Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 22
fiS 22 í '• HUDAGl TMMR 91QAJ8MU3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989 ¦é\- Landsfiindur breska Ihaldsflokksins: Margaret Thatcher gagn- rýnd með óbeinum hætti Blackpooi. Reuter. SIR Geoffrey Howe, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, sagði í gær í Blackpool þar sem landsfundur íhaldsflokksins er haldinn þessa dagana, að flokkurinn þyrfti að gefa meiri gaúm að óskum alls almenn- ings í landinu. Skoðanakannanir að undanförnu sýna, að Verkamanna- flokkurinn nýtur verulega meiri stuðnings en íhaldsflokkurinn. hádegisverðarboði og utan óhvikulir krossfarar, við verðum líka reglulegs fundarhalds sagði Howe, að íhaldsfiokkurinn ætti erfitt verk framundan og vék óbeint að þeirri ímynd, sem Margaret Thatcher for- sætisráðherra hefur í augum Breta, að hún sé harðduglegur en ekki að sama skapi umhyggjusamur leið- togi. „Við megum ekki bara vera að kunna að leggja eyrun við og sýna fólki skilning. Við verðum að vera í takt við þjóðarsálina hverju sinni," sagði Howe, sem verður ekki meðal ræðumanna á landsfundinum í fyrsta sinn í áratug. Þá gagnrýndi hann einnig með óbeinum hætti and- stöðu Thatchers við fulla þátttöku ™2 Breta í Evrópubandalaginu. Ágrein- ingur um þau mál er talinn hafa valdið mestu um, að Howe lét af embætti utanríkisráðherra í júlí sl. Á landsfundinum verða efnahags- málin fyrirferðarmest en í síðustu viku hækkaði Nigel Lawson vextina í 15% til að koma í veg fyrir gengis- lækkun pundsins. Þrátt fyrir það féll það í gær niður fyrir þrjú vestur- þýsk mörk. í dag flytur Lawson ræðu og er búist við, að þá muni hann segjast ætla að standa og falla með stefnu sinni í vaxtamálum. Fundinum lýkur á morgun með ræðu Thatcher, sem þá fyllir jafnframt 64. árið. Byrjenda- námskeið Skemmtilegt og gagnlegt nám- skeið fyrir þá sem eru að byrja að fást viðtölvur. Leiðbeinandi: ^-^ Stefán Magnússon (^) Tími: 17., 19., 24. og 26. okt. kl. 20-23 CM TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, sími 687590 NU SPÖRUMVIÐ PENINGA. pg smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög Við veitum fúslega allar nánari upplýsingar í síma 621566. Smáfrumur geta valdið lungnaþembu Boston. Reuler. LÆKNAR í Kanada hafa komist að því að smáfrumur er nefnast niftsæknar frumur safnast fyrir í lungum reykingamanna, þar sem þær geta smám sanran eyði- lagt líffærið. Þessi uppgötvun, sem kynnt er í bandaríska tímaritinu Journal of Medicine, gæti skýrt það hvers vegna reykingamenn eru líklegri en aðrir til að fá lurígnaþembu, sjúkdóm sem getur orðið banvænn. Þegar vindlingareykur kemst í niftsæknu frumurnar gefa þær frá sér ensím, eða gerhvata, sem fest- ist við lungnavefinn og dregur smám saman úr þanþoli lungn- anna. Reuter Havel fékk friðarverðlaun Tékkneski rithöfundurinn Vaclav Havel hlaut að þessu sinni friðar- verðlaunin, sem árlega er úthlutað á Bókasýningunni í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Gestir og gangandi urðu hins vegar að láta sér nægja mynd af honum því að yfirvöld í Tékkóslóvakíu leyfa ekki þessum kunna andófsmanni fremur en öðrum þegnum landsins að fara frjálsum ferða sinna. Syðri-Straumfjörður: Grænlendingar taki þátt í kostnaðinum Kaunmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur farið þess á leit við Dani og Grænlendinga að þeir taki þátt í að standa straum af rekstrarkostnaði flugvallarins í Syðra-Straumfirði eftir árið 1991. Bandaríkjamenn hafa dregið úr afnotum sínum af flugvellinum í kjölfar breytinga á hlutverki ratsjár- stöðvanna en árlegur kostnaður við hann er nú 1,2 milljarðar ísl. kr. Niðurskurður Bandaríkjamanna á útgjöldum til varnarmála hefur leitt til þessa en Jonathan Motzfeldt, formaður landstjórnarinnar, sagði í samtali við grænlenska útvarpið að ekki kæmi til greina að Grænlend- ingar gengju að þessu. Andreas Papandreou, fyrrum forsætisráðherra Grikklands: Lét hlera samtöl tílvon- andi eiginkonu