Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 16
tS_________________________________________ ggg-a æajfe'aoi .w ■amAJWCKjm-M 16 ........................................MORGUNBLAÐIÐ-ÞRIÐJIÍBAOIÍR-10.-OKTÓBER-1989- 84% hækkun beínna skatta fyrstu 7 mánuði ársins 4 _ en nokkru sinni síðan slíkar mæling- ar hófust og fer vaxandi. í ágúst í fyrra var það 0,4% af mannafla og í sama mánuði á þessu ári 1,4%. Spá Félags íslenskra iðnrekenda gerir ráð fyrir að á næsta ári verði atvinnu- leysi um 3%, sem þýðir að þá gangi að staðaldri 4.000 manns án atvinnu. á ] Viðskiptahalli og Qárlagahalli g i Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar, markmið hennar og árangur skoðuð á ársafmælinu „Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka um jafnrétti og félagshyggju er mynduð til að leysa bráðan efnahagsvanda sem steðjar að þjóðinni. Höfuðverkefni hennar er að treysta grundvöll atvinnulífsins, stöðu landsbyggðarinnar og undirstöðu velferðarríkis á íslandi. Stefna ríkisstjórnarinnar byggir í senn á íram- taki einstaklinga og samvinnu og samstarfi á félagslegum grunni." JBH: Jún.'88 483 millj.kr. JBH: Sept.88 700 ÓRG: fMiðurstööu- IMóv.88 tölur Þannig var fyrsta málsgrein í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. í næstu grein segir svo: „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lausnar aðsteðj- andi vanda miða að því að treysta atvinnuöryggi í landinu, færa niður verðbólgu og vexti, verja lífskjör hinna tekjulægstu, bæta afkomu at- vinnuveganna og draga úr viðskipta- halla.“ Efnahagsmálin virðast vera eitt eilífðarvandamál í íslenskri pólitík. Aðgerðir á aðgerðir ofan eru kynntar af stjórnvöldum og sífellt virðist vandinn versna og verða erfiðari við- ureignar. Eftir heilt ár handafls- stjórnunar sér ekki enn fyrir endann á vandanum. Meðal fyrstu aðgerða sem stjórnin boðaði var að bæta lífskjör hinna tekjulægstu. Ekki liggja fyrir tölur um raunverulega launaþróun á þessum tíma, en margt bendir til að þau hafi hækkað tals- vert minna en annað verðlag og verkalýðsforingjar hafa lýst áhyggj- um sínum vegna minnkandi kaup- máttar. Ef litið er á kauptaxta Al- þýðusambands íslands, kemur í ljós að launin eru ósköp svipuð því sem þau voru fyrir ári. 50 þúsund króna laun hafa hækkað rúmlega 3%, 100 þúsund króna laun um 2%. A sama tíma hefur framfærsluvísitalan hækkað um tæp 20%. Verðbólgan 30,8%. Á móti ákvað Alþingi að hækka endurgreiðslur úr ríkissjóði til barnafólks. U ndirstöðurnar Launin hafa setið eftir og einhvers staðar kemur það fram. Þau voi-u fryst til 15. febrúar á þessu ári og hefur tekist að halda þeim innan við tveggja stafa hækkanir síðan. Fisk- vinnsían, undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar, hefur verið í vandræðum vegna taprekstrar og vega launin þungt í rekstri þeirra. Einn liður í að rétta hag vinnslunnar er lækkun launakostnaðarins. Fram kom á aðal- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva fyr- ir skömmu að afkoman hefði skánað úr því að vera 9,5% tap fyrir ári í að vera 1,5% tap í september sl. Síðan hefur bætzt við um_2% tap vegna fiskverðshækkunar. í ályktun aðal- fundarins er raunar þess krafist að samningar verði framlengdir í eitt Fjárlagahalli 1988 JBH: Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra ÓRG: Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Fjárlög 1989 ÓRG, sept. 89: 4.500-5.000 millj.kr. +600 millj.kr. 3.000 7.200 milljónir króna Ríkisstjórnin ætlaði að eyða við- skiptahalla við útlönd. Hann var 9,4 milljarðar í fyrra, en stefnir nú í að verða um 8,6 milljarðar króna. Það gerist þrátt fyrir að verðmæti áls og kísiljárns verði meira á þessu ári en fyrr og að