Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER. 1989 Ný rökfræðibók frá Heimspekistofhun NY rökfræðibók er komm ut a vegurn Heimspekistofnunar Há- skóla Islands. Hún heitir Þrætu- bókarkorn og er eftir Peter Geach, Þorstein Gylfason og Ey- jólf Kjalar Emilsson. í fréttatil- kynningu frá úgefanda segir að hún sé ætluð rökfræðinemum á byijunarstigi og raunar öllum sem vilji læra eitthvað í rökfræði án þess að drukkna í tækniorðum, óskiljanlegum formúlum og tor- færum útreikningum. Um tilurð bókarinnar segir að stofninn sé að finna í rökfræðiriti Peter Geach Rcason and Argument, en Geach er þekktur breskur heim- spekingur. Þorsteinn Gylfason, dós- ent í heimspeki við Háskóla íslands hafí ákveðið fyrir nokkrum árum að semja íslenska rökfræðibók í sam- ráði við Geach og var enska bókin höfð að fyrirmynd. Margt er þýtt úr henni, en annað nýtt og gjör- breytt í þeim tilgangi að það hæfi betur íslenskum lesendum. Bókin hefur verið notuð í kennslu við Háskólann í nokkur ár í fjölrit- uðu formi, en er nú gefin út með ýmsum breytingum, viðbótum og æfingum eftir Eyjólf Kjalar Emils- son, tölvuprentuð í B5-broti með gormabindingu. Um bráðabirgð- aútgáfu er að ræða. í formála að fyrstu útgáfu 1981 segir Þorsteinn Gylfason meðal ann- ars: „Og þótt engin kennslubók — og engir kennarar — geti kennt rökv- íslega, sjálfstæða og fnunlega hugs- un, þá trúi ég því að svolítil nasa- sjón af rökfræði - sem er ein blóm- legasta og fegursta greinin á meiði nútímavísinda þótt ekki fari mikið fyrir henni — geti að minnsta kosti opnað augu hvers manns fyrir því hve hæfileiki hans til að hugsa og láta hugsun sína í ljósi er ákaflega vandmeðfarinn. Þá væri nokkuð unnið.“ Rannsóknarstöð Hjartavemd- ar og samstarf við aðra aðila eftir dr. Nikulás Sigfusson Þegar Rannsóknarstöð Hjarta- verndar tók til starfa haustið 1967 hófst þar umfangsmikil hóprann- sókn á fullorðnu fólki. Rannsóknin beindist fyrst og fremst að hjarta- og æðasjúkdómum og áhættuþátt- um sem þeim tengjast. Tilgangur- inn var m.a. sá að afla upplýsinga sem gætu komið að gagni í barátt- unni við þessa sjúkdóma hér á landi. Árangursríkar forvarnir byggjast á haldgóðri þekkingu á algengi og vægi hinna ýmsu áhættuþátta en þessi atriði eru breytileg frá einu landi til annars. Hóprannsókn Hjartaverndar nær til um 15.000 karla og 16.000 kvenna. Þessu fólki hefur verið fylgt eftir með endurteknum rann- sóknum í 22 ár og er ráðgert að halda þeim áfram enn um sinn. Við skipulagningu og framkvæmd jafn viðamikillar rannsóknar og hóp- rannsókn Hjartaverndar er hefur að sjálfsögðu þurft að leita til fjöl- margra sérfræðinga, innlendra og erlendra. Þetta samstarf hefur leitt til margvíslegra sérrannsókna bæði á sviði hjarta- og æðasjúkdóma og annarra sjúkdóma. Þegar unnið var að undirbúningi hóprannsóknarinnar leituðu for- svarsmenn Hjartaverndar til Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem veitti aðstoð við skipulagningu hennar. Formaður Hjartaverndar, próf. Sigurður Samúelsson, Ólafur Ólafsson (núv. iandlæknir), fyrsti forstöðumaður rannsóknarstöðvar- innar, og Ottó J. Björnsson, töl- fræðilegur ráðunautur Hjarta- vemdar, áttu fundi með ráðgjöfum stofnunarinnar í Kaupmannahöfn og einnig sendi stofnunin sérfræð- inga sína hingað. Samstarf hefur síðar verið milli Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar og Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar á ýmsum sviðum og skal hér getið þeirra helstu: Stöðlun blóðfitumælinga Frá upphafi hóprannsóknarinnar hafa blóðfitumælingar verið staði- aðar og gæðaeftirlit framkvæmt af sérstakri efnarannsóknastofu Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO reference laboratory) sem nú er staðsett í Prag. Rannsókn á hækkuðum blóðþrýstingi (community control of hypertension) Á árunum 1975—’81 tók Rann- sóknarstöð Hjartaverndar þátt í fjölþjóðarannsókn á vegum Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Til- gangur hennar var að Ieita uppi fólk með dulinn háþrýsting og koma Nikulás Sigfússon „Þær rannsóknir sem hér hafa verið taldar, ásamt hinni eiginlegu hóprannsókn Hjarta- verndar hafa veitt mik- ilvægar upplýsingar um heilsufar Islend- inga. Upplýsingum er stöðugt verið að koma á framfæri bæði meðal lækna og leikra.