Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 27
+ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 198.9 27 Bjarni Kjartansson, Tálknafírði: Framfaramálum lands- byggðarinnar hefiir verið snúið í andhverfii sína „EF þessi ríkisstjórn sem nú situr fer ekki frá hið skjótasta þá eru allar líkur sem benda til þess að landsbyggðin greiði það stærsta gjald sem hún hefur nokkru sinni þurft að greiða. Hún mun leggjast af vegna millifærslu og vanmáttar þeirra sem hafa með aðgerðum sínum snúið öllum framfaramálum landsbyggðarinnar upp í and- hverfu sína," segir Bjarni Kjartansson frá Tálknafirði. „Nú þegar kreppir að liggur mér við að segja að við séum á barmi borgarastyrjaldar, ekki vegna beins aðstöðumunar fólks, heldur vegna þess að reiknimeistarar þjóðarinnar eru búnir að reikna öll verðmæti frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Venjulegu fólki sem hefur eignast sín hús og persónulegu verðmæti á landsbyggðinni hefur verið hleypt í hendurnar á reiknimeisturunum í Reykjavík sem metið hafa eignir þess niður, en að því loknu er fólk- inu sagt að hypja sig til Reykjavík- ur þar sem það eigi engar eignir og fái því enga fyrirgreiðslu. Við þetta verður ekki lengur unað og með nýrri stjórn í landinu verður að taka á þessum málum, en það er aðeins Sjálfstæðisflokkurinn sem getur snúið þessari óheillaþróun við. Ástandið á landsbyggðinni er að vísu ekki alls staðar jafn slæmt, og tíl dæmis á Tálknafirði þar sem Bjarni Kjartansson. Sjálfstæðisflokkurinn er með hrein- an meirihluta í sveitarstjórn hefur okkur tekist að vinna ákveðið starf hvað varðar sveitarfélagið með báð- ar lappirnar á jörðinni, og reyndar er svo komið að íbúðir vantar fyrir þá sem flytja vilja til staðarins. Atvinnumálin þar eru í mjög góðu lagi vegna þess að þeir sem eru í forsvari fyrir þau fyrirtæki sem þar starfa hafa verið óþreytandi við að leita þeirra leiða sem færar eru í stöðunni, og það hefur þeim tekist með miklum ágætum. Mér þætti mjög vænt um ef Sjálf- stæðisflokkurinn væri jafn sterkur og skoðanakannanir hafa gefið til kynna, en við verðum að gera okk- ur grein fyrir því að það er ekki aðalatriðið að vera sterkur vegna óánægju fólks með andstæðinginn. Aðalatriðið er að styrkurinn byggist á eigin atgervi og eigin verkum, og þegar flokkurinn kemur til með að leiða næstu ríkisstjórn verður að láta verkin tala og sýna lands- mönnum fram á að þessi flokkur er ekki bara eins og púkinn sem fitnar á fjósbitanum af illum verk- um annarra, heldur verður flokkur- inn að taka við stjórn landsins á sínum eigin forsendum." Kristján Guðmundsson, Grundarfírði: Fólk kallar á ábyrga stjórn í landið „FOLK er farið að hugsa mun alvarlegar um ástandið í íslenskum stjórnmálum nú eftir þær ófarir sem orðið hafa vegna aðgerða núver- andi ríkisstjórnar, og ég tel að fólk sé farið að kalla á það að fá ábyrga stjórn í landið, en hún kemur ekki nema frá Sjálfstæðis- flokknum, einum sterkum flokki," segir Kristján Guðmundsson frá Grundarfirði. Arnbjörg Sveinsdóttir. brugðist hlutverki sínu og verið notaðar sem pólitískar skömmtun- arstofnanir, og meðal annars höf- um við á Seyðisfirði orðið fyrir barðinu á því. Ég tel siðleysið í því hvernig ríkisstjórnin hefur far- ið með þessa málaflokka vera með algjörum eindæmum. Ég fæ ekki séð að þessi ríkisstjórn eigi eftir að gera neitt það fram að næstu kosningum sem bætt gæti það ástand sem ríkir, og reyndar tel ég að ástandið eigi eftir að fara versnandi. Þessi ríkisstjórn gerir því ekkert þarfara en að segja af sér, þó ég sjái ekki að af því verði nú eftir að hún hefur tryggt sig svo vel í sessi með þáttöku Borg- araflokksins í ríkisstjórninni. Ástandið í atvinnumálum á Austurlandi