sinnar Aþenu. New York Times. Þingnefnd í Grikklandi héfur skýrt frá því að Andreas Papandreou hafi látið koma fyrir hlerunarbúnaði hjá nánum samstarfsmönnum jafnt sem pólitískum andstæðingum sínum þegar hann var forsætisráð- herra landsins. Á meðal þeirra fyrrnefndu eru ráðherrar í stjórn hans, forseti gríska þingsins, einkaritari hans og konan sem hann kvæntist nýlega. Þessar upplýsingar hafa valdið mikilli hneykslun á meðal Grikkja, sem þykja þó ýmsu vanir eftir hveija fréttina af annarri á undanförnum mánuðum um spillingu innan stjórn- kerfisins, yfirhylmingar og fjár- drætti. Vildihafabæði tögl og hagldir Dagblöð og útvörp í landinu hafa á einhvern hátt komist yfír upptökur á samtölum, sem Papandreou er sagður hafa látið hlera. Þessi samtöl hafa síðan verið birt og vakið mikla athygli því í þeim má meðal annars heyra samstarfsmenn Papandreous rægja forsætisráðherrann fyrrver- andi. Mestu uppnámi hafa þá valdið samtöl konunnar, er Papandreou gekk að eiga nýlega, og stjörnuspá- manns hennar. Þar veitir hann henni ráðgjöf varðandi einkalífið og emb- ættisstörf eiginmannsins tilvonandi. Bæði stuðningsmenn og andstæð- ingar Papandreous segja að þessar hleranir lýsi forsætisráðherranum vel. Á þessum tíma var hann mjög vinsæll á meðal Grikkja, sem kunnu veí að meta frumleika hans og fjör. „Þetta sýnir að hann þjáist í raun af öryggisleysi," sagði Epiminondas Zafiropoulos, pólitískur andstæðing- ur Papandreous og ritari nefndarinn- ar sem rannsakar hleranirnar. „Hann vildi hafa bæði tögl og haldir í hverjum leik," bætti hann við. Rannsóknin hefur orðið til þess að gríska þingið hefur samþykkt að höfða skuli mál gegn Papandreou fyrir ólöglegar hleranir, sem btjóti í bága við grísku stjórnarskrána. Lögfræðingar telja að auðveldara verði að lögsækja Papandreou vegna þessa máls heldur en vegna meintrar aðildar hans að bankahneyksli, sem er mun flóknara mál. Þingið sam- þykkti nýlega að höfða skyldi mál gegn forsætisráðherranum fyrrver- andi fyrir að hafa þegið mútur og gerst sekur um trúnaðarbrot. Papandreou, sem er sjötugur og hefur átt við veikindi að stríða, hef- ur vísað þessum ákærum á bug, sagt þær tilbúning pólitískra and- stæðinga, sem vilji binda enda á stjórnmálaferil hans. Hlerað í átta ár Samkvæmt þingnefndinni áttu hleranirnar sér stað í hartnær átta ár, eða næstum allan þann tíma sem stjórn Sósílistaflokksins var við völd. Vegna tímaskorts ákvað nefndin þó að einbeita sér aðeins að tímabilinu frá 1987. Zafiropoulos sagði að þingnendin hefði komist að því að í gríska síma- fyrirtækinu, sem er ríkisrekið, hefði verið leyniherbergi og fundið í því 44 falin hlerunartæki. Þar hefðu jafnvel fundist reikningar, sem sýndu að leyniþjónustan hefði greitt fyrir hleranirnar. Zafiropoulos sagði að tíu menn hefðu viðurkennt að hafa tekið upp samtöl „í pólitísku skyni". Sendi- sveinar hefðu einnig skýrt frá því að þeir hefðu flutt segulbandsspólur frá yfirmanni leyniþjónustunnar heim til Papandreous eða á skrif- stofu hans og afhent einkaritara hans þær. Yfirmaðurinn, Kostas Tsimas, vísar því á bug að hann hafi látið taka upp samtöl fyrir Pap- andreou með ólöglegum hætti og segist einungis hafa sent forsætis- ráðherranum upplýsingar varðandi öryggismál daglega. Ráðherra ofsóttur Gríska dagblaðið Ethnos hefur birt útdrátt úr samtali Yannis Alevr- as, forseta þingsins, og Apostolis Lazaris, fyrrum ráðherra er varð ósáttur við Papandreou og sagði sig að lokum úr flokknum. Þar reynir Alevras að telja ráðherrann á að hætta við að segja sig úr flokknum.' Lazaris segir hins vegar að það sé of seint því Papandreou hafi sent „Andreasar-sveit", eða herskátt lið flokksmanna, heim til sín. „Ég er skelfingu iostinn yfir fasisma Andre- asar. Þeir sátu um húsið okkar í alla nótt og reyndu að kveikja í því. Konan mín og dóttir okkar eru ör- vita af hræðslu," segir ráðherrann fyrrverandi. Síðan heldur hann áfram: „Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.