Morgunblaðið - 12.10.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 12.10.1989, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 198.9 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Ajfgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Störf Alþinffis Störf Alþingis í vetur munu væntanlega mótast af þeim mikla samdrætti, sem nú er í efnahags- og atvinnu- lífi þjóðarinnar og fyrirsjáan- legt er, að heldur áfram á næsta ári. Þessi samdráttur er hinn mesti frá árunum 1967-1969. Fróðlegt er að bera saman vinnubrögð þeirr- ar ríkisstjórnar, sem þá sat og núverandi ríkisstjórnar við úrlausn þessara miklu vanda- mála. Viðreisnarstjórnin lagði áherzlu á það frá upphafi að upplýsa þjóðina mjög ræki- lega um það, sem var að ger- ast. Strax á miðju sumri 1967, þegar fyrst örlaði á verðfalli á erlendum mörkuð- um og síðan samdrætti í síldarafla voru gerðar fyrstu ráðstafanir og fólk rækilega upplýst um það, sem gæti verið í aðsigi. Eftir því sem ástandið versnaði herti við- reisnarstjórnin aðgerðir gegn kreppunni jafnframt því, sem gripið var til margvíslegra aðgerða til að draga úr áhrif- um hennar á þá, sem verst voru settir. Með því að upp- lýsa þjóðina vandlega um eðli kreppunnar og grípa í senn til harkalegra aðgerða gegn henni og ráðstafana fyrir þá, sem minnst máttu sín, náði Viðreisnarstjórnin þeim tök- um á þessum mikla vanda, að vinnubrögð hennar hljóta að vera fyrirmynd um það, hvernig við skal bregðast. Núverandi ríkisstjórn hefur hagað vinnubrögðum sínum á allt annan veg. Hún hefur ekki unnið markvisst að því að upplýsa þjóðina um eðli þessa djúpstæða samdráttar, sem nú er við að etja. Hún hefur ekki gripið til skipu- legra aðgerða í efnahags- og atvinnumálum, hvorki í þeim tilgangi að ná tökum á vand- anum né til þess að draga úr afleiðingum gífurlegrar kjaraskerðingar fyrir þá, sem verst eru settir. Þess í stað hefur vinstri stjórn Steingríms Hermanns- sonar hrakist undan veðri og vindum. Hún hefur fram- kvæmt mikla gengislækkun á þessu ári á sama tíma og ráð- herrarnir hafa hamast við að lýsa því yfir, að þeir vildu ekki gengislækkun! Hún hef- ur engar sérstakar ráðstafan- ir gert til þess að draga úr mestu erfiðleikum þeirra, sem minnst mega sín. Afleiðingin er sú, að í tíð ríkisstjórnar verkalýðsflokkanna tveggja og samstarfsflokka þeirra hefur þeim fjölgað stórlega, sem orðið hafa að leita á náð- ir félagsmálastofnana sveit- arfélaganna. Þessar stofnanir eru yfirleitt nú þegar búnar með það fé, sem ætlað var til starfsemi þeirra á þessu ári og verða að leita til sveitar- stjórna um aukið fjármagn til þess að leysa úr brýnasta vanda fólks, sem hefur orðið illa úti vegna gífurlegrar kjaraskerðingar. Það hefði einhvern tíma heyrzt hljóð úr horni verka- lýðsflokkanna tveggja, vegna stórfjölgunar þeirra, sem leita til félagsmálastofnana sveit- arfélaga um hjálp til þess að framfleyta sér og sínum. En það er ekki að sjá, að þessi harði veruleiki hafi nokkur minnstu áhrif á forystumenn þessarar ríkisstjórnar. Það bryddar heldur ekki á nokkrum skipulegum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar til þess að framkvæma þann upp- skurð í atvjnnulífinu, sem er forsenda betri tíðar. Raunar bendir allt til þess, að náist samningar við erlend fyrir- tæki um uppbyggingu stór- iðju á íslandi, sem vissulega getur haft mikil jákvæð áhrif á efnahagslíf okkar, muni heljast stórdeilur innan ríkis- stjórnarinnar um það, hvort slíkt skuli leyfa. Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi fjárlagafrv., sem er fullt af ýmist blekking- um eða sjálfsblekkingum. Olafur Ragnar Grímsson virð- ist trúa því, að það sé hægt að leysa vanda ríkisíjármál- anna með áróðri og brengluð- um upplýsingum. En eins og allir aðrir vita er dæmið ekki svo einfalt. Það verður eitt helzta verk- efni Alþingis að rétta þessa ríkisstjórn af í þessum efnum og gera tilraun til þess að vísa þjóðinni veg út úr þessu mikla samdráttartímabili. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur gefizt upp við það verkefni. Nú er að sjá, hvort þingið getur gert betur. Fulltrúar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins: Karólína Gnðmnndsdóttir, Akureyri: Staða kvenna í Sjálf- stæðisflokknum hefiir mikið lagast „SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er að mínu mati mjög sterkur í dag, og ljóst að allir flokksmenn standa sameinaðir. Þau erfíðu mál sem komið hafa upp í flokknum eru vonandi úr sögunni, og ég fæ ekki annað séð en að þetta sé mjög sterk heild í dag. Þá tel ég að konur í flokknum hafi aldrei staðið eins þétt saman og nú, og reyndar hefur staða kvenna í flokknum mikið lagast og jafh- réttismálin hafa þokast gríðarlega vel á veg, en það er farið að hlusta ansi vel á okkur“ segir Karólína Guðmundsdóttir frá Akur- eyri. „Það fylgi sem skoðanakannan- ir hafa sýnt að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur um þessar mundir tel ég vera raunhæft fylgi, en það má að vísu ekki ætíð byggja á skoðanakönnunum, þó þær gefi okkur auðvitað ákveðnar vísbend- ingar. Það getur reyndar ekki öðruvísi verið en meirihluti þjóðar- innar standi með stefnu Sjálfstæð- isfiokksins, því við íslendingar erum svo miklir einstaklings- hyggjumenn í okkur. Samkvæmt stefnu Sjálfstæðis- flokksins eiga atvinnuvegirnir að byggjast upp að mestu á einka- framtaki og dugnaði einstakling- anna, og því finnst mér sú stefna ríkisstjórnarinnar að byggja á sjóðakerfi og styrkjum í kringum atvinnulífið alls ekki vera rétt. Þá eru skattaálögur ríkisstjórnarinn- ar alveg gengdarlausar, og það hljóta allir að vera uggandi núna þegar virðisaukaskatturinn kemur á af fullum þunga með 26% álagi um næstu áramót sem er gífur- lega mikið, en skattamálin í heild eru mjög erfið fyrir fólk í dag. Það er ljóst að fyrirtæki víða um land eiga í erfiðleikum og at- vinnumálunum er sniðinn þröngur stakkur. Sjávarútvegur er mjög mikill á Akureyri og stendur mjög vel, en iðnaðurinn hefur átt í erfið- leikum og er á undanhaldi. Það er ekki mikið byggt á Akureyri sem stendur, en þó er talið að í byggingariðnaði verði nokkuð gott ástand fram eftir vetri. Astandið I atvinnumálum er því ekki ósvipað á Akureyri og víða annars staðar á landinu, en ég tel „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram nýja stefnu í byggða- málum sem ég vænti mjög mikils af, en flokkurinn verður að beita sér af alefli í þeim máium auk endurreisnar atvinnulífsins þegar hann kemst til valda á nýjan leik. Núverandi ríkisstjórn hefur að Karólína Guðmundsdóttir. það alls ekki vera verra en gengur og gerist um þessar mundir.“ mínu áliti klúðrað svo gjörsamlega þeim málum sem hún gaf sig út fyrir að standa fyrir þegar hún komst til valda, og á það fyrst og fremst við um yfirlýsingar um að reisa atvinnulífið úr rúst. Sjóð- irnir sem komið hefur verið á lag- girnar í því skyni hafa algjörlega Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfírði: Sjálfstæðisflokkurinn einn getur tryggt jaftian rétt einstaklinganna „ÞAÐ er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sterkasta stjórnmálaafl- ið í landinu, og eina aflið sem hægt er að treysta til þess að vinna að almennum aðgerðum sem tryggja jafhan rétt