Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 39
Cí€I ?.'c :i" ]; ) í 1 .- (i (LUí '.'. íj.I M- MÖRGUNBLAÐIÐ "FIMMTUDAGURr2.0KTÓBER-1989 -" -fflp ELDHUSKROKURINN Fiskikaka Já, þið lásuð rétt, þetta er fiskikaka. Og þið megið trúa því að hún er sérlega lystug. „Kökuna" má nota hvort held- ur er sem forrétt fyrir um átta manns, eða sem aðalrétt, og þá fyrir fjóra. í kökuna notum við eftirfar- andi: Deigbotn: 250 g hveiti, 1 egg, 1 eggjarauða, 5 msk. hvítvín, eða þá vatn með örlitlum sítrónusafa út í, 125 g lint smjörlíki, salt. Fylling: 375 g ýsuflök, 2 laukar, safinn úr einni sítrónu, salt + pipar, 250 g reyktur fiskur (ýsa, síld eða annað), 4 tómatar, 200 g nýrifinn ostur, 2 egg, 1 eggjahvíta, 2 dl rjómi, múskat, 1 búnt af fersku dilli eða 1 tsk. þurrkað dill. Deigið: Hveitið sigtað í skál, eggi, eggjarauðu, víni (eða vatni), smjörlíki og salti bætt út í, og allt hnoðað vel saman. Deigið þarf að standa á köldum stað í minnst einn klukkutíma, helzt yfir nótt. Fiskur: Ýsuflakið skolað í köldu vatni og þerrað. Svo er þáð látið marínerast í hökkuðum lauk, sítrónusafa, salti og pipar í minnst hálftíma. Reykti fiskur- inn úrbeinaður ef með þarf og skorinn í bita. Tómatarnir af- hýddir og skornir í tvennt, þvers- um. Eggin, eggjahvítan og rjóm- inn þeytt saman og kryddað með múskati, salti og pipar. Ef notað er ferskt dill er það skolað í vatni, látið leka af því og það svo klippt smátt niður. Deigið er flatt út í hring og svo lagt í smurðan kökudisk (pæ-disk). Köntunum þrýst upp að hliðum disksins með gaffli. Helmingnum af rifna ostinum er dreift í deigbotninn, síðan koma reyktu fiskbitarnir, ýsufl- ökin og hálfu tómatarnir sem látnir eru snúa upp. Yfir þetta er stráð osti og dilli, og eggjarjó- manum að lokum hellt yfir. Kakan er sett í 200 gráðu heitan ofn og bökuð í um 45 mínútur, síðan borin fram heit. Gott er að bera með grænt salat. Ath.: í næstu Dyngju ætla ég að bjóða ykkur upp á „Handavinnu- pokann" og sýna ykkur hvernig má búa til lítinn bangsa fyrir j'ólin. Jórunn Mývatnssveit: Fjölmenni við útför Rósu Þorsteinsdóttur Kjörk, Mývatnssveit. NYLÁTIN er Rósa Þorsteins- dóttir í Baldursheimi hér í sveit, áður húsmóðir á Bjarnastöðum. Rósa fæddist á Geiteyjarströnd, 24. september, 1895. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þor- steinsson og Ingibjörg Marteins- dóttir. Hún giftist júlí, 1915, Frið- jóni Jónssyni. Þau bjuggu síðan á Bjarnastöð- um til ársins 1945. Þá flytja þau í Baldursheim til Ingibjargar dóttur sinnar og eiginmanns hennar, Bald- urs Þórissonar og áttu síðan þar heima til dauðadags. Rósa og Friðjón eignuðust þrjár dætur sem allar lifa móður sína. Ennfremur ólu þau upp fósturson. Rósa var vel gefin og hafði mikla ánægju af söng enda söng hún mikið fram á efri ár í kórum og var talin hafa ágæta söngrödd. All- ir sem kynntust Rósu bera til henn- ar hlýjan hug. Útför hennar var gerð frá Skútustaðakirkju síðastlið- inn laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni. -Kristján Macintosh - Kennarabraut Skemmtileg og fræðandi námskeiö í tveimur áföngum, sérstaklega ætluð kennurum á öllum skólastigum, hefjast um miðjan október. Kvöld- og helgartímar. Menntun sem metin er tíl stiga hjá námsmatsnefnd og hægt er að sækja um styrk í endurmenntunarsjóði. Lögö er áhersla á notkun Macintoshtölvunnar viö námsefnisgerö, nemendabókhald og verkefnagerð. Tölvu- og verkfræoiþjónustan Hringdu og fáöu Grensásvegi 16 • Slmi 68 80 90 bækling sendan Míele ÁRIÐ 1989 Einna fremstir í Evrópu meö uppþvottavélar Miele gæði og ending Miele S. SUNDABORG 1 'rg. S.688588-688589 Æ JðHAHH OUfSSON & CO. HF l Ali álegg hefurðu smakkað eitthvað betra?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.