Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 15
15 MORqUjNBþApift ÞfflÐjUDAG.UR, IQ. QKTÓBER 19g9, Auðlindaskatt- ur, fundið fé eftir Kristjón Kolbeins Margvíslegum aðgerðum hefir verið beitt við stjórn sóknar í fisk- stofna en flestar eiga þær það sammerkt að spara ekki útgerðar- kostnað og hafa ekki verið hemill á offjárfestingu, sem almennt er viðurkennt að vera eitt helzta vandamál íslenzks sjávarútvegs nú. Heildarkvóti getur hentað út frá fiskifræðilegu sjónarmiði, það er verndað fiskstofna en hann kemur ekki í veg fyrir að skipum fjölgi, vertíð styttist og útgerðar- kostnaður aukist. Með auðlindaskatti er fjárfest- ingu í flota stjórnað þannig hann hefur áhrif á rekstrarskilyrði sjáv- arútvegs og þar með hvöt til offj- árfestingar. Fyrir um áratug voru unnin nokkur reiknilíkön í Reiknistofnun Háskólans sem sýndu sambandið á milli flokkastærðar, aflamagns og afkomu miðað við skynsamlega nýtingu fiskstofnanna. Settar voni fram ýmsir kostir. Hér fyrir neðan þeirra. Sirtast tveir Flotastærð 70.000 100.000 brl brl Aflaverðmæti 43 48 Aðföng 6 11 Vinnsluvirði 37 37 Laun (endurmetin) 12 14 Framlegð 25 23 Fastur kost.(endm.) 12 19 Hagnaður 13 4 Allar tölur eru í milljörðum króna. Því miður höfum við búið við öfugan auðlindaskatt, kerfi sem hefir frekar hvatt til fjárfestingar í flota en latt eftir að séð varð að aukin ijárfesting kæmi ekki til með að skila auknu aflaverðmæti. Þar eð fiskstofnar eru endurnýj- anleg sameiginleg auðlind og ákveðið samband ríkir á milli afla- magns, sóknar og stofnstærðar er við sérstök vandamál að etja í sjáv- arútvegi, sem virðast fara vaxandi ár frá ári þrátt fyrir allar stjórnun- araðgerðir. Fiskiskipaflotinn er nú um 120.000 brl. en 70.000 brl. floti gæti skilað meira aflaverðmæti ef ástand fiskstofna væri eins og bezt yrði kosið og fiskveiðidánarstuðull hins veiðanlega stofns lægri en nú er. Hlutverk auðlindaskatts í dæm- inu hér að ofan hefði því getað orð- ið að hamla stækkun flota úr 70.000 Kristjón Kolbeins „Því miður höfiim við búið við öfiigan auð- lindaskatt, kerfi sem hefir frekar hvatt til Qárfestingar í flota en latt.“ brl. í 120.000 brl. og að koma þann- ig í veg fyrir að þeim arði sem sjáv- arútvegurinn getur gefið af sér sé sóað í óþarfa kostnað. Nú hefur það gerzt að við sitjum uppi með flota, sem er að afkasta- getu langt umfram skynsamleg hagræn mörk. Að ósekju verður því vart trúað að þetta sé það gjald sem þjóðin þarf að borga fyrir byggða- stefnu en sú skoðun hefir heyrst að hluti vandans sé vegna viðleitni til að halda uppi byggð í stijálbýli landsins. Hreint glapræði og uppgjöf væri að líta svo á að núverandi ástand sjávarútvegs væri einhver kjör- staða, sem ekki yrði lagfærð nema með umtalsverðu gengissigi í einu stökki og beinum fjárframlögum í mynd niðurgreiðslu lánsfjár. Gerbreyttar áherslur þarf í sjáv- arútvegi. Undanfarið hefír hinn veiðanlegi stofn flestra fisktegunda minnkað en fjárfesting aukist í veið- um. Þessu verður að snúa við. Fjár- festa í fiskstofnum en losa fjármagn sem bundið er í flota. Höfundur er viðskiptafræðingur. Morgunblaðið/Þorkell Ann Toril Lindstad við orgeiið æfír hér kór Laugarneskirkju. æfuin vikulega og aðeins eru fáar aukaæfingar síðustu dagana fyrir tónleika eins og þá sem ráðgerðir eru 10. desember. í kórnum er fólk á öllum aldri og við viljum hvetja bæði karla og konur sem hafa áhuga á söng að setja sig í sam- band við okkur en við æfum hérna í kirkjunni á miðvikudagskvöldum, segir söngfólkið í kórstjórinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.