Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 18
-4 Gi 18 ?3gr H38Ó*raO .21 fl'JOAQUTMMn aifl/uiaKUOSÓM MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR' 12: OKTÓBER 1989 Á að hrvggjast eða gleðjast? eftirJón Gauta Jónsson Að undanförnu hafa fjölmiðlar verið að greina frá niðurstöðum nefndar sem forsætisráðherra setti á laggirnar sl. vetur til að gera til- lögur um kynningu á íslandi erlend- -is. í stuttu máli virðist niðurstaðan vera sú, að stefnt skuli að því að gera ísland að forystulandi á ýms- um sviðum alþjóðlegs samstarfs. Vissulega er tilefni til að fagna því, að til eru þeir sem hugsa hátt og ekki skai gert lítið úr starfi nefndarinnar. Ein er þó sú hugmynd, sem varð þess valdandi að undirritaður vissi í raun ekki hvort ætti að hryggjast eða gleðjast yfir. Þetta er sú hug- mynd að við íslendingar skipum okkur í framvarðasveit í umhverfis- málum í heiminum og að ísland verði miðstöð umræðu og samstarfs á því sviði. Vissulega væri óskandi að þetta gæti orðið að veruleika, en þarf ekki að huga að ýmsu áður en við getum farið að bjóða okkur fram til þessa mikilvæga hlutverks. Er ekki nauðsynlegt, og raunar for- senda þess, að við sjálf séum í farar- broddi á sviði umhverfismála? Er staða okkur sú í_ dag? Meginþorri íslendinga hefur reyndar lengi staðið í þeirri trú að við lifum hér í óspilltasta og lítt mengaðasta landi í heiminum. En er þetta tilfellið? Er staðreyndin kannski sú, ef grannt er skoðað, að við íslendingar höfum spillt og mengað umhverfi okkar meira en nokkur þjóð, sé miðað við höfðatölu eins og okkur er svo gjarnt að gera. Ef það er reyndin, getum við þá með reisn boðið ísland fram sem þungamiðju umhverfismálaum- ræðu. Það er hugsanlega mögu- leiki, en þá verðum við _að gera það með því hugarfari að ísland verði kynnt sem dæmi um það hvernig ekki eigi að standa að hlutunum. En er ástandið svona dökkt eins og hér er látið í veðri vaka? Lítum á nokkur dæmi. Mengun lofts Staðreynd mun vera að engin verksmiðja hér á landi, hvort sem hún tengist fiskvinnslu eða iðnaði, sendir frá sér fullkomiega hreinsað loft. Nokkrar verksmiðjur þ. á m. álverið og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hreinsa nokkur þeirra efna sem þær senda frá sér í loftkenndu ástandi. Yfir heildina litið sleppum við hins vegar út í andrúmsloftið mjög miklu magni af lofttegundum árlega, sem menga umhverfið á einn eða annan hátt. Það sem bjargar okkur hins vegar er hve hér er vindasamt. Slíkt er hins vegar engin afsökun fyrir því að hafa hér tiltölulega hreint loft. Hvað varðar mengun frá umferð þá erum við þar að sögn fróðra manna langt að baki nágrannaþjóð- um okkar, þó svo að við höfum á síðustu árum reynt að sýna örlitla tilburði til að draga úr mengun frá bílum með því að flytja inn blýlaust bensín. Á meðan við látum þetta nægja hafa fjölmargar þjóðir sett eða eru að setja lög um sérstakan hreinsibúnað á öll samgöngutæki. Mengun lagar Enn þann dag í dagJifir þorri Islendinga, að því er virðist, í þeirri trú að lengi taki sjórinn við og er þá sama hvort er átt við sorp eða skolp frá hýbýlum og verksmiðjum. Jón Gauti Jónsson „Hvort sem alla þessa gróðureyðingu má tengja manninum eða ekki, þá er það stað- reynd að líklega hefiir gróðureyðing hvergi verið meiri í heiminum síðustu aldir en hér á landi nema ef vera kynni í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinn- ar.