Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 46
Ast er... .. rétt hugarfar. TM Reg. U.S. Pat 0».—all rights reserved . 1989 Los Angeles Tímes Syndicate Seðlabúntin eins og skot eða ég spila. Ég var búin að tala við blómin dögum saman áður en hann sagði mér að það væru gerviblóm ... Hraðahindranir eru nauðsynlegar Til Velvakanda. Sigurður hringdi í Velvak- anda 28. september og hafði ýmis- legt við úrbætur í umferðarmálum í höfuðborginni að athuga. Ég skrifa vegna þess að ég er honum gjörsamlega ósammála. Hraða- hindranir eru síst of margar í borg- inni og þær eru aðeins þar sem þær eru bráðnauðsynlegar vegna örygg- is gangandi fólks. Þær eru settar þar sem búast má við mörgum gangandi vegfarendum, svo sem börnum, öldruðum, hjólreiðafólki og fólki með barnavagna og kerrur. Það vill nefnilega þannig til að það eru fleiri vegfarendur en þeir sem aka i bílum. En sú staðreynd vill alltof oft gleymast. Langflest börn fara leiðar sinnar gangandi svo er líka um gamalt fólk og kon- ur með barnavagna. Þessir vegfar- endahópar eru í stöðugri hættu í umferðinni. Ökumenn taka ekki nógu mikið tillit til þeirra sem eru gangandi og of lítið er gert til þess að aðgreina umferð gangandi og akandi í skipulagi gatnakerfisins. En það er sjálfsagt að nefna það sem vel er gert og það er t.d. fjölg- un umferðarljósa. Sigurður nefnir umferðarljósin á Hverfisgötu í Reykjavík sem dæmi um „óþarfa tafir í umferðinni". Mig langar bara að minna á að á þess- ari götu hafa orðið mörg mjög al- varleg umferðarslys á gangandi fólki á undanförnum árum. Það vill þannig til að um Hverfisgötu fer ég daglega og hef oft átt fótum mínum fjör að launa, einmitt á þeim stað sem nú er búið að setja upp umferðarljós. Mörg börn fara daglega um göt- una á leið sinni úr og í Tónmennta- skólann sem er í nágrenninu. Kvik- myndahús, verslanir og skrifstofur eru einnig við þessa götu og um- ferð gangandi fólks er mikil. Menn verða að átta sig á því að þegar þeir aka um götur borgarinnar mega þeir alltaf eiga von á gang- andi fólki sem þarf að fara yfir götur. Það er engin tilviljun að al- mennur hámarkshraði í þéttbýli er 50 km. Gatnakerfið og umferðin býður ekki upp á meiri hraða nema með örfáum undantekningum. Að endingu nokkur orð um hraðahindranir. Ef hraðahindranir eru rétt gerðar þá eiga þær ekki að valda neinum skaða á ökutækj- um svo framarlega að ekið sé yfir þær á þeim hraða sem til er ætlast. Hraðahindranir eru neyðarúr- ræði og aðeins settar vegna þess að sumir ökumenn geta ekki eða vilja ekki taka tillit til samborgara sinna með eðlilegum hætti. Þess vegna verður að hafa vit fyrir þeim og stýra aksturslagi þeirra. Lélegir ökumenn eiga ekki að komast upp með að slasa og drepa fólk vegna þess að þeir eru að flýta sér. Glöggt er gests augað, segir í málshætti. Vinkona mín sem býr úti á landi sagði við mig nýlega: Þegar ég kem til Reykjavíkur verð ég yfirkomin af þreytu, vegna þess að allir eru að flýta sér. Fólk er t.d. að reyna að komast á milli staða á 10 mínút- um leið sem tekur 20 mínútur. Er þarna ef til vill komin skýringin á streitunni sem einkennir ökumenn á höfuðborgarsvæðinu? Margrét Sæmundsdóttir, forskólafulltrúi Umferðarráðs