Morgunblaðið - 03.10.1989, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.10.1989, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 SANDPAPPIR ARVIK ARMULI 1 — REYKJAVÍK- SlMI 687222 -TELEFAX 687295 Skák Gunnar Finnlaugsson SÍÐASTLIÐINN laugardag hófst í Holstebro í Danmörku auka- keppni um annað sætið'á Skák- þingi Norðurlanda 1989. Kepp- endur eru Margeir Pétursson, Bent Larsen og Finninn Juha Yrjöla og tefla þeir tvöfalda umferð. Sætið sem teflt er um gefur rétt til þátttöku á næsta millisvæðamóti. Það var Norð- maðurinn Simen Agdestein sem sigraði á Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi í júlí og ágúst í sumar leið. Það kom í hlut Margeirs að tefla með hvítu gegn Yijöla í fyrstu umferð. Finninn tefldi byrjunina vel og bauð jafntefli þegar hann lék a6 í átjánda leik, en Margeir hafnaði boðinu. Nokkrum leikjum síðar varð Margeir ljóst að ef einhveijir vinn- ingsmöguleikar væi-u í stöðunni þá væru þeir svarts megin. Margeir bauð þá jafntefli sem Yijöla þáði. Hér kemur skákin: Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: Juha Yijöla. Hollensk vörn grjótgarðsaf- brigðið. 1. d4 - f5, 2. g3 - Rf6, 3. Bg2 - e6, 4. c4 - c6, 5. Rf3 - d5, 6. 0-0 - Bd6, 7. Bf4 - Bxf4, 8. gxf4 - 0-0, 9. Rc3 - De7, 10. Hcl - Bd7, 11. Db3 - Be8, 12. Re5 - Kh8, 13. a3 - Ra6, 14. Dc2 — Rd7, 15. cxd5 — cxd5, 16. e3 — Rxe5, 17. dxe5 — Rb8, 18. Khl — a6, 19. Hgl - Bh5, 20. Re2 - Bxe2, 21. Dxe2 - Rc6, 22. Hc2 - Hac8, 23. Hfcl - Dd7, 24. Dd2 - Kg8, 25. Bfl - Kf7, 26. Hc5 jafn- tefli. Á sunnudaginn var hafði Mar- geir svart gegn Larsen. Teflt er í ráðhúsi bæjarins og má segja að Larsen tefli á heimavelli því- hann er fæddur hér. En hvíta liðið átti erfitt uppdráttar þótt leikið væri á heimavelli. Hvítt: Bent Larsen. Svart: Margeir Pétursson. SKRIFSTOFUTÆKNI OPNAR ÞÉR NÝJAR LEIÐIR Skrifstofutæknin er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugreinar, viðskiptagreinar og tungumál í skemmti- legum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3 mánuði og að því loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi ereinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningur, almenn skrifstofutækni, grunn- atriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikn- ingur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Yfir 600 ánægðir skrifstofutæknar eru okkar bestu meðmælendur nú á fjórða kennsluári okkar. Innritun og nánari upplýsingar eru veittar í síma 687590. Hringdu strax og fáðu sendan bækling. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 6 8 7 5 9 0 Hvað segja þau um námskeiðið: Kristjana Guðjónsdóttir skrifstofutæknir: Skrifstofutækni- námið veitti mér mikla innsýn í tölv- ur og jók sjálftraust mitt til muna. Það er góð tilfinning að geta sýnt sjálfum sér fram á hvað maður getur mikið. Námið var skemmti- legt og kennararnir voru hreint út sagt frábærir. Garðar Gíslason skrifstofatæknir: Síðastliðið sumar ákvað ég að drífa mig í skrifstofu- tækninám Tölvu- fræðslunnar. Það reyndist mjög góð ákvörðun því að námið var bæði gagnlegt og skemmtilegt. Nám- ið hefur nú þegar komið mér að góðu gagni því það var metið til 12 eininga í menntaskólanum sem ég stunda nú námvið. Námskeiðs- gjaldið gotum við lánað til allt að 3 ára - afborgunar- laust fyrstu 9 mánuðina. Griinfeldvörn. 1. Rf3 Larsen leikur sveigjanlegasta byijunarleiknum sem gefur til kynna að hann vilji halda ýmsum leiðum opnum. 