eru í sæmilegu horfi nú sem stendur, þrátt fyrir að sjávarútvegsfyrirtæki séu mörg hver rekinn með halla, og eitthvað róttækt verði að gera til að koma undirstöðuatvinnuvegunum á réttan kjöl. Útlitið í atvinnumálum er gott sem stendur einfaldlega vegna þess að síldarvertíðin er framundan og við lítum björtum augum til hennar. Stærsta fisk- vinnslufyrirtækið á Seyðisfirði varð gjaldþrota í haust, og annað fyrirtækið hefur tekið þrotabúið á leigu fram til áramóta. Staðan eftir áramót er því nokkuð óljós sem stendur, en við vonumst eftir því að þegar lengra líður fram á haustið takist okkur að koma ein- hverri mynd á það hvað verður. Það er fyrst og fremst hráefniss- kortur sem þjakar okkur, en ef tekst að leysa það vandamál þá lít ég bjðrtum augum á framtíð Seyðisfjarðar." „Ég held að allir séu sammála um að núverandi ástand í stjórn landsins sé hræðilegt, og þá gildir einu hvar í flokki menn standa, en ég hef mjög orðið var við að and- stæðingar í pólitík sem segjast styðja ríkisstjórnina eru mjög óán- ægðir með öll þau verk sem hún hefur staðið fyrir. Þar er ekki.um neitt eitt öðru fremur að ræða held- ur tel ég að einu gildi hvar litið sé. Þetta hefur vakið fólk upp til að hugsa um þessi mál, og á þann hátt tel ég að pólitíkin í landinu sé á réttri leið. Útkoma Sjálfstæðisflokksins er mjög sterk í skoðanakönnunum um þessar mundir, en ég álít að taka verði þeim með nokkurri varúð. Þátttakan í þeim er yfirleitt ekki meiri en svo að um helmingur að- spurðra gefur ákveðin svör, og því held ég að það sé vafasamt að taka of mikið mark á niðurstöðum þeirra. Það þýðir því ekki fyrir okkur Sjálf- stæðismenn að taka það bara rólega þó svo að skoðanakannanirnar sýni svona mikið fylgi, og menn verða að gjöra svo vel að halda á því sem þegar er til staðar. Þetta á ekki síst við um komandi sveitarstjórnar- kosningar, þar sem við verðum að halda mjög vel á spilunum til að halda okkar hlut. Á Grundarfirði erum við Sjálf- stæðismenn með hreinan meirihluta í sveitarstjórn, en við tókum við gjaldþrota búi andstæðinganna um síðiistu kosningar. Okkur hefur tek- ist að rétta það mjög vel við, og tekist hefur að koma lagi bæði á fjármál sveitarfélagsins og allar framkvæmdir á vegum þess sem nú em komnar í eðlilegan farveg. Krisigán Guðmundsson. Atvinnulíf á staðnum hefur verið í góðu lagi allt þetta ár, og reyndar er staðan þannig að ef eitthvað er þá vantar okkur frekar fólk heldur en hitt. Gangurinn allur í byggðar- laginu er þannig allur í bjartara lagi, bæði á vegum sveitarfélagsins og í flestri atvinnustarfsemi, og allur einkarekstur er í góðu lagi." Drífa Hjartardóttir, Keldum, Rangárvallasýslu: Spillingin sem ríkir er stjórnvöldum til skammar „SÚ ríkisstjórn sem nú situr við völd er algjör hörmung, og við Sjálf- stæðismenn viljum kosningar sem fyrst til þess að breyta ástandinu í þjóðfélaginu. Við höfum mikinn meðbyr og fólkið vill að við tökum að okkur að bjarga málunum, en sú spilling sem nú ríkir er stjórn- völdum til háborinnar skammar, þannig að öllu venjulegu fólki of- býður," segir Drífa Hjartardóttir frá Keldum í Rangárvallasýslu. „Það er ljóst að atvinnuástand á er mesta landbúnaðarhérað lands- landinu er æði misjafnt, og á Suð- urlandi hefur víða orðið fólksfækk- un vegna samdráttar í landbúnaði. Öll þjónusta hefur dregist verulega. saman af þessum sökum, og fá ný atvinnutækifæri hafa komið í stað- inn. Á þessu eru þó undantekningar og á Flúðum til dæmis hefur verið mikill uppgangur, sem ekki hefur verið annars staðar í kjördæminu. Það er mjög ánægjulegt að þar hefur hvert nýtt fyrirtækið risið á fætur öðru, og fólksfjölgun hefur orðið. Aftur á móti hefur orðið fólksfækkun í Rangárvallasýslu, og