Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUK 3. OKXÓBÉk 19&9;
35
Umferðarómenning
eftir Arnar B.
Vignisson
Ég er ungur vegfarandi í þessari
svokölluðu umferð hér á landi, ég
segi svokölluð umferð, vegna þess
að tillitsleysið og frekjan er svo mik-
il að það nær engri átt. Bílar eru
óskoðaðir og mjög stór hluti bíla er
ekki með ljósaskoðun 1988. (Sá miði
er blár á litinn ef þið vitið það ekki).
Það á að vera kominn ný ljósaskoðun
eftir 1. ágúst en sá miði er gulur.
Ljósanotkun er mjög mikilvæg hjá
okkur hér á landi þar sem sól getur
verið mjög lágt á lofti, og einnig þar
sem við höfum þannig veðurfar að
birta getur verið mjög villandi.
Hefur þú nokkurn tíma hugsað
um að það gæti verið erfitt að sjá
þinn bíl, að hann falli saman við liti
umhverfisins, t.d. ég er á silfurgráum
bíl, það er einna versti litur á bíl,
hann er samlitur umhverfinu í rign-
ingu, hann sést illa þegar ekið er
undan sól, t.d. grænir bílar, bláir og
síðast en ekki síst rauðir bílar sjást
illa í kvöldsól og dimmu veðri. Það
er mikilvægt að keyra með ökuljós.
Ég vil taka það fram að ég hef
séð bíl með skoðunarmiða 1990 frá
Bifreiðaskoðun hf. en var með ljósa-
skoðun 1986 (rauðan miða). Ég hélt
að eitt skilyrðið fyrir því að fá skoð-
un á bílinn sinn væri að vera með
ljósaskoðun frá síðastliðnu hausti eða
nú í ár. Mér finnst sofandaháttur
stjórnvalda og bifreiðaskoðunar svo
mikill að til þurfi að koma stóátak í
þá átt að bifreiðar sem ekki eru
hæfar til aksturs og skoðunar fari
ekki á götumar. Er það mjög til hins
betra að nú vakni stjórnvöld af löng-
um svefni með eftirliti á bílum. Það
er ekki nóg að fá lögreglu til að fylgj-
ast með umferð rétt fyrir mestu
ferðahelgi landsins og svo þegar
skólar bytja. Það er líka annað sem
spilar inni sofandahátt lögreglu, það
er sú staðreynd að hið opinbera er
að skera niður fjármagn til lögreglu
einmitt þegar ætti að auka eftirlitið,
samfara auknum slysum og umferð-
arþunga. Það þarf að gera þetta all-
an ársins hring svo að menn komist
ekki upp með trassaskap svo árum
skiptir.
Vil ég í þessu sambandi nefna, að
nýir bílar eru með 2-3 ára skoðun
eftir því hvenær á árinu þeir komast
á göturnar, þeir eru ekki skoðaðir í
öll þessi ár og hvað þá ljósaskoðáðir,
það virðist vera alveg sama hvort
þú keyrir 10.000 km eða 100.000
km á nýjum bíl. Ég hélt að hér á
íslandi þar sem við búum við mjög
misjafnt veður og vegi, þyrftum við
að hafa allt á hreinu á og í bíiunum
okkar þar með talin Ijós. Það er mik-
ill fjöldi bifreiðaeigenda sem hugsar
ekkert um bílinn sinn, þeim kemur
ekkert við í hvaða ástandi hann er,
fyrr en eitthvað bilar og sumir aka
biluðum bílum. Þeir ættu ekki að
vera á götum landsins. Þá er ég að
tala um bíla. Þá er ég að tala um
bíla sem eru hafa bilaðar bremsur,
hjólabúnað, eða aðrar bilanir.
Vona ég að endingu, að stjórnvöld
finni lausn á þessum vanda. Ég get
til dæmis bent á að ef hinir háu
herrar sem stjórna hér á landi gerðu
átak, t.d. með því að auka við lögregl-
Arnar B. Vignisson
una í Reykjavík aðeins tveimur
bílum, eða fleiri og mannskap. Þessi
hópur mundi eingöngu sinna eftirliti
bifreiða og skoðun og sekta eigendur
ef þeir gerðust brotlegir með bíla
sína. Þessi deild mundi bera sig fjár-
hagslega og skila afgangi í kassann.
Það hefur borið við að sektarákvæð-
ið er ekki notað eins og ætti að gera.
Ætla ég að þeir sem hafa rýnt í
þennan reiðilestur minn séu búnir
að fá sig fullsadda í bili og láti sem
mest í sér heyra. Með hertum aðgerð-
um getum við verið öruggari í um-
ferðinni og fækkað slysum. Það er
það sem allir vilja, er það ekki.
Höfundur er verslunarmaður.
TOLVU-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
... þar er tölvupappírinn vel geymdur.
Múlalundur
I
ti
£
Áskriftarsíminn er 83033
Það er ekki tryggt
að verkfæri iðnaðarmanna
séu notuð á löglegan há
En meö nýju IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNjl
frá SJÓVÁ-ALMENNUM geta iðnaðarmenn
tryggt sig eins og best verður á kosið.
IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNI eru allar
helstu tryggingar sem iðnaðarmenn þurfa,
settar saman á eitt skírteini.
Nám í MK
tilstuðnings
fötluðum
EINS og undanfarin ár býður
Mennlaskólinn í Kópavogi upp á
nám á félagsbraut til stuðnings
fötluðum ungmennum.
Námið fellst í því að nemendur
fylgja fötluðum ungmennum í fé-
lags- og skemmtanalíf. Þau fötluðu
ungmenni sem hafa hug á að nýta
sér þetta þurfa að hafa samband
við Garðar Gíslason, menntaskóla-
kennara, á skrifstofu skólans en
Garðar hefur umsjón með þessari
námsbraut. Þátttaka er ekki bundin
við Kópavog.
Allir góðir fagmenn ættu að kynna sér
þessa langþráðu nýjung strax.
SJOVAOrrALMENNAR
(Fréttatilkynning)