Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 14
c£ 14 •ÁÍORGtÍNBLÁÐÍÐ fYmMTÚDÁGÚR Y2.~ÖKT0BER~1989 " Gjöld af veiðileyfum - óraunhæf umræða efitir G. Jakob Sigurðsson Það var ánægjulegt að heyra formann Sjálfstæðisflokksins, Þor- stein Pálsson, gefa um það skorin- orða og afdráttarlausa yfirlýsingu fyrir skömmu, að hann væri því al- gjörlega andvígur, að farið yrði að taka leyfisgjöld af útgerðarmönnum fyrir að senda skip sín til fiskveiða. Þetta var þeim mun mikilvægara að varaformaður flokksins, Friðrik Sophusson, hafði með algjörlega órökstuddum yfirlýsingum og vanga- veltum gefið hið gagnstæða í skyn, og Morgunblaðið hafði, mörgum til mikillar undrunar, tekið undir slík sjónarmið. Mest urðu þó vonbrigði flestra 'utvegsmanna og sjómanna þegar Morgunblaðið í leiðara þann 24. september vítti Þorstein fyrir að hafna hugmyndum um leyfisgjöld eða- auðlindaskatt og lagði áherslu á nauðsyn málamiðlunar — þ.e. einhver leyfisgjöld. í þessu máli má alls ekki í fyrirsjáanlegri framtíð koma til neinnar málamiðlunar eða undan- sláttar, enda mundi þá gjaldtakan fljótt magnast, ef af stað væri farið. í ljósi reynslu undanfarinna ára og líðandi stundar, sjá útvegsmenn og sjómenn, allir sem einn, hættuna, sem leyfissala af hálfu ríkisins býður heim. Það er höfuðnauðsyn að þeir og samtök þeirra standi óbifanleg gegn öllum tillögum í þá átt. Slíka samstöðu þarf að kynna stjórnmála- mönnum og allri þjóðinni vandlega og með þungri áherslu. Upphaf þessarar umræðu má fyrst og fremst rekja til þess_ að nokkrir prófessorar við Háskóla íslands hafa síðustu árin haldið uppi. markvissum og skipulögðum áróðri fyrir sölu ríkisins á fiskveiðileyfum, þannig að enginn mætti halda skipi sínu til veiða nema greiða fýrir það himin- háar upphæðir til ríkisins. Hafa hvað eftir annað verið nefndar fjárhæðir af stærðargráðunni 5-10 milljarðar á ári, sem útyegsmönnum skyldi gert að greiða. Áróðursgreinar þess- ar hafa gjarnan hamrað á yfirlýsing- um um, að fiskurinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar. Um þetta er enginn ágreiningur, enda staðfest í lögum. 011 önnur röksemdafærsla þessara manna er hins vegar með afbrigðum hæpin. Þjóðfélagslegt ranglæti Gylfi Þ. Gíslason segir í Morgun- blaðinu þann 6. desember 1988: „Samfélaginu ber bæði réttur og skylda til að taka afgjald fyrir leyfin til að tryggja sér réttmæt afgjöld og eðlilegan afrakstur af eign sinni." Og enn fremur: „Með sölu veiðileyfa er komið í veg fyrir það þjóðfélags- lega ranglæti, sem felst í því að af- henda einstaklingum eða félögum verðmæti ókeypis og svipta eigand- ann þannig afrakstri af eign sinni" og enn (Mbl. 11.10. .1988):^ „Verð- mæti á enginn að fá gefins. íslenska þjóðin í heild á að fá greiðslur en ekki lítill hluti þjóðarinnar. Útgerðar- menn greiða ekki samfélaginu and- virðið." Sem sagt, þjóðin fær ekki neitt. Útvegsmenn sjálfir hirða allan arð af auðlindinni! Er þetta nú virkilega svona? Allir vita, og þeir sem svona skrifa vita það manna best og -viðurkenna, þeg- Skrifstofutækni Tölvufræðslunnar Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreiaum, rif jar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem sloifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafin. Hriiigdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hael. ITMtölvufræðslan Borgartúni 24, sími 687590 ar þeir eru ekki að tala um sölu á fiskveiðileyfum, að