Víkverji skrifar Astand lífríkisins við Mývatn er mikið áhyggjuefni öllum íslend- ingum. Gunnlaugur Þórðarson lög- maður ritar grein um málið hér í blaðið í síðustu viku. Hann vitnar í grein ungs Þingeyings, Birgis Steingrímssonar, sem hann hafði rit- að í Víkurblaðið á Húsavík. Þar leið- ir Baldvin að því getum að úrgangur frá mönnum sé að breyta Mývatni í ördeyðu. Það er krafa þjóðarinnar að yfirvöld taki á þessu máli strax. Þingeyjarsýsla er perla landsins og Mývatn og Laxá eru perlur Þingeyj- arsýslu. XXX Það er umshugsunarefni að á sama tíma og landslið okkar í handknattieik stendur sig með mikl- um sóma skuli íslenzk félagslið standa sig með eindæmum illa í Evrópumótunum. Stjarnan reið á vaðið og fékk herfilega útreið gegn sænska liðinu Drott. Augljóst er að undirbúningur liðsins og þá fyrst og fremst andlegur undirbúningur var rangur og átti stóran þátt í því hvern- ig fór. KR-ingar féllu út fyrir norsku liði, sem nú er í 4. sæti ytra, en Valsmenn komust einir í 2. umferð eftir að hafa unnið færeysku meistar- ana Kyndil. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum og þau úrslit eru það sem eftir verður munað. Þegar Víkingur og Valur voru yfirburðalið hér á árum áður náðu þessi lið mjög langt í Evrópukeppni jafnvel þótt árangur landsliðsins á þeim árum væri ekkert sérstakur. Nú hefur þetta snúist við. Vissulega hafa margir góðir leikmenn haldið út í atvinnumennsku en það skýrir engan veginn þennan slaka árangur íslenzkra félaga nú í haust. Isíðustu viku kom það fram í frétt- um að Kasparov heimsmeistari í skák hefði bætt 17 ára gamalt stiga- met Bobbys Fischer. Sumir gengu svo langt að fullyrða að Kasparov væri betri skákmaður en Fischer hefði nokkru sinni verið. Svona sam- anburður er óraunhæfur. Reglur um stigaútreikning hafa breyst sl. 17 ár og Kasparov er að tefia við alit aðra skákmenn en Fischer tefldi við forð- um daga. Eini raunhæfi samanburð- urinn fengist ef þeir Kasparov og Fischer tefldu saman en því miður er það nánást útilokað. Kasparov hefur vissulega teflt vel en enn hefur honum ekki tekist það sem Fischer tókst, þ.e. að vinna 13 skákir í röð í einvígjum gegn sterkustu skák- mönnum heims. Víkverji lýsti í fyrravetur yfír undrun sinni á því hve margir aðilar ynnu að hagrannsóknum og hagspám hjá ekki stærri þjóð en ís- lendingar eru. Þetta er þeim mun undarlegra þegar haft er í huga, að spárnar eru nær undantekningalaust vitlausar vegna mikilla sveiflna í efnahagslífinu. Nú virðist komin til skjalanna enn ein stofnunin, sem ætlar að spreyta sig á þessu sviði, Hagfræðistofnun Háskóláns. Fróðlegt verður að sjá hvort hún stendur sig betur en Þjóð- hagsstofnun, Verzlunarráðið, Al- þýðusambandið, Vinnuveitendasam- bandið, BSRB, Kjararannsókna- nefnd, Seðlabankinn, Félag ísl. iðn- rekenda o.s.frv.(!!) Guðmundur Ágústsson þingmað- ur Borgaraflokks ritar grein í Alþýðublaðið á laugardaginn. Á ein- um stað segir þingmaðurinn: „Ætlun mín með þessum greinarstúf er ekki að þreyta ykkur lesendur góðir á upptalningu úr landsfundarsam- þykktum flokksins. Til þess gefst vonandi tími síðar." Lesendur hafa a.m.k. verið varaðir við!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.