Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐin FIMMTUDÁGUR 12. OKTÖBKR 1!)89 Sl Morgunblaðið/Bjarni Guðrún Helgadóttur tekur við forsetastörfum af Stefáni Valgeirs- syni. Málmfríður Sigurðardóttir skrifari er einnig á myndinni. A innfelldu myndinni er Arni Gunnarsson í forsetastóli Neðri deildar. Alþingi: Árni Gunnarsson tekur við forsetastöðu í neðri deild Fyrsti fundur sameinaðs Alþingis var haldinn í gær og stýrði honum aldursforsetinn, Stefán Valgeirsson. Fjárlagafrumvarpi ríkissljórnarinn- ar liafði verið dreift en á dagskrá var kjör forseta, varaforseta og skrif- ara í samcinuðu þingi og báðum þingdeildum. Þrír þingmenn, þau Guð- rún Agnarsdóttir, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra höfðu beðið um fjarvistarleyfi. Guðrún Helgadóttir var endurkjör- in forseti sameinaðs þings með 42 atkvæðum. Stefán Valgeirsson fékk eitt atkvæði og Hjörleifur Guttorms- son sömuleiðis eitt atkvæði, 15 seðlar voru auðir. Guðrún þakkaði þorra þingmayma fyrir að sýna sér þetta traust að nýju og vænti þess að sam- vinna við stjórnarsinna og stjómar- andstöðu yrði góð og drengileg. Fyrri varaforseti var kjörinn Salóme Þor- kelsdóttir og hlaut hún 45 atkvæði, Stefán Valgeirsson fékk eitt atkvæði og Ragnhildur Helgadóttir einnig eitt atkvæði, auðir seðlar voru 12. Guðni Ágústsson var kosinn síðari varafor- seti, hlaut 45 atkvæði, en Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fékk tvö atkvæði, Guðmundur Ágústsson og Páll Pét- ursson eitt atkvæði hvor, auðir seðlar voru 10. Skrifarar sameinaðs þings voru kosnir Jóhann Einvarðsson og Anna Ólafsdóttir Bjömsson. Forseti efri deildar Alþingis var endurkjörinn Jón Helgason, hlaut 19 atkvæði, Skúli Alexandersson fékk eitt atkvæði. Guðrún Agnarsdóttir var kosin fyrri varaforseti með 20 at- kvæðum en Karl Steinar Guðnason síðari varaforseti með 18 atkvæðum, Halldór Blöndal hlaut eitt atkvæði og einn seðill var auður. Skrifarar vom kosnir Valgerður Sverrisdóttir og Egill Jónsson. Kjartan Jóhannsson gegndi áður embætti forseta neðri deildar Al- þingis en þefur nú látið af þing- mennsku. í hans stað var kjörinn Árni Gunnarsson og fékk hann_ 33 atkvæði, auðir seðlar vom fimm. Árni þakkaði þingmönnum traustið og sagðist vonast til að eiga góða sam- vinnu við þingmenn, stjómarsinna jafnt sem stjórnarandstæðinga. Hann sagði Alþingi hafa orðið fyrir nokkm aðkasti að undanförnu og benti á nauðsyn þess að stofnunin legði áherslu á sjálfstæði sitt gagnvart framkvæmdavaldinu og glöggan að- skilnað valdþáttanna þriggja; löggjaf- arvalds,_ framkvæmdavalds og dóms- valds. Árni hvatti þingmenn til að snúast til vamar fyrir stofnunina. Fyrri varaforseti deildarinnar var kos- inn Geir H. Haarde, hann hlaut 35 atkvæði, Stefán Valgeirsson eitt at- kvæði, auðir seðlar vom tveir. Hjör- leifur Guttormsson fékk 33 atkvæði í kjöri síðari varaforseta, Sighvatur Björgvinsson tvö atkvæði og Stefán Valgeirsson eitt atkvæði, auðir seðlar vom þrír. Nefndakjör fer fram á Al- þingi í dag, fimmtudag. AIÞIflCI Benedikts Bogason- ar minnst á Alþingi Við setningu Alþingis sl. þriðjudag flutti Stefán Valgeirs- son aldursforseti þingsins eftir- farandi minningarorð um Bene- dikt Bogason alþingismann: í dag minnumst