Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 29
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989 2! Ný tjónaskoðunarstöð Vátryggingarfélags íslands hf. Ný tjónaskoðunarstöð VIS opnuð í Kópavogi NY tjónaskoðunarstöð Vátryggingafélags íslands hf. tók til starfa á dögunum. Stöðin er til húsa á Skemmuvegi 2 í Kópavogi. Þangað geta eigendur ökutækja, sem lenda í tjóni og telja sig eiga bætur hjá VÍS, snúið sér með tjónaskýrslur sínar og bíla og fengið tjónið metið. Þar fer framvegis fram öll skoð- un ökutækja sem VÍS þarf að leysa til sín vegna umferðaróhappa eða annars. Óll ökutæki verða skoðuð inni við bestu aðstæður, enda er stöðin búin öllum nauðsynlegum tækjabúnaði til að gera nákvæmar prófanir og athuganir á fr'lum. Tjónaskoðunarstöð VÍS verður fyrst í stað í 318 fm húsnæði, en á næstu vikum fær stöðin einnig til umráða um 1170 fm sal þar sem bílar verða metnir og síðan jafnvel seldir. Gengið verður frá öllum formsatriðum varðandi matið og söluna þar á staðnum. (Fréttatilkynning) H Fiskverð á uppboðsmörkuðum 12. október. FISKMARKAÐUR hf í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 84,00 66,00 81,98 26.866 2.202.391 Ýsa(ósl) 99,00 90,00 96,06 1.267 121.707 Ýsa 112,00 58,00 104,91 10.112 1.060.898 Ýsuflök 260,00 215,00 229,03 0,403 92.300 Karfaflök 90,00 90,00 . 90,00 0,011 990 Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0,855 42.775 Ufsi(smár) Langa 51,00 30,00 49,34 1.269 62.637 Langa(ósl) 40,00 40,00 40,00 0,887 35.500 Bútungur 80,00 80,00 80,00 0,010 800 Saltfískur 80,00 80,00 80,00 0,026 2.080 Lúða 230,00 70,00 209,12 0,754 157.761 Saltflök 100,00 100,00 100,00 0,015 1.500 Koli 51,00 35,00 47,12 1.985 93.560 Keila 23,00 23,00 23,00 0,149 3.427 Keila(ósl.) 22,00 20,00 21,53 1.948 41.936 Kolaflök 137,00 130,00 133,50 0,030 4.005 Kinnar 70,00 70,00 70,00 0,012 840 Gellur 290,00 290,00 290,00 0,012 3.480 Gellur(s) 180,00 180,00 180,00 0,005 900 Hlýri 50,00 50,00 50,00 0,036 1.800 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,124 620 Samtals 84,05 46.783 3.931.977 ( dag verður seldur bátafiskur FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 91,50 60,00 70,62 12.061 851.754 Þorskur(ósl) 65,00 30,00 60,51 0,468 28.318 Þorskur(smár) 42,00 42,00 42,00 0,122 5.124 Ýsa 118,00 65,00 103,74 9.249 959.536 Ýsa(ósl.) 95,00 89,00 91,29 0,364 33.230 Ýsafundirm.) 93,00 1 5,00 35,77 0,278 9.943 Blandað 15,00 1 5,00 15,00 0,071 1.065 Karfi 39,00 39,00 39,00 0,774 30.201 Steinbítur 51,00 51,00 51,00 0,178 9.078 Steinbítur(ósl) 44,00 44,00 44,00 0,017 748 Ufsi 42,00 41,50 41,73 12.348 515.323 Ufsi(undirm.) 15,00 5,00 15,00 0,026 390 Lúða 305,00 205,00 262,88 0,628 165.080 Lúða(smá) 280,00 100,00 272,80 0,218 59.470 Skarkoli 88,00 88,00 88,00 0,034 2.992 Lýsa 12,00 2,00 12,00 0,353 4.236 Tindabikkja 12,00 ' 2,00 12,00 0,022 364 Samtals Selt verður ú • Ottó N., Jóni B. Jfsi 30 tonn, karfi 25 tonn, ýsa. þorskur o.fl. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf Þorskur 100,00 47,50 66,07 6,714 443.615 Ýsa 114,00 41,00 104,40 4.345 458.853 Karfi 52,00 51,00 51,00 0,182 9.301 Ufsi 35,50 25,00 31,84 12.216 389.020 Steinbítur 63,50 20,00 60,88 0,473 28.796 Langa 41,50 37,00 39,39 2.229 87.795 Lúða 225,00 225,00 225,00 0,017 ¦ 3.825 Keila 26,50 24,50 25,03 4.188 104.806 Síld 9,47 9,47 9,47 75.690 716705 Skarkoli 36,00 36,00 36,00 0,006 216 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,035 175 Skötuselur 300,00 300,00 300,00 0,033 9.900 Tindaskata Blálanga 8,00 8,00 8,00 0,112 . 896 Samtals 21,21 106.290 2.253.983 Selt var úr Búrfelli KE, Víkingi II. o.fl. bátum. í dag verða seld 10 tonn af karfa og 2 tonn af þorski. Einnig verður seldur línu- og netafiskur - Norræna húsið: Hólmfríð- ur Bene- diktsdóttir syngur Húsavík. HÓLMFRÍÐUR S. Benedikts- dóttir, sópransöngkona frá Húsavík, heldur tónleika við undirleik Davids B. Thomp- sons í Norræna húsinu næst- komandi sunnudag, 15. októ- ber, og hefjast þeir kl. 17. Þar flytja þau lög meðal annars eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigfús Einarsson og lög úr söng- leikjum og óperum eftir Webber, Weill, Richard Wagner og Richard Strauss, en þar mun Erna Guð- mundsdóttir, sópransöngkona, syngja með Hólmfríði. Hólmfríður