Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 40

Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsa Vogarinnar í dag er það umfjöllun um Vogina (23. sept. — 22. okt.) útfrá líkams- og heilsufræði. Lesendur eru minntir á að hver maður á sér nokkur stjörnumerki og því geta önn- ur merki einnig haft sitt að segja hvað varðar heilsuna. Eftirfarandi getur t.d. einnig átt við um þá sem hafa Vog Rísandi eða Tungl í Vog. Nýrun Vogin stjórnar neðra baki, nýrum og nýrnakerfi. Vogir eiga því oft í vandræðum með þessa líkamshluta og eiga til að fá nýrnaverki eða nýrnasjúkdóma. Fœöa í ágætri bók um stjörnuspeki og heilsufræði, Astrology and Health, eftir Sheila Geddes, segir að Vogir þurfi að athuga jafnvægið milli sýru og basa í fæðunni. Góö heilsa Annars er sagt að Vogin sé ' eitt af heilbrigðari merkjum dýrahringsins. Ástæðan fyrir því er sú að Vogin er merki jafnvægislistarinnar og á þvi auðvelt með að finna jafn- v.ægi í fæðuna. Hún reynir a.m.k. iðulega að temja sér lifnaðarhætti sem taka tillit til ólíkra þátta, þ.e. .gætir jafnvægis milli sálar og líkama og einstakra fæðuteg- unda. Vogin hefur innbyggt jafnvægisskyn sem hún beitir jafnvel án þess að vita það ' sjálf. HiÖ sálrcma Þörf Vogarinnar fyrir að vega og meta, getur í ein- staka tilvikum leitt til sál- rænna erfiðleika. Vegna þess hversu auðvelt hún á með að sjá tvær hliðar á hveiju máli getur hún oft ekki gert upp hug sinn og verður fyrir vik- ið taugaveikluð, óörugg og í einstaka slæmum tilvikum sálsjúk. Óréttlæti Óréttlæti í umhverfi Vogar- innar getur sett hana útaf laginu og leitt í sumum tilvik- um til þess að hún verður beinlínis líkamlega veik. Það má segja að hún sé viðkvæm og verði oft veik ef umhverf- ið er ljótt eða henni óhag- stætt á einhvern hátt. Hið atskilega Vogin þarf, kannski eins og aðrir, hreyfingu og einhveija líkamsrækt. Er þá talað um að hópiðkun henti vel, en ekki einstaklingsgreinar. Skylmingar eru góð íjirótt fyrir Vogina, vegna þess að þar er lögð áhersla á þjálfun jafnvægis. Gefandi tóm- stundir (eða vinna) fyrir Vog eru síðan á listrænum svið- um, því fegurð og listrænt samspil lita og muna, verka róandi og græðandi á skap hennar. Til að halda góðri heilsu og hamingju þarf Vog- in síðan að rækta með sér ákveðið sjálfstæði. Hún er félagslynd og þarf á öðru fólki að halda, en þarf eigi að síður að læra að vera sjálfri sér nóg og stjórna sjálf eigin lífi. Annars er hætt við að velferð hennar verði um of háð duttlungum annarra. Ef ástarsamband rofnar, þá brotnar hin ósjálfstæða Vog. ViÖkvœm svœöi Að lokum ætla ég að telja upp nokkur svæði líkamans sem eru viðkvæm hjá Vog- inni. Mjóhryggur og lendar (lendagigt), nýru, þvagblaðra og blöðruvandamál, opin sár á húð eða slímhúð, sykursýki (ójafnvægi í briskirtli) og blöðrumyndun i eggjastokk- um. BRENDA STARR TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK pon't THEV REALIZE HOU) PAN6ER0US IT 15 TO ALLOU) UNAUTHORIZEP PER50NNEL ON THE RUNlUAS'? Snati! Ég er kominn heim. Ég sakn- aði þín svo mikið að ég fór heim. Ertu ekki ánægður að sjá mig? Skilja þeir ekki hvað það er hættu- legt að leyfa óviðkomandi fólki að fara út á Ilugbrautina? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar sleggjum er sveiflað verða höggin þung, hvort sem þau hitta eða geiga. Sama má segja um sleggjuspil: Suður gefur; AV á hættu. Norður Vestur ♦ Á853 V K9763 ♦ 65 ♦ 72 ♦ - ¥5 ♦ D10732 ♦ ÁKDG986 Austur ♦ KD V ÁD108 ♦ ÁKG4 ♦ 1054 Suður ♦ G1097642 VG42 ♦ 98 ♦ 3 II Spilið kom upp á fyrsta kvöldi hausttvímennings Bridsfélags Reykjavíkur sl. miðvikudag. Margir suðurspilarar vöktu á þremur spöðum, en urðu síðan að lúta í lægra haldi fyrir lauflit makkers. Þetta var algeng byij- un: Vestur Norður Austur Suður — — — , 3 spaðar Pass 5 lauf Dobl Pass •? « Á hættunni gegn utan er freistandi að segja 5 hjörtu á spil vesturs. Sem margir gerðu. Þrátt fyrir að beinir taparar séu aðeins tveir á lauf er sáraeinfalt að hnekkja 5 hjörtum. Norður spilar út laufás svo gosa í öðrum slag til að láta makker trompa og panta um leið spaða til baka. Flestir sagnhafar í 5 laufum sluppu tvo niður. Austur kom út með tígulás og skipti yfir í spaða, enda er erfitt að sjá fimmlitinn í tígli til hliðar. En haldi austur áfram með tígulinn fær vestur tvo slagi á 72 í trompi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í keppni sovézkra háskóla í ár kom þessi staða upp í viðureign hins nýbakaða stórmeistara Evg- eny Bareev (2.555), sem hafði hvítt og átti leik, og Verdik- hanov. 31. Hxc5! - dxc5, 32. <16 - Dd8, 33. Bd5+ - KÍ8, 34. Hxh7 - Dxd6, 35. Dh2 (Hótar 36. Hxg7), 35. - Dc7, 36 Hh8+! og svartur gafst upp, því hann á ekkert betra en 36. — Bxh8, 37. Dxh8+ - Ke7, 38. Dg7+ - Kd6, 39. Df6+ - Kd7, 40. Rxe5+ o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.