Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989
Minning:
Sveinn Jóhannes
son, Hafharfírði
Fæddur 9. septeniber 1909
Dáinn 30. september 1989
Success
eVARAKTEED BWfc* —
PERFEOTIN
8 MINUTES
Beef Oriental
Beef Ftararcd Rice «■Uft Vegetab'.es
Bragðgóður hrísgrjónaréttur
með nautakjötskrafti og ör-
litlu hvítlauksbragði. Saman-
við er bætt ferskum grænum
baunum og gulrótum. Sérlega
góðuppfylling.
Fyrir 4 - suóutimi 8 mín.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSOWvCO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
í dag er kvaddur hinstu kveðju
frá Víðistaðakirkju afi minn, Sveinn
Jóhannesson.
Afi minn er dáinn. Maður telur
sér stundum trú um sem barn að
nánustu ættingjar og þeir sem
manni þykir vænst um muni verða
eilífir hér á jörð. Eitthvað sérstakt
hljóti að gilda um þá því þeir séu
svo einstakir. Eftir því sem árin líða
verður manni þó smám saman ljóst
að öllu lífi fylgir óhjákvæmilegur
dauði. Barnslegar væntingar víkja
fyrir raunveruleikanum.
Afi minn og amma eru meðal
þess fólks sem mér hefur þótt vænst
um. Kemur þar meðal annars til
að ég dv'aldi tímunum saman hjá
þeim meðan pabbi og mamma voru
að vinna fyrir fyrstu íbúðinni okk-
ar. Seinna meir fékk ég svo að fara
með þeim norður í sveitina þeirra,
í Húnavatnssýslu, þar sem þau
bæði ólust upp. Þar elti ég afa á
röndum til að kynnast sem mestu
um sveitina mína eins og ég kallaði
hana alltaf.
í sveitinni lærði ég margt af afa,
t.d. að sitja hest og ýmislegt sem
borgarbörnum finnst spertnandi.
Afi fæddist 9. september 1909
að Skárastöðum í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Hann var sonur Jóhann-
esar Guðmundssonar og Unnar
Sveinsdóttur. Afi var þeirra elsti
sonur, síðan komu þeir Guðmundur
og Bjarni og er Guðmundur sem
oftast er kallaður Mundi sá eini sem
eftir lifir.
Þann 1. júní _1940 kvæntist hann
ömmu minni, Ásu Sigríði Stefáns-
dóttur, og það sama ár fluttu þau
suður. Eignuðust þau eina dóttur,
Unni Kolbrúnu móður mína. Fyrstu
árin eftir að þau komu suður voru
þau í vinnumennsku hjá Sigurði
Jónassyni á Bessastöðum, en svo
fluttu þau til Hafnarfjarðar og hafa
búið þar síðan, lengst af á
o FUJGFAX S4S FRAKT
Suðurlandsbraut 16 Sími 678600 Sími 622211
SAS-frakt til Bandaríkjanna - örugg sending alla leið.
Og hann er einungis 3 daga á leiðinni.
Þú afhendir pakkann hjá Flugfax, Suðurlandsbraut 16.
Pakkinn fer með SAS vél kl. 9:50 á laugardagsmorgni
og kl. 14:40 að staðartíma á mánudegi er hann
kominn til Los Angeles.
Með SAS-frakt kostar 9 kg pakki
til Los Angeles aðeins 3.960 kr.
keyrslu hjá Olís. Afi vann mikið
meðan heilsan leyfði. Kynslóð
þeirra afa og -ömmu var lítið fyrir
að taka sér frí, hjá þeim var vinnan
alltaf í fyrirrúmi.
Afi bar þess glögg merki að hann
hafði unnið mikið um ævina. Sein-
asta áratuginn fór að reyna æ meira
á ömmu þar sem líkamlegir kraftar
afa fóru smám saman þverrandi.
Hann var orðinn útslitinn maður.
Þá var gott að eiga góða konu sem
var ósérhlífin við að sinna honum
á allan þann hátt sem henni var
unnt.
Eg vil að lokum þakka afa allt
það sem hann hefur verið mér og
minni íjölskyldu. Ég veit að ég verð
að sætta mig við að við fáum ekki
lengur notið afa, en eftir sitja góð-
ar og ljúfar minningar sem eru
okkur svo mikiís virði um svo ein-
stakan mann sem afi var.
Sofðu vært hinn síðasta blund
unz hinn dýri dagur ljóraar
Drottins lúður þegar hljómar -
liina miklu morgunstund.
(Sb. 1886 - V. Briem)
Ása Sigríður Þórisdóttir
Kjartan Þórisson
Bjarney Guðjóns-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 4. apríl 1907
Dáin 27. september 1989
Við skrifum þessar fátæklegu
línur til minningar um ömmu og
langömmu, Bjarneyju Guðjónsdótt-
ur, „ömmu á Langó“ eins og við
krakkamir kölluðum hana. „Má ég
sofa hjá ömmu og afa á Langó?“
sögðum við og alltaf var tilhlökkun-
in mikil að fá að heimsækja ömmu
og afa. En nú er hún amma dáin,
hún amma ,sem alltaf var svo kát
og glöð og smitaði okkur af kátínu
og glaðværð alla tíð.
Auðvitað lifir amma áfram í
minningu okkar allra og hinum
megin í þéim heimi sem okkur jarð-
arbúum er hulinn.
Undanfarin tvö ár höfum við
hjónin búið í sama húsi og afi og
amma, og fengið að deila með þeim
erfiði og gleði. Þrátt fyrir það að
hún amma hafi átt við veikindi að
stríða síðustu misseri, var hún allt-
af kát og gerði að gamni sínu við
okkur og drengina okkar.
Minningin um góða ömmu lifir
áfram. Við þökkum henni fyrir allt
um leið og við kveðjum hana frá
þessum heimi.
Guð styrki þig afi gegnum erfitt
tímabil vegna mikils missis.
Gústi og Erla
Reykjavíkurvegi 35a. í Hafnarfirði
vann afi við ýmis störf. Hann byij-
aði að vinna við múrverk hjá Ing-
ólfi Stefánssyni, vann síðan á bíla-
verkstæðinu hjá Sveini Magnússyni
en seinustu árin var hann við út-
HRADLESTUR - NÁMST/EKNI
Næsta námskeið í hraðlestri hefst miðvikudag-
inn 18. október nk.
Námskeiðið hentar öllum sem vilja auka lestrar-
hraða sinn, hvort heldur er við lestur námsbóka eða
fagurbókmennta.
Hraðlestrarskólinn hefur starfað í 9 ár og á þeim
tíma hefur mikill fjöldi sótt námskeið hans. Árangur
nemenda hefur verið sá, að þeir hafa að jafnaði
meir en þrefaldað lestrarhraða sinn, auk þess
að bæta eftirtekt sína við allan lestur.
í upphafi námskeiðs lesa nemendur yfirleitt minna
en 200 orð á mínútu (hver er þinn lestrarhraði!) í
meðalþungu lesefni, en að námskeiði loknu lesa
nemendur að jafnaði um 600 orð á mínútu (sumir
enn meirl).
Á námskeiðinu eru einnig kennd mikilvæg atriði í
námstækni, svo sem námsbókalestur, glósugerð
o.fl., sem hentar skólafólki mjög vel. Reynslan sýn-
ir að árangur nemenda batnar í skóla. Jafnframt
geta nemendur minnkað þann tíma sem fer í lestur
námsbóka og þannig haft betri tíma til að sinna
áhugamálum eða vinnu.
Kennslustaður er í Árnagarði, Háskóla íslands.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091.
HRADLESTRARSKÓLINN.
E