Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROl #U?FIMMTUpA6UR;lg. Qj^TOBER 1989 Jl I KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Fögnuður í Kaupmanna- höfn og Dublin Danirog írarfærðustnærHM á ítalíu. Einnig Belgarog Hollending- ar. Englendingarnæröryggir. SkotartöpuðustórtíParís, 3:0 I Spánverjinn Hugo Sanchez glímir hér við tvo leikmenn Ungverjalands í Búdapest í gær. Spánverjar tryggðu sér farseðilinn til ítalíu 1990. nVIÐ erum rauðir, við erum hvítir," sungu danskir knatt- spyrnuáhugamenn eftir að Danir höfðu unnið sætan sigur á Rúmenum, 3:0, í Kaupmanna- höfn í gærkvöldi. Þar með færðust Danir nær heims- meistarakeppninni á ítalíu á næsta ári. Þeir þurfa nú aðeins jafntef li í Rúmeníu til að gull- tryggja sér farseðilinn. Danir fengu óskabyrjun þegar Ken Nielsen skóraði mark eft- ir aðeins fj'órar mín. - skallaði knöttinn í netið. Brian Laudrup bætti síðan marki með þrumufleyg og síðan gulltryggði Flemming Povlsen sigur Dana. „Ég veit ekki hvort þetta dugar. Rúmenar leika örugglega grimmt til sigurs í Búkarest. Við verðum þá að sýna tennurnar eins og við gerðum hér í kvöld," sagði Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana. FOLK m ROLF Batmann, dómari frá Sviss, stóð í ströngu í Varna í Búlagríu í gær. Hann rak fjóra leikmenn af leikvelli og sýndi sex gula spjaldið þegar Búlgarar unnu Grikki, 4:0. Einn Búlgari og þrír Grikkir fengu reisupassann. Dómarinn var búinn að aðvara leik- menn liðanna fyrir leikinn. ¦ JÚGÓSLAVAR léku aðeins tíu í 77 mín. í leik gegn Norðmönnum, sem þeir unnu, 1:0, í Sarajevo. Tyrkneski dómarinn Yusuf Ne- moglu rak Mehmed Bazdarevic af leikvelli, eftir að hann hafði hrækt á andlit dómarans. Leikmað- urinn á yfir höfði sér fimm ára leik- bann. Norðmaðurinn Gunnar Halle fékk einnig reisupassann á 57. mín. leiksins. ¦ KR-INGAR eiga í miklum vandræðum þessa dagana í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Guðni Guðnason handarbrotnaði í fyrra- kvöld í leik KR og Hauka og á æfingu í gær meiddist Axel Niku- lásson og verður því ekki með gegn Tindastóli í kvöld. ¦ KRISTER Broman var annar sænsku dómaranna sem dæmdu leiki Vals og Kyndils í Evrópu- keppninni í handknattleik í vikunni. Hann dæmdi einnig leik Saab gegn Katarinaholm í gær en-Þorbergur Aðalsteinsson leikur með Saab. „Hann var að stríða mér allan leik- inn og gerði míkið grín að mér fyr- ir tap Vals," sagði Þorbergur. FELAGSMÁL Stefnumótun í af reks- íþróttum HSI efnir til almennrar ráð- stefnu á Hótel Esju á laugar- daginn um stefnumótun í afreks- íþróttum — vilja íslendingar eiga afreksmenn í íþróttum? Ráðstefnan hefst kl. 13.30 með ávarpi Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra. Þátttaka er öllum heimil og til- kynnist á skrifstofu HSÍ. Shilton fór á kostum Peter Shilton, markvörður Eng- landinga, sem er 40 ára, var í mikl- um vígamóð í marki Englendinga og varði hvað eftir annað stórglæsi- lega og ef knötturinn fór framhjá honum sáu marksúlurnar um það. Hann bjargaðí Englendingum frá tapi á Slaski-leikvellinum í Chorzow, þar sem jafntefli varð, 0:0. „Pólverjar eru með besta lið sem við höfum leikið gegn í tvö ár," sagði Bobby