Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989 Fjárlagafrumvarp 1990 lagt fram á Alþingi í gær Milljarði minna til Húsnæðisstofiiunar Samdráttur framlaga ríkisins til húsnæðislánakerfisins nemur um einum milljarði króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1990. Framlög ríkisins verða 650 milljónir kr., þar af 500 milljónir til verka- mannabústaða. Gert er ráð fyrir að hlutur félagslegra húsnæðiskerfis- ins í framlögum ríkisins aukist um 400 milljónir króna á næsta ári. Almenn útlán úr Byggingarsjóði ríkisins eiga að dragast saman sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Almenn útlán úr Byggingarsjóði ríkisins munu, samkvæmt fjárlaga- frumvarpi 1990, nema 7.161 milljón króna, en gert er ráð fyrir að sjóður- inn láni 8.505 mílljónir króna á yfir- standandi ári. Auk þess er gert ráð fyrir að Byggingarsjóður ríkisins veiti 500 milljónum króna til nýrra kaupleiguíbúða. Áætlað er að á þessu ári verði veittar 2.990 milljón- ir króna úr Bygginarsjóði verka- manna, en í framvarpinu er gert ráð fyrir að á næsta ári veiti Byggingar- sjóður verkamanna 3.739 milljónir króna. í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að lífeyrissjóðirnir noti „kaupskyldu" sína þannig að 45% VEÐUR fari til kaupa af byggingarsjóðunum og 10% til kaupa á húsbréfum. Sér- stök áhersla verði lögð á lán til nýrra kaupleiguíbúða og þjónustuíbúða fyrir aldraða og að dregið verði úr útgáfu lánsloforða til næstkomandi áramóta. Húsnæðisstofnun hefur á tímabilinu janúar til september á þessu ári gefið út um það bil 1.600 lánsloforð og eiga því um það bil fimm milljarðar króna að koma til greiðslu úr Byggingarsjóði ríkisins á næsta ári. Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, sagði að óneitanlega hefði verið rætt um breytingu á útlánavóxtum stofnunarinnar sl. vor. Hins vegar hefði stofnunin ekki farið fram á neina vaxtahækkun og enn hefði ekkert komið fram í ríkisstjórn, sér vitanlega, um að breytinga væri að vænta í þeim efnum. Sigurður sagði að svo virtist sem ríkissjóður væri að færa fjármögnun stofnunarinnar frá sér yfir til lífeyr- issjóðanna í landinu. „Við verðum því að spjara okkur með aukinni skuldabréfasölu til lífeyrissjóðanna," sagði Sigurður að lokum. / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 12. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Um 350 km vestur af Bjargtöngum er 986 mb lægð og' lægðardrag frá henni til suðvesturs, þokast allt austur. Yfir landinu eru skil sem verða komin austur um land í nótt. , SPÁ: Á Vestfjörðum verður norðan eða norðaustan gola eða kaldi, smáskúrir á annesjum en annars þurrt, norðvestan eða vestan- gola eða kaldi og skúrir suðvestanlands, én hæg suðvestanátt og léttskýjað norðanlands og austan. Heldur kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: F.remur hæg norðaustanátt með slydduélj- um norðan til á landinu, en þurrt og bjart syðra. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og þurrt um allt land. Fremur svalt báða dagana og víða næturfrost. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ¦>( \ Heiðskírt stefnu og fjaðrímar vindstyrk, heil fjöður ý Skúrir er 2 vindstig. V ö =E Þoka *\Æk Léttsk!''ao / / / / / / / Rigning .LJk Hárfskýjaft / / / * / * SB Þokumóða ', ' Súld i 'am Alslq''ao / * / * Slydda / * / CO Mistur * * * —[- Skafrenningur * * * * Snjókoma # # # [T Þrumuveður 9 *2É ÉmV \ 1 " VEÐUR VÍÐA UM HEIM kf, 12:00 ígær að fsl. tíma hiti veöur Akureyri 8 alskýjað Reykjavík 9 þokumóða Bergen 8 skýjað Helsinki 7 rigning Kaupmannah. 10 skýjað Narssarssuaq 4 alskýjað Nuuk 0 snjókoma Osló 8 léttskýjað Stokkhólmur S skýjað Þórshöfn 7 súld Algarve 24 hálfskýjað Amsterdam 14 léttskýjað Barcelona 18 alskýjað Beriín 11 skúr Chicago 7 léttskýjað Feneyjar- 16 léttskýjað Frankfurt vantar Glasgow 15 rigning Hamborg 11 léttskýjað Las Palmas 27 léttskýjað London 1« skýjað Los Angeles -17 mistur Lúxemborg 8 súld Madríd 18 hálfskýjað Malaga 23 hálfskýjað Mallorca 18 alskýjað Montreal 8 rigning New Yorit 12 mistur Orlando 22 þokumóða París 14 skýjað Róm 20 heiðskírt Vín 13 skýjað Washington 9 léttskýjað Winnipeg 13 skýjað LIN: Ekki gert ráðfyrir hækkun í janúar í fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir hækkun á framfærslugrunni námslána í janúar. I greinargerð með frumvarpinu segir að hækkun- um umfram forsendur þess verði að mæta með lántöku. Ráðstöfunarfé Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækkar um 40,6% frá síðasta fjárlaga- frumvarpi og verður 3.695 millj- ónir kr. á árinu 1990. Þar af er fjárveiting 2.215 millj. kr. og lán- taka 1.480 millj. kr. Framlag ríkissjóðs er samkvæmt frum- varpinu 37% hærra en í fjárlaga- frumvarpi og fjárlögum ársins 1989. Skýringin á þessari miklu hækkun er sú m.a. að útgjöld ríkisins til Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafa á þessu ári orð- ið mun hærri en fjárlög síðasta árs gerðu ráð fyrir. Kemur þar til hækkun á framfærslugrunni sem námsmenn sömdu um við menntamálaráðherra á fyrri hluta ársins. 