söluverðmæti sjávarafurða stefni í að verða svipað eða sama og í fyrra, miðað við fast verðlag, þótt afli hafi dregist saman. Nokkuð hefur verið rætt um fjár- lagahallann í tengslum við stefnuna í ríkisfjármálum. Fróðlegt er að rifja upp umræður um hallann í fyrra. Hann fór vaxandi eftir því sem leið á árið. Um mitt sumar var rætt um tæplega hálfan milljarð sem varð að sjö hundruð milljónum í september og þremur milljörðum í nóvember. Þegar upp var staðið var hann orðinn rúmir sjö milljarðar. Fjárlög þessa árs voru samþykkt með rúmlega 600 milljóna króna afgangi. Nú þegar er ljóst að hallinn fer yfir fjóra millj- arða, jafnvel er rætt um 4,5 til 5 milljarða. Skattar og gjöld Landsframleiðsla svonefnd var í fyrra 254,3 milljarðar króna, stefnir í að verða 294,8 á þessu ári og mið- að við 1% samdrátt að raungildi á næsta ári og 20% verðbólgu verður hún 350 milljarðar 1990. Af síðast- nefndu upphæðinni segist fjármála- ráðherra ætla að fá 26,5% í tekjur Tekjur ríkissjóðs Jan.-jún.*88 Jan.-jún.'89 1988 1989 1990 Beinir skattar (tekju- og eignarsk.) 4.494 8.308 9.438 — ? Óbeinir skattar 23.751 29.959 51.254 — ? Tekjur alls 29.611 41.482 64.382 80.000 92.803 Hlutfall af landsframleiðslu 25,3% 27,1% 26,5% Gjöld ríkissjóðs 38.705 45.892 71.583 85.000 ? Atvinnuleysi Tími Fjöldi Mannafli Ág. 1988 4-500 0,4% Ág. 1989 1.900 1,4% Ág. 1990 (spá) 4.000 3,0% Verðbólgan hjaðnaði verulega í fyrrahaust, skömmu eftir að stjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum, í kjölfar verðstöðvunar sem sett var með bráðabirgðalögum af stjórn Þorsteins Pálssonar. Ýmsir höfðu á orði að verðstöðvunin kæmi að litiu gagni, þar sem vandinn safn- aðist fyrir og skriða verðhækkana færi af stað um leið og henni lyki. Verðbólgan, mæld með fram- færsluvísitölu, fór niður í 2,5% í des- ember og hækkaði hratt eftir það, upp í 26,5% í mars og 32,3% í júní. Síðan hefur hún farið lækkandi og mælist nú tæp 18%. Hækkun fram- færsluvísitölunnar síðan í september í fyrra til sama mánaðar nú er rúm 19%. Misjafnt er hve mikið vörur og þjónusta hafa hækkað á þessu tíma- bili. Þar sem ríkisstjórnin hefur borið niður með sérstakar aðgerðir hafa hækkanir orðíð minni en annars stað- ar. Það er að segja á útsöluverði. Þær tölur segja ekkert um hve mik- ið raunverulegur kostnaður við vör- una hefur hækkað. Mismunurinn er greiddur úr ríkissjóði og innheimtur í sköttum, stundum kallað milli- færsla. Dæmi um slíkar millifærslur eru 0,4% verðlækkun súpukjöts og 9,1% hækkun dilkakjöts í heilum og hálf- um skrokkum. Þá hefur raforkuverð hækkað minna en verðbólgan og séu notaðar rauntölur, eða fast verðlag, hefur raforkan lækkað. Stefnubreyting í svona millifærsl- um kemur fram til dæmis þegar nið- urgreiðslum er breytt eins og í verði á rjóma og smjöri. Rjóminn hefur hækkað um 36,7% og smjör um 44,5% síðan í fyrra, mjólkin um 26%, allar þessar tegundir umfram verð- bólgu. Þá hafa skattarnir hækkað tals- vert, beinir skattar í ríkissjóð voru 84% hærri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en sömu mánuði í fyrra. Skatthiutfallið hækkaði líka á stað- greiðslunni um síðustu áramót úr 35,2% í 37,74%, þar af var hlutur tekjuskattsins hækkaður úr 28,5% í Ýmsar stæröir 1989 (breyting frá fyrra ári) Janúar - júní: Beinir skattar................... 84% Janúar - júní: Óbeinir skattar...................26% Janúar-júní: Tekjuralis..........................40% Janúar - júní: Gjöld alls ........................19% Alltárið: Tekjur Ríkissjóðs (áætl.)...............24% Alltárið: Landsframleiðsla (áætl.)