Robson, landsliðsein- valdur Englands, eftir leikinn. „Þeir léku 40% betur heldur en á Wem- bley, þar sem við unnum, 3:0." Um Shilton sagði Robson: „Hann var hreint stórkostlegur. Varði allt sem kom á markið. Við voru undir mikilli pressu, en Shilton sá um að við förum héðan með dýrmætt stig." ¦England: Peter Shilton; Gary Stevens, Terry Butcher, Des Wal- ker, Stuart Pearce; David Rocastle, Steve McMahon, Bryan Robson, Chris Waddle; Gary Lineker, Peter Beardsley. Spánverjar heppnir Spánverjar voru heppnir að ná jáfntefli gegn Ungverjum 2:2, í Búdapest. Þeir komust yfir, 0:2, en Ungverjar jöfnuðu. Undir lokin bjargaði Andoni Zubizarreta, mark- vörður Spánverja, tvisvar sinnum ótrúlega á síðustu stundu. Þá dæmdi enski dómarinn George Co- urtney mark af, sem Jozsef Kiprich skoraði. „Við töpuðum leiknum í fyrri hálfleik. Tókum ýmsar áhættur og varnarmenn mínir sofnuðu á verðin- um," sagði Bertalan Bicskei, þjálf- ari Ungverja, og sagði síðan: „Markið sem Kiprich skoraði var gott mark. Ég verð þó að sjá atvik- ið á myndbandi til að segja meira um það." „Við tryggðum okkur farseðilinn til ítalíu í fyrri hálfleik. Við erum með ungt lið, sem á eftir að leika miklu betur," sagði Luis Suarez, þjálfari Spánverja. Fögnuður í Dublin Geysilegur fögnuður braust út í Dublin eftir að Irar höfðu lagt N- íra að velli, 3:0. Ekki urðu fagnað- arlætin minni þegar þær fréttir bárust frá Bútapest, að Ungverjar hefðu gert jafntefli, 2:2; gegn Spán- verjum. Þar með eraírar nær ör- uggir með farseðil til ítalíu, en þeir hafa aldrei tekið þátt í lokakeppni HM. Þeir eru með með tveggja stiga forskot á Ungverja og miklu betri markatölu. Eiga eftir að leika á Möltu. Belgíumenn færðust nær Italíu KORFUKNATTLEIKUR KR á útivelli í Evrópukeppninni Leikur báða leikina gegn Orthez í Frakklandi KR-ingar hafa ákveðið að leika báða leiki sína gegn franska liðinu Orthez, í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða, í Frakklandi. Leikirn- ir fara fram 25. og 26. október. „Við höfðum einfaldlega ekki ráð á því að taka heimaleikinn. Þeir buðu okkur að leika báða leikina úti og við féllumst á það enda börga þeir allt," sagði Sígurður Hjörleifsson, framkvæmdastjóri körfuknatt- leiksdeildar KR. , Lið Örthez er mjög sterkt I því eru fjórir sterkir Bandaríkjamenn, tveir þeirra með frahskan ríkisborgararétt. Þá era i liðinu fimm leik- menn úr franska landsiiðinu, þar af tveir úr byrjunarliðinu. Orthez sigraði í Evrópukeppni félagsliða 1983-84 og hefur síðustu ár alltaf náð í fjorðungsúrslit. Þess má geta að í fyrra sigraði iiðið sovésku meistarana Stroiel Kiev í 16-liða úrslitum Evrópukeppni meist- araliða. Reuter með jafntefli, 2:2, gegn. Sviss. Það var sjálfsmark Alain Geiger sem tryggði þeim jafntefli. Belgíumenn þurfa nú aðeins eitt stig til að tryggja sér farseðilinn til Italíu. Hollendingar nálguðust einnig ítalíu með góðum sigri, 2:1, á Wa- les í Wrexham. Skotar máttu sætta sig við tap, 3:0, gegn Frökkum í París og þurfa þeir aðeins jafntefli í leik gegn Noregi í Glasgow - til að tryggja sér farseðilinn til ítalíu. Frakkar léku með tíu ieikmenn í nær hálftíma. Frakkinn Di Meco fékk að sjá rauða spjaldið á 59. mín., eftir brot á Mo Johnston. 