einstaklinganna og koma í veg fyrir pólitíska skömmtunarstefnu. Eg tel flokkinn vera mjög sterkan í dag, og það ríkir sá andi að menn séu sam- einaðir í þessuin flokki, og maður fínnur ekki fyrir neinum sun- drungaröflum," segir Arnbjörg Sveinsdóttir frá Seyðisfirði. Þorgrímur Daníelsson, Tannastöðum, Hrútafirði: Bind miklar vonir við ályktun landsfimd- arins um byggðamál „ÉG hef aldrei séð Sjálfstæðisflokkinn með jafh trausta ,og víðtæka stefnu á öllum sviðum og nú, og hann stendur því sterkt bæði mál- efnalega og fylgislega séð, auk þess sem þær breytingar sem orðið hafa á forystu flokksins munu styrkja hann enn frekar. Þetta er sameinuð eining, en auðvitað eru skiptar skoðanir innan flokksins þar sem um breiðfylkingu er að ræða, sein aldrei getur orðið nein jábræðrasamkoma," segir Þorgrímur Danielsson frá Tannastöðum í Hrútafírði. „Það ríkir mjög góður andi innan Sjálfstæðisflokksins og menn eru einhuga um að beijast saman að því að koma þessari ríkisstjórn frá. Það er mjög nauðsynlegt að gera það sem fyrst þar sem ljóst er að ríkisstjórnin mun ekki taka á grund- vallarvandamálum þjóðarinnar, og því þarf að hefja endurreisnarstarf að loknum kosningum með Sjálf- stæðisflokkinn sem foiystuafl í ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn var sett á laggirnar að minnsta kosti að eigin sögn í þeim tilgangi að endurreisa efnahagslíf þjóðar- innar, en það ætluðu þessir menn sér að gera með því að taka fjár- magn og færa fyrirtækjum sem rekin hafa verið með tapi. Sjávarút- vegsfyrirtæki hafa til dæmis verið í mjög erfiðri stöðu töluvert lengi vegna þess að gengi krónunnar hefur verið of hátt skráð í gegnum tíðina. Þessi ranga gengisskráning leiðir af sér erfíða stöðu í útflutn- ings- og samkeppnisgreinum, er- lenda skuldasöfnun og viðskipta- haila, en þetta eru stærstu vanda- málin í íslensku efnahagslífi. I stað þess að skapa aðstöðu til þess að fyrirtæki geti skilað hagnaði hefur ríkisstjórnin stofnað sjóði til þess að bjarga þeim fyrirtækjum sem eru að fara á hausinn, en að öðru leyti er staðan óbreytt. Atvinnuve- girnir eru ennþá í þeirri kreppu að það eru ekki nema einstaka vel rekin fyriríæki sem geta skilað verulegum arði og byggt sig upp. í sjálfu sér má segja að þessir sjóð- ir séu betra en ekki neitt, en í sjálfu sér leysa þeir ekki vanda atvinnu- veganna, heldur er eingöngu verið að velta vandamálunum á undan sér, og ég fæ ekki séð að þessi ríkis- stjórn geri neitt sem leysi þennan vanda. Þetta er hlutur sem Sjálf- stæðisflokkurinn mun taka á þegar hann kemst í ríkisstjórn. Byggðamálaályktun landsfund- arins er að mínu mati mikið tíma- mótaplagg, en þar eru sett fram vönduðustu hugmyndir sem ég hef nokkru sinni séð um þennan mála- flokk. Ég bind miklar vonir við það ef hægt verður að framkvæma Þorgrímur Daníelsson. þessa áætlun, og það geti orðið mikil lyftistöng fyrir Norðurlands- kjördæmi vestra, eins og reyndar önnur kjördæmi. Atvinnulíf stendur nokkuð sterkum fótum í kjördæm- inu og ekki þörf á að kvarta yfir stöðunni í sjálfu sér. Málið er það að á síðustu árum hefur orðið fólks- fækkun á landsbyggðinni, og ekki hafa myndast nægilega mörg störf fyrir ungt fólk, en það er vandamál hjá okkur eins og öðrum. Ég von- ast til að hugmyndir Sjálfstæðis- flokksins um byggðamál geti leyst þennan vanda með því að skapa fjölbreyttara og öflugra atvinnulíf með því að byggja upp og skapa skilyrði til þess að þjónusta geti eflst á landsbyggðinni." Bjarni Kjartansson, Tálknafirði: Framfaramálum lands- byg'gðarinnar hefiir verið snúið í andhverfu sína „EF þessi ríkisstjórn sem nú situr fer ekki