Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 51
08CI HaaÖTHO ,S1
MORGUNBLAÐIÐ
lWÓTÍ7Í?flMMTOtóÍc 12. OKTÓBKR 19^9-
■:5T
HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD
Morgunblaöið/Jútius
Tákræn mynd....Sigurður Bjarnason stekkur vel upp fyrir Erling Kristjánsson, þjálfara KA, og skorar eitt af níu
mörkum sínum. Erlingur og lærisveinar hans réðu ekkert við Stjörnumenn.
Banni Óskars af létt
Fær leyfi til að jeika með Puerto Gagnito á
Spáni. Dagur í sex mánaða bann -
Dómstóll HSÍ hefur aflétt eins árs leikbanni Óskar Helgasonar sem
leikur með spænska liðinu Puerto Gagnito. Óskar fékk eins árs
bann því félagaskipti hans uppfylitu ekki kröfur HSÍ. Málið var tekið
fyrir hjá dómstól HSÍ og þar var ákveðið að aflétta banninu.
Þar var einnig tekið fyrir mái Dags Jónassonar en hann fór úr Fram
í Víking. Hann var fékk sjálfkrafa sex mánaða bann þar sem Fram
neitaði að samþykkja félagaskiptin. Víkingar skutu málinu til dóm-
stóls HKRR og þar var bannið staðfest. Víkingar áfrýjuðu til dóm-(
stóls HSÍ sem komst að sömu niðurstöðu og HKRR. Dagur Jónasson
vei-ður því ekki löglegur með Vikingi fyn- en í mars á næsta ári.
Sigurður átti
Stjörnuleik
- skoraði níu mörk er Garðbæingar
burstuðu KA-menn 23:14
SIGURÐUR Bjarnason átti stór-
leik fyrir Stjörnuna er liðið
burstaði KA, 23:14, íGarðabæ
í gærkvöldi. KA-menn héldu í
við Garðbæinga fram að leik-
hléi er staðan var 8:6, eftir það
voru þeim allar bjargir bannað-
ar.
Jafnræði var á með liðunum í
byrjun, eða þar til staðan var
4:4. Þá mistu KA-menn leikmenn
útaf og Garðbæingar færðu sér það
■■■ í nyt og skorðu fjög-
Höröur ur mörk í röð og
Magnússon breyttu stöðunni í
skrifar 8:4. KA náði aðeins
að klóra í bakkann
með því að skora tvö síðustu mörk-
in fyrir hlé.
í upphafi síðari hálfleiks mistu
KA-menn leikmenn útaf -og var
refsað fyrir það með fimm mörkum.
Munurinn jókst síðan jafnt og þétt
til leiksloka og var níu mörk er upp
var staðið.
Fyrri hálfleikur var slakur og
einkenndist af mistökum á báða
bóga. Til marks um það misnotaði
Skúla Gunnsteinsson þrjú hraða-
upphlaup með stuttu millibili. Síðari
hálfleikur var góður hjá Garðbæ-
ingum, en mótstaðan/var lítil þar
sem KA-menn virtust hafa játað sig
sigraða full snemma.
Sigurður Bjarnason var í miklu
stuði hjá Stjörnunni og gerði níu
mörk. Brynjar Kvaran iék einnig
vel í markinu. Stjarnan á þó að
geta leikið betur en í gærkvöldi.
Axel Björnsson, markvörður, var
langbesti leikmaður KA og Guð-
mundur Guðmundsson var eini úti-
ieikmaðurinn sem stóð fyrir sínu.
Sóknir KA voru mjög fálmkenndar
og það er greinilegt að liðið á erfið-
an vetur fyrir höndum.
HANDKNATTLEIKUR / SVÍÞJÓÐ
Þorbergur með f imm
orbergur Aðalsteinsson og
félagar í Saab sigruðu Katra-
inaholm í fyrsta leik sínum í
sænsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik, 23:20.
Þorbergur gerði fimm mörk,
öll í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik
var hann hinsvegar tekinn úr
umferð. „Ég skil ekki hvernig
þeir nenna að elta mig, gamla
manninn, út um allt,“ sagði Þor-
bergur og hló.
