Morgunblaðið - 21.10.1989, Side 44

Morgunblaðið - 21.10.1989, Side 44
Efstir á blaði FLUGLEIÐIR Æm ttrgtmdnMfr LAUGARDAGUR 21. OKTOBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Fíkniefiiasmygl upplýst: Smygluðu 325 g af amfetamíni innvortis Gervigras í Garðabæ Morgunblaðið/RAX Gervigras hefur verið lagt á æfingaknattspyrnúvöll á íþróttasvæði Stjörnunnar við Ásgarð í Garðabæ. Völlurinn er 44 m að lengd og 22 m á breidd og er gert ráð fyrir að hann verði flóðlýstur, en hitalagnir eru undir „teppinu“. Myndin var tekin í gær þegar unnið var við lagningu gervigrassins. Gengið sígur um 6% fram til 1. desember FÍKNIEFNALÖGREGLAN hefur upplýst innflutning til landsins á. 325 grömmum af amfetamíni og lagt. hald á 300 grömm af efninu til viðbótar sem grafin höfðu verið í jörðu í Amsterdam í Hollandi og ætlunin var að smygla síðar hing- að til lands. Þrír menn á þrítugs- aldri hafa játað á sig brotið og að hafa smyglað efninu í iðrum sínum til landsins. Mennirnir sátu nokkra daga í ^^^gæsluvarðhaldi en alls voru 8 manns yfirheyrðir vegna málsins. Af þeim 325 grömmum sem smyglað hafði verið inn til landsins var lagt hald á 50 grömm, afgangnum hafði verið dreift áður en lögregla komst í spilið. Mennirnir þrír voru handtéknir 9. október síðastliðinn. Við' húsleit fundust þá um 50 grömm af am- fetamíni en mennirnir játuðu áð hafa smyglað innvortis 325 grömmum af efninu og að auki væru 300 grömm falin í Amsterdam og stæði til- að smygla þeim inn síðar. Einn þeirra S -*!osnaði fljótlega úr haldi en tveir sátu í gæslu til 17. þessa mánaðar. Mennirnir eru 29, 25 og 24 ára. Tveir þeirra hafa lítillega komið við sögu fíkniefnamála áður. Loðna finnst við Grænland LOÐNU hefur orðið vart innan grænlenzku lögsögunnar út af Kangerdlugssuaq-firði. Loðnu hefur einnig orðið vart enn vestar og eru ekki t.il þess dæmi í sögu loðnuveiða okkar, að hún haldi sig svo vestarlega á þessuni árstíma. Samkvæmt samkomulagi íslands, - Grænlands og Noregs frá síðastliðnu vori, eru okkur heimilar veiðar innan grænlenzku lögsögunnar. Stormur er á þessum slóðum og liggja íslenzku loðnuskipin inni á Djúpi og víðar, en munu nokkur þeirra halda af stað um leið og veður leyfir. Umhleypingar eru tíðir þarna vestur frá og ís getur hamlað veiðum. Fréttir þessar af loðnunni eru komnar frá færeyskum skipstjóra á grænlenzkum rækjutogara og þýzku rannsóknarskipi. STEFNT er að því að gengi íslensku krónunnar sígi um 6% á næstu fimm vikum samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgun- biaðið hefur aflað sér. Heimildir Morgunblaðsins herma að eftir viðræður fulltrúa útflutn- ingsgreinanna og stjórnvalda, hafi orðið samkomulag um að nauðsyn væri á því að ná niður raungengi um að minnsta kosti 6%. Raunar telja fulltrúar fiskvinnslunnar- að gengi þurfi að síga um a.m.k. 9%. Innan Seðlabanka munu þau sjón- armið uppi, að svo mikil gengis- lækkun, sem nú er rætt um sé ekki nauðsynleg. