Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 1

Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 1
72 SIÐUR B 230. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ungverskir kommúnistar: Fortíðin hörmuð og flokkurinn lagöur af Búdapest. Reuter. MIKILL meirihluti fulltrúa á þingi ungverska kommúnistaflokksins samþykkti uin helgina að leggjá flokkinn niður og stoftia í hans stað sósíalistaflokk að vestrænni fyrirmynd. í gær samþykktu þeir síðan yfirlýsingu þar sem fordæmd eru hörmuleg mistök stjórn- valda allt frá stríðslokum ásamt áætlun um stjórnarfarslegar um- bætur. í yfirlýsingu sósíalistaflokksins eða kommúnistaflokksins, sem var, segir, að 1948 hafi kommúnistar upprætt jafnaðarmannaflokkinn og komið á einræði í Ungveija- landi; á stalínstímanum 1948-53 hafi „ástæðulaus hernaðarupp- bygging, skipulagslaus iðnvæðing og samyrkjubúskapur, sem var neyddur upp á landsmenn, valdið mikilli kreppu í landinu"; á stalíns- tímanum hafi milljónir manna ver- ið ofsóttar og 1956 hafi Sovétmenn bælt niður uppreisn Ungveija gegn kúguninni. Lagt er til, að nú skuli stefnt að ijöiflokkakerfi og þingræði, að óháðu réttarkerfi og sjálfstæðu Lettland: Stefnt að óskoruðu forsetaembætti. Þá er sagt, að bundinn skuli endi á ritskoðun og komið á velferðarríki, sem byggir á fijálsu markaðskerfi. í gær var Rezso Nyers, formað- ur kommúnistaflokksins fyrrver- andi, kjörinn fyrsti formaður sósí- alistaflokksins en harðlínumenn- irnir hafa hins vegar boðað stofnun nýs kommúnistaflokks. Þrátt fyrir þessar róttæku breyt- ingar óttast margir, að hin komm- úníska ímynd fylgi sósíalista- flokknum áfram. Benda þeir á, að umbótasinnar hafi beðið mikinn ósigur í atkvæðagreiðslu á sunnu- dag þegar lagt var til, að flokks- sellurnar á vinnustöðum yrðu lagð- ar niður. Það var fellt með miklum meirihluta og þar á meðal af Rez- so Nyers. Flokkssellur á vinnustöð- um hafa lengi verið eitt helsta tæki kommúnistaflokka við að stjórna og innræta fólki kenningar sínar. Austur-Þýskaland Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hússein Jórdaníukonungur á Islandi Hússein Jórdaníukonungur hafði viðdvöl hér á landi í nótt á leið sinni í sex daga opinbera heim- sókn til Kanada. Einkaþota hans lenti á Keflavíkur- flugvelli uni klukkan 20 í gærkvöldi og þaðan ók bílalest konungs til Reykjavíkur. Konungurinn og eiginkona hans, Noor al Hussein (Ljós Hússeins), gistu í íbúð fyrirmenna á Hótel Sögu. í nótt en 65 manns eru í for með þeim, embættismenn og kon- unglegir lífverðir. Ákveðið var í síðustu viku að konungur myndi millilenda hér á landi á leið sinni frá Italíu til Kanada. Sendilierra Jórdaníu í Lund- únum um sá um undirbúning allan og kom hingað til lands í þeim tilgangi en vaninn er sá að sérstök sendinefhd undirbúi heimsóknir Jórdaníukonungs. Konungur lýsti yfír ánægju sinni að vera kominn til íslands og kvaðst vona að honum mætti auðn- ast að kynnast betur landi og þjóð síðar. Jórdaníu- konungur mun hitta Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands, að máli um klukkan 11 í dag í embætt- isbústað forseta við Laufásveg en ráðgert er að þota forsetans hefji sig til flugs frá Keflavíkurflug- velli um klukkan 14. Á myndinni eru þau Hússein Jórdaníukonungur og eiginkona hans, Noor al Hussein, að ræða við Svein Björnsson, siðameist- ara íslenska utanríkisráðuneytisins, í anddyri Hót- el Sögu í gærkvöldi. Sjötíu þúsund manns mót- mæla einræðinu í landinu Fréttir um viðræður við suma frammámenn um þjóðfélagslegar úrbætur Austur-Berlín, Bonn. Reuter, DPA. sjálfstæði Riga. Reuter. Þjóðfylkingin í Lettlandi sam- þykkti á sunnudag að berjast fyrir fúllu sjálfstæði landsins, fjölflokkakeríí og þingræðisleg- um stjórnarháttum. Með þessu hafa Lettar eða Þjóðfylkingin, sem nýtur stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar, gengið lengra en hinar Eystrasalts- þjóðirnar og ögrað yfirráðum