Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 47
f M0RGUNB1.ÁÐIÐ FIMMTUDAGUH 12. OKTÓBKR 1989 Samband dýraverndunarfélaga: Askorun til foreldra TÖLVU- 1 MÖPPUR i frá Múlalundi... I ... þar er tölvupappírinn vel geymdur. | ZD Múlalundur 1 ________________________ Til Velvakanda. Þetta er áskorun til allra for- eldra/forráðamanna barna sem eiga kanínur, dúfur eða önnur dýr. Vinsamlega sjáið svo um að að- búnaður þeirra og fóðrun sé í full- komnu lagi. Einnig er þetta áskonin til allra, sem verða varir við að kanínur, dúfur eða önnur dýr séu höfð í kofum/kössum og hirðingu þeirra ábótavant, að láta lögreglu- yfirvöld tafarlaust vita. í sumar og haust hefur Samband dýraverndunarfélaga íslands þurft að hafa afskipti af fjölmörgum Þesslr hringdu . . Góður útvarpsþáttur Kona hringdi: „Mig langar að þakka fyrir þátt- inn Gestaspjall sem var fluttur í Ríkisútvarpinu fimmtudaginn 28. september í umsjón Höllu Guð- mundsdóttur. Það var sumarauki að heyra þessi ljúfu sönglög og ljúfar sögur eftir þá Blöndals bræð- ur, Þorvald lækni og Bjöm rithöf- und við ljóð Davíðs Stefánssonar, Nú sefur jörðin sumargræn, og Nótt Þorsteins Erlingssonar. Bróð- ir þeirra, Jón hagfræðingur, hafði einnig fengist við sönglagagerð. Ég hef heyrt eftir hann lag við ljóð Tómasar Guðmundssonar, Nú and- ar næturblær. Mig minnir að það hafi verið gefið út á nótum 1947. Ég heyrði það sungið í útvarpi af Ragnari Bjarnasyni fyrir mörgum árum. Einnig vil ég þakka fyrir leikritið Hallsteinn og Dóra eftir Einar Kvaran. Mikið væri gaman að heyra leikritið Maður og kona eftir Jón Thoroddsen við tækifæri, það er ein af mínum uppáhalds sögum. Eins væri gaman að heyra önnur gömul íslensk leikrit. Gamla gufan okkar er alltaf best.“ málum þar sem illa hefur farið um kanínur og dúfur — bæði eru dýrin rangt og lítið fóðruð og aðbúnaður langt undir lágmarkskröfum. í flestum tilfellum er þarna um að kenna að dýraeigendur eru ungir að árum og hafa hvorki þekkingu á umhirðu dýranna né þroska til að bera ábyrgð á þeim. Stjórn Sambands dýraverndun- arfélaga Islands er mjög umhugað að börn fái að umgangast dýr — það þroskar og bætir hvern ein- stakling. Til þess að það geti lánast þurfa hinar fullorðnu að bera fulla Sorpböggunarstöð í Akurey Lesandi hringdi: „Eftir að vöruafgreiðsla hefur að mestu leyti flutt í Sundahöfn hefur athafnalíf mjög dregist sam- an við Reykjavíkurhöfn. Ég tel að byggja ætti hina nýju sorpböggun- arstöð í Akurey en auðvelt yrði að leggja veg eftir granda sem liggur þangað út og kemur upp um fjör- ur. Síðan mætti reka niður stálþil og fylla upp með sorpi og gera þannig breiða garða að Seltjarnar- nesi og út í Engey. Þannig mætti búa til dýrmæt athafnasvæði fyrir næstu öld sem gæti hleypt nýju lífi í þennan bæjarhluta. Auk þess myndi þetta leysa deilurnar um staðsetningu sorpböggunarstöðv- arinnar." Sein afgreiðsla Háskólanemi hringdi: „Ég tel að óþarfa seinagangur sé á afgreiðslu lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Ég fór í haustpróf í haust og stóðst það. Fyrst þurfti ég að bíða í þrjár vik- ur eftir einkunninni frá Háskólan- um en þá gat ég farið og afhent öll nauðsynleg gögn hjá Lánasjóðn- um. Þó öll gögn væru til staðar var mér sagt að ég yrði að bíða í hálfan mánuð eftir því að fá skulda- bréfið. Mér finnst að Lánasjóðurinn gæti verið með skuldabréfið tilbúið þegar allar nauðsynlegar upplýs- ingar eru komnar og þessi aukabið sé alveg óþörf.“ ábyrgð á dýrahaldinu þannig að það sé börnunum sönn og góð fyrirmynd og öllum aðilum til sóma. A þetta virðist því miður oft skorta í dýra- haldi barna í Reykjavík og víða á öðrum þéttbýlisstöðum. Því ítrekar stjórn_ Sambands dýraverndunarfé- laga íslands að foreldrar/forráða- menn barna svo og -allir aðrir er málið varðar sjái til þess að dýra- hald barna verði fært í viðunandi horf þannig að umhirða, aðbúnaður og fóðrun dýranna verði í lagi. Stjórn Sambands dýra- verndunarfélaga Islands Heyrnatæki Tvö heyrnartæki í blárri öskju töpuðust á leiðinni frá Kringlunni að Miklubraut. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 35736. Kettlingur Svartur og hvítur 10 vikna gam- all kettlingur fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 28631 eftir kl. 17. Númeraplata Númeraplata með númerinu R1234 tapaðist við Austurberg 78. Vinsamlegast hringið í síma 77668 eftir kl. 18 ef hún hefur komið í leitirnar. Fundarlaun. Taska Græn heimasaumuð taska tap- aðist fyrir fjórum vikum í Geirs- búð, Hressó eða Veitinagastaðnum 22. í henni voru m.a. græn peysa og brúnt peningaveski. Finnandi er vinnsamlegast beðinn að hringja í síma 84106. Peysa Ný svört pljónapeysa nr. 12 úr bómullargarni tapaðist í Hljómskálagarðinum fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 29983. Lyklakippa Þrír lyklar á kippu fundust á Laugavegi fyrir nokkru. Eigandi þeirra er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 77805. Klæðstu Barbour í baráttunni við veðrið. Hentugur fatnaður innanbæjar sem utan. <o ö) i_ > n 'fD in 'fD l/) C Li Hafnarstrœti 5 Símar: 16760 og 14800 \ INFALT Við eigum mesta úrvalið af hornsófum L T ^>_-j I I ■ HúsgagnaAðllin REYKJAVlK ÞAÐ ER SVO Teg OHIO - úrvalsleður á slitflötum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.