Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 35
íjsotso .<m irjoAauTMien aiQAvia/jjoHoy. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR"12. OKTÓBER 1989 Sofiiun einnota umbúða eftir Kristínu Bjarnadóttur Eitt af- markmiðum skátastarfs er að vekja með ungu fólki áhuga á náttúrunni og áhuga á að vernda hana. Þannig hefur ætíð verið kapp- kostað að ganga vel um það land sem skátar hafa fengið til útivistar og samkomuhalds og jafnvel að skila því betra en áður. Þessi við- horf hafa verið ríkur þáttur í upp- eldisstarfi skátanna. Sá áhugi á umhverfismálum sem nú breiðist út um heiminn er því skátum engan veginn nýlunda. En umbúðafarganið verður æ erfiða viðureignar. Búið er um fleiri og fleiri vörur í einnota umbúðum og þær verða sífellt fyrirferðar- meiri. Sorpið sem borið er burtu eftir helgarferðina er nærri jafnfyr- irferðarmikið og nestið sem haft er meðferðis. Það sem slæðist út um víðavang verður þar nema átak sé gert til að ná því saman aftur. Nú þegar hafin er endurvinnsla á einnota umbúðum er það skátum sérstakt fagnaðarefni. Bandalag íslenskra skáta hefur í samvinnu við Landssamband hjálparsveita skáta og Hjálparstofnun kirkjunnar stofnað fyrirtækið Þjóðþrif sem vinnur að því að safna saman ein- nota ummbúðum og koma þeim í endurvinnslu. Með þessu framtaki hyggst bandalag skáta slá tvær flugur í „Bandalag íslenskra skáta hefiir í samvinnu við Landssamband hjálparsveita skáta og Hjálparstofnun kirkj- unnar stofhað fyrirtæk- ið Þjóðþrif sem vinnur að því að safna saman einnota umbúðum og koma þeim í endur- vinnslu." einu höggi: Að stuðla að landhreins- un og landvernd og kenna þannig ungu skátunum góða umgengni við náttúruna, en um leið er hér um að ræða viðleitni hreyfingarinnar til að renna stoðum undir fjáröflun sína til þjálfunar og erindreksturs í stað þess að vera einvörðungu háð opinberum styrkjum. Það er von forystumanna hreyf- ingarínnar að velunnarar hennar og aðrir þeir sem vilja stuðla að hollu unglingastarfi og hjálparstarfi Kristín Bjarnadóttir noti nú tækifærið til að losa sig á einfaldan og þægilegan hátt við einnota umbúðir og leggi um leið sitt af mörkum til styrktar starfs þessara aðila. Höfiindur er aðstoðarskátahöfðingi. Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki 38 með góðum afslætti. áraá* áraábyrgð GOÐIR SKILMALAR TRAUST ÞJÓNUSTA /?onix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 4 Íslensk-Ameríska félagiö uunuum Haustfagnaður verður haldinn laugardaginn 14. október nk. Dagskrá: 18.00-19.00 Forstöðumaður Menningarstofnunar Bandaríkjanna, Willi- am G. Crowell, býður gestum í móttöku á Neshaga 16. 19.30-20.00 Gestir mæta á Hótel Loftleiðir, Víkingasal. 20.00 Kvöldverður. Salatbar Steikarhlaðborð að amerískum hætti. Kalkún, nauta- og svínasteik. Kaffi og súkkulaðikaka James Thompson, forstjóri Glenmore Distilleries Co., flytur stutt ávarp. Skemmtiatriði Hljómsveitin Kaktus leikur fyrir dansi. Miðar verða seldir fimmtudaginn 12. október og föstudaginn 13. októ- ber kl. 17.00 til 18.30 á Hótel Loftleiðum. Borðapantanir á sama tíma. Verð aðgöngumiða kr. 3.700.- Mætum öll íslensk - Ameríska félagiö 0 LISTAHÁTÍD í REYKJAVÍK VERÐLAUNASAMREPPNI Á SVIDILISTA MEDAl IINGS FÓLKS Listahátíð í Reykjavík efnir til verðlaunasamkeppni á sviði lista - meðal ungs fólks. Mega þátttakendur kjósa sér list- form: Hvort sem væri á sviði ritaðs máls, myndmáls, á sviði danslistar, leikhúss eða tónlistar (hljóðlistar), sviði formlistar eða umhverfislistar - má vera á enn öðru sviði, jafnvel fleiri en eitt form saman. Keppnin tekur til frumsköpunar í list fyrst og fremst. Þátttakendur séu 19 ára eða yngri (miðað við skiladag). Skilafrestur er til 1. mars 1990. Verki sé skilað á skrifstofu Listahátíðar, Gimli v/Lækjargötu, 101 Reykjavík - svo full- búnu sem kosturer, ellegarítarlegri lýsingu á hugmynd þess. Listahátíð lýsir sérstökum áhuga á verkum unnum út frá grunnhugmyndinni „íslendingur og haf" en verk út frá öðrum hugmyndum hafa þó fullan rétt í keppn- inni. Verðlaunafé verður alls 400 þúsund kr. og hefur dómnefnd sjálfdæmi um deilingu þess. Dómnefnd setursérvinnureglur sjálf. Verðlaun verða afhent við opnun listahátíðar 1990. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, er heiðursformaður dómnefndar. Dómnefnd er skipuð í samráði við stjórn Banda- lags íslenskra listamanna og er formaður dómnefndar Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri (forseti B.Í.L.). Dómnefnd skal heimilt að kalla sér til fulltingis listfróða menn. Áformuð er kynning valinna verka úr samkeppninni á Lista- hátíð og/eða síðar svo sem tök verða á. Listasamkeppni þessi er kostuð af íslandsbanka h/f. 12. október1989. Listahátíð í Reykjavík. |_AMP/lf? OG UÓS "~^" Verslunin Habitat, Laugavegi 13, býður upp á fallega vegglampa, borðlampa, loftljós, Ijóskastara og gólflampa í ótrúlega miklu úrvali. NEWYORKvegglampi. Ópal-hvítt gler og króm. D13xB26 cm. Verð kr. 3.330-, DIVA vegglampi. Glæsileg hönnun. Skálin er úr krómi og ofan á eru sandblásnar glerplötur. Dýpt 16 cm. Verð kr. 4.950-, CONEvegglampl. Ávalur lampi úr Ópal-hvítu gleri sem gefur milda lýsingu. Dýptl7 cm. Verð kr. 3.980-, Ódýr og falleg Ijós sem prýða heimilið. Góð greiðslukjör, þægilegur verslunar- máti. Póstsendum um land allt. habitat Laugavegi 13 — 101 Reykjavík 91-625870 V/SA EUROCABD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.