velmegun þjóðar- innar, einhver hin mesta að meðal- tali sem til þekkist, er fyrst og fremst að þakka afrakstri fiskveiðanna, og samt fær þjóðin ekki neitt!!! Það er spurt. „Fær eigandi auðlindarinnar, hér þjóðin í heild, hina árlegu rentu greidda? Fær Árni iðnaðarmaður eða Bjarni kennari greiddan sinn hlut af rentunni? Svarið er auðvitað nei. Afgjaldið rennur ekki í sameiginleg- an sjóð landsmanna. Það rennur til þeirra sem ríkisvaldið hefur veitt ókeypis leyfi til þess að hagnýta auðlindina." Þetta er sagt vera „hið mikla þjóðfélagslega ranglæti", að íslenska þjóðin í heild „fái ekki að njóta í einhverju þeirrar rentu sem sameignin skilar af sér". Þær staðhæfingar, sem hér hafa verið raktar eru svo fjarstæðukennd- ar og augljóslega alrangar, að eigin- lega ætti ekki að þurfa að svara þeim, en' svo haldið sé áfram með ofangreind dæmi. Fengi Árni iðnað- armaður sína vel borguðu vinnu við byggingar, skipasmíðar, vélaverk- stæði eða hvað annað, ef arðurinn af sjávarútveginum flæddi ekki jafnt og þétt og stríðum straumum frá útgerðinni til þjóðarinnar? Gætu kennarar hækkað launin árlega, þeg- ar verst stendur á, og gætu íslend- ingar haldið uppi sívaxandi, og von- andi síbatnandi háskóla (og byggt annan því miður) ef sjávarútvegurinn arðrændi fólkið eins og af er látið — ef þjóðin fengi ekki neitt fyrir auð- lind sína? Það er stundum furðulegt hvernig jafnvel gáfuðustu menn geta farið út í óskiljanlegar öfgar í málaflutn- ingi, ef þeim finnst mikið við liggja að vinna málstað sínum fylgi. Því hefur meira að segja hvað eftir ann- að verið haldið fram; að ekkert væri athugavert við að selja veiðileyfin til útlendinga, þótt allir megi vita, að slíkt mundi leiða til óbætanlegs tjóns fyrir íslenskt atvinnulíf og algjörs hruns sjávarútvegsins og fiskvinnsl- unnar, og til óþolandi efnahagslegs ósjálfstæðis. Svona mætti vel hlusta á frá óábyrgum lýðskrumurum, en ekki frá virðulegum prófessorum við Háskóla íslands. í ákafa sínum til að vinna leyfissöl- unni fylgi, og vegna andstöðu út- vegsmanna og sjómanna, hefur oft verið gripið til þess að fordæma út- gerðarmenn fyrir lélegan rekstur. Þeir hafa verið sakaðir um vankunn- áttu og kæruleysi og skort á vilja til hagræðingar, en þegar spurt er hvernig á að hagræða umfram það sem sífellt er verið að gera, verður fátt um svör. En lítum á hina hliðina. Mikið má íslenskur sjávarútvegur vera auðug- ur, ef hann hefur um árabil haft af þjóðinni alla þá.milljarða, sem hann hefði átt að greiða í leyfisgjöld. Er hann kannski svona auðugur? Hér er ekki rúm til að ræða það, enda öllum kunnugt um ástandið. Kannski er þjóðinni og stjórnmálamönnunum svipað farið og fálkanum, sem sagt var um: „Hann kennir ekki fyrr en kemur að hjartanu." Það er fyrst þegar mikill hluti útvegsins er að sligast undan óbærilegri skuldabyrði, og hann er að því kominn að geta ekki lengur haldið áfram að bera á herðum sér velmegun þjóðarinnar, að menn fara að gera sér ljóst, að kannske hafi of mikið verið á hann lagt, og líklega borgi sig að halda honum lifandi að mestu. Aðferðirnar sem nú eru notaðar til þess eru hins vegar bæði varasamar og skamm- góðar. En einmitt nú, þegar svo er komið sem raun ber vitni, stendur baráttan sem hæst til að leggja á hann nokkra milljarða til viðbótar. Allir hljóta þó að sjá, að við núver- andi aðstæður er engin leið fyrir útgerðina að bera þyngri gjöld, og miðað við