1. - Rf6, 2. c4 - c6 Eftir 2. — e6, 3. d4 — d5 hefði hefðbundið drottningarbragð litið dagsins ljós en Margeir er ekki á þeim buxunum. Áður en skákin hófst hafði hann undirbúið slafn- eska vörn og reynir að beina skák- inni á þá braut. 3. Rc3 - d5, 4. e3!? En Larsen er ekki á því að láta Margeir ráða ferðinni! Eftir næsta leik svarts streymir skákin inn í hliðarfarveg Griinfeldvarnarinnar. 4. - g6, 5. Be2 - Bg7, 6. 0-0 - 0-0, 7. d4 - e6, 8. b3 Traust en of hægfara. Bæði 8. b4 og 8. Dc2 með hugmyndinni Hdl og e4 sýnast vænlegri en texta- leikurinn. 8. - b6, 9. Bb2 - Bb7, 10. Dc2 - Rbd7,11. Hfdl - Dc7,12. cxd5 Hér eða í næsta leik kom sterk- lega til greina að leika Re5 ásamt f4. Það er ekki hægt að drepa tvisv- ar á e5; 12. Re5 — Rxe5, 13. dxe5 — Dxe5?, 14. Rxd5 og hvítur stend- ur mun betur að vígi. 12. — exd5 Hér er nánast smekksatriði hvemig drepið er á d5. Svartur er í öllum tilvikum með góða stöðu. 13. b4 - Hac8, 14. a4? Vafasamur leikur. Betra var 14. Re5. 14. - c5, 15. Rb5 - Db8, 16. dxc5 — bxc5, 17. bxcð — a6! Ekki 17. Rxc5 vegna 18. Be5 — Rd7, 19. Bxb7 - Hxc2, 20. Bd3 og a-peðið fellur óbætt. 18. Bxf6 - Bxflj, 19. Rbd4 - Rxc5, 20. Habl? Hv: Kgl Dc2 Hbl Hdl Be2 Rd4 Rf3 peð a4 e3 f2 g2 og h2. Sv: Kg8 Db8 Hc8 Hf8 Bb7 Bf6 Rc5 peð a6 d5 f7 g6 og h7. 20. - Re4!, 21. Db2 - Rc3, 22. Db6 Að öllum líkindum hefur Larsen yfirsést að hann tapar manni eftir 22. Dxb7 - Dxb7, 23. Hxb7 - Rxdl, 24. Bxdl — Hcl. 22. - Bxd4, 23. Rxd4 - Rxdl, 24. Df6 Larsen reynir að klóra í bakk- ann. Hann hótar að ná jafntefli með 25. Rf5 — gxf5, 26. Dg5. eft- ir 24. — Hfd8? 25. Re6! nær hvítur einnig jafntefli með þráskák. En Margeir kann ráð við þessu sprikli. 24. - Hfe8, 25. Hxdl - De5, 26. Db6 - Dc7, 27. Df6 - De5, 28. Db6 - Dc7, 29. DfB - De7, 30. Db6 - Hc7, 31. g3 - Hec8, 32. Kg2 - Hcl, 33. Hd3 - De4, 34. Rf3 - H8c7, 35. h4 - Hlc2, 36. Kfl - H2c6, 37. Db2 - Hcl, 38. Kg2 - Hlc2, 39. DflS - De7 Oruggasti Ieikut'inn. Eftir skák- ina fann Margeir fljótvirkari vinn- ingsleið; 39. — Hxe2, 40. Dd8 — Kg7, 41. Dxc7 - Dxd3, 42. De5 - Kf8!, 43. Db8 — Bc8! Lok skákar- innar þarfnast ekki skýringa. 40. Dxe7 — Hxe7, 41. Rd4 — Ha2, 42. Bdl - Hc7, 43. Hb3 - Bc8, 44. Hb6 - Hb7, 45. Hd6 - Kg7, 46. Bb3, Hd2, 47. Hc6 - Bg4, 48. Hc3 - Bdl, 49. Bxd5 - Hbb2, 50. g4 - Hxf2, 51. Kg3 - HD, 52. g5 - Hgl, 53. Kf4 - Hh2, 54. Ke5 - Hxh4, 55. e4 - Hxg5, 56. Kd6 - Hf4, 57. a5 - H5, 58. Hc7 - Hf6, 59. Kc5 - h5, 60. Rc6 — Bf3 og Larsen gafst upp. Góð skák hjá Margeir og sigur gegn Larsen er alltaf sætur! I gær átti Margeir frí en í kvöld þriðjudag stýrir hann svarta liðinu gegn Yij- ölá. Kaupleiguíbúðir í byggingu á Djúpavogi. Morgunblaðið/Ingimar Sveinsson Djúpivogur: Mikið imnið í húsbygg- ing’urn þessa dagfana bjúpavogi. MIKIÐ er unnið í húsbyggingum þessa dagana á Djúpavogi. Stór skemma iðnaðarmanna er orðin nær fokheld, einnig skemma sem Slysavarnafélagið Báran reisti sl. vor. BH-búðin byggir yfir starfsemi sína og Jón Sveinsson lyfsali á Höfn hefur nýlega lokið við að steypa upp nýtt apótek. Auk þess er verið að byggja 4 kaupleiguíbúð- ir frá úthlutun ’88, en 15 umsókn- ir bárust um þær íbúðir. Talsverður skortur er á íbúðar- húsnæði á Djúpavogi. Vantar eink- un minni íbúðir fyrir fólk sem hugsanlega vill setjast að um stundarsakir, kynnast nýju um- hverfi og stunda ýmsa vinnu sem til fellur. Hér hefur verið næg at- vinna og er síldarsöltun í undirbún- ingi. Engin kaupleiguíbúð kom í hlut Djúpavogs við síðustu úthlut- un. — Ingimar Eðlilegur leikur sem tapar skiptamun bótalaust. Margeir vann Larsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.