................16% Hækkun vísitalna (sePt ss sePt sg) Launavísitala Launavísitala skv. 6. gr. laga nr. 63/1985 Lánskjaravísitaia 14,6% Byggingarvísitala 18,5% Framfærsluvísitala 19,2% | Launataxtar ASI (1. sePt.'88-i. sePt.89) 3,1% (m.v. 50.000 kr. mánaðarlaun) 1,9% (m.v. 100.000 kr. mánaðarlaun)' ár án launahækkana og vakti litla hrifningu í röðum verkalýðsforingja. Undirstöðuatvinnuvegirnir, sem áttu í vök að veijast, voru greindir í forgangsflokka líkt og gert er á stórslysaæfingum. Þá er reynt að átta sig á hverjum er við bjargandi og þeim sinnt eftir því hve alvarleg áföllin eru, hinir eru látnir eiga sig sem dæmdir eru látnir eða dauðvona við fyrstu skoðun. Upp var komið sjóði, sem nefnist Atvinnutrygging- arsjóður útflutningsgreina. Honum voru tryggðar 1.650 milljónir króna á síðasta og þessu ári og á að fá 350 til viðbótar á næsta ári. Eftir nokkrar deilur um hvort pappírar þessa sjóðs væru gjaldgengir eða ekki komst hann þó á skrið og fór að meta fyrirtæki og lána. Hann dæmdi þegar nokkur þeirra úr leik, þau voru of langt leidd af sínum taprekstri til að hægt væri að sinna þeim. Nú voru góð ráð dýr og úr vöndu að ráða. En, handaflið var ekki af baki dottið og stofnaði nú Hlutafjár- sjóð sem blása skyldi lífsanda í hin dauðvona fyrirtæki. Að því loknu fengju þau viðhlítandi afgreiðslu hjá Atvinnutryggingarsjóði. Þrátt fyrir þetta tókst ekki að bjarga öllum. Hraðfrystihús Patreks- fjarðar er eitt kunnasta dæmið um það. En fé hefur runnið um þessar gáttir og alls hefur Atvinnutrygging- arsjóður haft milligöngu um 5,5 millj- arða króna lán og skuldbreytingar til fyrirtækja. Hlutafjársjóður hefur sinnt erindum nokkurra fyrirtækja, þau munu vera á annan tug talsins. Hæst ber þar að hann útvegaði átta fyrirtækjum aukið hlutafé í byijun ágústmánaðar, alls um 475 milljónir króna og hefur nú það sérstaka verk- efni að endurreisa atvinnulíf á Pat- reksfirði og öðrum stöðum sem álíka illa er komið fyrir. Til þess verkefnis fær Hlutafjársjóður 200 milljónir króna úr ríkissjóði. Gjaldþrotin Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beindust einkum að útflutningsgreinunum og þótt ekki hafi dugað til að forða öll- um frá gjaldþroti hefur tekist að halda mörgum gangandi. Oðru gegn- ir um þjónustu- og verslunargreinar og einstaklinga. Gjaldþrotabeiðnum einstaklinga og fyrirtækja hefur flölgað talsvert frá fyrra ári, í Reykjavík voru þær 1.328 allt árið í fyrra, en voru um síðustu mánaða- mót orðnar 1.550 frá áramótum. Miðað við jafna dreifingu á mánuði ársins er það fjölgun um rúm 55%. Þrátt fyrir það markmið ríkis- stjórnarinnar að tryggja fulla at- vinnu, mælist atvinnuleysi nú meira ríkissjóðs af sköttum. Þá verða skatt- arnir tæpir 93 milljarðar. Hins vegar er það hlutfall nokkru lægra en í ár, fev þegar það stefnir í að fara yfir 27%. Ráðherrann verst allra frétta af fjárlagagerðinni, en segir þó að ríkis- stjórnin ætli að ráðast í umfangs- meiri niðurskurð á útgjöldum en gert hafi verið áður í langan tíma. Ekki hafa fengist áreiðanlegar fréttir af því hvar eigi að skera, en þó hafa komið fram hugmyndir um að hækka lífeyrisaldur úr 67 árum í 70, að tekjutengja lífeyri og barnabætur og innheimta meira en áður fyrir lyf. A milli ára jókst landsframleiðslan um 16%, síðan í fyrra. Tekjur ríkis- sjóðs aukast hins vegar um 24% og munar þar trúlega nokkuð um 7 milljarða skattaukann sem sam- þykktur var á þingi í fyrravetur í tengslum við ljárlagagerðina. Þar má nefna hækkun skatthlutfalls í / staðgreiðslu, hækkun og viðbætur eignarskatta, hækkun innflutnings- gjalda og vörugjalda. ^ Gengið og vextirnir Eitt ágreiningsefnið sem leiddi til stjórnarslitanna í fyrra var afstaðan til gengisfellingar. Sjálfstæðismenn vildu fella gengið strax um 6%, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.