Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 26
26, MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 1989 lllwjptiiirifofeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. AJgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Störf Alþingis Störf Alþingis í vetur munu væntanlega mótast af þeim mikla samdrætti, sem nú er í efnahags- og atvinnu- lífi þjóðarinnar og fyrirsjáan- legt er, að heldur áfram á næsta ári. Þessi samdráttur er hinn mesti frá árunum 1967-1969. Fróðlegt er að bera saman vinnubrögð þeirr- ar ríkisstjórnar, sem þá sat og núverandi ríkisstjórnar við úrlausn þessara miklu vanda- mála. Viðreisnarstjórnin lagði áherzlu á það frá upphafi að upplýsa þjóðina mjög ræki- lega um það, sem var að ger- ast. Strax á miðju sumri 1967, þegar fyrst örlaði á verðfalli á erlendum mörkuð- um og síðan samdrætti í síldarafla voru gerðar fyrstu ráðstafanir og fólk rækilega upplýst um það, sem gæti verið í aðsigi. Eftir því sem ástandið versnaði herti við- reisnarstjórnin aðgerðir gegn kreppunni jafnframt því, sem gripið var til margvíslegra aðgerða til að draga úr áhrif- um hennar á þá, sem verst voru settir. Með því að upp- lýsa þjóðina vandlega um eðli kreppunnar og grípa í senn til harkalegra aðgerða gegn henni og ráðstafana fyrir þá, sem minnst máttu sín, náði Viðreisnarstjórnin þeim tök- um á þessum mikla vanda, að vinnubrögð hennar hljóta að vera fyrirmynd um það, hvernig við skal bregðast. Núverandi ríkisstjórn hefur hagað vinnubrögðum sínum á allt annan veg. Hún hefur ekki unnið markvisst að því að upplýsa þjóðina um eðli þessa djúpstæða samdráttar, sem nú er við að etja. Hún hefur ekki gripið til skipu- legra aðgerða í efnahags- og atvinnumálum, hvorki í þeim tilgangi að ná tökum á vand- anurri né til þess að draga úr afleiðingum gífurlegrar kjaraskerðingar fyrir þá, sem verst eru settir. Þess í stað hefur vinstri stjórn Steingríms Hermanns- sonar hrakist undan veðri og vindum. Hún hefur fram- kvæmt mikla gengislækkun á þessu ári á sama tíma og ráð- herrarnir hafa hamast við að lýsa því yfir, að þeir vildu ekki gengislækkun! Hún hef- ur engar sérstakar ráðstafan- ir gert til þess að draga úr mestu erfiðleikum þeirra, sem minnst mega sín. Afleiðingin er sú, að í tíð ríkisstjórnar verkalýðsflokkanna tveggja og samstarfsflokka þeirra hefur þeim fjölgað stórlega, sem orðið hafa að leita á náð- ir félagsmálastofnana sveit- arfélaganna. Þessar stofnanir eru yfirleitt nú þegar búnar með það fé, sem ætlað var til starfsemi þeirra á þessu ári og verða að leita til sveitar- stjórna um aukið fjármagn til þess að leysa úr brýnasta vanda fólks, sem hefur orðið illa úti vegna gífurlegrar kjaraskerðingar. Það hefði einhvern tíma heyrzt hljóð úr horni verka- lýðsflokkanna tveggja, vegna stórfjölgunar þeirra, sem leita til félagsmálastofnana sveit- arfélaga um hjálp til þess að framfleyta sér og sínum. En það er ekki að sjá, að þessi harði veruleiki hafi nokkur minnstu áhrif á forystumenn þessarar ríkisstjórnar. Það bryddar heldur ekki á nokkrum skipulegum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar til þess að framkvæma þann upp- skurð í atvinnulífinu, sem er forsenda betri tíðar. Raunar bendir allt til þess, að náist samningar við erlend fyrir- tæki um uppbyggingu stór- iðju á íslandi, sem vissulega getur haft mikil jákvæð áhrif á efnahagslíf okkar, muni hefjast stórdeilur innan ríkis- stjórnarinnar um það, hvort slíkt skuli leyfa. Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi fjárlagafrv., sem er fullt af ýmist blekking- um eða sjálfsblekkingum. Ólafur Ragnar Grímsson virð- ist trúa því, að það sé hægt að leysa vanda ríkisfjármál- anna með áróðri og brengluð- um upplýsingum. En eins og allir aðrir vita er dæmið ekki svo einfalt. . ; Það verður eitt helzta verk- efni Alþingis að rétta þessa ríkisstjórn af í þessum efnum og gera tilraun til þess að vísa þjóðinni veg út úr þessu mikla samdráttartímabili. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur gefizt upp við það verkefni. Nú er að sjá, hvort þingið getur gert betur. Fulltrúar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins: Karólína Guðmundsdóttir, Akureyri; Staða kvenna í Sjálf- stæðisflokknum hefur mikið lagast „SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er að mínu mati mjög sterkur í dag, og ljóst að allir flokksmenn standa sameinaðir. Þau erfiðu mál sem komið hafa upp í flokknum eru vonandi úr sögunni, og ég fæ ekki annað séð en að þetta sé mjög sterk heild í dag. Þá tel ég að konur í flokknum hafi aldrei staðið eins þétt saman og nú, og reyndar hefur staða kvenna í flokknum mikið lagast og jafn- réttismálin hafa þokast gríðarlega vel á veg, en það er farið að hlusta ansi vel á okkur" segir Karólína Guðmundsdóttir frá Akur- eyri. „Það fylgi sem skoðanakannan- ir hafa sýnt að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur um þessar mundir tel ég vera raunhæft fylgi, en það má að vísu ekki ætíð byggja á skoðanakönnunum, þó þær gefi okkur auðvitað ákveðnar vísbend- ingar. Það getur reyndar ekki öðruvísi verið en meirihluti þjóðar- innar standi með stefnu Sjálfstæð- isflokksins, því við íslendingar erum svo miklir einstaklings- hyggjumenn í okkur. Samkvæmt stefnu Sjálfstæðis- flokksins eiga atvinnuvegirnir að byggjast upp að mestu á einka- framtaki og dugnaði einstakling- anna, og því finnst mér sú stefna ríkisstjórnarinnar að byggja á sjóðakerfi og styrkjum í kringum atvinnulífið alls ekki vera rétt. Þá eru skattaálögur ríkisstjórnarinn- ar alveg gengdarlausar, og það hljóta allir að vera uggandi núna þegar virðisaukaskatturinn kemur á af fullum þunga með 26% álagi um næstu áramót sem er gífur- lega mikið, en skattamálin í heild eru mjög erfið fyrir fólk í dag. Það er ljóst að fyrirtæki víða um land eiga í erfiðleikum og at- vinnumálunum er sniðinn þröngur stakkur. Sjávarútvegur er mjög mikill á Akureyri og stendur mjög vel, en iðnaðurinn hefur átt í erfið- leikum og er á undanhaldi. Það er ekki mikið byggt á Akureyri sem stendur, en þó er talið að í byggingariðnaði verði nokkuð gott ástand fram eftir vetri. Astandið í atvinnumálum er því ekki ósvipað á Akureyri og víða annars staðar á landinu, en ég tel Karólína Guðmundsdóttir. það alls ekki vera verra en gengur og gerist um þessar mundir." Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfírði: Sjálfstæðisflokkurinn einn getur tryggt jafhan rétt einstaklinganna „ÞAÐ er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sterkasta stjórnmálaafl- ið í landinu, og eina aflið sem hægt er að treysta til þess að vinna að almennum aðgerðum sem tryggja jafhan rétt einstaklinganna og koma í veg fyrir pólitíska skömmtunarstefnu. Ég tel flokkinn vera mjög sterkan í dag, og það ríkir sá andi að menn séu sam- einaðir í þessum flokki, og maður finnur ekki fyrir neinum sun- drungaröflum," segir Arnbjörg Sveinsdóttir frá Seyðisfirði. