Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989
25
Panamastjoni setur
neyðarlög í landinu
Panamaborg. Reuter.
STJÓRNIN í Panama tilkynnti á þriðjudagskvöld að sett hefðu ver-
ið neyðarlög i landinu. Fyrr um daginn var höfuðsmaður í pa-
namiska hernum, Nicasio Lorenzo, sem var handtekinn eftir mis-
heppnaða tilraun til að steypa Manuel Antonio Noriega, einræðis-
herra landsins, borinn til grafar. Ekki hafa fengist viðhlítandi skýr-
ingar á andláti hans í fangelsinu, að sögn ættingja hans.
Samkvæmt neyðarlögunum verð-
ur félagafrelsi takmarkað, auk þess
sem launahækkanir ríkisstarfs-
manna verða bannaðar og heimilt
verður að segja opinberum starfs-
mönnum upp störfum vegna andófs
gegn stjórnvöldum. í yfirlýsingu frá
stjórninni segir að nauðsynlegt hafi
verið að grípa til þessara aðgerða
vegna árásarstefnu Bandaríkja-
stjórnar.
Ættingjar Lorenzos kváðust ekki
hafa fengið neinar upplýsingar um
dauða hans frá yfirvöldum. Þeir
sögðu að í dánarskýrslunni væri því
haldið fram að Lorenzo hefði kafn-
að af súrefnisskorti. Orðrómur hef-
ur verið á kreiki um að hann hefði
hengt sig en því vísuðu ættingjar
hans algjörlega á bug.
Lorenzo var einn af 37 herfor-
ingjum sem handteknir voru eftir
tilraunina til að steypa Noriega í
liðinni viku.
Bandaríkin:
Bush hélt að Leifiir
heppni væri norskur
St. Cloud. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
DAGS Leifs Eiríkssonar var minnst með viðhöfti á minnsta kosti
tveimur stöðum í Bandaríkjunum síðastliðinn þriðjudag. Um 120
manns söfnuðust saman við styttu Þorfinns karlefhis í Fíladelfiu.
Þar fluttu Ingvi S. Ingvarsson sendiherra og Goode borgarstjóri
Fíladelfíu ræður. Goode borgarstjóri undirritaði sérstakt skjal þar
sem lýst er afreki Leifs heppna þá er hann sigldi til Ameríku.
í Fíladelfíu starfar félagið „Leif
Eiríksson Society". Stofnandi þess
og helsta driffjöður er Norðmaður-
inn Ivar Christiensen, sem kynnt
hefur afrek Leifs heppna öðrum
fremur. Christiensen fékk skeyti frá
George Bush Bandaríkjaforseta í
gær þar sem m.a. var harmað að
Leifur skyldi eftir fund Ameríku
hafa haldið aftur til heimalands
síns, Noregs. Christiensen svaraði
að bragði og leiðrétti að Leifur
heppni hefði verið íslenskur en ekki
norskur.
Kína:
Kína slítur stjónunála-
sambandi við Líberíu
Peking. Reuter.
KÍNVERSK stjórnvöld hafa slitið stjórnmálasambandi við Líberíu.
Ákvörðunin var tekin á þriðjudag, á þjóðhátíðardegi Tævanbúa, en
Líberíustjórn hafði nýlega tekið upp stjórnmálasamband við Tævan.
Þá fordæmdu kínverskir ráðamenn veitingu friðarverðlauna Nóbels
til andlegs leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama. Sögðu stjórnvöld að verð-
launaveitingin væri liður í samsæri vestrænna þjóða sem ætluðu að
kljúfa kínverska ríkið og koma að nýju á lénskipulagi í Tíbet.
Hin opinbera fréttastofa Nýja
Kína hafði eftir talsmanni
kínverska utanríkisráðuneytisins að
Christopher Ricks, sendiherra Vest-
ur-Afríkuríkisins Líberíu í Kína,
hefði verið kvaddur í ráðuneytið og
honum skýrt frá því að stjórn-
málasambandi þjóðanna hefði verið
slitið. Líberísk stjórnvöld tóku upp
stjórnmálasamband við stjórnvöld
þjóðernissinna í Tævan á mánudag,
en samskipti þjóðanna höfðu legið
niðri í tólf ár.
1 yfirlýsingu kínverska utanríkis-
ráðuneytisins sagði að ákvörðun
ríkisstjórnar Líberíu um að taka á
ný upp stjórnmálasamskipti við
Tævan gengi í berhögg við skuld-
bindingu þeirra um að viðurkenna
stjórnvöld í Peking sem einu rétt-
mætu stjórn hinnar kínversku þjóð-
ar.
Kínverskir valdhafar slitu stjórn-
málasambandi við Grenada þegar
stjórnvöld á Karíbaeynni viður-
kenndu ríkisstjórnina í Tævan í
ágúst síðastliðnum.
WordPerfect 4.2
Hnitmiðað og vandað námskeið
í notkun ritvinnsluforritsins
WordPerfect (orðsnilld).
Leiðbeinandi: Örn Guðmundsson
viðskipta- og kerfisfræðingur.
Tími: 17., 19., 24. og 26.
okt. kl. 19-23.
LMTölvufræðslan
Borgartúni 28 sími 687590
J Electrolux
'/4 K
Seljum
útlitsgallaða kæli- og frystiskápa
með verulegum afslætti!
1^1
Vörumarkaðurinn
EINDAGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
—
W»e«3 9'!en<W'9'
M‘feW ve9n®L-----
, c*a\'nna ' V*ss\°ös
* Samtali
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðar en 15.. hvers mán-
aðar.
Ekki skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru greidd né
hvort þau eru greidd fyrirfram eða
eftirá.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum", blátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
Gerið skil tfmanlega
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI
Áskriftarsíminn er 83033
J j GEB AUGtýSINGAÞJÓNUSTAN / SiA