Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989
37
Það er með söknuði í huga sem
við í saumaklúbbnum kveðjum vin-
konu okkar og skólasystur, Lovlsu
Jónsdóttur, því að lengi erum við
búnar að þekkjast og oft að hitt-
ast. En allt tekur enda. Fyrst hitt-
umst við allar í Húsmæðraskólanum
á ísafirði veturinn 1945. Þar voruni
við 19 stúlkur að búa okkur undir
lífið eftir því sem við best gátum.
Allar vorum við glaðar og kátar,
og oft var gaman á þeim vetri.
Sumar voru búnar að finna sér
lífsförunaut og var Lóa ein af þeim.
Hún var heitbundin Jóni Pétri Jóns-
Lovísa Jóns-
dóttir - Minning
Fædd 25. febrúar 1926
Dáin 3. október 1989
í dag er kvödd hinstu kveðju
Lovísa Jónsdóttir er lést í Landa-
kotsspítala þriðjudaginn 3. október
sl.
Hún var fædd og uppalin við
Steingrímsfjörðinn, í skjóli ástríkra
foreldra þeirra Önnu Guðmunds-
dóttur og Jóns Atla Guðmundssonar
ásamt tveim bræðrum, Guðmundi
og Sigurði. Var hún yngst þeirra
systkina.
Við vorum 8 ára gamlar, þegar
leiðir okkar lágu fyrst saman,, er
við hófum skólagöngu í barnaskól-
anum á Drangsnesi. Með okkur
myndaðist strax vinátta, sem entist
ævina alla. Minningarnar hrannast
upp frá þessum bernskuárum, þeg-
ar hríðin beljaði á ströndum norð-
ur, var of hörð fyrir litla stúlku að
ganga heim úr skólanum, sem var
hálftíma gangur, þá fékk hún að
gista hjá mér. Þá var mikil gleði
og brugðið á leik.
Okkar uppáhaldsbók var Anna í
Grænuhlíð, úr henni lékum við og
auðvitað var Lóa Anna sjálf, með
rauða hárið sitt, freknurnar og gáf-
urnar. Hún kunni alltaf lexíurnar
sínar best af öllum. Svo bættist
Ragna í hópinn og eftir það vorum
við þijár vinkonurnar, oftast nefnd-
ar í sama oi'ði, Lóa, Dilla, Ragna.
Ég minnist hve gott var að koma
á bernskuheimili Lóu, í litla húsið
í Hamarsbæli. Mamma hennar, hún
Anna, hafði alltaf tíma fyrir okkur.
Hún hafði aldrei svo mikið að gera
að þarfir okkar sætu ekki í fyrir-
rúmi. í hennar návist vorum við svo
mikilvægar og þetta var svo góð
tilfinning fyrir litlar stúlkur. Æsku-
árin liðu og við urðum fullorðnar
og 19 ára gömul giftist Lóa bróður
mínum Jóni'. Þar með vorum við
einnig tengdar Ijölskylduböndum.
Hún var bróður mínum góð kona
og má með sanni segja, að hún stóð
við hlið hans í blíðu og stríðu. En
hann andaðist fyrir þrem árum.
Synirnir þrír bera foreldrum sínum
og uppeldi fagurt vitni. Lóa var
þeim mikil og góð móðir. Mikil
músik var á heimilinu, þar sem
feðgarnir allir spiluðu á hljóðfæri
og tók hún þátt í þeim músík-
heimi, hafði bjarta og fallega söng-
rödd. Það var alltaf jafn gaman að
vera í návist Lóu, hún hafði svo
létta lund, hafði frá mörgu að segja
og _var stálminnug.
Ég vil að leiðarlokum þakka
henni trygga vináttu. Ég bið guð
og góða engla að leiða hana á ljóss-
ins vegum og blessa og styrkja fjöl-
skylduna hennar.
syni, en þau voru bæði frá Drangs-
nesi í Strandasýslu.
