Morgunblaðið - 10.10.1989, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.10.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 31 Reutei' ' Jóhannes Páll páfi II. við messu á Youido-torginu í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu þar sem gífurlegt fjölmenni var viðstatt. Páfi er nú í sinni 44 utanferð frá því hann var útnefndur leiðtogi kaþólsku kirkjunnar. Bandaríska herliðið í Panama: Fékk heimild til að handsama Noriega Washington. Reuter. BANDARÍSKIR ráðamenn hafa viðurkennt að yfirmanni bandaríska hersins í Panama hafi verið veitt heimild til að reyna að handsama Manuel Noriega, yfirmann Panama-hers, þegar misheppnuð bylting var gerð í landinu í síðustu viku. Heimildin var veitt gegn því að ekki kæmi til blóðsúthellinga eða beitingar hervalds. jafnframt að Thurman hefði ekki getað beitt hervaldi til að ná Nori- ega úr höndum uppreisnarmanna nema með samþykki George Bush Bandaríkjaforseta. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Diek Cheney, varnarmálaráðherra landsins, sögðu að yfirmanni bandaríska her- liðsins í Panama, Maxwell Thurman hershöfðingja, hefði jafnframt verið heimilað að grípa til varaáætlunar um að hervaldi væri beitt til að flytja Noriega í bandaríska herstöð. í þann mund sem Thurman barst heimildin hefði byltingartilraunin hins vegar verið runnin út í sandinn. Cheney sagði að Bandaríkja- stjórn hefði aldrei tekið ákvörðun um að beita hervaldi í Panama. Hann sagði að Thurman hefði því aðeins getað handsamað Noriega að uppreisnarmenn innan Panama- hers hefðu fallist á það, en það hefðu þeir ckki gert. Cheney sagði Bush hefur verið harðlega gagn- rýndur í Bandaríkjunum fyrir að hafa ekki veitt uppreisnarmönnum í Panama hernaðarlegan stuðning. Þar með liafi besta tækifæri hans í tvö ár til að hafa hendur í hári Noriega runnið úr greipum hans. Noriega á yfir höfði sér ákærur í Bandaríkjunum fyrir aðild að eitur- lyfjasmygli. Jóhannes Páll páfí II. í Asíuför: Páfi gagnrýndur fyrir viðkomu í Austur-Tímor Jaköriu. Reuter. JÓHANNES Páll páfi II. kom í gær í fimm daga opinbera heimsókn til Indónesíu, en það er annar viðkomustaður páfa í Asíuför hans. Meðan á heimsókninni til Indónesíu stendur hyggst páfi fara til Austur Tímor og liefur sú ákvörðun hans mælst misjafnlega fyrir. Páfi ræddi m.a. í gær við Suh- arto Indónesíuforseta og síðan messaði hann á íþróttaleikvangi í Jakörtu að viðstöddum 120 þúsund manns. Hvatti hann kristna Indó- nesa til þess að sýna landi sínu og ríkisstjórn hollustu, en Indónesía er fjölmennasta múslimaríki heims. Það er jafnframt fimmta fjölmenn- asta ríki heims. Kristnir menn eru þar urn 20 milljónir, eða 3% lands- manna, og er fjórðungur þeirra kaþólskur. Áhrif þeirra eru þó hlut- fallslega meiri því fimm ráðherrar í ríkisstjórn Indónesíu koma úr þeirra röðum og mikið kveður að þeim í efnahagslífi landsins. Páfi fer til Austur Tímor á fimmtudag og er fyrsti erlendi leið- toginn sem þangað kemur frá því Indónesar innlimuðu eyna í ríki sitt 1976. Með því viðurkenni hann í raun yfirráð Indónesa í þessai'i fyrr- um portúgölsku nýlendu. Bæði kirkjuleiðtogar og samtökin Am- nesty International hafa sakað In- dónesa um mannréttindabrot gegn eyjaskeggjum sem risið hafa upp gegn yfirráðum þeirra. Páfi hefur vísað því á bug og segist eingöngu vera að uppfylla skyldur sem hann hafi gagnvart Ibúum þar sem eru flestir kaþólskrar trúar. Jóhannes Páll páfi annar heim- sótti Suður-Kóreu á laugardag og sunnudag og meðan á dvöl hans stóð hvátti hann til þess að kóreska þjóðin sættist. Sendi hann róttæk- um prestum tóninn fyrir að óhlýðn- ast biskupa sína og taka þátt í pólitískum mótmælafundum. / Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 PHILIPS VR-6448 MYNDBANDSTÆKIÐ Við höfum fengið nýja sendingu af hágæðamyndbandstækjunum frá PHILIPS sem slógu svo eftirminnilega í gegn í vetur. • HQkerfitryggirfullkominmyndgæöi • Sextánstöðv • Mjög góö kymnynd • 20 minútna c • Hægurhraði • Ótalfleirimö • Leitarhnappur Philips kann • Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, • Verðið kemu endurspólun og útkasti snældu • Sjálfvirkendurstillingáteljara • Fjarstýring á upptökuminni • 365 daga upptökuminni • Upptökuskráning i minni samtímis fyrir 8 dagskrárliöi - Enn bjóðum við þessi einstaklega góðu tæki á frábæru verði vegna hagstæðra samninga. Heimilistæki hf • SætúniS • Kringlunni • SÍMI: 69 15 OO SÍMI:69 15 20 vlOrKl r.8i«'.tn r*codKr \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.