“ HJARTA- VERND 25 ÁRA því til eftirlits og meðferðar. Eins og dr. Sigurður Samúelsson gat um í grein sinni hér í blaðinu sl. fimmtu- dag hefur mikil breyting orðið til batnaðar á eftirliti og meðferð á hækkuðum blóðþrýstingi hér á landi á undanförnum 20 árum. „Monica“-rannsókn Monica-rannsóknin er fjölþjóða- rannsókn á vegum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Tilgangur hennar er að kanna breytingar á tíðni kransæðastíflu meðal þátt- tökuþjóða á 10 ára tímabili og jafn- • framt breytingar á helstu_ áhættu- þáttum þessa sjúkdóms. Á grund- velli þeirra upplýsinga er þannig fást, er þess vænst að hægt verði að skipuleggja varnaraðgerðir betur en áður. Monica-rannsóknin er þríþætt; könnun áhættuþátta, skráning kfansæðastíflutilfella og könnun meðferðar á bráðri kransæðastíflu. Skráning kransæðastíflutiifella nær til allra landsmanna á aldrinum 25-74 ára og hófst á árinu 1981. Rannsókn á hjartavöðvasjúkdómi (cardiomyopathia) Undanfarin ár hefur Uggi Agn- arsson læknir á Rannsóknarstöð Hjartaverndar unnið að rannsókn á sérstökum sjúkdómi í hjartavöðva í samvinnu við lyflæknisdeild Landspítalans. Hingað til hafa mjög takmarkaðar upplýsingar verið til um algengi þessa sjúkdóms og horf- ur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hef- ur veitt styrk til þessarar rannsókn- ar. Auk þessa samstarfs við Alþjóða- heilbrigðisstofnunina sem hér var getið hefur Rannsóknarstöð Hjarta- verndar átt mikið samstarf við lækna og stofnanir bæði innanlands og utan. Sérstaklega er vert að þakka alla þá aðstoð og fyrir- greiðslu sem fjölmargir héraðs- eða heilsugæslulæknar hafa veitt í sam- bandi við hóprannsóknir Hjarta- verndar á landsbyggðinni. Rannsókn á gláku í samvinnu við próf. Guðmund Björnsson, augnlækni, hefur verið gerð skipuleg leit að gláku meðal þátttakenda í hóprannsókn Hjarta- vemdar. Þessi sjúkdómur er oft ein- kennalaus og mikilvægt að greina hjartarannsókn þeirra einstaklinga í hóprannsókn Hjartaverndar, sem reyndust hafa sk. greinrof á hjarta- línuriti. M.a. var tekið áreynslu- hjartarit og hjartasónrit. Tiigangur þessara rannsókna var einkum að kanna ástand þessa fólks með tilliti til hjartastarfsemi svo og horfur. Rannsókn á langvinnu forhólfaflökti (fibrillatio atriorum) í samvinnu við lækna á lyflækn- ingadeild Landspítalans, próf. Þórð Harðarson, Guðmund Þorgeirsson, Pál Torfa Onundarson og Einar Jónmundsson, var gerð rannsókn á þátttakendum í hóprannsókn Hjartaverndar með sk. forhólfa- flökt. Kannað var algengi, orsakir og afdrif fólks með þennan sjúk- dóm. Rannsókn á fítusýrum í blóði sjúklinga með hjartakveisu og bráða kransæðastíflu í samvinnu Rannsóknarstofu Háskólans í efnafræði, lyflæknis- hann í tíma. Árlega hafa fundist 10—20 einstaklingar með áður óþekkta gláku á Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Samanburðarrannsókn á íslendingum búsettum í Kanada og á íslandi Um nokkurra ára skeið hefur verið unnið að þessari rannsókn í samvinnu Rannsóknarstofu Háskól- ans í lífeðlisfræði (próf. Jóhann Axelsson)j Mannfræðistofnunar (dr. Jens O.P. Pálsson), Texas Tech háskóla (Ass. prof. Antony B. Way) og Manitoba-háskóla. Dánartíðni vegna kransæðastíflu meðal Vestur-íslendinga er mun hærri en meðal íslendinga búsettra á íslandi og er aðalmarkmið þessar- ar rannsóknar að leiða í ljós hvað veldur þessum mismun. Rannsókn á fólki með sk. greinrof á hjartalínuriti í samvinnu við lækna á lyflækn- ingadeild Landspítalans, próf. Þórð Harðarson, yfirlækni, Atla Árna- son, Kjartan Pálsson og Kristján Eyjólfsson, var unnið að nánari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.