“ Reyndar eru nú uppi tilburðir í þá átt á höfuðborgarsvæðinu að sleppa ekki í sjóinn því algrófasta. Þetta látum við okkur nægja meðan ná- grannaþjóðir okkar hreinsa að meg- inhluta til það affall sem frá þeim fer. Mengun láðs Og hver er þá staða okkur á láði. Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur reiknað það eitt sinni út að ef kenna mætti landsmönnum beint eða óbeint um alla gróðureyðing- una, þá hefði hver einasti Islending- ur, sem hér hefði alið aldur sinn allt frá landnámi og til þessa dags eyðilagt einn fermetra af gróður- lendi á dag, alla daga lífs síns. Þetta þýðir að sjötugur íslendingur hefur eytt rúmlega 25.000 fermetr- um af gróðurlendi. En það sem er þó sárgrætilegast er sú staðreynd, að enn er gróður og jarðvegur á undanhaldi. Reyndar hefur löggjaf- inn veitt nokkru fjármagni til upp- græðslu síðustu áratugi, en enn munum við eiga talsvert í land með að hafa snúið vörn í sókn. Hvort sem alla þessa gróðureyð- ingu má tengja manninum eða ekki, þá er það staðreynd að líklega hef- ur gróðureyðing hvergi verið meiri í heiminum síðustu aldir en hér á landi nema ef vera kynni í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Hvað varðar sorpeyðingu, þá er ástandið lítið betra þar. Meðan ná- grannaþjóðir okkar eru að leggja niður einnota umbúðir vegna þeirr- ar mengunar sem þær hafa í för með sér, erum við að innleiða þær. Meðan nágrannaþjóðir okkar eru að taka upp flokkun sorps og endur- vinnslu, ætlum við að láta nægja að pakka sorpinu saman til urðun- ar. Það er þó reyndar undantekn- ingartilfelli því enn í dag fer sorp- eyðing fram í formi urðunar og Niðurskurður lieil- brigðisþj ónustu eftir Einar Stefánsson Heilbrigðisþjónustan á íslandi hefur átt undir högg að sækja und- anfarin ár. Síðustu misseri hefur mátt sjá aðför að Landakotsspítala og almennan niðurskurð og lokanir á sjúkrahúsum með minnkaðri þjón- ustu við sjúka landsmenn og lengri biðtíma eftir nauðsynlegum skurð- aðgerðum. Nú virðist sem ríkis- stjórnin ætli enn að höggva í sama knérunn. í umræðu um kostnað vegna heilbrigðismála er iðulega blandað saman kostnaði til heilbrigðismála og kostnaði vegna tryggingamála (svo sem ellilífeyris og örorkubóta). Kemur hér til að þessir málaflokkar heyra undir sama ráðuneyti. Með því að leggja saman kostnað vegna heilbrigðismála og tryggingamála hefur sumum vaxið það fé í augum. Sannleikurinn er að á íslandi er rekið mjög gott og tiltölulega ódýrt heilbrigðiskerfi. Ungbarnadauði á íslandi er með því lægsta í heimin- um og ævilengd með því lengsta, en þessir þættir eru oft notaðir til að meta jafnaðargæði heilbrigðis- þjónustu. Kostnaður við heilsu- HÚS í DANMÖRKU Til leigu lítið en mjög gott hús, rétt utan við Odense á Fjóni, til skamms eða langs tíma. Húsið, sem ér stór stofa, 2-3 svefnherbergi, eldhús, salerni og sturta, er búið öllum þæg- indum, öll herbergi fullbúin húsgögnum, t.d. eldhúsið er með öllu, svo sem leirtaui og ísskáp. Rafmagnshitun, tvöfalt gler, útvarp, sjónvarp og sími. Hentugt fyrir t.d. fólk, sem er að kanna mögu- leika á Norðurlöndum, eða fólk, sem vill búa nokkra mánuði í Danmörku fyrir sanngjarnt verð. Einnig er hægt að leigja bíl fyrir dkr. 200.