Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 1989 n ií ¦/(« .21 a \ \ sVjfo Hvemig er frádráttarheimildin í viröisaukaskattí? Endu rgreiðsla ef innskattur er hærri en útskattur ¦nnskattur á ákveðnu'uppgjörstímabili < kann að verða hærri en útskattur sama tímabils. Þetta i; getur t.d. gerst vegna fjárfestingar (bygging eða viðhald fasteignar fyrir reksturinn eða kaup á dýrum tækjum) "r^eða ef fyrirtækið saf nar birgðum. Einnig ef fyrirtæki selur undanþegna vöru eða þjónustu (t.d. útflutningur). Innskattur dregst frá útskattí "irðisaukaskattur sem fyrirtæki greiðir af vöru og þjónustu sem það kaupirtil nota í rekstrinum er nefndur innskattur. Virðisaukaskattur sem fyrirtæki innheimtir af sölu sinni er hins vegar nefndur útskattur. Við uppgjör til ríkissjóðs dregur fyrirtækið þann innskatt sem það greiðir á hverju uppgjörstímabili frá útskattinum sem það hefur innheimt á sama tímabili, þ.e. fyrirtækið greiðir aðeins mismuninn á útskatti og innskatti. Innskattur af flestum aðföngum er frádráttarbær M,, "¦''¦'¦'Jrrádráttarheimildin nærtil innskatts af svo til öllum aðfongum fyrirtækja sem varða skattskylda sölu þeirra. Það er ekki aðeins innskattur af endursölu- 1 vörum og hráefnum sem kemur til frádráttar, heldur einnig innskattur af fjárfestingu og rekstrarvörum sem notaðar eru fyrir reksturinn. í nokkrum tilvikum er frádráttarheimildin takmörkuð. Innskattur af hlunnindagreiðslum, risnu og gjöfum er ekki frádráttarbær. Sama gildir almennt um innskatt vegna fólksbifreiða. þessum tilvikum endurgreiðir ríkissjóður -mismun innskatts og útskatts. Skilyrði frádráttar Í^Kkilyrði fyrir frádrætti eru: » Að fyrirtækið stundi skattskylda starfsemi. • Að keypt vara eða þjónusta sé til nota í rekstrinum. * Að innskatturinn sé bókfærður á grundvelli löglegs fylgiskjals (reiknings eða tollskýrslu). Endurgreiðsla er heimil þótt varan sé óseld Fnnskattinn má draga frá á því uppgjörstímabili sem vara eða þjónusta er keypt. Ekki skiptir máli hvort aðföngin eru staðgreidd eða keypt með greiðslufresti. Innskatt af vöru sem keypt er til endursölu eða úrvinnslu má draga fráþótthún sé óseld í lok uppgjörstímabils. Uppgjörstímabilin eru mislöng tlmennt uppgjörstímabil ertveir mánuðir, en ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur, þannig að fyrirtækið eigi yfirleitt rétt á endurgreiðslu, getur fyrirtæki fengið heimild skattstjórafyrir skemmra uppgjörstímabili. Uppgjörstímabil bænda er sex mánuðir. Upplýsingasími RSK vegna virðisaukaskatts er 91-G24422 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.