Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 13 Þorsteinn Gylfason: HLUTLÆGNI Það kemur mér ekki á óvart að Helgi Hálfdanarson skuli beija höfðinu við steininn og halda til streitu notkun sinni á orðunum hlutlægt mat i setning- unni: „Verðlaun samkvæmt hug- lægu mati eru aldrei annað en tandurhreint siðleysi.“ Þetta ger- ir hann í Morgunblaðinu 7da október eins og ekkert sé, og hafði ég þó stutt það glöggum rökum í blaðinu 5ta október að þarna hefði verið hyggilegra að komast öðru vísi að orði. Frekari rök fyrir þessari skoðun minni má lesa í ritgerðinni „Að hugsa á íslenzku“ sem birtist í Skírni 1973 og síðar sem bæklingur hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi. En Helgi lætur öll rök sem vind um eyru þjóta. í staðinn vitnar hann í margar orðabækur, og gáir þá ekki að því að rök mín beinast gegn því sem stendur í sumum þessara orðabóka. Eg gaf það raunar til kynna í máli mínu 5ta október að ég væri að gera uppreisn gegn hefð sem ég óttaðist að væri að verða til með hörðu fulltingi míns góða vinar. Ég ætla ekki að gera orðabók- arfræði Helga að umtalsefni eins og sakir standa. Nema eitt at- riði. Helgi réttlætir þýðingu sína á subjective með huglægur í samhenginu sem um er að ræða með því að í hinni miklu ensku orðabók Arnar og Örlygs sé „fyrst talin merkingin: huglæg- ur“. Hann hefði mátt lesa lengra í þeirri bók, því að merkingar orðsins subjective eru þar taldar Ijórar og er hin þriðja af þeim „hlutdrægur, einstaklingsbund- inn: a subjective assessment of the facts“. Hér er einmitt komin merkingin. sem Helgi þurfti á að halda í hina annars ágætu setn- ingu sína. Ekki svo að skilja að orðin hlutdræguv og einstaklings- bundinn séu einu íslenzku orðin sem koma til álita um þennan skilning útlenda orðsins súbj- ektívur. Hinn 5ta október nefndi ég aðra kosti, eins og óhlutlægur (sem Helgi kallar klasturyrði), persónulegur og jafnvel duttl- ungafullur. Ég hefði líka getað nefnt afstæður og einkalegur. Svo mætti líka nota samsett orð eins og einkaskoðun eða geð- þóttamál eða smekksatriði og mörg önnur sem Helgi er miklu betur fallinn til að hugsa upp en ég er. Því hann er afbragð ann- arra manna til munns og handa. Hitt er svo annað mál hvort Helgi hefur rétt fyrir sér í hinni römmu tvíhyggju sinni um hlut- lægt og óhlutlægt, hlutlaust og hlutdrægt, algilt og einstaklings- bundið. Á því máli eru margar hliðar, sú meðal annarra að það er öldungis opin spurning en ekki útkljáð hvort kostur er á hlutlægu, hlutlausu eða algildu mati í bókmenntum og listum. Mér hefur lengi virzt það vera heilög sannfæring Helga að svo sé ekki. Ég er ekki viss um að ég sé sammála honum þar. Kannski við tökum rispu um það einhvern tima þegar vel liggur á okkur. Sambærilegri tvíhyggju er oft haldið fram um siðferði, og er þá sagt að siðferði sé af- stætt en ekki algilt, persónulegt matsatriði eða eitthvað í þá veru. Þessi siðfræðilega tvíhyggja, eins og ég kallaði hana í Morgun- blaðinu 26ta júlí síðastliðinn, er ég viss um að er röng. Eins er ég nokkurn veginn viss um að ég hef á réttu að standa og Helgi á röngu í orða- skiptum okkar um huglægni og hlutlægni. HöRindur er háskólakennari. Neftid endur- skoðar lög um mannanöfti Menntamálaráðuneytið hefur skipað starfshóp til að endur- skoða frumvarp til laga um mannanöíh, sem lagt var fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp á tveimur Iöggjafarþingum árið 1971 og í síðara skipið vísað til ríkisstjórnarinnar. Núgildandi lög um mannanöfn er frá árinu 1925. Blaðberar óskast Símar 35408 og 83033 GRAFARVOGUR Miðhúsog nágr. AUSTURBÆR Blesugróf T-Iöfðar til XJL fólks 1 öllum starfsgreinum! ftorjpn&M&tó Sídustu bílarnir af Suzuki Swift árgerft 1989 VERÐ ÚTSALA AFSLÁTTUR SWIFT GA 3ja dyra, 5 gíra 599.000,- 549.000,- 50.000,- SWIFT GL 3ja dyra, 5 gíra 650.000,- 590.000,- 60.000,- SWIFT GL 3ja dyra, sjálfskiptur 711.000,- 653.000,- 58.000,- SWIFT GL 5 dyra, 5 gíra 682.000,- 626.000,- 56.000,- SWIFT GL 5 dyra, sjálfskiptur 745.000,- 683.000,- 62.000,- Við seljum þar að auki 4 Swift GTi árgerð 1988 með ótrúlegum ' A- hr. afslætti. Verð áður kr. 997,000,-, nú 793.000,- Útborgun frá kr. 150.000,-. Eftirstöðvar lánaðar til allt að 36 mánaða. Suzuki Swift traustiir og sparneytinn bíll. $ SUZUKI SVEINN EGILSSON • HÚSI FRAMTlÐAR FAXAFENI 10 • SÍMI 689622 OG 685100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.