Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 36
36 MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 10. OKTÓBER 1989 Ferda-Makkinn Hörkupakki en fulldýr MACINTOSH-tölvan frá Apple hefur orðið stöðugt útbreiddari hin síðari ár. Ekki eru nema um fimm og hálft ár frá þvi að Macintosh kom fram á sjónarsviðið og uppgangur liennar i samkeppni við PC-tölvnanna hefur verið undraverður. Ekki síst á þetta við hér á Islandi, en hvergi í heiminum mun útbreiðsla Macintosh jafnmikil. Nú hafa tveir meðlimir Macintosli-ljölskyldunnar í viðbót litið dags- ins ljós: Macintosh Portable, eða Macintosh ferðatölva og Macintosh IIci, sem er langöflugasti Makkinn til þessa og aukin heldur UNIX- samhæfður. Með tilkomu Ferða-Makkans og IIci má segja að fjölskyldan sé full- skipuð, því nú er sama hvaða kröf- ur menn gera til einkatölvu sinnar, Makkinn hefur eitthvað fyrir alla. Ferða-Makkans hefur verið beðið all lengi, en þeir Apple-menn vildu bíða með framleiðslu þangað til þeir gætu boðið viðskiptavinum sínum upp á sams konar skjágæði í vetrarskoðun MAZDA eru eftir farandi atriði framkvæmd: O e e o 0 o e o o 0 Skipt um kerti og platínur. Kveikja tímastillt. Blöndungur stilltur. Ventlar stilltir Vél stillt með nákvæmum stiilitækjum. Vél gufuþvegin. i Skipt um bensínsíu. Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla athuguð. Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki. Loftsía athuguð og hreinsuð, endumýjuð ef með þarf. Viftureim athuguð og stillt. Slag í kúplingu og bremsupetala athugað. Frostþol mælt. Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á. Þurrkublöð athuguð. Silikon sett á þéttikanta hurða og far- angursgeymsiu. Ljós stillt. Hurðalamir stilltar. Þrýstingur í hjólbörðum athugaður. Verð með söluskatti: Kr. 5.964,- án efnis. Nýtið ykkur þessa ódýru þjónustu og tryggið gangöryggi bílsins í vetur! BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI 68 12 99 og tíðkast á hinum Mökkunum, enda Macintosh rómuð sérstaklega fyrir hið myndræna notendaum- hverfi sitt. Það þarf ekki að orðlengja það, að þetta hefur tekist. Skjárinn byggir á nýrri tækni og er hann með jafngóða upplausn og aðrir Makkar og aukin heldur um 50% stærri en skjáir Plús og SE-töl- vanna (alls eru 620x400 pixel á skjánum). Þá er skjáviðbragðið mun meira en þekkist á öðrum ferða- tölvum, þannig að ekki tapast neitt af alkunnum grafískum eiginleikum Makkans. Sé notandinn hins vegar ekki ánægður með skjáinn þarf hann ekki að örvænta, því í Ferða- Makkanum (og IIci) er sérstakt myndbanda-úttak, þannig að aðeins þarf að tengja sérstakan mynd- banda-millistykki til þess að fá svart-hvíta mynd á hvaða tegund skjás, sem er (PAL, NTSC, SEC- AM) án sérstaks myndbanda-korts. Snúður í stað músar Lykilborðið er hefðbundið og við hlið þess er snúður (trackball), sem kemur í stað músarinnar. Venjuleg mús fylgir hins vegar með vilji menn frekar nota hana, en snúður- inn dugir fullvel til flestrar vinnu annarar en teikningar. Hann er þó fulllosaralegur fyrir minn smekk, en vinur minn segir mér að þetta sé hægt að laga með því að herða snúðinn upp. Lykilborðið og snúður- inn eru sjálfstæðar einingar, þannig að örvhentir geta fyrirhafnarlaust komið snúðinum fyrir vinstra megin við lykilborðið. Það olli greinarhöfundi nokkrum QUOBDnD FRAMRUÐU VIÐGERÐIR BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SlMI 6812 99 PENNINN SETUR IAGT VORUVERÐ ÁODDINN ESSELTE TÖLVUBORÐ UPPFYLLA KRÖFUR SAMTÍMANS TÖLVUBORÐ FRÁ kr. 8.600,- HALLARMÚLA 2 ® 83211 Morgunblaðið/Bjami HANDHÆGUR — Ferða-Makkinn er sem sjá má hinn snotrasti gripur. vonbrigðum áð