Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 20

Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Frá Bonn. Myndin sýnir stjórnarhverfið, en til vinstri sést, hvar Rínarfljót liðast í gegnum borgina, V estur-Þjóðveijar skílja sérstöðu Islendinga vel Reiðubúnir til að tala máli íslands innan Evrópubandalagsins, segir Hans Hermann Haferkamp, sendiherra Sambandslýðveldisins á Islandi í vor voru liðin 40 ár frá stofnun Sambandslýðveldisins Þýzka- lands. Á þeim tíma hefur þetta land, sem reis upp af rústum Þriðja ríkisins, skapað sér nafn sem eitt af helztu iðnríkjum heims, þar sem bæði lýðræði og mannréttindi eru í hávegum höfð. í tilefiii af 40 ára aftnælinu var m. a. haldið málþing að Hótel Sögu um samskipti íslands og Sambandslýðveldisins og tóku þátt í því ýmsir málsmetandi menn frá báðum löndunum. Þar kom m. a. fram, að íslendingar hafa haft nánari samskipti við Sambands- lýðveldið en flest ef nokkur af öðrum löndum Vestur-Evrópu. Sem dæmi má nefna, að um 100 af 500 þingmönnum Sambands- þingsins á undanfornum 15 árum hafa heimsótt ísland eða um fimmtungur allra þingmanna á þessum tíma. Enn má geta þess, að á síðasta ári var vöruinnflutningur íslendinga meiri frá Sam- bandslýðveldinu en nokkur öðru landi heims. Sjálfir fluttum við út vörur þangað fyrir rúml. 6,3 milljarða kr. (10,3%) en-vörur inn þaðan fyrir tæpl. 9,8-milljarða kr. (14,2%). Þessar tölur sýna, að Sambandslýðveldið er eitt helzta viðskiptaland okkar íslendinga. Frjálslegasta stjórnarskráin — Dagurinn 23. maí 1949 er mér ævinlega minnisstæður, segir Hans Hermann Haferkamp, sendi- herra Vestur-Þýzkalands á íslandi í viðtali við Morgunblaðið, um leið og hann rifjar upp sögu Sambands- lýðveldisins. — Þann dag kallaði Konrad Adenauer, þáverandi þing- forseti og síðar kanslari, stjóm- lagaþingið saman til endanlegrar atkvæðagreiðslu um nýja stjómar- skrá. Ég minnist þessa augnabiks æ síðan með sterkri tilfinningu sannfærður um, að þama væri í sköpun nýtt þýzkt ríki, sem verð- skuldaði, að því væri veittur allur mögulegur stuðningur. Fjörutíu ámm síðar blasir su staðreynd við, að þarna var samþykkt sú bezta og fijálslegasta stjómarskrá, sem Þjóðveijar hafa nokkru sinni eignazt í allri sögu sinni. Haferkamp er fæddur 1926 í iðnaðarborginni Duisburg við Rín. Faðir hann var þar prófessor í germönskum og enskum bók- menntum, en kenndi auk þess róm- önsk mál og þá einkum frönsku. — Þaðan kemur áhugi minn á tungumálum og bókmenntum, seg- ir Haferkamp. Annars er hann lög- fræðingur að mennt, en lagði auk þess stund á málvísindi. í laganám- inu voru aðalgreinar hans þjóða- réttur, stjórnskipunarréttur og réttarheimspeki. Haferkamp hefur að baki sér langa reynslu í utanríkisþjón- ustunni, því að þar hefur hann starfað frá árinu 1952 og var þá m. a. um skeið í sendiráði iands síns í Kaupmannahöfn. Sendiherra Sambandslýðveldisins á íslandi varð hann í desember 1985. — Frá stofnun Sambandslýð- veldisins hefur það búið við frið, frelsi og réttlæti, segir Hafer- kamp.— í mörgu tilliti búum við í blómlegu landi með öflugt efna- hagslíf, þar sem fólki vegnar vel miðað við stóra hluta heimsins. Lýðræðið stendur þar traustum fótum og á undanförnum árum höfum við byggt upp öflugt félags- legt kerfi. Okkur eru samt sem áður ljósir hnökrarnir. Enn hefur ekki verið komið á fullkomnu jafn- rétti milli karla og kvenna. Við gleymum heldur ekki því bráða- birgða yfirbragði, sem Sambands- lýðveldið hlýtur að hafa, unz föður- land okkar hefur verið sameinað. Eins og ísland leggur Sam- bandslýðveldið Þýzkaland mikla áherzlu á mannréttindi og mann- virðingu, umburðarlyndi og fijáls- lyndi. — Á fjórum síðustu áratug- um hafa þessi sameiginlegu gildi skapað mikið og gagnkvæmt traust milli þjóða okkar, segir Haferkamp. — Á sviði varnarmála eigum við mjög mikið sameiginlegt með íslandi. Bæði ríkin eni aðild- arríki