5.000 Skotar mættu til Parísar til að sjá leikinn. Þeir sungu: „Við erum á leið til ítalíu" fyrir leikinn, en voru ekki eins borubrattir eftir hann. KNATTSPYRNA Sjo mork i Svíþjóð Drengjalandsliðið í knattspyrnu tapaði, 3:5, fyrir Svíum í Evrópukeppni landsliða í gærkvöldi í Borlange. Svíar unnu fyrri leikinn í Reykjavík, 2:0, og eru komnir í úrslitakeppnina. Islensku strákarnir léku vel í gærkvöldi, en höfðu ekki heppnina með sér. Guðmundur Benediktsson skoraði fyrst fyrir íslands með glæsilegu skoti, en Svíar svöraðu með þremur mörkum. Óskar Þorrvaldsson og Þórður Guð- jónsson náðu að jafna, 3:3, en Svíar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins. „Það var súrt að tapa, en við erum ánægðir með leik strákanna," sagði Sveinn Sveinsson, unglingar- nefndarmaður. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Góður endasprettur Fram Osk Víðisdóttir átti stórleik þeg- arFram sigraði Víking, 19:12, í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Ósk gerði sjö mörk og átti stóran þátt í sigri Fram. Staðan í leikhléi var 7:4 en í síðari hálfleik gerðu Framarar út um leikinn. Leikurinn var jafn framan af. Varnir liðanna vora sterkar og þær stöllur Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram, og Sigrún Ólafsdóttir, Víkingi, vörðu vel. Fram náði fljótlega í síðari hálf- leik fimm marka forskoti. Sóknar- leikur Víkingsstúlkna var slakur og þær áttu í mestu vandræðum með að koma boltanum frahjá Kolbrúnu í markinu. Það var aðeins landsliðs- fyrirliðinn Svava Baldvinsdóttir sem náði að ógna forskoti Fram. • Víkingsstúlkur geta sjálfum sér um kenht. Þær léku vel í fyrri hálf- leik en fóru illa með færin í þeim siðari. Mörk Vfkings: Svava Baldvinsdóttir 4, Inga Lára Þórisdóttir 4/4, Vald.fs Birgisdóttir 2, Halla Helgadóttir 1 og Kolbrún Jónsdóttir 1. Mörk Fram: Ósk Víðisdóttir 7, Gudríður Guð- jónsdóttir 5/2, lngunn Bemódusdóttir 3, Sig- run Blomsturberg 2 og Arna Steinsen 2. /T>VI_I^VC>^ 1.RIÐILU Búlgaria - Gríkkland...................................4:0 Trifon Ivanov (72.), Kalin Bankov (76.), Boz- hidar Iskrenov (79.), Khristo Stoichkov (89.). Áhorfendun 14.000. Danmörk - Rúmenia....................................3:0 Kent Nielsen (4.), Brian Laudrup (27.), Flemm- ing Povlsen (85.) Áhorfendui-. 45.400. Danmörk...............................5 3 2 0 14: 3 8 Rúmenía................................5 3 11 7: 4 7 Búlgaría................................5 113 6: 7 3 Grikkland..............................5 0 2 3 2:15 2 Leikir sem eftir eru: Grikkland - Búlgaría, Rúmenía - Danmörk. 2.RIÐILL: Pólland - Engiand........................................0:0 Áhorfendun 32.166. England.................................6 3 3 0 10: 0 9 Svíþjóð...................................5 3 2 0 7:3 8 Pólland..................................4 112 2: 5 3 Albanía..................................5 0 0 5 2:13 0 Leikir sem eftir eru: Pólland - Svíþjóð, Al- banía - Pólland. 