Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 35

Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 35 Bréf SOS barna- þorpanna sent út ÞESSA dagana er verið að bera bréf frá landsnefind SOS barna- þorpanna í hús víðsvegar um land. Þetta eru alþjóðleg sanitök til hjálpar munaðarlausum börn- um sem starfað hafa í rúm 40 ár í 47 þjóðlöndum. ísland hefur nú fengið aðild að þessum samtökum og starfar í sam- vinnu við dönsku samtökin í Kaup- mannahöfn og höfuðstöðvar sam- takanna í Vínarborg. _ íslensku nefndina skipa Ásgeir Johannesson, forstjóri, Garðar, Ingvasori, hagfr., Páll Sigurjónsson, verkfræðingur, Torfi Olafsson, Þórdís Bachmann, blaðamaður og Ulla Magnússon, formaður nefnd- arinnar. Morgunblaðið/Kári Jónsson Séra Gunnar Hauksson sóknarprestur messar á afmæli Núpskirkju. 50 ára vígsluaftnæl- is Núpskirkju minnst Núpi. NY kirkja var vígð á Núpi sunnu- daginn 17. september árið 1939. Fimmtíu ára vígsluafmæli hennar bar því uppá sama mánaðar- og vikudag. Séra Gunnar Hauksson sóknar- prestur messaði í tilefni afmælisins og sóknarnefnd kirkjunnar bauð til kaffisamsætis á eftir. Sigurgeir Sigurðsson, þáverandi biskup yfir íslandi vígði kirkjuna. Áður hafði á sama stað staðið lítil timburkirkja frá árinu 1884. Séra Eiríkur J. Eiríksson þjónaði hinni nýju kirkju frá vígslu og fram til 1960, að séra Stefán Lárusson tók við. Séra Lárus Þ. Guðmundsson þjónaði frá 1964 til 1988. Núverandi sóknarprestur er séra Gunnar Hauksson, sem einnig þjónar á Þing- eyri. Það kom fram í máli séra Gunn- ars að kirkjan á Núpi þjónar nú órð- ið öllum Vestfjörðum, því í'hana sækja börn í sumarbúðum og á ferm- ingarbarnamótum sem haldin eru í Héraðsskólanum. - KJ Fiskverð á uppboðsmörkuðum 9. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 73,00 60,00 66,41 7,926 526.381 Þorskur(smár) 39,00 39,00 39,00 0,176 6.864 Ýsa . 125,00 70,00 104,15 7,638 798.048 Ýsuflök 260,00 255,00 256,25 0,156 39.975 Karfi 44,00 39,00 42,51 3,325 141.386 Ufsi 41,00 21,00 38,86 4,155 161.474 Steinbítur 80,00 73,00 75,66 3,642 274.906 Langa 40,00 35,00 38,22 1,034 39.526 Lúða 320,00 130,00 206,68 1,157 239.129 Koli 60,00 31,00 33,98 0,438 14.900 Keila 32,00 20,00 29,73 1,179 35.049 Keila(ósL) 32,00 32,00 32,00 0,510 16.320 Kolaflök 130,00 130,00 130,00 0,090 11.700 Kinnar 89,00 60,00 71,14 0,084 5.976 Gellur 300,00 300,00 300,00 0,030 9.000 Hlýri 70,00 70,00 70,00 0,299 20.990 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,038 190 Samtals 73,52 31,888 2.344.360 í dag verður seldur bátafiskur FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 80,00 48,00 67,58 26,784 1.810.112 Þorskur(smár) 52,00 52,00 52,00 0,111 5.772 Ýsa 125,00 '90,00 108,80 10,332 1.124.131 Ýsa(undirm.) 54,00 54,00 54,00 0,131 7.074 Ýsa(1-2n.) 85,00 85,00 85,00 0,258 21.930 Lýsa 33,00 31,00 . 32,36 0,430 13.916 Karfi 35,00 34,00 34,02 7,533 250.150 Ufsi 41,00 30,00 39,79 3,896 155.006 Lúða(smá) 325,00 285,00 317,56 0,086 ‘27.310 Skarkoli 44,00 44,00 44,00 0,160 7.040 Steinbítur 77,00 58,00 62,07 0,164 10.180 Samtals 69,06 49,705 3.432.620 Selt var úr Krossnesi og netabátum. í dag verður selt úr Jóni Baldvinssyni, Amari o.fl., ufsi 15 t., þorskur 11 t., ýsa 11 t., steinbítur 2 t. o.fl. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 96,00 35,00 67,25 30,188 2.030.167 Ýsa • 108,00 50,00 93,54 37,920 3.547.025 Karfi 43,00 26,00 37,81 8,891 336.213 Skarkoli 68,00 35,00 58,57 3,119 182.685 Skata 90,00 86,00 89,17 0,316 28.178 Sandkoli 35,00 35,00 35,00 0,380 13.300 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,072 1.440 Langlúra 24,00 24,00 24,00 0,134 3.216 Ufsi 40,00 15,00 38,12 12,497 476.370 Steinbítur 57,00 15,00 45,55 2,221 101.167 Langa 44,00 15,00 37,21 7,171 266.804 Lúða 300,00 150,00 215,39 0,386 83.140 Keila 30,00 10,00 19,93 12,482 248.736 Hlýri 40,00 40,00 40,00 0,039 1.560 Háfur 11,00 11,00 11,00 0,036 396 Skötuselur 108,00 108,00 108,00 0,010 1.080 Svartfugl 40,00 40,00 40,00 0,002 80 Blálanga 44,00 44,00 44,00 0,198 8.712 Samtals 63,16 116,062 7.330.269 Selt var úr Þresti KE, Víði KE, Reyni GK. Ólafi GK og Eldeyjar- boða GK. í dag verður selt úr linu- og netabátum, um 30 t. af þorski og ýsu.___________________________________ Svanir eftir Jón Stefánsson. Mynd mán- aðarins í Listasafni MYND októberniánaðar í Lista- safni íslands er olíumálverkið Svanir eftir Jón Stefánsson, sem sýnt er á umfangsmikilli yfirlits- sýningu málarans sem stendur i safninu fram til 5. nvember. Myndin er máluð árið 1935 og var sama ár brúðargjöf íslenska ríkisins til Ingiríðar prinsessu og Friðriks krónprins Dana. Ingiríður drottning hefur góð- fúslega lánað myndina á sýning- una. Málverkið sem' er stórt í snið- um, 131x202 sm hangir nú í sal 1 í safninu. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum klukkan 13.30. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og leiðsögnin öllum opin. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga, klukkan 11-17. Veitingastofa er opin á sama tíma. Lögreglan leitar vitna LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af þeim sem sáu umferðaróhapp á Suðurlands- braut síðastliðinn laugardag. Kona ók bifreið sinni, af gerð- inni Nissan Sunny, vestur Suður- landsbraut um klukkan 11.45 á laugardag. Þegar hún kom að Faxafeni var bíl ekið þaðan inn á brautina. Konan telur að bíllinn hafi verið dökkblár, af amerískri gerð og með fjögurra stafa R- númer. Til að forðast árekstur hemlaði konan, en bíll hennar lenti á ljósastaur og skemmdist talsvert. Ökumaður hins bílsins ók á brott og beygði inn Álfheima. Hann er beðinn um að hafa samband við slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, sem og aðrir þeir, sem kunna að hafa séð óhappið. Leiðrétting í seinni grein Guðjóns Friðriks- sonar sagnfræðings um Klapp- arstíg sem birtist í Lesbók Morgun- þlaðsins 30. september misritaðist föðurnafn Kristins Guðnasonar. Beðist er velvirðingar á því. Morgunblaðið/Svemr Bæjarins besti fiskur, Hafnar- stræti 5. Ameríska bókasafnið: Afgreiðslutím- inn lengdur AFGREIÐSLUTÍMI Ameríska bókasafnsins á Neshaga 16, Reykjavík, var lengdur þann 1. október sl. Safnið er nú opið frá klukkan 11.30 til 18 alla virka daga eða klukkutíma lengur en verið hefur í sumar. Hlutverk Ameríska bókasafnsins er fyrst og fremst að veita íslensk- um almenningi aðgang að hvers kyns upplýsingum um Bandaríkin. Mikilvægi skóla- stefnu í náttúru- fræðikennslu GUNNIIILDUR Óskarsdóttir æfingakennari flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- og mennlamála er nefiiist: Mikilvægi skólastefiiu í náttúrufræðikennslu, í dag, þriðjudag, kl. 16.30. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufás- veg. Öllum er heimill aðgangur. (Fréttatilkynning) Bæjarins besti fiskur í hjarta borgarinnar OPNAÐUR var á dögunum veit- ingastaðurinn Bæjarins besti fiskur í Hafnarstræti 5. Eins og nafnið bendir til er boð- ið upp á fiskrétti sem ávallt eru unnir úr ferskum fiski og fer mat- seðill dagsins rnikið eftir því hvað er á boðstólum af ferskum fiski hveiju sinni. Á hveijum morgni er hráefnið keypt fyrir veitingastað- inn. Veitingastaðurinn er frekar lítill en er smekklega innréttaður. Tekur hann um þijátíu manns í sæti. Aðaláherslan er lögð á fiskrétti en líka matarmiklar samlokur, pasta og salatdiska. Staðurinn hef- ur vínveitingaleyfi. (Fréttatilkynning) Athugasemd fi*á skipadeild SIS Morgunblaðinu heíur borist eftirfarandi _ athugasemd frá skipadeild SÍS við frétt í Morgun- blaðinu varðandi safiisendinga- þjónustu skipafélaganna. 1. Sambærileg þjónusta og sú sem um er fjallað hefur verið veitt af Skipadeild Sambandsins um árabil og þá byggð á ákveðnum vöruteg- undum í hverju tilfelli, þ.e.a.s. vör- um hefur verið safnað í gáma af Skipadeild, öllum viðkomandi aðil- um til hægðarauka. 2. Samkvæmt umræddri reglugerð getur ríkistollstjóri heimilað flutn- ingsmiðlurum skiptingu ótollaf- greiddra safnsendinga — en samt sem áður séu vörurnar áfrarn á ábyrgð farmflytjenda. Þarna virðist stangast á hagræðingar-hugmyndir viðkomandi og ábyrgðarþáttur farmflytjenda. 3. í tilfelli áfalla í flutningi og mögulegra bótakrafna, tengist verðmæti viðkomandi vöru og ábyrgðarþáttur skipafélags á mörg- um stöðum. Þar af leiðandi hefur verðmæti varningsins áhrif á flutn- ingsgjaldið í hveiju tilfelli — þ.e. ekki er sama hvað í gámnum er — þjónustan er byggð á tengdum kostnaði. 4. Verulegum flárhæðum hefur verið varið af hálfu skipafélaganna til uppbyggingar sérhannaðra vöru- geymslna hérlendis til aukinnar þjónustu fyrir inn- og útflytjendur. I umræddum hugmyndum felst hugsanleg/væntanleg fjölgun vöru- geymslna sem þá yrðu í höndum fleiri aðila. Er slíkt í þágu neytenda — lækkar það vöruverðið? Skipadeild Sambandsins telur sig hafa og geta veitt fyllilega sam- keppnishæfa þjónustu og þá er um ræðir í áðurgreindu fyi'irkomulagi. Með samnýtingu síns alþjóða þjón- ustunets og fyrirliggjandi tækja og búnaðar, á að nást fram lægri heild- arframleiðslukostnaður per einingu en með umræddum hugmyndum. Því til áréttingar má benda á síauk- inn fjölda viðskiptaaðila, smárra sem stórra, sem nýtt hafa sér al- hliða flutningaþjónustu Skipadeild- arinnar. Handbók vinnustaðarins kom- in út breytt og endurbætt HANDBÓK vinnustaðarins er komin út hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýöu í þriðja sinn mikið breytt og endurbætt. I bókinni er meðal annars að finna lög sem snerta vinnustaði og rétt- indi og skyldur launafólks og stjórn- enda á vinnustöðum. Birtir eru margir dómar sem varða samskipti launafólks og atvinnurekenda. Þá er að finna í bókinni skráyfir aðild- arfélög Alþýðusambands Islands og ýmsar upplýsingar um stai'f og skipulag ASI. Sérstakir kaflar eru meðal annars um lífeyrismál, al- mannatiyggingar, alþjóðamál, samningamál, málefni neytenda, húsnæðismál og vinnuvernd. í fréttatilkynningu frá útgefanda í tilefni af útgáfu bókarinnar segir ennfremur: „Handbók vinnustaðar- ins er tvímæialaust gagnlegt og handhægt rit fyrir starfsmenn stétt- arfélaga, trúnaðarmenn á vinnustöð- HANDBDK vinnustallar'ms um, verkstjóra, starfsmannastjóra og aðra sem fara með mannaforráð og alla þá sem vilja kynna sér lög og rétt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.