Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 52
INMHESTER, V BYSSUR OG SKOTFÆRI Heildsöludreifing: I.Guðmundsson, sími: 24020 $tmfr Æ^fk iC j^ /^ Iaptfr SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan ^^0 flugleiðirJS' FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Frystitogar- arnir moka uppfiskií "Skerjadýpi Taka40til60tonn af karfa á sólarhring NOKKRIR frystitogarar mok- líska nú í úthafskarfatrollin í Skerjadýpi. Þeir hafa verið að taka 40 til 60 tonn af karfa á sólarhring, en það svarar nokk- urn veginn til frystigetu skip- anna. Hafnarfjarðartogararnir Haraldur, Sjóli og Venus eru þarna úti og hafa þeir verið að taka upp í 30 tonn í iioli, en al- gengast er að þeir fái 15 til 20 lonn. ™ Helgi Kristjánsson, útgerðar- stjóri Sjólastöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að stóru úthafskarfatrollin gerðu gæfumun- inn. Einhverjir hefðu reynt fyrir sér þarna með minni troll en fiskað mun minna í þau. Hann sagði að þessi afli svaraði nokkurn veginn til vinnslugetunnar, en karfinn er hausskorinn og slógdreginn og heil- frystur fyrir Japansmarkaðinn. „Útgerðin hefur gengið vel í ár, en J?að saxast töluvert á kvótann. Har- aldur og Sjóli eru báðir á sóknar- marki og því er ekki hægt að kaupa á þá kvóta. Það er hámark á þorsk, karfa og grálúðu auk takmarkaðrar sóknar. Við eigum eftir dagafjölda í um það bil tvo túra til áramóta og vonumst til að geta verið eitt- hvað á ufsa ogýsu þá," sagði Heigi. Fjárlagafrumvarp 1990 lagt fram á Alþingi í gær: Tekjuskattshlutfall hækk- að og sérstakt hátekjuþrep Morgunblaðið/Sigurgeir Hvassafellið kom til Vestmannaeyja í gær hlaðið síldartunnum. Alls var skipið með um 15 þúsund tunnur. Saltað var hjá Fiskiðjunni á mánudag og saltað verður aftur í dag. Saltað á 13 plönum í gær UMSVIFIN kringum síldina eru farin að aukast. I gær var sall- að á 13 plönum, reyndar lítið á flestum, enda eru. menn að prufukeyra vélar og mannskap. Bátunum fjölgar á miðunum og Ingvi Rafn er búinn að landa þrisvar. í gær var saltað á 13 plönum á svæðinu frá Eskifirði að Vogum á Vatnsleysuströnd. Áætluð sölt- un eftir daginn var um 3.000 tunnur og veldur því bæði söitun- arhámark á hvert plan, 300 tunn- ur, og hitt að menn eru að byrja að þreifa sig áfram með vinnsl- una, stilla vélar og þjálfa mann- skap. Valdimar Sveinsson var vænt- anlegur til Eyja í gærkvöldi með 100 tonn og Ingvi Rafn á Guð- mundi Kristni landaði á Fáskrúðs- firði í þriðja sinn á vertíðinni, 60 tonnum að þessu sinni. Morgun- blaðið náði talí af Ingva þar sem hann var staddur austur af Hvals- nesinu, en þar fékk hann aflann í fyrri nótt. Hann sagði, að síldin væri byrjuð að færast að landi og líklega færi veiðin að aukast.' Þó hefði það verið svo í fyrri nótt að lítið hefði verið um að vera eftir miðnættið, lítið fundizt og það staðið djúpt. Persónuafsláttur hækkaður og raunvaxtatekjur skattlagðar TEKJUSKATTAR á fólk með háar tekjur hækka með því að hækka tekjuskattshlutfall og persónuafslátt, sérstakt skattþrep kemur á háar tekjur, barnabætur verða í ríkari mæli tekju- og eignatengdar og fjár- magnstekjur verða skattlagðar samhliða lækkun eignaskatta. Þetta er boðað í frumvarpi.til fjárlaga ársins 1990, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir tæplega þriggja milljarða króna halla á ríkisbúskapnum sem verði fjármagnaður með lántökum innanlands. Tekjur ríkissjóðs eiga að verða rúmir 90,3 milljarðar sem er um 17% hækkun frá fjárlagafrumvarpi þessa árs, gjöld eiga að verða 93,2 milljarðar sem er 22,5% hækkun frá frumvarpi þessa árs. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að endurskoða tekjuskattskerfið á næstunni í því skyni að það stuðli að meiri jöfnuði með því að létta skattbyrði af lágtekjufólki en auka hana á hátekjufólki," segir í greinar- Olvaðir öku- menn fleiri enífyrra FLEIRI ökumenn voru kærðir "^Tyrir öivuh við akstur í Reykjavík fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Jafnmargir ökumenn lentu ölvaðir í umferð- aróhöppum bæði tímabilin. 