S. Benediktsdóttir lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1974. Samfara náminu stundaði hún söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaðan 8. stigs prófi vorið 1980 og var Elísabet Erlingsdóttir hennar kennari þar. Sumrin 1984 og '86 sótti hún einkatíma hjá Roy Samuelsen, prófessor við háskólann í Bloom- ington, Indiana, í Bandaríkjunum og haustið 1987 innritaðist hún í sama skóla og hyggst ljúka MA- prófi með einsöng sem aðalnáms- grein á sumarönn 1990. Núverandi kennari hennar er prófessor Klara Barlow. David B. Thompson hefur lokið MA-gráðu bæði sem píanókennari og einleikari við háskólann í Suð- ur-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann er nú píanókennari við Tón- listarskóla Húsavíkur og organisti Húsavikurkirkju, en starfaði áður 5 ár í Colorado og hefur víða leik- ið, svo sem á ítalíu, Englandi og Þýzkalandi. - Fréttaritari Ný grafíkmappa ÚT er komin sjötta grafíkmappa félagsins, íslensk grafík. Grafíkmyndirnar í nýju möppunni eru sex talsins, tvær litógrafíur, önnur eftir Jó- hönnu Boga en hin eftir Baltaz- Morgunblaðið/Silli Hólmfríður S. Benediktsdóttir sópransöngkona heldur tónleika við undirleik Davids B. Thompsons í Norræna húsinu, sunnudaginn 15. október. ar, sáldþrykksmynd eftir Þórð Hall, ætmg eftir Sigrid Valt- ingojer, trérista eftir Hafdísi Ólafsdóttur og mynd gerð með ætingu og þurrnál eftir Svölu Sigurleifsdóttur. Myndirnar sem mynda þessa sjöttu grafíkmöppu, verða til sýnis á veggjum bókasafns Norræna hússins, dagana 5.-16. október og er bókasafnið opið frá klukkan 13-19 alla daga-nema sunnudaga, þá frá klukkan 14-17. SGT hefíir vetr- arstarf VETRARSTARF Skemmti- nefhdar góðtemplara hófst föstudaginn 6. október. Eins og fyrri ár býður SGT upp á félagsvist og gömlu og n£ju dansana við hljómsveitarund- irleik á hverju fðstudagskvöldi í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5. Félagsvistin hefst klukkan 9 og danginn hálfum öðrum tíma síðar. Kvöldverðlaun eru veitt í félags- vistinni. Nú í vetrarbyrjun er það hljóm- sveitin Ásar og söngkonan Krist- björg Löve (Didda), sem sjá um fjörið. Ekið á bíl í stæði EKIÐ var á bifreið í efra stæði við Krihgluna í Reykjavík á laugardag, á tímabilinu frá kl. 10-16. Bifreiðin er af gerðinni Honda Civic, ljósgræn, fjögurra dyra og með skrásetningarnúmerið KR 981. Ekið var á vinstri afturhurð hennar og er talið að þar hafi ver- ið á ferð rauðleit bifreið. Ökumaður hennar er beðinn um að hafa sam- band við slysarannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík, sem og þeir, sem kunna að hafa séð óhappið. Grafikerarnir sem eiga myndir í nýju grafíkmöppunni, frá vinstri: Jóhanna Boga, Sigrid Valtingojer, Þórður Hall, Hafdís Ólafsdóttir og Svala Sigurleifsdóttir. Baltazar er í útlöndum. Michael Keaton í Bíóborginni Bíóborgin hefur tekið til sýninga kvikmyndina Hreinn og edrú með Michael Keaton í aðalhlutverki. Leikstjóri er Glenn Gordon Caron. Myndin segir frá ungum sölu- manni á uppleið er verður fíkniefn- um að bráð og baráttu hans við að að koma reglu á líf sitt. Hann snýst síðan til hjálpar þeim er voru í sama vanda og hann sjálfur. Atli Dagbjartsson Doktorsvörn við læknadeild LAUGARDAGINN 14. október 1989 fer fram doktorsyörn við læknadeild Háskóla íslands. Atli Dagbjartsson læknir ver ritgerð sína, sem læknadeild hafði áður metið hæfa til dokt- orsprófs. Doktorsritgerðin fjallar um til- raunir, sem gerðar voru á ærfóstr- um til þess að kanna áhrif beta- hamlandi og beta-örvandi lyfja á eðlileg viðbrögð hjarta- og æða- kerfis fóstranna, svo og á efna- skiptabreytingar þeirra við vefild- isskorti. Heitir. ritgerðarinnar er „Inhibition and Excitation of Fetal Beta-Adrenergic Receptors during Hypoxia. A Study in the Ovine Fetus." Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða prófessor Jelte de Haan frá Háskólanum í Maastricht í Hollandi og dr. Jón Ólafur Skarp- héðinsson, lífeðlisfræðingur. Pró- fessor, dr. Þórður Harðarson, deild- arforseti læknadeildar, stjórnar at- höfninni. Doktorsvörnin, sem er opin öll- um, fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14.00. Úr kvikmyndinni Hreinn og edrú sem Bíóborgin hefur tekið til sýninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.