Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 21
M&mVtmtiA&lB¦ PJMMWUÐ&QUR .1 %.\ QWTQBEB, ,1fi_S$ 21 Kristján Jóhannsson syngur í Lýrísku óperunni í Chicago: „Tær og firískleg rödd sem hæfir vel tónlist Puccini" - segja gagnrýnendur um söng Kristjáns Jóhannssonar Frá Rúnari Helga Vignissyni fréttaritara Morgunblaðsins í Chicago VART ER Kristján Jóhannsson fyrr búinn að hefja upp sína ten- órraust en niikil fagnaðarlæti brjótast út. Það ér kallað bravó! bravó! og klappað ákaft. Svo sem ekki furða, því hljómfögur og stríð rödd hans, sem gagnrýnendur hafa dásamað, skekur troð- fullt óperuhúsið. Nú skilur maður af hverju blaðið Opera News líkir honum við gríska kallara, sem voru sagðir hafa rödd á við Smmtíu menn. Kristján hefur undanfarið verið að syngja elskhugann og föður- landssinnann Mario Cavaradossi í Tosca eftir Puccini við Lýrísku óperuna hér í Chicago. Upphaf- lega átti hann einungis að syngja á tveimur síðustu sýningunum, en vegna þess að Pavarotti, sem átti að syngja á hinum sex, til- kynnti forföll, hafa hlutirnir snú- ist við fyrir Kristján; hann hefur sungið __ á öllum nema tveimur fýrstu. Italinn Giuseppe Giacomini söng á þeim fyrstu vegna þess að aðalsópraninn, Eva Marton, veigraði sér við að syngja á móti tenór sem hún ekki þekkti. „Þetta voru einhverjar tiktúrur hjá sópr- aninni," segir Kristján og kveður ekki hafa verið erfitt að taka við af Giuseppi, „en það hefði verið skemmtilegra að taka við af Pava- rotti." Síðan gerist það að Eva forfallast eftir þriðju síðustu sýn- ingu þannig að Carol Neblett, sem Kristján hefur sungið með áður, hleypur í skarðið og syngur á fyrri sýningunni það kvöld sem tíðinda- maður^Morgunblaðsins er í saln- um. Þau njóta þess augsýnilega að syngja saman og fá bæði fram- úrskarandi viðtökur. Carol túlkar Toscu af mikilli ástríðu, bæði í leik og söng. Baksviðs að sýningu lokinni eru menn kampakátir. Varamaður Kristjáns stendur í gættinni og tilkynnir öllum sem heyra vilja: „Kristján söng vel í kvöld, mjög vel." Svo birtist tenórinn sjálfur og faðmar sópranina. „Þú söngst vel í kvöld, Kristján," segir hún. „Og þú varst frábær, alveg yndis-' leg," segir hann. Og einhver hvíslar: „Miklu betri en sumir, miklu betri." Þýsk kona kemur til Kristjáns og má_ vart mæla fyrir hrifningu. Ábúðarmikill kvenmaður sem segist vera í stjórn óperunnar óskar Kristjáni og Carol til hamingju með frammistöðuna. Og aokkrir sannir óperuaðdáendur sitja fyrir Kristj- áni með myndir af honum. „Hvar í ósköpunum náðuð þið í þetta?" spyr hann og áritar myndirnar. Á leiðinni út segir Carol að maður- inn sinn hafi spurt hvað hún hugsi þegar hún sé að kyssa „þessa tenóra". „Um það sem kemur næst," kveðst Carol hafa svarað. Kristján tekur undir það en bætir kankvíslega við: „Annars gæti maður alveg farið út af laginu." Hlær svo innilega. Þau tala ýmist á ensku eða ítölsku. Carol kveðst einungis hafa fengið einn dag til að æfa og Kristján segir svipaða sögu. „Við fórum samt vel með textann í kvöld," segir hún. „Næstum öll orðin rétt fram bor- in." Hún segir frá því að eitt sinn eftir sýningu í New York hafi maður komið baksviðs og sett ofan í við sig fyrir að bera eitt orð vitlaust fram. „Það munaði einu atkvæði!" segir hún hneyksl- uð. Kristján gantast með mistök hljómsveitarstjórans, Bruno Bar- tolettis, eitt kvöldið. Bruno hafi verið að prófa hljóðfæraleikara allan daginn og því uppgefinn þegar að sýningunni kom. „Eitt sinn var ég kominn