911 ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur fyrstu þrjá fjórð- unga þessa árs en þeir voru 844 á sama tíma í fyrra. Hvort árið áttu 114 ölvaðir ökumenn aðild að um- ferðaróhöppum. gerð í frumvarpinu. Tekjuskattar af raunvaxtatekjum einstaklinga hafa verið í undirbún- ingi og miða að því að „.. . afhema þau skattalegu forréttindi sem fjár- magnstekjur hafa notið umfram at- vinnutekjur, um leið og stefnt er að samræmingu í skattalegri meðferð mismunandi forma fjármagns- tekna," segir í frumvaipinu. Sam- hliða skattlagningu fjármagnstekna á að lækka eignarskatta, þó á eign- arskattsauki að hækka umfram verðlagshækkanir sem frumvarpið er byggt á. 26% virðisaukaskattur er meðal forsendna frumvarpsins og á að end- urgreiða hann að hluta af nokkrum tegundum matvæia, þannig að mjólk, dilkakjöt, innlent grænmeti og_fiskur beri ígildi 13% skatts. Ýmis fleiri gjöld eru til athugun- ar, þar á meðal að hækka ýmis leyf- is- og afgreiðslugjöld til að þau standi undir auknum kostnaðarhlut viðkomandi stofnana, svonefnt „kíló- gjald" af bílum hækkar um 2-3 krón- ur á kíló en bensíngjald á að lækka að raungildi. Ólafur Ragnar Grímsson fjár-- málaráðherra segir frumvarpið vera mikilvægan áfanga að nýjum grund- velli í efnahagsmálum og að það skapi almenn skiíyrði fyrir rekstur, tími millifærslna til bjargar atvinnu- lífi sé liðinn. Pálmi Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks segir að málflutningur fjármálaráðherra einkennist af vill- andi samanburði og feluleik sem felist meðal annars í að frumvarpið byggi á 16% hækkun verðlags á næsta ári. „En ekki er gert ráð fyr- ir neinum launahækkunum og svari nú hver fyrir sig að það sé trúlegt að laun standi óbreytt í 16% verð- bólgu." Sjá nánar á bls. 4 og 5. Akureyri: Híbýli óska eftir gjald- þrotaskiptum 40 manns vinna hjá fyrirtækinu HIBYLI hf. sendu síðdegis í gær inn beiðni til bæjarfógetans á Akureyri um að fyrirtækið verði úrskurðað gjaldþrota. Elías I. Elíasson bæjarfógeti sagði að stjórn fyrirtækisins hefði farið fram á það að fyrirtækið yrði úrskurðað gjaldþrota, en þar sem beiðnin hefði komið seint fram hefði ekki gefist tóm til að skoða hana. Fjallað yrði um málið í skiptarétti í dag. Híbýli hf. er stærsta bygginga- fyrirtækið á Akureyri og þar starfa nú um 40 manns. Forráðamenn fyrirtækisins vildu í gærkvöldi ekk- ert tjá sig um málið. Veiðitímabilið að hefjast: Rjúpu fer fækkandi RJUPNAVEIÐI má hefjast á sunnudag, 15. október. Fækkað hefur í rjúpnastofninum undan- farin ár og útlit er fyrir að svo verði næstu ár. Ævar Petersen, fuglafræðingur, sagði að nokkrar sveiflur væru í rjúpnastofninum og næði hann hámarki á um tíu ára fresti. „Síðast var slíkt hámark 1986-1987, þó að þá þætti ekki mikið um rjúpu míðað við það sem best gerðist fyrr á öldinni," sagði hann. „Þó var ástandið miklu betra en til dæmis árið 1975, sem var lélegt. Þetta gengur alltaf i sveiflum og það er ekkert sem bendir til ann- ars en að stofninn dali áfram í ár." í frétt frá Skotveiðifélaginu, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, vöru veiðimenn hvattir til að sýna öðrum veiðimönnum og vegfarend- um fyllstu tillits'semi og gæta ör- yggis í hvívetna. Rafíðnaðarmenn funduðu fram á nótt: á síma- Miklar truflanir sambandinu við útlönd RAFIÐNAÐARMENN sátu enn á fundi með viðsemjendum sínum síðast þegar Morgunblaðið leitaði frétta eftir miðnætti í nótt, en þá voru liðnar tvær vikur frá því verkfall raííðnaðarmanna hjá ríkinu hófst. Aðilar vörðust frétta af gangi viðræðnanna. í gærkvöldi voru afturkallaðar undanþágur hljóðvarps og sjónvarps ríkisins til að senda út auglýsingar. Stafræn símstöð, sem sér um símasamband við útlönd, hætti að.afgreiða símtöl í gær og var þá ekki hægt að hringja beint héðan til Bretlands og um helmingur lína til Banda- ríkjanna datt út, auk nokkurra lína til ýmissa Evrópulanda. Hægt er að hringja frá þessum löndum hingað. Þá bilaði símstöðin í Mosfellsbæ í gær og var lengi dags mjög erfitt að ná sambandi þangað og þaðan á mestu álagstím- um. Einnig var erfitt að ná sam- bandi innanbæjar. Sótt var um und- anþágu frá verkfalli Rafiðnaðar- sambandsins til viðgerða, en svar hafði ekki bórist í gærkvöldi. Póstur og sími sótti um undan- þágu frá verkfalli Rafiðnaðarsam- bandsins til viðgerða en undanþága fékkst ekki í gær. Að sögn Jóhanns Hjálmarssonar, blaðafulltrúa Pósts og síma, er einn- ig bilun i Múlastöð. Póstur og sími fékk ekki undanþágu til að gera við 128 símanúmer í stöðinni, sem hafa veríð biiuð frá því á laugardag- inn fyrir rúmri viku. 20 þeirra eru í leiguíbúðum aldraðra við Furu- gerði. í Þorlákshöfn hefur ekki verið unnt að ná sambandi innanbæjar. Mjólkárvirkjun er sambandslaus og ekki hefur fengist undanþága til að gera við þá bilun. Undanþága fékkst til að gera við bilanir í staf- ræna kerfinu í Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.