Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 1989 Möguleikar grunnskólans Hvert er hlutverk grunnskólans? eftir Kristínu H. Tryggvadóttur Hvert er hlutvei'k grunnskólans? Er það ekki að mynda grunninn að framtíð þjóðarinnar? Er það ekki að mennta og þroska alla eintaklinga þannig að þjóðin geti búið áfram á Islandi. Ekki hokrað heldur lifað og búið með reisn. Hinar almennu kröf- ur sem við gerum til hans eru hins vegar mjög ósamkvæmar sjálfum sér og tilviljanakenndar. Hann á raunar stundum að bæta allt sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Við hvaða skilyrði býr svo grunn- skólinn? Jú, stöðugt er plokkað af honurn, bæði af tímum nemenda miðað við grunnskólalög svo og því heildar- fjármagni sem til hans er varið. Þetta er ótrúlegt, en tölur tala sínu máli. Svipuðu fjármagni hefur verið veitt síðustu 20 ár til fræðslumála í landinu, en hlutur grunnskólans þar í stórlega rýrnað eins og allir hljóta að sjá. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun eru útgjöld hins opin- bera til fræðslumála af „vergri lands- framleiðslu“, þ.e. „sneiðin af þjóðar- kökunni": í vetrarskoðun MAZDA eru eftir farandi atriði framkvæmd: | Skipt um kerti og platínur. I Kveikja tímastillt. | Blöndungur stilltur. | Ventlar stilltir ( Vél stillt með nákvæmum stillitækjum. ( Vél gufuþvegin. ( Skipt um bensínsíu. Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla athuguð. I Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki. I Loftsía athuguð og hreinsuð, endumýjuð ’ ef með þarf. ( Viftureim athuguð og stillt. ( Slag í kúplingu og bremsupetala athugað. ( Frostþol mælt. ( Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á. I Þurrkublöð athuguð. Silikon sett á þéttikanta hurða og far- angursgeymsiu. ( Ljós stillt. I Hurðalamir stilltar. I Þrýstingur í hjólbörðum athugaður. Verð með söluskatti: Kr. 5.964,- ón efnis. Nýtið ykkur þessa ódýru þjónustu og tryggið gangöryggi bílsins í vetur! BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SíMI 68 12 99 Árið % Árið % 1961 3,1 1982 4,8 1966 3,5 1983 4,6 1971 5,0 1984 4,2 1976 4,6 1985 4,7 1980 4,6 1986 4,8 1981 4,5 1987 4.7 Inni í þessum útgjöldum er m.a. grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli, sérskólar og Lánasjóður ísl. náms- manna. Framhaldsskólinn hefur sem eðli- legt er tútnað út á þessum árum vegna mikillar fjölgunar nemenda. Blasir því við að hlutur grunnskól- ans er þeim mun minni. Ný fyrirmæli um sparnað í grunnskólum Skólamenn urðu fyrir miklum von- brigðum þegat' fyrirmæli bárust frá menntamálaráðuneytinu um niður- skurð á almennri kennslu í grunn- skólum. Er um heila kennslustund í hverri bekkjardeild að ræða, og þar að auki sérkennslu og stuðnings- kennslu. ' Ekki nóg með það að allar vænt- ingar urn lengri skóladag, einsetinn skóla, svo og aukna kennslu í ntóður- máli, umferðarfræðslu, um fíkniefni o.fl. o.fl., væru gjörsamlega brotnar niður heldur sýnir þetta skilnings- leysi t'áðamanna á jafnrétti til náms og kennslu við hæfi, og þroska hvers og eins. Einnig er þetta lítilsvirðing við heimilin og samstarf heimila og skóla um öryggi og nám barnanna. Vonir höfðu kviknað unt lengingu á skóla- deginum og að nemendur gætu verið á sama tíma í skóla og foreldrar í vinnu, en nteð svona fáum kennsl- utímum kemur slíkt ekki til greina. Sérkennslan hefur líka verið skor- ip niður, að minnsta kosti í Reykjavík, þar að mestu þrengslin eru fyrir og mesta árlega fjölgun nemenda. Það er sorglegt til þess að hugsa og nemendur sem á ein- hvern hátt víkja frá eðlilegu þroska- Kristín H. Tryggvadóttir „Skólamenn urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar fyrirmæli bárust frá menntamálaráðu- neytinu um niðurskurð á almennri kennslu í grunnskólum.