- á dag. Vinsamlega hafið samband í síma 91-17678 eða til Danmerkur 90-45-62632530 (tala íslensku). gæslu á íslandi er 7,9% af þjóðar- tekjum. Þetta er snöggtum lægra hlutfall en hjá Bandaríkjamönnum, Svíum, Kanadamönnum og Hol- lendingum (sjá töflu I), en heldur hærra en hjá Dönum, Norðmönnum og Bretum. Tafla I Kostnaður við heilbrigðisþjón- ustu sem hlutfall af þjóðartekjum: Bandaríkin 10,7% Svíþjóð 9,4% Holland 8,6% Kanada 8,4% ísland 7,9% Danmörk 6,3% Noregur 6,3% Bretland 5,9% (Heimild: Financing and Delivering Health Care. A comparative Analysis of OECD Co- untries, Paris 1987.) Af töflu I má sjá að ísland er neðan við meðallag nágrannaþjóða okkar í kostnaði við heilbrigðis- þjónustu þrátt fyrir þann kostnað- arauka sem fámenni og strjálbýli óhjákvæmilega valda. Af ofansögðu má álykta að íslenskt heilbrigðis- kerfi sé að minnsta kosti sæmilega rekið og um leið að óskipulagður almennur niðurskurður hljóti að koma niður á þjónustunni, eins og reynsla síðustu missera sannar. Heilsugæsla á íslandi er á heims- mælikvarða bæði með gæði og verð og það er miklu auðveldara að skemma en að bæta þetta kerfi, ef ekki er farið að með gát. Ef stjórnvöld ákveða að framlög til heilbrigðismála skuli minnkuð, eru kostirnir þrír: 1) Niðurskurður á þjónustu; 2) Ilagræðing (sama þjónusta fyrir minna verð); og 3) Aukin bein kostnaðarhlutdeild sjúklings. Niðurskurður er stjórn- unarlega einfaldastur, en kemur illa Einar Stefánsson niður á sjúklingum. Hagræðing er að sjálfsögðu æskilegust, en er stjórnunarlega erfið, sérstaklega í miðstýrðu kerfi. Vænlegasta leiðin til sparnaðar er sennilega blanda af hagræðingu og aukinni kostnað- arhlutdeild sjúklinga. Hagræðingunni í heilsugæslu fer stöðugt fram og byggist að mestu á faglegum rannsóknum, sem benda á betri og hagkvæmari að- ferðii' til að fást við ákveðna sjúk- dóma og vandamál. Slík hagræðing byggist alfarið á faglegum forsend- um og verður á hverju sérsviði um sig, en ekki á öllum sviðum í einu. Þannig getur eitt árið komið fram lyf sem auðveldar meðferð við lungnasjúkdómum (t.d. berklum) og minnkar þörf á spítalaþjónustu á þvf sviði. Ánnað árið gæti sann- ast að tiltekna augngðgerð megi gera án sjúkrahússinnlagnar eða þá að lyfjagjöf geti fækkað skurð- aðgerðum vegna magasárs. Hag- ræðing sem þessi á upptök sín í hverri sérgrein, en verður ekki framkölluð með miðstýrðum stjóm- unaraðgerðum. Hins vegar koma miðstýrðar stjórnunaraðgerðir stundum í veg fyrir að slík hagræð- ing náist. Vafalaust má fá fram aukna hagræðingu af þessu tagi með því að auka áhrif einstakra yfirlækna og deilda á rekstrarstjórn heilbrigðisþjónustu á sínu sviði og brennslu og í flestum tilvikum án þess að huga að því hvort það geti seinna meira mengað útfrá sér. Þá er það staðreynd að fáar þjóð- ir hafa tekið á almennri umgengni af slíkum vanmætti sem við Islend- ingar. Meðan fólk í London getur átt það á hættu að þurfa að borga allt að 10.000 kr. fyrir henda frá sér vindlingi á götu, sektum vð ferðamenn um heilar 3.500 kr. fyr- ir að bijóta lög og reglur og valda stórspjöllum á landi með gáleysis- legum akstri