við og söknum Benedikts Bogasonar, verkfræðings og alþingismanns, sem kvaddi okk- ur hér í vor eftir skamma setu á Alþingi. Hann andaðist 30. júní, hálfsextugur að aldri. Benedikt Bogason var fæddur 17. september 1933 að Laugardæl- um í Hraungerðishreppi í Árnes- sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Bogi bóndi þar, síðar verkstjóri í Reykjavík, Eggertsson bónda og alþingismanns í Laugardælum Benediktssonar og Hólmfríður Guð- mundsdóttir bónda á Læk i Hraun- gerðishreppi Snorrasonar. Benedikt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1953, stundaði verkfræðinám einn vetur í Háskóla íslands, en fór síðan til náms í Finnlandi og lauk prófi í byggingarverkfræði frá Tæknihá- skólanum í Helsingfors árið 1961. Að námi loknu var hann fram- kvæmdastjóri Flóaáveitunnar og Ræktunarsambands Flóa- og Skeiðaveitna 1961-1964. Jafnframt var hann ráðgjafi Ölfusveitunnar og stundaði almenn verkfræðistörf á Selfossi. Á árinu 1964 fluttist hann til Reykjavíkur og var verk- fræðingur við gatna- og holræsa- deild borgai-verkfræðings 1964- 1971, en rak síðan eigin verkfræði- stofu í Reykjavík. Árið 1980 varð hann verkfræðilegur ráðunautur Framkvæmdastofnunar ríkisins, þar til hún var lögð niður og full- trúi forstjóra Byggðastofnunar var hann frá 1985. Benedikt Bogason sinnti ýmsum félagsmálum og vann aukastörf jafnframt aðalstarfi. Hann var einn stofnenda og fyrsti formaður Félags íslenskra stúdenta í Finnlandi, og hann var formaður Sambands íslenskra stúdenta erlendis 1962- 1963. Gjaldkeri í stjórn Suomi- félagsins í Reykjavík var hann 1969-1980. Hann var stundakenn- ari við Miðskóla Selfoss, Iðnskóla Selfoss og Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi á árunum 1961-1963 og kennari við Tækni- skóla íslands 1970-1973. Hann var í hreppsnefnd og byggingarnefnd Selfoss 1962-1964 og í byggingar- nefnd Ríkisútvarpsins frá' 1981. Formaður Framfarafélags Seláss- og Árbæjarhverfis var hann frá Benedikt Bogason 1983. Hann tók þátt í stofnun Borg- araflokksins vorið 1987 og var þá kosinn varaþingmaður flokksins í Reykjavík. Hann sat á Alþingi rúm- ar tvær vikur í nóvember og desem- ber 1987. Við þingmennskuafsal Alberts Guðmundssonar í byrjun aprílmánaðar í vor tók Benedikt Bogason fast sæti á Alþingi. Benedikt Bogason hlaut góða menntun til undirbúnings störfum sínum síðar á ævinni. Verkfræði- kunnáttu hans og forsjár og ráð- gjafar í verklegum efnum sér víða stað, en þó mest sunnanlands. Þar neytti hann fyrst hæfileika sinna og menntunar við fjölbreytt verk- efni. Síðar náði starfssvið hans vítt um landið. Á vegum Framkvæmda- stofnunar og Byggðastofnunar kom í hans hlut að hafa afskipti af at- hafnalífi landsmanna til sjávar og sveita. Hann leiðbeindi sveitar- stjórnum, gegndi nefndarstörfum og sat í stjórnum félaga af hálfu stofnananna og fékkst við torleyst mál sem komu til þeirra kasta. Að dómi þeirra, sem störfuðu með Benedikt Bogasyni og þekktu hann best, var hann gæddur mikl- um skipulagshæfileikum, var holl- ráður, afkastamikill og ósérhlífinn. Hann átti slíkan starfsferil að baki að binda mátti miklar vonir við störf hans á Alþingi. En þegar hingað kom voru honum búin þau örlög að sitja hér aðeins nokkrar