Saab var hafði sex marka for-
skot í leikhléi, 14:8, en gekk illa
í upphafi síðari hálfleiks. „Það fór
allt í baklás enda alltaf mikil
spenna í fyrsta leiknum. En þetta
slapp og ég held að við getum
verið bjartsýnir. Ef við vinnum
heimaleikina og stöndum okkur
þokkalega á útivelli ættum við að
ná í úrslitakeppnina,“ sagði Þor-
bergur.
Ólrúlegar sveiflur
„FYRRI hálfleikur er það alslak-
asta sem lið hefur sýnt undir
minni stjórn í 14 ár,“ sagði Jó-
hanni Ingi Gunnarsson, þjálfari
KR-inga, eftir að Víkingar höfðu
níu marka forskot í leikhléi,
15:6. En þetta átti heldur betur
eftir að breytast því KR-ingum
tókst það sem engan hefði ór-
að fyrir í leikhléi, að vinna upp
þennan mun og einu marki
betur og stóðu uppi sem sigur-
vegarar, 21:22.
Víkingar fóru á kostum í fyrri
hálfleik með Hrafn Margéirs-
son í .markinu sem besta mann.
Hann varði eins og berserkur m.a.
þrjú vítaköst. KR-
ValurB. ingar skoruðu- að-
Jónatansson eins tvö mörk á
sknfar móti 13 mörkum
Víkinga á fyrstu 22
mínútunum sem sýnir best yfirburð-
ina. Það gekk bókstaflega allt upp
hjá Víkingum en að sama skapi
gekk allt á afturfótunum hjá KR-
ingum.
Síðari hálfleikur var öfug endur-
tekning á fyrri hálfleik þar sem
KR-ingar voru í aðalhlutverki.
Víkingar skoruðu sitt fyrsta mark
í síðari hálfleik eftir 11 mínútur en
á sama tíma höfðu Vesturbæingar
gert fimm mörk. Þegar fjórar
mínútur voru til leiksloka var stað-
an 21:18 fyrir Víking. Þá var kom-
ið að kafla Konráð Olavsonar sem
gerði síðustu fjögur mörkin og
tryggði KR-ingum sigur, 21:22.
Leikurinn verður minnistæður
fyrir þær ótrúlegu sveiflur sem í
honum voru. Víkingar geta nagað
sig í handabakið fyrir að klúðra
unnum leik. Þeir léku síðari hálf-
leikinn afspyrnu illa. Lið sem hefur
níu marka forskot í hálfleik á ekki
að geta tapað því niður. Það var
fyrst og fremst sóknarleikurnn sem
brást hjá Víkingum í síðari hálfleik.
Sóknir þeirra voru stuttar og þeir
skutu nánast úr vonlausum færum
eftir aðeins 10 til 15 sekúndur.
Viturlegra hefði verið að hanga á
boltanum og láta tímann vinna með
liðinu. Hrafn var frábær í markinu
í fyrri hálfleik, en datt niður í þeim
seinni eins og félagar hans. Ingi-
mundur Helgason, ungur nýliði,
vakti athygli fyrir góðan leik.
KR-ingar eiga hrós skilið fyrir
að missa ekki móðinn. Þeir komu
ákveðnir til leiks í síðari hálfleik
og ótrúlegt til þess að vita að sömu
leikmenn hafi leikið fyrri hálfleik-
inn. Gísli Felix stóð sig vel í mark-
inu eftir að hann kom inná fyrir
Leif Dagfinnsson íTok fyrri hálf-
leiks. Konráð fór á kostum á loka-
mínútunum og eins léku þeir Páll,
Þorsteinn og Sigurður vel. En KR-
ingar verða að æfa vítaköstin því
þeir klúðruðu sjö vítaköstum og þar
af sex í fyrri hálfleik.
„Ég sagði við leikmennina í hálf-
leik að við yrðum að komast frá
þessum leik með reisn og sýna kar-
akter því nú væru aðeins áhangemK'
ur Víkings eftir í húsínu. Við breytt-
um varnarleiknum og tókum Árna
Friðleifsson úr mjiferð og við það
riðlaðist sóknarleikur Víkings. Með
gífurlegri baráttu tókst þetta, en
hver hefði trúað því í hálfleik. Ég
vona samt að ég eigi ekki eftir að
upplifa annan eins leik því þá leggst
ég inn á sjúkrahús," sagði Jóhann
Ingi glaður í bragði eftir sigurinn.