“ ferli' fái ekki kennslu við sitt hæfi einsog grunnskólalög, aðalnámskrá og reglugerð um sérkennslu mælir fyrir. En því miður duga ekki þeir tímar, sem hinum almenna grunn- skóla eru skammtaðir, til þess. Fækkun kennslustunda, sem eru allt of fáar fyrir, er óskiljanleg sparn- aðarkrafa ef uppfylla á lög um að hvert barn fái kennslu við sitt hæfi. Sparnaður er stundum illmögulegur. Það er nefnilega ekki hægt að svelta endalaust þann sem sveltur hefur verið fyrir. Hvað í ósköpunum er „bókaþjóðin“ aðhugsa? I hvað vill hún veija peningum sínum? Erum við kannski barnafjandsam- legt þjóðfélag? Það er eins víst að enn á ný að ári liðnu verði skorinn niður tími barnanna í skólanum. Stöðugt er kroppað af í stað þess að byggja upp. Einkaskóli - grunnskóli Þjóðin vaknar svo upp þegat' stofna á einkaskóla sem hefur ein- mitt þau markmið, sem æskileg væru fyrir alla grunnskóla þ.e. grunngrein- ar í hávegum hafðar (lestur, skrift, reikningur) svo og listgreinar. Einnig lengdur skóladagur og aukið öryggi nemenda, og kennsla við hæfi hvers og eins. Þetta eru markmið sem allir ættu að vinna að. Þetta er innihald aðalnámskrár — og það sem grunn- skólinn vill. Sveitarfélögin eru heldur ekki saklaus Við þæi' miklu breytingar sem orðið hafa á kennsluháttum þarl' skólinn meira af pappír og alls konar efni til að vinna úr svo og vel búin skólasöfn. Tímar yfirheyrslu og ítroðslu eru löngu liðnir og í staðinn komin kennsla sem miðar við hvern einstakling. í kynningu á móðurmálsátaki þessa dagana sjáum við vel að mikil- væg hjálpartæki/námsgögn eru pappít', alls konar efni, litir, skæi'i og lím. Enn skortir þó á skilning á því að til að nemendur þroskist þarf ýmislegt fleira en eina bók, stóla og borð. Fjárveiting til þessara’ hluta situi' því víða enn í gamla hjólfarinu. Eg ætla að endingu að leyfa mér að vona, að þegai' ríkið hættir að endurgreiða sveitarfélögum framlög til grunnskólabygginga, sem verður um næstu áramót, þá verði því fé veitt í kennsluna sjálfa í staðinn, svo hægt sé að lengja daglegan skólatíma yngri barnanna og auka stuðnings- og sérkennslu. Með því. eina mðti getur grunnskólinn orðið sú stofnun að vera (eins og segir í aðalnámskrá) „þýðingarmesti starfs- vettvangur samfélags okkar menn- ingar- og menntasetur, uppeldisstað- ur og leikstaður, atyinnulíf og mannlíf". Hugum að framtíðinni! Höfundur er skólastjóri Selásskóla í Reykjavík. 5.000,- fyrir örbylgjuofn Við fengum sendingu af þessum vandaða örbylgjuofni frá Toshiba á einstaklega hagstæðu verði, kr. 25.550,- stgr. Verð áður kr. 29.900,-. Ofninn er búinn Deltawave dreifingu. Tækniþróun Toshiba. Hitunin gerist ekki betri. Snúningsdiskur. Ofninn er úr hápól- eruðu stáli að innan. Stór að innan, 27 lítrar, sem tryggir þér að þú getur mat- reitt læri fyrir fjölskylduna. 9 mismunandi hitastillingar. 60 mínútna tímastillir. íslenskar leiðbeiningar fylgja. Og síðast en ekki síst er þér boðið á matreiðslunámskeið hjá Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkennara, án endurgjalds. Aðeins 10 eig- endur á námskeiði. Við bjóðum þennan vinsæla ofn með 5.000,- króna útborgun og 3.000,- krónum á mánuði. Við fengum takmarkað magn á þessu hagstæða verði. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.