upp," segir Kristján og á við tónstigann, „og hélt áfram að vera uppi, en ekk- ert gerðist hjá Bruno. Ég hélt hann ætlaði alveg að ganga frá mér!" í annað skipti tók sópraninn Kristján Jóhannsson. Daniel Baremboim aðslstjórnandi sin- fóníuhljomsveitar Chicago- borgar hefur farið þess á leit að Krisfjari syngi inn á plötu með hljómsveitinni. fyrir munninn á honum og þá voru góð ráð dýr. Greinilega ekki sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Þau tala um hve gott sé að syngja í Lýrísku óperunni. Þar sé andrúmsloft notalegt og engir passar nauðsynlegir til að komast inn eins og í New York óperunni, þar sem hljómsveitarstjóranum hafi einu sinni verið vísað á dyr af því hann gleymdi skilríkjunum. Lýríska óperan heldur nú upp á 35 ára starfsafmæli sitt — og gárungarnir segja að Al Capone hafi verið einn af helstu stuðn- ingsmönnum hennar í upphafi. Hvað um það, henni hefur sannar- lega vaxið fiskur um hrygg, því nú er hún ein sú virtasta í heimin- um, skartar stóru nöfnunum á hverri vertíð og uppselt á allar sýningar. Aðspurður sagði Kristj- án það mikinn heiður fyrir sig að syngja við þetta óperuhús. Söngrödd Kristjáns hefur feng- ið mjög góða dóma hér. Helst hefur hann verið gagnrýndur fyr- ir' skort á leikrænum tilþrifum. Þannig stóð í Chicago Tríbune að hann færi ekki nógu vel með texta Puccinis og styddi hann ekki nægilega vel með leik sínum. „Hann leit einfaldlega ekki út fyrir að vera nógu blóðheitur til að vera sannfærandi sem ástríðu- fullur ættjarðarvinur, hvað þá sem elskhugi." En' ef eitthvað vantar á túlkun vegur röddin það upp: „Tær rödd hans, með eilítið málm- kenndum blæ, er frískleg og hefur ítalskt yfirbragð og hæfir vissu- lega tónlist Puccinis," segir gagn- rýnandi blaðsins. Aðspurður seg- ist Kristjíjn ekki láta dóma trufla sig. „Ég les þá yfirleitt ekki." En þótt dómarnir hefðu getað verið betri hefur Kristján vakið nokkra athygli hér í Chicago. Hann hefur t.d. verið í sjónvarps- viðtali hjá NBC og stærsta klassíska stöðin í borginni hafði við hann langt viðtal. En það sem skiptir kannski mestu máli er sá áhugi sem hinn heimsfrægi Dani- el Barenboim hefur sýnt honum, en Barenboim tók nýlega við sin- fóníuhljómsveit Chicagoborgar. „Hann kom til mín eftir sýningu og vildi endilega hitta mig," segir Kristján. „Ég fór svo að tala við hann, söng fyrir hann nokkrar aríur og að því loknu lýsti hann áhuga á að ég syngi Requiem eftir Verdi inn á plötu með sinfón- íunni. „Ef af verður er þetta ekki minni heiður en að syngja með Lýrísku óperunni, því sinfóníu- hljómsveit Cicagoborgar er afar vel metin." Kristján er bókaður langt fram í tímann — fer næst til Palermo og síðan til New York — svo hann þarf þess vegna ekki að snúa sér aftur að vélvirkjun eða plötu- smíði. Hann þarf heldur ekki að óttast Garðar Hólm, þann hrelli íslenskra söngvara: „Veistu, það er langt síðan ég vissi að ég var ekki neinn Garðar Hólm," segir Kristján, þegar þá persónu ber á góma. Lái honum hver sem vill. 1,1% af mannafla án atvinnu í september: Þrefalt meira atvinnu- leysi en á síðastliðnu ári Þjóðhagsstomun spáir vaxandi atvinnuleysi í vetur ATVINNULEYSI var þrefalt meira í september síðastliðnum en sama mánuð í fyrra, samkvæmt yfirliti Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Alls voru skráðir tæplega 33 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu og samsvarar það því að 1516 manns hafi að staðaldri verið án atvinnu. Þjóðhagsstofnun kannaði