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirhugað geng- issig væri í samræmi við mótaða stefnu ríkisstjórnarinnar sem byggðist á þeirri viðleitni stjórn- valda að ná niður raungenginu hægt og bítandi, sem hefði tekist rækilega, án þess að efna til gengis- kollsteypu. Halldór Ásgrímsson sagði ein- faldlega að hann ræddi ekki gengis- mál við fréttamenn, en Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði að ekki hefði verið minnst á það að veita Seðlabankanum heim- ild til aukins gengissigs, „enda telur Seðlabankinn ekki að þörf sé á frek- ari lækkun gengis nú,“ sagði for- sætisráðherra. Hann sagði að góður árangur hefði náðst í gengislækk- unum, þar sem það hefði lækkað um 5,9% á grundvelli verðlags og 13,4% á grundvelli launa. „Það verður staðið við það loforð sem forsvarsmönnum útflutningsgrein- anna var gefið í vor,“ sagði forsæt- isráðherra. Heimildir Morgunblaðsins herma að samkomulag ríkisstjórnarinnar og útflutningsgreinanna liggi fyrir um að gengi verði látið síga um 6% fram til 1. desember næstkom- andi. Samkvæmt yfirlýsingu stjórn- valda frá því sl. vot' átti 3% verðupp- bót á freðfisk að falla niður um næstu áramót. Þessi yfirlýsing var síðan endurtekin og staðfest á fundi aðila í sumar. Til þess að það verði mögulegt er nauðsynlegt að gengi sígi. Auk þess hefur Seðlabankinn ekki fullnýtt heimild sína til gengis- sigs, þannig að til samans -vérður á næstu vikum um 6% gengissig að ræða. Samdráttur mjólkurframleiðslu á Samsölusvæðinu: Utlit er fyrir vöruskort eða mjólkurflutninga að norðan MJÓLKURFRAMLEIÐSLA I landinu er nú í lágmarki miðað við að fúllnægja þörfúm innlenda markaðarins og á svæði Mjólkursamsölu Reykjavíkur er fylgst náið með birgðum frá degi til dags. Að sögn Péturs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra framleiðslu- og tæknisviðs Mjólkursamsölunnar, fer hver einasti mjólkurdropi á svæðinu í ferskvöru og þá vöru sem einungis er framleidd á þessu svæði, svo sem alla G-vöru, og er alveg á mörkunum að næg mjólk fáist í það. Samdrátturinn í mjólkurfram- leiðslu á svæðinu nemur um 4% miðað við sama títna í fyrra. Árs- framleiðslan í landinu er nú 102 milljónir lítra á ári en ársneysla landsmanna er 101 milljón lítra. Mjólkurframleiðslan í landinu náði hámarki árið 1979 og var þá 120 milljónir lítra. Miklar árstíðasveiflur eru í mjólkurframleiðslunni og er hún um 30-50% meiri á mánuði yfir sumarið en á veturna. Allt skyr er nú til dæmis framleitt út' undan- rennudufti sem framleitt var í sum- ar og er þannig reynt að færa topp- ana í framleiðslunni yfir á vetrar- mánuðina. Telur Pétur að birgðir af undanrennudufti dugi þar til framleiðslan eykst á ný með vorinu. „Nú eru allir möguleikar notaðir til að flytja umframframleiðsluna á sumrin yfir á aðra árstíma og lengra er ekki hægt að ganga. Næsta skref et' því skortur og hann gæti til dæmis komið fram í því að ein vörútegund hverfur af mark- aðnum. Það er mjög bagalegt fyrir mjólkuriðnaðinn að geta ekki út- vegað þær vörur sem markaðurinn tekur við. Við sjáum í næstu viku hvort gripa þarf til þess að flytja mjólkurvörur frá öðrum landshlut- un. Birgðir eru minni nú en í síðustu viku og ef þær halda áfram að minnka getum við lent í erfið- leikum, en ef þetta helst í horfinu þá þraukum við,“ sagði Pétur. Áðspurður um hvort búast mætti við rjómaskorti fyrir jólin sagði hann að erfitt væri að segja til um það núna. Hins vegar hefði oft verið brugðið á það ráð að flytja íjóma að norðan fyrir jólin. Einnig væri reynt að auka rjómabirgðir smám saman frá því í bytjun des- ember, en ekki væri hægt að úti- loka að einhver skortur yrði á íjóma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.