frá hið skjótasta þá eru allar líkur sem benda til þess að landsbyggðin greiði það stærsta gjald sem hún hefur nokkru sinni þurft að greiða. Hún mun leggjast af vegna millifærslu og vanmáttar þeirra sem hafa með aðgerðum sínum snúið öllum framfaramálum landsbyggðarinnar upp í and- hverfu sína,“ segir Bjarni Kjartansson frá Tálknafirði. „Nú þegar kreppir að liggur mér við að segja að við séum á barmi borgarastyijaldar, ekki vegna beins aðstöðumunar fólks, heldur vegna þess að reiknimeistarar þjóðarinnar eru búnir að reikna öll verðmæti frá iandsbyggðinni til Reykjavíkur. Venjulegu fólki sem hefur eignast sín hús og persónulegu verðmæti á landsbyggðinni hefur verið hleypt í hendurnar á reiknimeisturunum í Reykjavík sem metið hafa eignir þess niður, en að því loknu er fólk- inu sagt að hypja sig til Reykjavík- ur þar sem það eigi engar eignir og fái því enga fyrirgreiðslu. Við þetta verður ekki lengur unað og með nýrri stjórn í landinu verður að taka á þessum málum, en það er aðeins Sjálfstæðisflokkurinn sem getur snúið þessari óheillaþróun við. Ástandið á landsbyggðinni er að vísu ekki alls staðar jafn slæmt, og til dæmis á Tálknafirði þar sem Bjarni Kjartansson. Sjálfstæðisflokkurinn er með hrein- an meirihluta í sveitarstjórn hefur okkur tekist að vinna ákveðið starf hvað varðar sveitarfélagið með báð- ar lappirnar á jörðinni, og reyndar er svo komið að íbúðir vantar fyrir þá sem flytja vilja til staðarins. Atvinnumálin þar eru í mjög góðu lagi vegna þess að þeir sem eru í forsvari fyrir þau fyrirtæki sem þar starfa hafa verið óþreytandi við að leita þeirra leiða sem færar eru í stöðunni, og það hefur þeim tekist með miklum ágætum. Mér þætti mjög vænt um ef Sjálf- stæðisflokkurinn væri jafn sterkur og skoðanakannanir hafa gefið til kynna, en við verðum að gera okk- ur grein fyrir því að það er ekki aðalatriðið að vera sterkur vegna óánægju fólks með andstæðinginn. Aðalatriðið er að styrkurinn byggist á eigin atgervi og eigin verkum, og þegar flokkurinn kemur til me_ð að leiða næstu ríkisstjórn verður að láta verkin tala og sýna lands- mönnum fram á að þessi flokkur er ekki bara eins og púkinn sem fitnar á Ijósbitanum af illum verk- um annarra, heldur verður flokkur- inn að taka við stjórn landsins á sínum eigin forsendum." Arnbjörg Sveinsdóttir. brugðist hlutverki sínu og verið notaðar sem pólitískar skömmtun- arstofnanir, og meðal annars höf- um við á Seyðisfirði orðið fyrir barðinu á því. Ég tel siðleysið í því hvernig ríkisstjórnin hefur far- ið með þessa málaflokka vera með algjörum eindæmum. Ég fæ ekki séð að þessi ríkisstjórn eigi eftir að gera neitt það fram að næstu kosningum sem bætt gæti það ástand sem ríkir, og reyndar tel ég að ástandið eigi eftir að fara versnandi. Þessi ríkisstjórn gerir því ekkert þarfara en að segja af sér, þó ég sjái ekki að af því verði nú eftir að hún hefur tryggt sig svo vel í sessi með þáttöku Borg- araflokksins í ríkisstjórninni. Ástandið í atvinnumálum á Austurlandi eru í sæmilegu horfi nú sem stendur, þrátt fyrir að sjávarútvegsfyrirtæki séu mörg hver rekinn með halla, og eitthvað róttækt verði að gera til að koma undirstöðuatvinnuvegunum á réttan kjöl. Utlitið í atvinnumálum er gott sem stendur einfaldlega vegna þess að síldarvertíðin er framundan og við lítum björtum augum til hennar. Stærsta fisk- vinnslufyrirtækið á Seyðisfirði varð gjaidþrota í haust, og annað fyrirtækið hefur tekið þrotabúið á leigu fram til áramóta. Staðan eftir áramót er því nokkuð óljós sem stendur, en við vonumst eftir því að þegar lengra líður fram á haustið takist okkur að koma ein- hverri mynd á það hvað verður. Það er fyrst og fremst hráefniss- kortur sem þjakar okkur, en ef tekst að leysa það vandamál þá lít ég björtum augum á framtíð Seyðisfjarðar.