NATO. Þá er það ekki gleymt í landi mínu, hve margir Þjóðveijar fengu matvælaaðstoð frá íslandi eftir stríð og að ísland tók á móti mörgum hundruðum Þjóðveija, er þeir höfðu verið rekn- ir burt milljónum saman frá aust- urhéruðum lands síns. Þegar slíkir hlutir liggja jafn nærri okkur og raun ber vitni í tíma, þá hafa þeir að sjálfsögðu mjög mikla þýðingu. Stærsta markaðssvæði heirns í deiglunni Haferkamp víkur næst að Evr- ópubandalaginu (EB). Þar eru í vændum miklar breytingar, en í árslok 1992 eiga reglur EB um einn heimamarkað að ganga í gildi. Þetta verður stærsta markaðs- svæði í heimi með 320 millj. Hans Hermann Haferkamp sendiherra manns. Þróunin þar á eftir að skipta okkur íslendinga miklu máli, því að innan þess eru flest þau lönd, sem við höfum lengi haft mesta samleið með ekki bara á sviði viðskipta og menningar heldur einnig í alþjóða- og öryggis- málum. Það er hins vegar ljóst, að ísland mun standa utan Evrópu- bandalagsins. Viðhorf einstakra landa innan EB til okkar eru mismunandi. Sum þeirra eins og Spánn og Portúgal sjá í okkur keppinauta um fisk- markaði, en önnur kunna að láta sig það litlu varða, hvort við stönd- um innan bandalagsins eða utan. Hafa verður það í huga, þegar þessi mál eru skoðuð nú, að innan EB sjálfs er lítill áhugi á því eins og er að færa bandalagið frekar út. En hvernig er svo afstaða Vest- ur-Þýzkalands til íslands í þessu tilliti? — í Sambandslýðveldinu gera menn sér nú betur grein fyrir sér- stöðu íslands en áður, segir Hafer- kamp. — Við erum reiðubúnir til þess að tala máli íslendinga í öllum stofnunum Evrópubandalagsins. Við höfum t. d. alltaf, þegar tolla fyrir saltfisk hefur borið á góma hjá EB, mælt þar með lágum toll- um og sagt: — Við verðum að hjálpa íslandi, vegna þess að iandið er svo háð fiskinum. Haferkamp telur engan vafa leika á því, að þau lönd, sem gerzt hafa aðilar að Evrópubandalaginu, hafi haft af því meiri hag en óhag. Hann vill þó ekki útiloka, að ein- staka atvinnugreinar í þeim, sem notið hafa ríkisstyrkja og náð að byggja tollmúra í kringum sig, muni bíða einhvern hnekki, eftir að öll lönd EB eru orðin að einu markaðssvæði. — Þegar nýjar hug- myndir ryðja sér til rúms, þá hlýt- ur eldri hugsunarháttur að víkja og það gerist ekki alltaf sársauka- laust, segir sendiherrann. — Það borgar sig samt að fórna minni hagsmunum fyrir aðra miklu meiri. Haferkamp kveðst gera sér vel grein fyrir þeim ótta íslendinga, að við inngöngu þeirra í Evrópu- bandalagið verði fiskistofnum hér við land stefnt í hættu sökum of- veiði útlendinga og segir: — Ég er sannfærður um, að Evrópu- bandalaginu hefur lærzt að taka tillit til minni aðildarríkja sinna og ég er einnig viss um, að land mitt, Sambandslýðveldið Þýzkaland, mun skilja vandmál íslendinga fullkomlega og vera reiðubúið til þess með samningum að finna lausn, þar sem komið yrði til móts við hagsmuni þeirra. Haferkamp bendir á, að mörg aðildarríki Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) eru uggandi út af framtiðinni og þá sérstaklega út af áformunum um sameiginlegan markað EB og telja sig ekki geta staðið með öllu þar fyrir utan. Þannig hefur Austurríki þegar lagt fram umsókn um formlega inn- göngu í EB. í Noregi velta margir því líka fyrir sér, hvernig koma megi á nánara sambandi við EB. Finnar hafa hingað til verið hindraðir í að fylgja slíkum hugmyndum fast eftir vegna sérstöðu sinnar milli austurs og vestur. Sérstaða Svía skapar þeim líka svipuð vandamál, en vitað er, að einnig í Svíþjóð eru samskiptin við EB í mikilli endur- skoðun nú. I Sviss er áhuginn hins vegar ekki jafn mikill. Haferkamp telur það skipta mestu máli fyrir íslendinga varð- andi EB að geta treyst því að hitta þar fyrir vini, sem taka afstöðu til íslenzkra málefna og hagsmuna af vinsemd og skilningi og segir: — Ég tel, að Evrópubandalagið hafi gert mikil