stjórnun fjármála á íslandi mörg undanfarin ár eru því miður engar líkur til að þessum atvinnu- vegi verði á næstu árum veittur slíkur grundvöllur til rekstrar, að hann fari í heild að verða ennþá gjöf- ulli fyrir þjóðarbúið en verið hefir. G. Jakob Sigurðsson „Mikið má íslenskur sjávarútvegur vera auðugur, ef hann hefur um árabil haft af þjóð- inni alla þá milljarða, sem hann hefði átt að greiða í leyfisgjöld. Er hann kannski svona auðugúr?" Hvers eðlis eru annars þessar stór- felldu gjafir þjóðarinnar, sem sagt er að felist í úthlutun veiðileyfa án endurgjalds? Má ekki orða það svo á einfaldan máta að stjórnvöld segi við útgerðarmenn: Hér gefum við ykkur ókeypis veiðileyfi, og þið meg- ið fiska ykkar skammt, og meira en það, þegar þið svo seljið aflann til útlanda, ferskan eða frystan, skulum við sjá um að gengið á gjaldeyrinum, sem þið skilið til bankanna, verði stillt þannig, að þið fáið í ykkar hlut allt að 90—95% af því sem það kost- aði ykkur að ná í fiskinn, og jafnvel í einstökum tilfellum alltupp í 100%. Engin smágjöf það! Útvegsmenn greiða þjóðinni fullt andvirði leyf- anna og mjög ríflega það. Auk þeirra réttlætis- og siðferðis- sjónarmiða, sem formælendur kvóta- sölu hafa lagt svo mikla áherslu á, eru ýmsar aðrar röksemdafærslur. Hagræðing Sagt er að ef kvótar væru seldir, helst á uppboði, hefðu þeir best efni á að kaupa, sem best gerðu út og kynnu að hagnast. Þannig myndu litlu karlarnir og „skussarnir" falla út og flotinn komast á „'færri og hæfari hendur". Vafalaust er auð- veit að setja inn í tölvu eitthvert „ide- al módel", gefa sér ýmsar frum- stærðir og reikna svo út að svona geti farið. En hvað um byggða- stefnu, pólitík, mismunun í úthlutun- um lána og margt fleira? Mundu ekki allmörg fyrirtæki sem ekki hefðu efni á að kaupa kvótana fara, eins og alltaf hefur verið gert, þegar á bjátar, í sveitarstjórnina, þing- mennina, ráðherrana, og vini sína í bönkunum, biðja um lán fyrir kvóta og fá það, og geta þannig yfirboðið önnur fyrirtæki, sem kannski eru rekin af dugnaði og kunnáttu en skortir skotsilfur og pólitískar fyrir- greiðslur. Eru það kannski best- reknuog efnuðustu fyrirtækin, sem mest hafa fengið af þeim 5,3 milljörð- um sem nýlega hefur verið úthlutað úr Atvinnutryggingasjóði? Hvernig geta menn, sem gjör- þekkja íslenska fjármálastjórn, litið fram hjá því sem raunverulega ger- ist og prédikað þess í stað einhverja „ideala" og marklausa skólabóka- hagfræði, sem alls ekki fengi notið sín hér um slóðir? Og þá eru það þessar færri og hæfari hendur. Það er vægast sagt mjög vafasamt, að þjóðin væri betur komin efnahagslega, eða lifði að nokkru leyti fyllra og betra lífi, ef útgerðin væri fyrst og fremst á hönd- um nokkurra stórra fyrirtækja í stað hinna sfjölmörgu stórduglegu og framtakssömu útgerðarmanna og skipstjóra eigin skipa, sem nú draga farsæla björg í bú þjóðarinnar allt í kringum landið. Eitt er alveg víst, að með al- mennri sölu ríkisins á veiðileyfum yrði velferð útvegsmanna og sjó- manna bundin í óþolandi viðjar póli- tískrar óstjórnar og ráðsmennsku. Slíkri „hagræðingu" verða útvegs- menn og sjómenn að andmæla fullum hálsi og allir sem einn, og á það skal sérstaklega bent, að ráðstafanir af þessu tagi hlytu einnig að bitna mjög alvarlega á kjörum sjómanna. Fækkun skipa Áhersla hefur verið lögð á það að „öruggasta og fljótvirkasta leiðin til að ná fram þeirri minnkun á flotan- um, sem öllum ber saman um að sé nauðsynleg" sé sala veiðileyfa (G.