“ Kristján Guðmundsson, Grundarfírði: Fólk kallar á ábyrga stjórn í landið „FÓLK er farið að hugsa mun alvarlegar um ástandið í íslenskum stjórnmálum nú eftir þær ófarir sem orðið hafa vegna aðgerða núver- andi ríkisstjórnar, og ég tel að fólk sé farið að kalla á það að fá ábyrga stjórn í landið, en hún kemur ekki nema frá Sjálfstæðis- flokknum, einum sterkum flokki," segir Kristján Guðmundsson frá Grundarfirði. „Ég held að allir séu sammála um að núverandi ástand í stjórn landsins sé hræðilegt, og þá gildir einu hvar í flokki menn standa, en ég hef mjög orðið var við að and- stæðingar í pólitík sem segjast styðja ríkisstjórnina eru mjög óán- ægðir með öll þau verk sem hún hefur staðið fyrir. Þar er ekki um neitt eitt öðru fremur að ræða held- ur tei ég að einu gildi hvar litið sé. Þetta hefur vakið fólk upp til að hugsa um þessi mál, og á þann hátt tel ég að pólitíkin í landinu sé á réttri leið. Útkoma Sjálfstæðisflokksins er mjög sterk í skoðanakönnunum um þessar mundir, en ég álít að taka verði þeim með nokkurri varúð. Þátttakan í þeim er yfirleitt ekki meiri en svo að um helmingur að- spurðra gefur ákveðin svör, og því held ég að það sé vafasamt að taka of mikið mark á niðurstöðum þeirra. Það þýðir því ekki fyrir okkur Sjálf- stæðismenn að taka það bara rólega þó svo að skoðanakannanirnar sýni svona mikið fylgi, og menn verða að gjöra svo vel að halda á því sem þegar er til staðar. Þetta á ekki síst við um komandi sveitarstjórnar- kosningar, þar sem við verðum að halda mjög vel á spilunum til að halda okkar hlut. Á Grundarfirði erum við Sjálf- stæðismenn með hreinan meirihluta í sveitarstjórn, en við tókum við gjaldþrota búi andstæðinganna um síðústu kosningar. Okkur hefur tek- ist að rétta það mjög vel við, og tekist hefur að koma lagi bæði á fjármál sveitarfélagsins og allar framkvæmdir á vegum þess sem nú eru komnar í eðlilegan farveg. Krislján Guðinundsson. Atvinnulíf á staðnum hefur verið í góðu lagi allt þetta ár, og reyndar er staðan þannig að ef eitthvað er þá vantar okkur frekar fólk heldur en hitt. Gangurinn allur í byggðar- laginu er þannig allur í bjaríara lagi, bæði á vegum sveitarfélagsins og í flestri atvinnustarfsemi, og allur einkarekstur er í góðu lagi.“ Drífa Hjartardóttir, Keldum, Rangárvallasýslu: Spillingin sem ríkir er stjórnvöldum til skammar „SÚ ríkisstjórn sem nú situr við völd er algjör hörmung, og við Sjálf- stæðismenn viljum kosningar sem fyrst til þess að breyta ástandinu í þjóðfélaginu. Við höfum mikinn meðbyr og fólkið vill að við tökum að okkur að bjarga málunum, en sú spilling sem nú ríkir er stjórn- völdum til háborinnar skammar, þannig að öllu venjulegu fólki of- býður," segir Drífa Hjartardóttir „Það er ljóst að atvinnuástand á landinu er æði misjafnt, og á Suð- urlandi hefur víða orðið fólksfækk- un vegna samdráttar í landbúnaði. Öll þjónusta hefur dregist verulega saman af þessum sökum, og fá ný atvinnutækifæri hafa komið í stað- inn. Á þessu eru þó undantekningar og á Flúðum til dæmis liefur verið mikill uppgangur, sem ekki hefur verið annars staðar í kjördæminu. Það er mjög ánægjulegt að þar hefur hvert nýtt fyrirtækið risið á fætur öðru, og fólksfjölgun hefur orðið. Aftur á móti hefur orðið fólksfækkun í Rangárvallasýslu, og í Þykkvabænum til dæmis hefur orðið veruleg fóiksfækkun. Ég held að þetta komist þó ekki lengra nið- ur á við, og leiðin hljóti að liggja upp á