vikur. Ég við biðja þingheim að minn- ast Benedikts Bogasonar með því að rísa úr sætum. Sextán nýir forstöðumenn ráðnir til Islandsbanka BANKASTJÓRN íslandsbanka hefúr ráðið 13 forstöðumenn stoðdeilda bankans frá og með 1. janúar. Umsækjendur voru alls 43 talsins en umsóknarfrest- ur um stöður deildarstjóra, sér- fræðinga og fúlltrúa rennur út á morgun. Undir markaðssvið Stöðvar 2 heyrir öll sala á auglýsingum, auglýs- ingagerð og þjónusta við áskrifendur gegnum áskriftardeild. Ennfremur fellur undir markaðssvið kynningar- deild sem annast útgáfu á Sjón- Brynja Halldórsdóttir var ráðin forstöðumaður útibúatengsla en hún gengnir nú starfi fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Versl- unarbankans. Friðrik Haildórsson, forstöðu- maður Verðbréfamarkaðar Út- vegsbankans verður forstöðumað- vaipsvísi svo og kynning á dagskrá stöðvarinnar í öðrum fjölmiðlum. Sighvatur Blöndal, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra márkaðs- sviðs, sagði upp störfum. ur áætlanadeildar. Guðmundur Eiríksson, forstöðu- maður starfsmannahalds Útvegs- bankans, verður forstöðumaður starfsmannahalds íslandsbanka. Guðmundur Gíslason, forstöðu- maður erlendra viðskipta í Útvegs- bankanum mun veita deild sem fjallar um erlend samskipti for- stöðu í íslandsbanka. Þá verður Guðrún Gunnarsdóttir á markaðssviði Verslunarbankans ráðin til að gegna forstöðu í deild um gæðastjórn. Halldór S. Magnússon sem nú gegnir stöðu forstöðumanns er- lendra viðskipta í Iðnaðarbanka verður forstöðumaður yfir gjald- eyrisdeild. Haukur Oddsson, forstöðumað- ur tæknideildar Iðnaðarbanka verður einnig forstöðumaður tæk- nideildar íslandsbanka. Kristín Guðmundsdóttir, for- stöðumaður fjármálasviðs Iðnaðar- bankans verður forstöðumaður reikningshalds. Kristín Steinsen sem nú er að- stoðarbankastjóri Útvegsbankans verður forstöðumaður þjónustu- deildar. Kristján Þorbergsson, lögfræð- ingur úr Útvegsbankanum verður forstöðumaður lögfræðideildar. Auk þess var Randver C. Flec- kenstein, kennslustjóri Iðnaðar- bankans ráðinn sem forstöðumað- ur fræðsludeildar. Sveinn H. Skúlason, forstöðu- maður rekstrarsviðs Iðnaðarbank- ans verður yfir rekstrardeild ís- landsbanka og loks var Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Verslunarbankans, ráðinn forstöðumaður markaðs- deildár. Siglugörður: Þorskur að ganga inn á Sporðagrunn SigluGrði. TÖLUVERT af þorski virðisl nú vera að ganga inn á Sporðagrun- nið. Stiikvíkin er þar ásamt fleiri togurum og lielúr verið að fá upp í 9 tonn í hali i botntrollið. Mikið rækjuveiði heftir verið á þessum slóðnm að undanfórnu. Fleir togarar eru á þessum slóðum og fiska þeir nokkuð vel. Smábátarn- ir héðan hafa verið að gera það gott. Þeir hafa fengið mikið af ufsa og steinbít og slíku góðgæti. Það senda þeir súður til sölu á fiskmörkuðunum í Reykjavík og Hafnarfirði. - Matthías Nýr íi'ainkvæ m d aslj ór i marka,ðssviðs Stöðvar 2 BIRNA Einarsdóttir hefúr verið ráðin framkvæmdastjóri markaðssviðs Stöðvar 2. Hún liefur gegnt starfi forstöðumanns markaðssviðs Iðnaðar- bankans frá árinu 1987 en var áður framkvæmdastjóri íslenskra get- rauna frá 1985 þegar hún lauk námi frá viðskiptadeild Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.