atvinnuástand og horfur á vinnumarkaði og kemur fram í niðurstöðum, að vísbendingar frá fyrirtækjum sem þátt tóku í könnuninni séu til þess, að talsvert eigi eftir að draga saman í starfsmannahaldi fyrirtækjanna í vetur. Atvinnuleysi í september dróst saman frá ágústmánuði eins og verið hefur undanfarin ár og nam minnkunin 0,3 hundraðshlutum, úr 1,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í 1,1%. Atvinnuleysi í september í fyrra var þriðjungur þess sem.nú mældist, eða 0,4%. Atvinnuleysi jókst frá ágústmán- uði í tveimur landshlutum, á Aust- urlandi og Suðurnesjum. í öllum landshlutum er meira atvinnuleysi í september á þessu ári en sama mánuð í fyrra og gengu nú 997 mönnum fleira án atvinnu en þá var. Nú var 661 karl atvinnulaus og hafði fjölgað um 490 síðan í fyrra, Atvinnulausar konur voru 855 og hafði fjölgað um 509 síðan í fyrra. Af einstökum stöðum voru flestir án atvinnu í Reykjavík, 460, í Kópa- vogi 160 og 113 á Akureyri. Ann- ars staðar færri en hundrað. Af landshlutum var atvinnuleysi mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem 723 voru án atvinnu, fæstir voru á Vest- fjörðum, 23 atvinnulausir. Könnun Þjóðhagsstofnunar náði til 150 fyrirtækja í nær öllum at- vinnugreinum nema landbúnaði, fiskveiðum og opinberri þjónustu, en sjúkrahús eru þó með í könnun- inni. í frétt frá Þjóðhagsstofnun segir: „Miðað við greidd laun lætur nærri að könnunin nái til 75% af atvinnustarfsemi í landinu, ... Láta mun nærri að launagreiðsíur þess- ara 150 fyrirtækja séu 36% af laun- um í þeirri atvinnustarfsemi sem könnunin nær til." I niðurstöðum segir að atvinnu- rekendur hafi talið í septemberlok að þeir þyrftu að fækka starfsfólki um sem samsvarar tæplega 400 störfum, eða um 0,5% af heildar- mannafla atvinnugreina í úrtakinu. í september í fyrra voru hus störf fyrir 0,5% af mannafla. í skýrsl- unni segir: „Frá því þessar kannan- ir hófust árið 1985 og fram til haustsins 1988 hafa laus störf að jafnaði annars numið 2-3% af vinnuaflsnotkun. Tölur um skráð atvinnuleysi virðast einnig benda í sömu átt og þessar niðurstöðúr. Nú í september samsvarar skráð atvinnuleysi því að rúmlega 1.500 manns séu atvinnulausir, sem er um 1,1% af vinnuframboði. Árstíð- aleiðrétt er þetta atvinnuleysi um 2,4% al' vinnuframboði. Til saman- burðar má nefna að atvinnuleysi í september undanfarin níu ár sam- svarar um 350 störfum að meðal- tali og er atvinnuleysi nú því ríflega fjórfalt meira." Filmupökkunarvélin Erlendur Jónsson Ljóðabók eftir Erlend Jónsson ÚT ER komið ljóðasafnið Borg- armúr eftir Erlend Jónsson. Þetta er tíunda bók höfundar, en fimmta ljóðabók hans. Ljóðin eru flest ort 'snemma á þessum áratug, en fáein síðustu mánuðina. Ekkert ljóðanna hefur áður verið prentað, að einu undan- skildu sem birtist í Ljóðaárbók 1988. Borgarmur skiptist í þrjá kafla: Landslag, Borgarmúr og Endurskin. Alls eru í bókinni 32 ljóð. Bókin, sem er 64 bls. að stærð, er unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. en Bókaútgáfan Smáragil gefur út. EIIMSTÖK GÆÐI * Stór hitaplata meö teflonhúð (ekki dúkur) • Hítastillir + Hitahnífur (ekki vir) 20% afsláttur af fyrstu 20 vélunum kr. 17.544.- staðgreitt. KRÓKHALSI 6 SlMI 67 1900 V T) SIEMENS Eldhúsið þitt er ekki of lítið fyrir upp- þvotta- vél! wwR Þessi ¦ vél sannar það. h45cm Nýja 45 cm breiða vélin er góð lausn! ÍLADY PLUS45 !frá I Siemens SMÍTH& NORLAND fNóatúni 4 fSími 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.