4. RIÐILL: Wales - Holland............................................1:2 Mark Bowen (88.) - Graeme Rutjes (12.), Johnny Bosman (69.). Áhorfendur: 9.025. Holland..................................5 3 2 0 5: 2 8 V-Þýskaland.........................5 2 3 0 11: 2 7« Finnland................................5 113' 4:13 3 Wales.....................................5 0 2 3 3: 6 2 Leikir sem eftir eru: V-Þýskaland - Wales, Holland - Pinnland. Keppnin um tvö sæti á ítalíu Þau tvö lönd sem ná bestum árangri í öðru sæti í 1. 2. og 4. riðli tryggja sér farseðla til Ítalíu. Staðan er þessi eftir leikina í gærkvöldi: 2:Svíþjóð.................5 3 2 0 7: 3 8 4:V-Þýskaland........5 2 3 0 11: 2 7 l:Rúmenía..............5 3 11 7: 4 7 ¦Efstu þjóðirnar í riðlunum em: 2:England...............6 3 3 0 10: 0 9 l:Danmörk..............5 3 2 0 14: 3 8 4:Holiand................5 3 2 0 5: 2 8 ¦Rúmenar hellast að öllum líkindum úr lestinni. X 5.RIÐILL: Frakkland - Skotland_______________3:0 Didier Deschamps (26L), Eric Cantona (63.), Jean-Philippe Durand (89.). Áhorfenduf: 20.000. Júgóslavia - Noregur................._...............1K) Faruk Hadzibegic (45. vítasp.) Áhorfendun 30.000 Júgóslavía...........................7 5 2 0 14: 5 12 Skotland..............................7 4 1 2 11:11 9 Frakkland...........................7 2 3 2 8: 7 7 Noregur...............................7 2 14 9: 8 5 Kýpur..................................6 0 1 5 5:16 1 Leikir sem eftir em: Kýpur - Júgóslavía, Skotland - Noregur, Frakkland - Kýpur. ¦Tvö efstu liðin komast til ítaUu. 6. RIÐILL: íriand - N-írland..........................................3K) Ronnie Whelan (42.), Tony Cascarino (48.), Ray Houghton (57.) Áhorfendun 45.800. Ungverjaland - Spái n.........._.....................2:2 Attila Pinter 2 (41., 83.) - Julio Salinas (31.), Michel Gonzalez (36.) Áhorfendun 35.000. Spánn..................................7 5 1 1 16: 3 11 írland...................................7 4 2 1 8: 2 10 Ungverjaland......................7 2 4 1 8: 8 -8 N-Irland..:...........................8 2 15 6:12 5 Maita...................................7 0 2 5 3:16 2 Leikir sem eftir em: Spánn - Ungverjaland, Malta - írland. . ¦Tvö efstu lið fara til Italíu. 7. RIÐILL: Luxemborg - Portúgal................................0:3 - Rui Aguas 2 (44M 52.), Rui Barros (74.) Áhorfendun 3.500. Sviss - Belgia................................................2-2 Adrian Knup (51.), Kubilay Turkyilmaz (59.) - Marc Degryse (57.), Alain Geiger (71. sjálfsm.) Aliorfendur: 5.000. Belgia..................................7 4 3 0 13: 3 11 Tékkóslóvakía.......................6 4 1 1 10: 3 9 Portúgal................................7 4 1 2 11: 8 9 Sviss......................................6 1 1 4 8:10 3 Luxemborg...........................6 0 0 6 1:19 0 Leikir sem eftir em: Belgía - Luxemborg, Tékkóslóvakía - Sviss, Sviss - Luxemborg, Poruígal - Tékkóslóvakía._ ¦Tvö efstu liðin fara til ítalíu. Ikvöld Í kvöld fara fram þrír leikir í úrvals- deildinni í körfuknattleik. KR og Tinda- stóll leika á Séltjarnarnesi kl. 20 og á sama tíma mætast ÍBK og ÍR í Keflavík. Þór og Njarðvik leika á Akureyri kl. 19.30. Einn leikur er í 1. deild karla, ÍS og UBK leika í íþróttahiisi Kennara- háskólans kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.