Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ EIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 1989 Vestmannaeyjar: Lokaáfangi uppbygg- ingar hitaveitunnar Vestmannaeyjum. LOKAÁFANGA í uppbyggingu hitaveitunnar í Eyjúm er nú að ljúka. Rafskautaketill, til hitun- Þing VMSÍ sett í dag FIMMTÁNDA þing Verkamanna- sambands íslands verður sett í dag klukkan 10.30 í Kristalssal Hótels Loftleiða og er gert ráð fyrir að það standi fram á laugardag. Kjara- og atvinnumál verða meg- inviðfangsemi þingsins, auk þess sem lagðar verða fraiti álitsgerðir um þróun kjaramála, horfur í iðn- aðarmálum og um fiskveiðistefn- una. Rétt til þingsetu eiga 150 fulltrúar frá 54 verkalýðsfélögum, sem eru aðilar að VMSÍ. Tala félagsmanna í þessum verkalýðsfélögum er"sámtals 27.500, enda er VMSÍ langstærst landssambanda Alþýðusambands ís- lands. Frá síðasta reglulega þingi, sem haldið var á Akureyri haustið 1987, hefur eitt félag gengið í sam- bandið, en vegna þess að tvö félög sameinuðust er heildartala félaga óbreytt. ar á vatni veitunnar, var settur upp í lok síðasta árs og nú er ný lokið við uppsetningu spennis fyrir ketilinn. Spennir sá sem settur var upp nú er um 40 tonn að þyngd. Hann var fluttur beint til Eyja með flutn- ingaskipi og háfði sérstakur drátt- arvagn verið fenginn til Eyja til þess að koma spenninum frá skips- hlið á áfangastað í Kyndistöðinni.- Þar unnu starfsmenn Bæjarveitna síðan við að setja spenninn upp og tengja hann. Hraunhitinn hefur dvínað mikið á síðustu árum auk þess sem mik- ið vatn lekur út af hitaveitukerfinu á hrauninu. Undanfarið hefur hlut- ur hraunhitans í orkuþörf veitunn- Baula hf: Ólíklegt að starfsemin verði flutt OLIKLEGT er að Baula hf. í Hafn- arfirði flytji starfsemi sína til Hellu eftir að Byggðastofhun hafn- aði beiðni fyrirtækisins um 10 milljóna króna hlutafé. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar forstjóra Baulu hf. er gert ráð fyrir að fyrir- tækið byrji að kaupa mjólk til vinnslu beint frá bændum fyrir næstu áramót. „Aðilar á Hellu höfðu á sínum tíma samband við okkur og bentu á hús- næði sem þar stendur autt, og lýstu áhuga á því að við könnuðum mögu- leika á að flytja starfsemi okkar þangað. Við töldum þetta húsnæði henta verksmiðjunni vel, og vorum ákveðnir í því að gera þetta að því tilskildu að Byggðastofnun leggði til hlutafé sem nægði til þess að greiða kostnað vegna flutninganna. Okkur fannst það ekki óeðlilegt þar sem þetta er mikið byggðaspursmál fyrir þennan stað. Eftir þessa afgreiðslu Byggðastofnunar þykir okkur hins vegar ólíklegt að af þessu geti orðið, þar sem það er nærtækara fyrir okk- ur að flytja mjólkina hingað til okkar ef við tökum upp bein viðskipti við bændur. Við höfum ekki enn tekið endanlegar ákvarðanir um það hve- nær við byrjum að kaupa ógeril- sneydda og óunna mjólk af bændum, en stefnt er að því að af því geti orðið fyrir næstu áramót," sagði Þórður. Listasafti íslands: Sýningagestir tæplega8þúsund GÓÐ aðsókn hefur verið á sýningu á verkum Jóns Stefánssonar í Listasafni íslands og á þriðjudag- inn höfðu 7700 manns séð hana. Mest hefur aðsóknin verið um helgar samkvæmt upplýsingum frá Listasafninu en í miðri viku hafa ýmsir hópar fjölmennt á sýninguna. Þar hafa skólabörn verið fremst í flokki og einnig eldri borgarar. Sýningin var opnuð 23. september síðastliðinn og lýkur henni 5. nóvem- ber næstkomandi. Morgunblaðið/Sigurgeir Jonasson Spennirinn hífður á land í Eyjum. Mikill viðbúnaður var á bryggj- unni enda spennirinn enginn smá smíði og 40 tonn að þyngd. Stöð 2: ar verið um 40%, en þegar að spennirinn verður að fullu tekinn í gagnið mun hraunhitanotkuninni verða hætt og hitaveitan eingöngu verða kynnt upp rafmagni. Grímur Bryndís hættir BRYNDÍS Schram hefur ákveðið að hætta störfum hjá Stöð 2. Hún tilkynnti forsvars- mönnum Stöðvar 2 þessa ákvörðun sína í gærmorgun.' Bryndís staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær er blaðið hafði samband við hana. Bryndís sagði að hún hefði tekið þessa ákvörðun í gærmorgun og þá strax tilkynnt ráðamönnum stöðvarinnar hana. Síðasti þátt- f urinn í þáttaröðinni sem hún og Bessi Bjarnason hefðu stjórnað og héti Kynin kljást yrði sendur út í kvöld, en þættirnir hefðu allir verið teknir upp fyrirfram. Bryndís sagðist ekki vilja ræða ástæður þess að hún hefði tekið þessa ákvörðun, en kvaðst þó telja að þær hlytu að liggja nokkuð í augum uppi. GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METÐÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK NYIR VEXTIR METBÓK nafnvextir 22% - ársávöxtun 23,2% verðtryggð kjör: 5 /O vextir umfram verðbólgu GULLBÓK nafnvextir 20% - ársávöxtun 21% Innstæða Gullbókar er alltaf laus til útborgunar. Vaxtaleiðrétting reiknast aðeins af úttekinni fjárhæð en hefur ekki áhrif á vexti þeirrar innstæðu sem eftir stendur. Metbók er 18 mánaða sparibók. Hver innborgun er aðeins bundin í 18 mánuði. Eftir það er hún ávallt laus til útborgunar en heldur engu að síður óskertum vaxtakjörum. Ekkert úttektargjald. Við önnumst innlausn og sölu spariskírteina ríkissjóðs BUNAÐARBANKI ÍSLANDS TRAUSTUR BANKI - RÍKISBANKI GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBáK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.