sbr. tilvikið á Kili í vor sem leið. Þetta var þó reyndar undantekning, því yfirleitt látum við nægja góðlátlega (áminningu fyrir slæma umgengni og spjöll á landi. Þessu til viðbótar má bæta því við að á undanförnum árum höfum við þufft að horfa upp á fallegar gróðurvinjar á hálendinu breytast í svað án þess að gera nokkuð til varnar. Löggjafinn hefur ‘ ekki treyst sér til að framfylgja lögum og reglugerðum eða verið tilbúinn til að veita fjármagni til að koma í veg fyrir slík spjöll og allt sem heitir fræðsla um umhverfismál er í molum. í huga undirritaðs er því niður- staðan sú, að ef við gætum reiknað út mengun eða spjöll per íbúa lands- ins þá ýrði sú tala nokkuð há og hærri en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Það sem hef- ur bjargað okkur hins vegar fyrir horn er sú staðreynd að við lifum hér fá í tiltölulega stóru landi. Það getum við hins vegar ekki gefið sem afsökun, ef við ætlum að bjóða okkur fram sem forystuþjóð á sviði umhverfismála. Þá þarf svo sannar- lega að taka til hendinni. Vonandi erum við tilbúin til þess, en við megum ekki gleyma því að það kostar fjármuni og hingað til höfum við ekki verið ginnkeypt fyrir því að veija fjármunum til hluta sem ekki gefa, helst fyrirfram, af sér einhvern arð. Höfundur er landfræðingur. stuðla þannig að því að faglegar framfarir og rannsóknarniðurstöð- ur leiði sem fyrst til bættrar þjón- ustu og hagræðingar í rekstri. Spítalarekstur er dýrasti hluti heilbrigðisþjónustunnar og fara til þess yfir 10 af þeim liðlega 17 milljörðum, sem við eyðum til heil- bi'igðismála (heimild: fjárlög 1989, heilbrigðisráðuneyti). Innan við 1 milljarður fer til sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa. Það er vænleg leið til hagræðingar og sparnaðar að læknishjálp fari fram án spítala- innlagnar, ef þess er kostur. Þróun- in hefur verið í þessa átt og æ fleiri læknisverk og mirini háttar skurðaðgerðir eru nú framkvæmdar án spítalainnlagnar. Slík læknis- verk eru ýmist unnin á sjúkrahúsum eða á sjálfstæðum læknastofum eða læknastöðvum. Sama þróun hefur einnig átt sér stað í nágrannalönd- unum, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem tryggingafélög og heilbrigðis- ráðuneyti hvetja mjög til slíks, enda miklu ódýrara. Það er því öfugsnúið, ef íslensk heilbrigðisyfirvöld ætla að setja fót- inn fyrir þessa þróun og hefta sér- fræðiþjónustu án sjúkrahússinn- lagnar eins og tillögur ríkisstjórnar benda til. Miklu nær væri að styðja sem mest við læknisþjónustu án sjúkrahússvistar, enda vænlegt til sparnaðar. Heilbrigðisþjónustan er marg- slungið kerfi og byggir á mikilli sérþekkingu starfsmanna sinna. Þessir starfsmenn eru hæfastir til að hagræða rekstrinum hver á sínu sviði og þarf því að dreifa rekstrar- ábyrgðinni til þeirra. Valddreifing í ríkisrekstri og rekstur á vegum félaga og einstaklinga stuðla að hagræðingu í öllum atvinnugrein- um, þar á meðal í heilsugæslu. Til- raunir miðstýringarmanna til að hagræða öllu kerfinu í einu lagi kunna að vera hugmyndafræðilega aðlaðandi, en eru vonlausar í fram- kvæmd eins og saga miðstýringar- reksturs hefur sannað á liðnum áratugum. Höfundur er prófessor í augnlæknisfræði við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.