í Þykkvabænum til dæmis hefur orðið veruleg fólksfækkun. Ég held að þetta komist þó ekki lengra nið- ur á við, og leiðin hljóti að liggja upp á við héðan í frá. Suðurland ins, og þar hefur verið reynt að snúa þróuninni við. Sem dæmi um það má nefna að kornrækt er víða hafin í Landeyjunum, undir Eyja- fjöllum og í Rangárvallasýslu. Með því að rækta sjálf okkar eigið kjarn- fóður erum við að spara gjaldeyri, og um leið að hagræða í eigin rekstri. Möguleikarnir í landbúnaði eru þó ekki miklir og við getum ekki aukið framleiðsluna, og því verðum við að sætta okkur við það sem við höfum í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn er mjög sterkur um þessar mundir, og hann er mun öflugri að loknum þessum landsfundi en hann hefur verið um langt skeið. Það leynir sér ekki að það er mikill kraftur í Sjálfstæðis- mönnum og þeir eru tilbúnir í slag- Drífa Hjartardóttir. inn og axla ábyrgðina. Flokkurinn er ekki síst sameinaður vegna fram- komu Friðriks Sophussonar, sem er honum til mikils sóma, og hefur gert flokkinn mun styrkari en áður. Við erum því tilbúin til þess að taka við stjórn landsins strax í dag." Er hlynntur stöðugum árs- aflaafþorski - segirGuðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ „ÉG kynnti hugmyndir mínar um jafnstöðuafla á þingi Far- manna- og fiskimannasam- bands íslands haustið 1983 og á Fiskiþingi síðar um haustið. Þá var þeim fálega tekið. Mér þykir það athyglivert, að menn skuli farnir að ræða þennan möguleika að nýju," sagðu Guð- jón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ í samtali við Morgun- blaðið. Rögnvaldur Hannessón, próf- essor, hefur reifað hugmyndir um jafnstöðuafla í Fjármálatíðindum og segir þar ýmis rök hníga að því að hagkvæmt gæti verið að miða við fyrirfram ákveðinn þor- skafla ár hvert. „Ég sé enga þörf á því að við séum að fiska 400.000 tonn af þorski eitt árið og 200.000 tonn það næsta. Við erum alltaf að taka úr mörgun árgöngum í einu, þannig að bregðist einn eða tveir ætti það ekki að hafa afgerandi áhrif. Ég sé heldur ekki að. það skipti máli hvort við tökum 50.000 tonn fyrir áramót og 50.000 tonn eftir áramót eða 100.000 öðru hvoru megin við þau. Nokkuð ákveðnar sveiflur hafa verið í þor- skaflanum marga síðustu áratugi. Annað veifið fer hann nokkuð upp yfir 400.000 tonn og fellur þá að jafnaði á um tveimur til þremur árum niður í um 300.000 tonn, áður en hann fer að aukast aftur. Meðaltal áranna 1823 til 1983 er 367.000 tonn, áranna 43 til 83 er 387.000 tonn og áranna 63 til 83 er 394.000 tonn. Samkvæmt þessu væri skynsamlegast að miða við það að fara aldrei yfir 400.000 tonn og skilja þá toppana eftir og fara ekki niður fyrir 350.000 tonn. Eg er viss um að það er fyllilega þess virði að fara þessa leið. Þors- kveiðisagan beinlínis sýnir fram á það," sagði Guðjón. Verðum að miða afla við stoftistærð - segir Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri LIU „Ég skil ekki hugmyndir manna um jafnstöðuafia. Við hljótum ailtaf að þurfa að miða þorskaf- lann við stærð þorskstofnsins, hvers árgangs fyrir sig og fram- vindu þeirra í sjónum," sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. „Við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Nú er ljóst að fjór- ir árgangar í röð eru lélegir og við slíkar aðstæður þýðir ekkert að vera að tala um stöðugan árs- afla. Við treystum fiskifræðingun- um til að meta stofnstærðina og stærð hvers árgangs fyrir sig. I samræmi við niðurstöður þeirra hljótum við að ákveða afla hvers árs fyrir sig. Byggjum við hins vegar við mjög stóran og stöðugan stofn, horfði dæmið öðru vísi við, en svo er því miður ekki," sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.