Um vorið skildu leiðir og allar
fóru til síns heima. Lóa og Jón giftu
sig, bjuggu á Drangsnesi og eignuð-
ust þrjá efnilega syni.
Við sem héldum hópinn eftir
megni og enduðum í saumaklúbbn-
um, sáum Lóu ekki aftur fyrr en
árið 1958, en það ár fluttu þau hjón-
in til Reykjavíkur. Eftir það var Lóa
ein í hópnum, sem hafði haldið sam-
an í ein ellefu ár.
Lóa var glaðlynd og skemmtileg,
söngelsk var hún og fjölskylda
hennar öll, söng m.a. lengi með
Strandakórnum. Já, þaA var oft
glatt á hjalla í klúbbnum okkar, og
ekki var það síst Lóa, sem lífgaði
upp á samveruna.
Fyrir þremur árum varð breyting
á högum Lóu. Hún missti mann
sinn, og var það mikið áfall fyrir
hana, en ekki síst fyrir það, að hún
veiktist sjálf um svipað leyti og
gekk aldrei heil til skógar eftir það.
En þrátt fyrir þetta hélt hún reisn
sinni og góðu skapi. Aldrei var held-
ur farið leynt með það, hversu syn-
irnir og þeirra konur reyndust henni
vel. Auðheyrt var, að henni þótti
mjög vænt um börn sín, tengdadæt-
ur og barnabörn. En hún var þeim
líka dýrmæt.
En nú er komið skarð í hópinn,
og við kveðjum Lóu vinkonu okkar
og þökkum henni fyrir vináttuna,
hlýjuna og glaðværðina, sem hún
hefur gefið okkur í öll þessi 30 ár
í klúbbnum.
Guð biessi hana og varðveiti um
alla eilífð. Og ykkur, sonum henn-
ar, tengdadætrum og barnabörnum,
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Saumaklúbburinn
Vaxtarsjóðurinn hefur
slitið bamsskónum
Vaxtarsjóður Útvegsbanka íslands hf., sem
er rúmlega ársgamall, hefur vaxið jafnt og
þétt og eru nú tæpar 500 milljónir króna í
sjóðnum. Síðustu þrjá mánuði hafa Vaxtar-
bréfin borið 9,4% vexti umfram hækkun
lánskjaravísitölu.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V.Br.)
Dýrleif Jónsdóttir
Nú þegar Lovísa A. Jónsdóttir
hefur kvatt þennan heim langar
okkur barnabörnin hennar að
kveðja hana og þakka henni alla
hlýjuna og ástúðina sem hún hefur
ávallt sýnt okkur öllum.
Amma Lóa eins og við kölluðum
hana alltaf átti til þá hjartahlýju
sem við öll nutum í ríkum mæli,
enda sóttumst við eftir að heim-
sækja hana og eins afa Jón meðan
hans naut við.
Avallt lumaði amma Lóa á ein-
hveiju handa okkur, ýmist ein-
hveiju sem að notum mátti koma
eða einhveiju góðgæti. Við viljúm
öll geyma minninguna um ömmu
Lóu glaðlynda og brosandi og vitum
nú að þau eru aftur saman amma
Lóa og afi Jón. Við biðjum góðan
Guð að geyma hana og blessa minn-
ingu hennar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúraið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
Eignir sjóðsins eru bundnar í
Fasteigna-
25% tryggðum
, bréfum
Öðrum
25% tryggum
bréfum
Vaxtarbréfin eru ávallt laus til innlausnar
gegn 1% innlausnargjaldi.
Athugið!
2. og 3. hvers mánaðar er ekkert inn-
lausnargjald.
Vaxtarbréfin fást á öllum afgreiðslustöðum
Útvegsbankans. ^
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
ÚTVEGSBANKANS
SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30
Verðbréfum
frá bönkum 50%
og ríki
Barnabörn