mistök, þegar við- ræður hófust við Norðmenn um aðild þeirra að bandalaginu. Ráða- menn hjá EB í Brússel áttuðu sig ekki til fulls á því þá, hve mikil- vægar fiskveiðarnar eru fyrir Nor- eg. Það var eins og þeir héldu, að þeir gætu fengið Norðmenn til að ganga í Evrópubandalagið án þess að taka þyrfti sérstaklega tillit til sérvandamála Noregs. Margir stjórnmálamenn í landi mínu hafa sagt mér síðan: — Þessi mistök gerum við.aldrei aftur. Við verðum að kynna okkur það fyrirfram, hvað viðkomandi land hefur fram að færa. Islendinga að ákveða — Ef íslendingar segðu okkur, að fiskimiðin láti þeir aldrei af hendi, þá yrðum við að semja- um þetta á þann veg, að öll meginat- riði íslendinga yrðu tekin til greina, segir Haferkamp ennfrem- ur,— Ráðamenn hjá ÉB myndu hlusta á slík sjónarmið og með því er ég sannfærður um, að sá ótti Islendinga muni hverfa, að það komi risi, sem taki allt frá þeim án nokkurs tillits til óska þeirra sjálfra._ Slíkt myndi aldrei gerast. Hvort íslendingar ganga til samn- inga við EB, verða þeir að ákveða sjálfir. En ÉB myndi aldrei gera þau mistök aftur, að hlusta ekki með athygli á, hvað fámenn þjóð hefði fram að færa. Haferkamp bendir hér á, að óvíða eru jafn margir, sem þekkja vel til fiskveiðimálsins og í norður- hluta Sambandslýðveldisins og segir:— Fiskiðnaðurinn þar þarf á fiski frá íslandi að halda. Atvinna mörg þúsund manna í Cuxhafen, Bremerhaven og Bremen er undir því komin, að þangað berist góð- ur, islenzkur fiskur og við erum því sannfærðir um, að við getum orðið íslendingum að góðu liði við að finna markað fyrir fisk og fisk- afurðir. Haferkamp víkur næst að skipt- ingu Þýzkalands og segir: — Frelsi einstaklingsins hlýtur að vera for- senda fyrir því, að ríki heims geti búið saman í friði og frelsi og þýzka þjóðin á að hafa rétt á sömu meðferð og allar aðrar þjóðir heims í þessu tilliti. Allir stjórnmálaflokk- ar í Sambandslýðveldinu gera sér grein fyrir því, að sameining Þýzkalands er ekki í sjónmáli eins og er. í inngangi að stjórnarskrá okkar segir samt, að einingu þýzku þjóðarinnar beri að staðfesta eða afsanna í fijálsum kosningum. Það er sannfæring okkar í Sam- bandslýðveldinu, að leynilegar kosningar muni leiða til þess, að meiri hluti allra Þjóðveija muni lýsa sig fylgjandi endursameinuðu Þýzkalandi. Ef það kæmi á dag- inn, að meiri hluti þess fólks, sem býr í Þýzka alþýðulýðveldinu, myndi taka aðra afstöðu, þá mynd- um við - svo framarlega sem þar væri raunverulega um leynilegar kosningar að ræða, - að sjálfsögðu virða niðurstöður slíkra kosninga. Þess sjást hins vegar engin merki, að þetta gæti gerzt. Sendiherra hér tvö ár í viðbót Haferkamp hefur verið sendi- herra lands síns á íslandi í tæp íjögur ár og stjórnin í Bonn hefur farið þess á leit við hann, að hann verði hér sendiherra tvö ár í við- bót. — Ég svaraði þessari málaleit- an játandi með mikilli ánægju, segir Haferkamp að lokum. — Bæði mér og konu minni hefur lið- ið mjög vel hér á íslandi. Ég hef ferðazt víða um landið og náð að kynnast vel landi og þjóð og lagt mig fram við að læra íslenzku. Eg hef lesið talsvert af bók- menntum Islendinga og er mikill aðdáandi Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Verk þeirra hafa verið þýdd á þýzku og þeir eru ekki síður þekktir í mínu landi en inörg þýzk skáld. Málaralist ykkar á það hins vegar skilið, að verða þekktari í Þýzkalandi en nú er. Mér er það líka ljóst, hve vel þýzk tónlist, heimspeki og bók- menntir eru þekktar hér. Bæði ég og kona mín höfum eignazt hér marga góða vini. Við höfum líka vanizt loftslaginu hér. Það er ekki langt síðan ég var á ferð í París og þá var þar glamp- andi sólskin og hitinn 34 stig. Þá var ekki laust við, að ég fyndi til löngunar eftir því að vera kominn til Islands, þar sem hitinn var þá á bilinu 10-15 stig. (MS)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.