður kostar peninga og hefur aðalfjáröflun sveitarinnar verið flugelda- sala. Hafa Kópavogsbúar stutt dyggilega við sveitina í þeim efnuin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.