Þ.G. Mbl. 26.4. 1989). Þetta er margendurtekið með ýmsu orðalagi. Um þetta þarf ekki að fjölyrða. Nú eru í gildi reglur sem leyfa kaup nokkru stærri skipa í stað þeirra sem seld eru í landi eða úrelt. í þessu felst auðvitað aukinn rúmlestafjöldi, þ.e. stækkun flotans. Ef ef pólitískur vilji er fyrir því að breyta reglunum, þá er enginn hlutur auðveldari en að gera það án allra krókaleiða. í öðru lagi kaupa harla fáir íslending- ar ný skip án mjög verulegra lána úr opinberum sjóðum eða bönkum. Ef alvara er í því að stöðva eða minnka skipakaup og skipasmíði, þá er hægt að stjórna því algjörlega með stöðvun eða minnkun lána. Til þess þarf sannarlega enga kvótasölu af hálfu ríkisins nema síður sé. Þann 29. janúar 1988 birtist í Morgunblaðinu mjög ítarleg grein eftir prófessorana Gylfa Þ. Gíslason og Þorkel Helgason, sem hafa verið mikilvirkustu talsmenn þess að ríkið selji veiðileyfi. Þar er að venju hamr- að á því „þjóðfélagslega ranglæti að þjóðin sé svipt afrakstri af eign sinni og að útvegurinn njóti einn þess sér- staka auðs sem felst í fiskimiðun- um". Þjóðin fái ekki neitt. Þetta er sami söngurinn og vant er, en til þessarar greinar er sérstaklega vísað, vegna þess að þar kemur fram eitt grundvallarsjónarmið þessara fræðimanna um það, hvernig mill- jörðunum af leyfisgjaldinu skyldi varið. Æskilegasta framtíðarskipan- in er talin vera sú, að tekjur af veiði- leyfagjaldi renni í sameiginlegan sjóð landsmanna. Sjóðinn á svo m.a. að nota í ýmiss konar flóknar og ófyrir- séðar millifærslur. Meðal annars og sérstaklega „yrði nauðsynlegt að greiða bætur á útflutning iðnaðar og landbúnaðarafurða". Við þennan lestur ráku áreiðanlega margir upp • stór augu. Fyrst skal leggja á útgerð- ina, sern, heldur uppi velmegun þjóð- arinnar, óviðráðanlegan viðbótar- skatt, eyðileggja afkomu hennar enn frekar og stórskaða afkomu sjó- manna. Svo á að nota skattinn til að styrkja óarðbæran útflutning á öðrum vörum, sem skilar litlum eða engum jákvæðum árangri. Hér er ekki rúm til að ræða þessa sérstöku tillögu nánar, enda stundum bestu andmælin að beina aðeins at- hygli manna að staðhæfingum, sem eru svo fjarstæðukenndar, að fárán- leiki þeirra verður þeim mun augljós- ari sem meira er um þær hugsað. Sem sagt: 1. Útveginum er ekkert gefið. Hann greiðir fullt andvirði veiðileyf- anna og oftast mikið meira. 2. Álagning leyfisgjalda er fráleit og óframkvæmanleg við núverandi aðstæður, og engar líkur eru til þess að á því verði veruleg breyting í fyrir- sjáanlegri framtíð. 3. Leyfisgjöld mundu, jafnvel við hagstæðari aðstæður, ekki einungis draga úr arðsemi útgerðarinnar og möguleikum til eflingar þjóðarhags, heldur einnig rýra kjör sjómanna langt umfram það, sem nokkur sann- girni gæti leyft. 4. Leyfisgjöld mundu alls ekki leiða til hagræðingar heldur til óvið- unandi miðstýringar, leggja fjötur á útgerðina og stofna til pólitískrar ofstjórnar þannig að, miðað við það, þætti núverandi kvótakerfi leikur einn og smámunir. 5. Fækkun skipa er miklu auðveld- ari og öruggari með öðrum aðferð- um. 6. Það væri ranglátt og skaðlegt að krefj'ast leyfisgjalda eða auðlinda- skatts. Samtök útvegsmanna og sjó- manna mega alls ekki fallast á nein- ar málamiðlanir í þá átt. 3. október, 1989. Höfundur er forstjórí Sjófangs hf. h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.