Sovétmanna með alvarlegri hætti en gerst hefur í öðrum sovétlýðveldanna. Áætlunin var samþykkt á öðru landsþingi Þjóðfylkingarinnar og er í henni einnig kveðið á um, að allur her verði fluttur frá Lettlandi og tekin upp náin, efnahagsleg samvinna við hin Eystrasaltsríkin og önnur sovétlýðveldi. Að þessu skal stefnt í áföngum og olli það óánægju þeirra, sem lengst vildu ganga, og gekk nokk- ur hópur af þinginu í mótmæla- skyni. Þingfulltrúar voru ails 1.152. Þjóðfylkingarnar í Eystrasalts- ríkjunum njóta stuðnings mikils meirihluta íbúanna og hafa í raun tekið við af kommúnistaflokknum sem ráðandi þjóðfélagsafl. Innan hreyfingarinnar í Lett- landi er þó ágreiningur milli þeirra, sem heist vilja slíta öll bönd við Sovétríkin á stundinni, og hinna, sem eru fleiri, sem vilja fara hæg- ar í sakirnar og tefla ekki um- bótaáætlunum Míkhaíls Gor- batsjovs sovétleiðtoga í tvísýnu. Hann hefur meðal annars fallist á, að Eystrasaltsríkin fái miklu meira sjálfstæði í efnahagsmálum eftir 1990. Tugþúsundir manna söfnuðust saman í gærkvöld í Leipzig í Austur-Þýskalandi til að mót- mæla einræði konnnúnistaflokks- ins og krefjast lýðræðislegra úr- bóta. Fjölmenni kom einnig sam- an í borgunum Dresden og Halle en svo virðist sem ekki hafi kom- ið til beinna átaka við lögregl- una. Eru íréttir um, að forystu- menn kommúnistaflokksins í Leipzig og kunnir menn í menn- ingarlífinu hafi gefið út sameigin- lega yfirlýsingu um, að þeir vildu taka upp viðræður um friðsam- legar breytingar á þjóðfélaginu. Talið er, að allt 50.000 manns hafi komið saman í gærkvöld í Leipzig til að mótmæla stjórnarfar- inu í Austur-Þýskalandi og kirkj- unnar menn í landinu segja, að um 20.000 manns safnast saman í Dresden og Halle. Þegar síðast fréttist hafði ekki komið tii átaka og bar minna á lögreglunni en um helgina þegar mótmælin voru bæld niður með barsmíðum og hand- tökum. Er það rakið til frétta um, að forysta kommúnistaflokksins í Leipzig og frammámenn í lista- og menningarlífinu hafi birt sameigin- lega yfirlýsingu um að rétt væri að efna til viðræðna um friðsamleg- ar breytingar á samfélaginu. Er það einnig haft eftir heimildum innan kirkjunnar, að fyrr I gærdag hafi fulltrúar óbreyttra borgara, kirkj- unnar og yfirvalda í Dresden ræðst við um nauðsynlegar þjóðfélags- breytingar. Ef þessar fréttir eru réttar benda þær til, að andstaðan innan komm- únistaflokksins gegn öllum breyt- ingum í fijálsræðisátt sé tekin að bila. Síðast í gær lýsti Erich Honec- ker, leiðtogi kommúnistaflokksins, yfir, að margt væri líkt með upp- reisn kínverskra námsmanna á dög- unum og mótmælunum í Austur- Þýskalandi og sagði, að atlagan að kommúnismanum yrði brotin á bak aftur. Ekki er vitað hvort viðræð- urnar í gær fóru fram í blóra við Honecker. Hermann Kant, formaður aust- ur-þýska rithöfundasambandsins og félagi í miðstjórn kommúnista- flokksins, birti í gær opið bréf í Junge Welt, málgagni æskulýðs- samtaka flokksins, þar sem hann hvatti stjórnvöld til að viðurkenna mistökin og efna til viðræðna við almenning um óhjákvæmilegar breytingar. „Ósigur er ósigur þótt hann beri upp á afmælisdag. Lest- irnar, sem flytja burt landa okkar, eru engar sigurlestir, að minnsta kosti ekki fyrir okkur,“ segir Kant í bréfinu og hvetur til hreinskilinna viðræðna milli stjórnvaida og al- mennings. í mótmælunum um helgina beitti austur-þýska lögreglan mikilli harðýðgi þegar hún barði á fólki með kylfum og er talið, að tugir eða hundruð manna hafi slasast. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, fór í gær hörðum orð- um um valdníðsluna og í sama streng hafa ýmsar aðrar ríkisstjórn- ir á Vesturlöndum tekið. Sjá „Hundruð uinbótasinna ...“ á bls. 29. Reuter Austur-þýskur lögreglumaður meö kylfu að vopni býst til að berja á fólki, sem efndi til inótmæla í Austur-Berlín síðastliðinn laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.