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur mínu áliti klúðrað svo gjörsamlega lagt fram nýja stefnu í byggða- málum sem ég vænti mjög mikils af, en flokkurinn verður að beita sér af alefli í þeim málum auk endurreisnar atvinnulífsins þegar hann kemst til valda á nýjan leik. Núverandi ríkisstjórn hefur að þeim málum sem hún gaf sig út fyrir að standa fyrir þegar hún komst til valda, og á það fyrst og fremst við um yfirlýsingar um að reisa atvinnulífið úr rúst. Sjóð- irnir sem komið hefur verið á lag- girnar í því skyni hafa algjörlega Þorgrímur Daníelsson, Tannastöðum, Hrútafirði: Bind miklar vonir við ályktun landsfiind- arins um byggðamál „EG hef aldrei séð Sjálfstæðisflokkinn með jafn trausta .og víðtæka stefnu á öllum sviðum og nú, og hann stendur því sterkt bæði mál- efhalega og fylgislega séð, auk þess sem þær breytingar sem orðið hafa á forystu flokksins munu styrkja hann enn frekar. Þetta er sameinuð eining, en auðvitað eru skiptar skoðanir innan flokksins þar sem um breiðfýlkingu er að ræða, sem aldrei getur orðið nein jábræðrasamkoma," segir Þorgrímur Daníelsson frá Tannastöðum í Hrútafirði. „Það ríkir mjög góður andi innan Sjálfstæðisflokksins og menn eru einhuga um að berjast saman að því að koma þessari ríkisstjórn frá. málin í íslensku efnahagslífi. í stað þess að skapa aðstöðu til þess að fyrirtæki geti skilað hagnaði hefur ríkisstjórnin stofnað sjóði til þess Það er mjög nauðsynlegt að gera - að bjarga þeim fyrirtækjum sem það sem fyrst þar sem ljóst er að ríkisstjórnin mun ekki taka á grund- vallarvandamálum þjóðarinnar, og því þarf að hefja endurreisnarstarf að loknum kosningum með Sjálf- stæðisflokkinn sem forystuafl í ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn var sett á laggirnar að minnsta kosti að eigin sögn í þeim tilgangi að endurreísa efnahagslíf þjóðar- innar, en það ætluðu þessir menn sér að gera með því að taka fjár- magn og færa fyrirtækjum sem rekin hafa verið með tapi. Sjávarút- vegsfyrirtæki hafa til dæmis verið í mjög erfiðri stöðu töluvert lengi vegna þess að gengi krónunnar hefur verið of hátt skráð í gegnum tíðina. Þessi ranga gengisskráning leiðir af sér erfíða stöðu í útflutn- ings- og samkeppnisgreinum, er- lenda skuldasöfnun og viðskipta- halla, en þetta eru stærstu vanda- eru að fara á hausinn, en að öðru leyti er staðan óbreytt. Atvinnuve- girnir eru ennþá í þeirri kreppu að það eru ekki nema einstaka vel rekin fyrirtæki sem geta skilað verulegum arði og byggt sig upp. í sjálfu sér má segja að þessir sjóð- ir séu betra en ekki neitt, en í sjálfu sér leysa þeir ekki vanda atvinnu- veganna, heidur er eingöngu verið að velta vandamálunum á undan sér, og ég fæ ekki séð að þessi ríkis- stjórn geri neitt sem leysi þennan vanda. Þetta er hlutur sem Sjálf- stæðisflokkurinn mun taka á þegar hann kemst í ríkisstjórn. Byggðamálaályktun landsfund- arins er að mínu mati mikið tíma- mótaplagg, en þar eru sett fram vönduðustu hugmyndir sem ég hef nokkru sinni séð um þennan mála- flokk. Ég bind miklar vonir við það ef hægt verður að framkvæma Þorgrímur Daníelsson. þessa áætlun, og það geti orðið mikil lyftistöng fyrir Norðurlands- kjördæmi véstra, eins og reyndar önnur kjördæmi. Atvinnulíf stendur nokkuð sterkum fótum í kjördæm- inu og ekki þörf á að kvarta yfir stöðunni í sjálfu sér. Málið er það að á síðustu árum hefur orðið fólks- fækkun á landsbyggðinni, og ekki hafa myndast nægilega mörg störf fyrir ungt fólk, en það er vandamál hjá okkur eins og öðrum. Ég von- ast til að hugmyndir Sjálfstæðis- flokksins um byggðamál geti leyst þennan vanda með því að skapa fjölbreyttara og öflugra atvinnulíf með þvíað byggja upp og skapa skilyrði til þess að þjónusta geti eflst á landsbyggðinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.