við héðan í frá. Suðurland frá Keldum í Rangárvallasýslu. er mesta landbúnaðarhérað lands- ins, og þar hefur verið reynt að snúa þróuninni við. Sem dæmi um það má nefna að kornrækt er víða hafin í Landeyjunum, undir Eyja- fjöllum og í Rangárvallasýslu. Með því að rækta sjálf okkar eigið kjarn- fóður erum við að spara gjaldeyri, og um leið að hagræða í eigin rekstri. Möguleikarnir í landbúnaði eru þó ekki miklir og við getum ekki aukið framleiðsluna, og því verðum við að sætta okkur við það sem við höfum í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn er mjög sterkur um þessar mundir, og hann er mun öflugri að loknum þessum landsfundi en hann hefur verið um langt skeið. Það leynir sér ekki að það er mikill kraftur í Sjálfstæðis- mönnum og þeir eru tilbúnir í slag- Drífa Hjartardóttir. inn og axla ábyrgðina. Flokkurinn er ekki síst sameinaður vegna fram- komu Friðriks Sophussonar, sem er honum til mikiis sóma, og hefur gert flokkinn mun styrkari en áður. Við erum því tilbúin til þess að taka við stjörn landsins strax í dag.“ Er hlynntur stöðugoim árs- afla af þorski - segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ „ÉG kyunti hugmyndir mínar um jafiistöðuafla á þingi Far- manna- og fiskimannasam- bands íslands haustið 1983 og á Fiskiþingi síðar um haustið. Þá var þeim fálega tekið. Mér þykir það athyglivert, að menn skuli farnir að ræða þennan möguleika að nýju,“ sagðu Guð- jón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ í samtali við Morgun- blaðið. Rögnvaldur Hannesson, próf- essor, hefur reifað hugmyndir um jafnstöðuafla í Fjármálatíðindum og segir þar ýmis rök hníga að því að hagkvæmt gæti verið að miða við fyrirfram ákveðinn þor- skafla ár hvert. „Ég sé enga þörf á því að við séum að fiska 400.000 tonn af þorski eitt árið og 200.000 tonn það næsta. Við erum alltaf að taka úr mörgun árgöngum í einu, þannig að bregðist einn eða tveir ætti það ekki að hafa afgerandi áhrif. Ég sé heldur ekki að það skipti máli hvort við tökum 50.000 tonn fyrir áramót og 50.000 tonn eftir áramót eða 100.000 öðru hvoru megin við þau. Nokkuð ákveðnar sveiflur hafa verið í þor- skaflanum marga síðustu áratugi. Annað veifið fer hann nokkuð upp yfir 400.000 tonn og fellur þá að jafnaði á um tveimur til þremur árum niður í um 300.000 tonn, áður en hann fer að aukast aftur. Meðaltal áranna 1823 til 1983 er 367.000 tonn, áranna 43 til 83 er 387.000 tonn og áranna 63 til 83 er 394.000 tonn. Samkvæmt þessu væri skynsamlegast að miða við það að fara aldrei yfir 400.000 tonn og skilja þá toppana eftir og fara ekki niður fyrir 350.000 tonn. Eg er viss um að það er fyllilega þess virði að fara þessa leið. Þors- kveiðisagan beinlínis sýnir fram á það,“ sagði Guðjón. Verðum að miða afla við stofnstærð - segir Krislján Ragnarsson, framkvæmda- sljóri LÍÚ „Ég skil ekki hugmyndir manna um jafnstöðuafla. Við hljótum alltaf að þurfa að miða þorskaf- lann við stærð þorskstofhsins, hvers árgangs fyrir sig og fram- vindu þeirra í sjónum,“ sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. „Við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Nú er ljóst að fjór- ir árgangar í röð eru lélegir og við slíkar aðstæður þýðir ekkert að vera að tala um stöðugan árs- afla. Við treystum fiskifræðingun- um til að meta stofnstærðina og stærð hvers árgangs fyrir sig. I samræmi við niðurstöður þeirra hljótuni við að ákveða afla hvers árs fyrir sig. Byggjum við hins vegar við mjög stóran og stöðugan stofn, horfði dæmið öðru vísi við, en svo er því miður ekki,“ sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.