23milljónir til umhverfis- ráðuneytis Heildarfjárveiting á næsta ári til umhverfisráðuneytis, sem gert er ráð fyrir að taki til starfa um áramótin, er tæp- ar 23 milh'ónir króna. Ráðuneytinu er ætlað að fara með yfirstjórn þeirra málaflokka sem snerta verndun og nýtingu umhverfisins. Fjárveiting til aðal- skrifstofu þess er áætluð tæpar 20 milljónir króna og er gert ráð fyrir þremur stöðum ráðuneytis- starfsmanna. Laun ráðherra og aðstoðarmanns, ef ráðinn er, falla undir fjárlagalið ríkisstjórnarinn- ar. Fjárlagarrumvarpið: Breytaþarf20 lögum TIL AÐ tekju- og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins standist þarf að breyta 20 lögum. Lagabreytingar vegna tekju- hliðar fjárlagafrumvarpsins eru 7 og breytingar vegna gjaldahliðar eru 13. Ríkisábyrgð á laun- um: llOmilljónir vegna gjald- þrota GERT er ráð fyrir að ríkissjóð- ur greiði 110 milljónir á næsta ári vegna ríkisábyrgða á laun- um vegna gjaldþrota. Greiðsl- ur í ár eru taldar munu nema um 200 inilljóiiiiui, en síðasta fjárlagafrumvarp gerði ráð fyrir 35 miujónum og 440 þús- und krónum til þessa. Þá er áætlað að ráða starfsmann til að sinna framkvæmd laga um ríkisábyrgð. f fj'árlagafrumvarpínu kemur fram, að kostnaður vegna ríkis- ábyrgða á launum hefur vaxið hröðum skrefum. Við fram- kvæmd lagaákvæðis um ríkis- ábyrgð hafi komið fram verulegir annmarkar, sem leitt hafi til þess að greiðslur séu meiri en þarf til að ná réttmætum tilgangi lag- anna. Fjárhæðin 110 milljónir sé miðuð við að sú endurskoðun, sem hafin er á lögunum, leiði til úrbóta þannig að greiðslur rúmist innan þessara marka. Nýtt viðfangsefni er nú undir þessum fjárlagalið, ríkisábyrgð á orlofslaunum, og er kostnaður við það áætlaður 30 milljónir. Blaðastyrkur hækkar um 24% STYRKUR til blaðaútgáfu hækkar um 24% samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1990. Á þessu ári er varið 50 milljón- um í blaðastyrk, en á næsta ári er áætlað að styrkurinn nemi 61 milljón og 830 þúsund krónum. Hækkunin nemur því 24%. Að auki er fjármálaráðherra heimilt að kaupa allt að 250 ein- tök af hverju blaði, fyrir stofnan- ir ríkisins. Tekjur HHÍ minnka um 25% TEKJUR Happdrættis Háskóla íslands verða um 25% lægri á næsta ári en í ár, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að verð happdrættismiða hækki úr 400 krónum í 500 krónur. Þessi samdráttur er vegna minnk- andi sölu á skafmiðum, Happa- þrennum. Áætluð heildarútgjöld happ- drættisins eru 1 milljarður, 141 milljón og 620 þúsund krónur og lækka um 5%. Tekjur eru áætlað- ar 1 milljarður, 375 milljónir og 620 þúsund, sem er 25% lækkun frá fjárlögum 1989. Samdráttur í tékjum er einkum rakinn til minnkandi sölu skafmiða, en í fjárlagafrumvarpi 1989 var gert ráð fyrir að 10 milljónir miða seldust á ári. Einnig er gert ráð fyrir samdrætti í flokkahapp- drættinu. Rekstrarhagnaður er áætlaður 234 milljónir á næsta ári. Ríkisútvarpið: Gjaldskráþarf að hækka um 8% TIL AÐ NÁ endum saman í rekstri Ríkisútvarpsins, hljóð- varps og sjónvarps, þurfa af- notagjöld og auglýsingatekjur að hækka um 8% í ársbyrjun 1990. Heildarútgjöld Ríkisútvarpsins verða á næsta ári 1 milljarður, 940 milljónir og 440 þúsund krónur og hækka um 16% frá fjárlögum 1989. Að óbreyttri gjaldskrá verða tekjur hljóðvarps og sjónvarps samtals 1 milljarð- ur, 762 milljónir og 630 þúsund. Til að ná endum saman miðað við gjaldaáætlun þurfa afnota- gjöld og auglýsingatekjur því að hækka um 8% í ársbyrjun. Hækkun til fálkaorðu59% FRAMLAG vegna fálkaorðunn- ar hækkar um 59% frá fjárlög- um 1989 og verður á næsta ári 1,1 milljón króna. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar gerir ráð fyrir að rúmum 43 milljónum króna verði varið til embættis forseta íslands. Þar af verður 1100 þúsundum varið til fálkaorðunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.