tölvusmiðir Appie ákváðu að nota Motorola-örgjör- vann CMOS 68000, sem er sérstök orkuspör útgáfa af gamla 68000- örgjörvanum (er í Plúsnum og SE). Hins vegar kættist ég þegar ég prófaði Ferða-Makkan n, því hann var miklum mun hraðari heldur en Plúsinn og SE. Það kom líka í ljós að klukkuhraðinn hefur verið tvö- faldaður og er 16MHz. Allt of langt mál yrði að rekja alls konar verkfræðileg tilþrif tölu- smiða Apple, sem miða að því að gera tölvuna eins litla, harðgera, hraða og neyslugranna og unnt er. Látum nægja að segja að þetta hafi tekist að öðru leyti en því að Ferða-Makkinn er í þyngsta lagi eða um 7 kg. Er Ferða-Makkinn þá draumatölvan? Að mörgu leyti. Hins vegar fylg- ir galli gjöf Njarðar, sem er verðið. Ferða-Makki með 2Mb RAM og 40Mb hörðum diski kostar tæpar 500 þúsund krónur, en ríkisstarfs- menn og stúdentar ættu að geta fengið hana á um 350.000 kr. Af þessu er ljóst að menn kaupa sér ekki Ferða-Makkann af gamni sínu (hægt er að fá PC-samhæfðar ferðatölyur fyrir brot af þessu verði). Á móti'kemur að eigi menn Ferða-Makkann, þurfa þeir ekki aðra tölvu, þar sem hér er um mjög öfluga skrifborðstölvu að ræða. Fyrir þá, sem eru á ferð og flugi og geta réttlætt fjárútlátin, er hér um hinn ákjósanlegasta grip að ræða, ekki síst þegar litið er til þess að Ferða-Makkinn getur allt, sem aðrir Makkar geta og kemst auk þess fyrir í skjalatösku. AM Upplýsingamál VKS vinnur heildar- úttekt fyrir Hagkaup GENGIÐ heftir verið frá samningi milli Hagkaupa og Verk- og kerf- isfræðistofunnar (VKS) um heildarúttekt á upplýsingamálum fyrir- tækisins. A þeirri úttekt að vera lokið 15. febrúar á næsta ári. Markmið úttektarinnar er þríþætt að sögn þeirra Magnúsar l Ólafssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa og Ara Arnalds hjá VKS. I fyrsta lagi felur hún í sér stefnumótun og grundvöll fyrir ákvörðunartöku um framtíðarskip- an tölvumála Hagkaupa. I öðru lagi verður hluti lokaskýrslunnar notað- ui' til að bjóða út vélbúnað og hug- búnað fyrir Hagkaup. Loks verða í skýrslunni lögð drög að formlegu viðtökuprófi, sem þýðir að v élbún- aður og hugbúnaður sem keyptur kann að verða, þarf að standast þetta viðtökupróf áður en búnaður- inn telst afhentur. Viðtökuprófið nær til allra aðgerða kerfisins, tæknilegra eiginleika þess, öryggis- atriða, afkastagetu, svo eitthvað sé talið. VKS hefur undanfarin át’ unnið svipaðar úttektir fyrir ýmis stærri fyrirtæki og stofnanir. Þeir Magnús og Ari ségja að viðhorf fyrirtækja til tölvuvæðingar hafi breyst mikið á síðustu árum. Lengi vel hafi áherslan verið lögð á að leysa hvert einstakt vandamál á sem ódýrastan hátt án þess að fyrir hendi væri heildaryfirsýn yfir upplýsingamál fyrirtækis og þatfir þess á því sviði. Þetta viðhorf hafi aukið líkurnar á því að einstakar lausnir yrðu skammlífar auk þess sem upp kæmi margvíslegt misræmi, sem erfitt og dýrt væri að ráða við til lengdar. Því hafi sú breyting orðið á und- anfarið að ýmis fyrirtæki notuðu tækifærið þegar þau stæðu frammi fyrir endurnýjun eða á tæknilegum tímamótum til að fara svipaða leið og Hagkaup gerir nú. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 [pSpARMA PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 ^ENNINN SETUR LAGT VÖRUVERÐ AODDINN FILOFAX SKIPULEGGJARINN DAGBÓK 1990 ER KOMIN GmHED- Hallarmúla 2, sími 83211 Austurstræti 10, simi 27211 Kringlunni, sími 689211 PENNINN SETUR LAGT VORUVERÐ AODDINN LEITZ BRÉFABINDI 8 LITA KERFI í SKJALAVÖRSLUNA VERÐ kr. 226,- csnn Hatlarmúla 2, slmi 83211 Austurstræti 10, slmi 27211 Kringlunni, slmi 689211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.